Morgunblaðið - 18.01.1980, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 18.01.1980, Blaðsíða 25
félk í fréttum MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. JANÚAR 1980 25 Hinn ókrýndi grettu- kóngur + ÞESSI Englendingur, Melv- ille Taylor, er hinn ókrýndi grettukóngur. Hann er sann- færður um að enginn muni geta skotið sér ref fyrir rass á þessu sviði. Enginn geti gert sig eins bráðljótan og hann. Hann kveðst og vera reiðubúinn að mæta hverjum sem er í keppni á bjórstofunni í heimabæ hans i Padiham í Lancashire. Neðst til hægri er mynd af Taylor eins og hann lítur út dagsdaglega. NJET! + FULLTRÚI Sovétríkjanna í öryggisráðinu, Oleg Troyanovsky, réttir upp höndina og segir NJET, er hann beitti neitunarvaldinu gegn ályktun, en myndin er tekin við atkvæða- greiðsluna í ráðinu á dögunum er gengið var til atkvæða um refsiaðgerðir gegn Sovétríkjun- um vegna innrásar þeirra í Afghanistan. Sigurvegarar fagna + ÞAÐ mun ekki síður eiga við Indiru Gandhi forsætisráðherra Ind- lands að kalla hana „járnfrú" því svo mikla pólitíska hörku hefur hún sýnt. Fyrir hana eru ind- versk stjórnmál líkast því að vera í boxhring. Nú eftir síðustu umferðina er hún svo sannarlega sigur- vegarinn í þungavigtar- flokki stjórnmálanna. Hún fagnar hér kosn- ingasigri sínum og sonar- ins Sanjay, en á milli þeirra stendur tengda- dóttir gömlu konunnar, en hún heitir Maneka. Jean-Paui Belmondo leikur ofurmennið á timakaupi. Frönsk gaman- mynd í Tónabíói TÓNABÍÓ sýnir um þessar mundir franska gamanmynd gerða af Claude Zidi sem einnig er höfundur hand- ritsins ásamt Michel Audiard og Michel Fabre. Myndin ber heitið „Ofurmenni á tímakaupi" (L’Ani- mal). Tónlistin er eftir Vladimie Cosma en myndatökumaður er Claude Renoir. Með aðalhlutverkin fara Jean- Paul Belmondo, Raquel Welch og Charles Gerard. Myndin segir frá Michel Gaucher, í daglegu tali kallaður Mike, sem hefur það að atvinnu að leika ýmis glæfraleg atriði í kvikmyndum og ekki þykir fært að leggja á stjörn- urnar. Það er þeim mun merkilegra að hann skuli vera í þessu starfi því hann er langt frá því að vera hugaður maður, það má næstum segja að hann sé skræfa því að það jafnast á við glæfraleik í hans huga að leggja handleggina utan um unnustuna Jane Gardner. Að lokum er svo komið að hann virðist vera að missa unnustuna en þá herðir hann upp hugann í þeim tilgangi að vinna hug hennar á ný. Jólahraðskák- mót Austurlands Hið árlega jólahraðskákmót Aust- urlands var haldið á Egilsstöðum, laugardaginn 5. jan. 1980. Keppend- MYNDAMÓT HF. PRENTMYNDAGKRD AÐALSTRÆTI I - SlMAR: 17152-17355 ur voru 15, frá Neskaupsstað, Eski- firði, Stöðvarfirði, Fáskrúðsfirði og Egilsstöðum. Úrslit urðu þau, að Gunnar Finnsson, Eskifirði, varð sigurveg- ari, hlaut 12 vinninga. Röð efstu manna: vinn. af 1. Gunnar Finnsson, Eskif. 12 14 2. -3. Hákon Sófusson, Eskif. 11 14 2.—3. Viðar Jónsson, Stöðvarf. 11 14 4. Aðalsteinn Steinþórss., Egilss. 10Vfe 14 5. Páll Baldursson, Neskaupsstað 9'/i 14 í.—7. Þór Jónsson, Eskifirði 9 14 6.-7. Auðbergur Jónsson, Eskifirði 9 14 Morgunblaðið óskar eftir blaðburðarfólki Uppl. í síma 35408 Vesturbær: Miöbær Granaskjól Austurbær: Hátún Úthverfi: Breiöageröi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.