Morgunblaðið - 18.01.1980, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 18.01.1980, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. JANÚAR 1980 5 Arétting BAKSÍÐUFRRETT Morgun- blaðsins í gær skýrir frá því, að hlutkesti hafi ráðið því, hvor þeirra Ragnars Arnalds eða Svavars Gestssonar, fékk umboð til stjórnarmyndunar. í frétt í Morgunbiaðinu í fyrradag er því hins vegar haidið fram, að þegar Ragnari hafi orðið ljóst, að Svav- ar naut meira fylgis innan þing- flokks Alþýðubandalagsins, hafi hann dregið sig til baka og Svavar því verið kjörinn til verkefnisins einróma. Eins og fram kemur i Morgunblaðinu í gær, var sú staðhæfing röng. Lesendur eru beðnir velvirðingar á þessu ranghermi. Sr. Árelíus annast þjónustu við fanga SÉRA Árelíus Níelsson, sem lét af embætti sóknarprests í Lang- holtssöfnuði um síðustu áramót, hefur tekið að sér þjónustu við fanga og utangarðsmenn í Reykjavík um sinn, segir í nýj- asta Fréttabréfi biskupsstofu. Annast hann einnig skrifstofu fangaprests í Gimli við Lækjar- götu. Fangaprestur, sr. Jón Bjarman, sem gegnt hefur því starfi í nær tíu ár, gegnir nú bráðabirgðaþjón- ustu í Breiðholtssöfnuði í veik- indaforföllum sr. Lárusar Hall- dórssonar. Ber sr. Jón ábyrgð á embætti fangaprests eftir sem áður og mun hann halda áfram störfum við vinnuhælin tvö, á Litla Hrauni og Kvíabryggju svo og við fangelsið á Akureyri. Bænavika í kaþólsku kapellunni í Hafnarfirði HVERT kvöld vikunnar 18. — 25. janúar kl. 20:30 verður bæna- stund í Kapellu St. Jósefsspítala í Hafnarfirði. Fulltrúar þjóðkirkj- unnar, Fríkirkjunnar, Aðvent- ista, Hvítasunnumanna og kaþólskra leiða til skiptis bæna- stundirnar sem eru öllum opnar. Er bænavika þessi liður í hinni alþjóðlegu bænaviku fyrir einingu kristinna manna, sem haldin er um allan heim. Hinar 293 kirkju- deildir Alkirkjuráðsins og gjörvöll kaþólska kirkjan hafa samstarf um framkvæmd hennar. Er þetta í fyrsta sinn sem efnt er til þessar- ar bænaviku í Hafnarfirði. Verður fyrst og fremst beðið fyrir einingu kristinna manna fyrir bræðrum og systrum í neyð og verður þar sérstaklega minnst aðþrengds fólks í Namibíu og Eþíópíu, en biskup hefur sérstaklega hvatt til þess að hvatningu Lútherska heimssambandsins. Leiðrétting I minningargrein Önnu Þór- hallsdóttur um Þórunni Hansdótt- ur Beck í blaðinu 16. jan. er upphaf málsgreinar í þriðja dálki þannig: Hinn 8. ágúst 1915 o.sv.frv... Leiðréttist hér með að Jón Guðmundsson er elzti ekki eini núlifandi maður, sem átti heima á Höfn í Hornafirði frá upphafi byggðar þar. Jgflj HHH / ■ II/___ m wa a ■ /11 H I §m B I HH vlflllUV pi* vpittur 01 líOliiUI /■# |%ammom im^niiA ut pennan manuo Y DÆMI VERÐ AFSL. VcnU \ M/AFSL. > Föt m/vesti ullartweed 8&900 13.485 76.415 Stakur tweedjakki 54r90Ö 8.235 46.665 Föt m/vesti jT/ terelyne og ull 69Æ0Ö 10.470 59.330 Dúnvatt úlpa 4.470 25.330 ^j|? “Smiðsgallabuxur“ 16,900 2.535 13.365 (jý?), Denim gallabuxur jC/ m/fellingum 1X900 2.685 15.215 Pils dragtir 100% ull Z6r90Ö 11.535 65.365 Buxnadragtir m/síöum jakka og rykktum buxum 7ftr80Ö 11820 66.980 Þetta eru aðeins örfá dæmi um hvað hægt er að gera góð kaup á góðum vörum nú Austurstræti 22. Sími trá skiptiborði 85055. Austurstræti 22. 2. tMBð. £ Af^ TlZKUVERZLUN UNGA FÓLKSINS mKARNABÆR Laugaveg 66 Austurstræti 22. Glæsibae Wvsm

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.