Morgunblaðið - 18.01.1980, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. JANÚAR 1980
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. JANÚAR 1980
17
fHtrijiimlííaíjiiiííí
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guömundsson.
Björn Jóhannsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar:
Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033.
Áskriftargjald 4.500,00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 230
kr. eintakið.
Utgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Fréttastjóri
Auglýsingastjóri
Ríkisstjórn undir forystu
marxista á íslandi!!?
01íuráðherra“ þjóðarinnar, Svavar Gestsson, gerir um
þessar mundir tilraun til að mynda ríkisstjórn á
Islandi og í gær hófust viðræður undir hans forsæti um
myndun vinstri stjórnar sömu flokka og hrökkluðust frá
völdum í byrjun októbermánaðar og sömu flokka og gáfust
upp við að mynda stjórn um jólaleytið. Þjóðviljinn hefur
tekið það óstinnt upp, að bent var á það í grein hér í
Morgunblaðinu, að Sjálfstæðisflokkurinn mundi að sjálf-
sögðu ekki taka sæti í ríkisstjórn undir forsæti Alþýðu-
bandalagsins. Það er ástæðulaust fyrir Þjóðviljann að
firrtast við því. Miklu fremur ættu þeir Þjóðviljamenn og
Alþýðubandalagsmenn að meta það, þegar stjórnmálaand-
stæðingar koma fram við þá af fullri hreinskilni og segja:
það kemur ekki til greina, að mynduð verði ríkisstjórn á
Islandi undir forsæti Alþýðubandalagsins. Auðvitað kemur
það ekki til greina — að marxístísk bylting verði gerð án
byltingar! Eða er Alþýðubandalagið kannski orðið borg-
aralegur flokkur? Hvorki Sjálfstæðisflokkur, Framsóknar-
flokkur né Alþýðuflokkur geta tekið sæti í ríkisstjórn
undir forsæti Svavars Gestssonar eða nokkurs Alþýðu-
bandalagsmanns. Munurinn á Sjálfstæðisflokknum og
hinum flokkunum er hins vegar sá, að Sjálfstæðismenn
segja það hreint út. Þar með vita Alþýðubandalagsmenn,
að hverju þeir ganga í hugsanlegum samtölum við
Sjálfstæðismenm Það er engin tilraun gerð til að blekkja
þá eða aðra. Hins vegar er bersýnilegt, að Framsóknar-
menn og Alþýðuflokksmenn ætla að haga sér á sama veg
og sumarið 1978. Nú eins og þá taka þeir þátt í viðræðum
að þessu sinni undir forystu Svavars Gestssonar, en þá
undir forsæti Lúðvíks Jósepssonar og láta ekkert uppi um
það, hvort þeir geti samþykkt hann sem forsætisráðherra.
Nú eins og þá hlýtur það að koma í ljós á síðari stigum
viðræðna, að hvorugur flokkurinn getur gengið til
stjórnarsamstarfs undir forsæti Alþýðubandalagsins. En
hvorugur flokkurinn hefur þá hreinskiptni til að bera að
segja Svavari Gestssyni það strax.
Enginn lýðræðisflokkanna þriggja getur tekið þátt í
ríkisstjórn undir forsæti Svavars Gestssonar eða annars
Alþýðubandalagsmanns, í fyrsta lagi vegna þess, að
Alþýðubandalagið er flokkur, sem stefnir að því að
gjörbylta því þjóðskipulagi, sem við búum við. Þeir
Alþýðubandalagsmenn eru í algerum minnihluta meðal
þjóðarinnar með þau áform, og jafnvel innan Alþýðu-
bandalagsins er fólk sem tæki ekki þátt í slíku. En það
kemur auðvitað ekki til greina, að flokkur, sem hefur slíkt
stefnumark, að koma á fót marxísku þjóðskipulagi hér á
landi, verði kallaður til forystu í þjóðmálum Islendinga. í
öðru lagi er nánast útilokað, að þessir þrír flokkar fallist á
forsæti Alþýðubandalagsins vegna þess, að það yrði
meiriháttar áfall fyrir þjóðina í samskiptum við aðrar
þjóðir. Alþýðubandalagið er í grundvallaratriðum andvígt
utanríkisstefnu íslendinga. Það er andvígt aðild okkar að
Atlantshafsbandalaginu. Það er andvígt varnarsamningi
okkar við Bandaríkin. Þar af leiðandi er óhugsandi, að það
geti tekið að sér forstöðu ríkisstjórnar sem fylgir þessari
utanríkisstefnu. Aðrar þjóðir sem samskipti eiga við
íslendinga mundu ekki treysta slíkri ríkisstjórn. Og
forsætisráðherra getur ekki verið í andstöðu við utan-
ríkisstefnu stjórnar sinnar. Raunar er óskiljanlegt, að
Alþýðubandalagsmenn sjálfir skuli geta hugsað sér að taka
við forsætisráðuneytinu við slíkar aðstæður.
Þetta þýðir ekki, að samstarf hinna flokkanna þriggja
við sósíalista í ríkisstjórn sé útilokað. Slíkt samstarf hafa
allir flokkarnir átt við sósíalista og varð Sjálfstæðisflokk-
urinn raunar fyrstur til þess. En það er óhugsandi, að
þátttaka Alþýðubandalagsins í ríkisstjórn geti orðið með
þeim hætti, að Alþýðubandalagsmaður gegni embætti
forsætisráðherra eða utanríkisráðherra, a.m.k. ef nokkur
vitglóra er eftir í íslenzkri pólitík. Þess vegna hlýtur
tilraun Svavars Gestssonar til stjórnarmyndunar aðeins
að vera formsatriöi. Hvorki hann né annar Alþýðubanda-
lagsmaður mynda næstu ríkisstjórn á íslandi, nema við
séum gjörsamlega heillum horfin.
Það er líka íhugunarefni að samkvæmt Brezhnev-
kenningunni telja Rússar sig hafa leyfi til afskipta af
innanríkismálum þeirra þjóða, sem eru undir marxískri
stjórn. — Menn ættu að gera sér grein fyrir því — og leika
sér ekki að eldi.
Markaðir fyrir kisiljárn góðir:
„Ætla má að verksmiðjan skili
hagnaði þegar á næsta ári“
segir Jón Sigurðsson forstjóri Islenzka járnblendifélagsins
„MIÐAÐ við að þær áætlanir
standist sem við höfum gert í
dag, þ.e. að seinni bræðsluofninn
verði kominn í gagnið næsta
haust, má ætla að verksmiðjan
verði farin að skila hagnaði
þegar á næsta ári,“ sagði Jón
Sigurðsson forstjóri Islenzka
járnblendifélagsins á fundi með
fréttamönnum að Grundartanga
i gærdag.
„A síðasta ári var hins vegar
allnokkur halli samkvæmt fyrstu
tölvuspá sem við höfum gert. Þar
er gert ráð fyrir því að halli
verksmiðjunnar verði um 1250
milljónir króna, en þetta á að vísu
eftir að breytast við ýmsar loka-
færslur, s.s. vegna gengisuppgjörs
og uppgjörs milli byggingar og
rekstrar. Eru þá 725 milljónir
færðar til afskrifta og lager á
kísiljárni um áramót færður til
tekna á framleiðsluverði. Mismun-
ur framleiðsluverðs og líklegs
söluverðs á þessum lager er hins
vegar áætlaður um 600 milljónir
króna þannig að við erum þokka-
lega ánægðir með útkomuna, það
var alltaf búist við einhverjum
rekstrarhalla fyrStu árin meðan
aðeins annar ofninn væri í notk-
un,“ sagði Jón ennfremur.
Samkvæmt upplýsingum Jóns
varð framleiðsla kísiljárns á árinu
rúmlega 16600 tonn, en gert hafði
verið ráð fyrir að framleiða 17
þúsund tonn. Af þessum 16600
tonnum voru um 12500 tonn flutt
út fyrir áramót og um 1900 tonn
fóru út rétt eftir áramótin, þannig
að alls seldust um 14400 tonn á
árinu. Það er því aðeins eðlilegur
lager eftir.
Aðspurður sagði Jón að mark-
aðirnir hefðu verið góðir á s.l. ári
og ef ekki kæmi til mikil breyting
á stáliðnaðinum almennt væri
reiknað með því að sama staða
héldist á þessu ári.
Jón Sigurðsson forstjóri islenzka
járnblendifélagsins.
Ljósmynd Mbl. Kristján
Þá kom fram hjá Jóni að búist
væri við því að tap félagsins yrði á
næsta ári á bilinu 2—3 þúsund
milljónir, en það væri í samræmi
við þær áætlanir sem gerðar voru
í upphafi, hins vegar væri búist
við rekstrarafgangi strax á næsta
ári eins og áður er getið. Það væri
búist við að framleiðsla fyrirtæk-
isins yrði á bilinu 25—33 þúsund
tonn, en það færi að mestu eftir
því hversu mikil orka fæst afhent,
en á seinni hluta síðasta árs gat
Landsvirkjun ekki annað orkueft-
irspurn verksmiðjunnar.
Þá kom að síðustu fram hjá Jóni
að frumrannsóknir hafa þegar
farið fram á því hvort heppilegt
kunni að stækka verksmiðjuna
enn frekar eftir að ofnarnir tveir
eru komnir í notkun, þá annað
hvort um einn eða tvo ofna. Það
væri hins vegar ekki hægt að segja
neitt frekar um málið á þessu
frumstigi.
Járnblendiverksmiðjan að Grundartanga.
Ljósmynd Mbl. Kristján.
FULLTRÚAR fjögurra stærstu
greina kristinnar kirkju á
Islandi sameinast um guðsþjón-
ustu í Dómkirkjunni á sunnu-
daginn klukkan 14. Samstarfs-
nefnd kristinna trúfélaga á
tslandi gengst dagana 18. —25.
janúar fyrir bænaviku, sem
reyndar er alþjóðleg. en aðilar
að nefndinni eru auk Þjóðkirkj-
unnar rómversk-kaþólskir,
hvítasunnumenn og aðventist-
ar.
Séra Þórir Stephensen, dóm-
kirkjuprestur, þjónar fyrir altari
í guðsþjónustunni á sunnudag,
en honum til aðstoðar verða
David West, æskulýðsfulltrúi
aðventista, og Daniel Glad, trú-
boði Hvítasunnusafnaðarins.
Séra Ágúst Eyjólfsson, nývígður
Kaþólskur prestur predikar
í Dómkirkjunni á sunnudag
Fulltrúar Þjóðkirkjunnar, kaþólskra, aðventista
og hvítasunnumanna sameinast um guðsþjónustu
prestur við Dómkirkju Krists
konungs í Landakoti, stígur í
stól og prédikar. Er það í fyrsta
skipti, sem það gerist á íslandi,
að kaþólskur prestur prédikar í
lúterskri kirkju.
Séra Þórir Stephensen sagði í
samtali við Mbl. í gær, að kristin
kirkja skiptist í margar deildir
og þær væru býsna fjarri hver
annarri. Kristnir menn í heimin-
um eru taldir vera liðlega 1.2
milljarðar og skiptast þeir þann-
ig, að rómversk-kaþólskir eru
705 milljónir, grísk-kaþólskir
150 milljónir og mótmælenda-
trúar 350 milljónir. Markmið
alþjóðlegu bænavikunnar 18.—
25. janúar er eining hins dreifða
kristindóms.
Alkirkjulegt eða ekumenískt
starf hefur vaxið mjög síðustu
árin, sagði séra Þórir í gær. —
Ég get nefnt, að er ég var við
framhaldsnám í Þýzkalandi
1964—65 sótti ég samkomu í
Augsburg þar sem saman voru
komnir fulltrúar margra kirkju-
deilda og þeirra á meðal Bea
kardináli. Þetta vakti mikla at-
hygli mína og hef ég síðan reynt
að vekja áhuga á þessu hér á
landi. Er samstarfsnefnd krist-
inna trúfélaga á Islandi var
stofnuð ákvað ég að efna til
guðsþjónustu með fulltrúum
fjögurra stærstu greina krist-
innar kirkju á Islandi.
— Ég leitaði fyrst til Hinriks
van Frehen, biskups kaþólskra á
Islandi, sem sagði að kaþólska
kirkjan væri reiðubúin að taka
þátt í slíkri guðsþjónustu. Full-
trúar aðventista og hvítasunnu-
manna tóku þessu einnig mjög
vel. Guðsþjónustan verður síðan
á sunnudag klukkan 14 og er um
svokallaða lesmessu að ræða,
þar sem skiptist á lestur prests
og safnaðar. Dómkórinn syngur
við guðsþjónustuna og Martin H.
Friðriksson leikur á orgel Dóm-
kirkjunnar.
— Þetta er í fyrsta skipti, sem
slíkt gerist á íslandi og er um
kirkjusögulegan tímamótavið-
burð að ræða. Ég held að aðilar
allra fjögurra kirkjudeildanna
séu jafn ánægðir með að þetta
skuli geta gerzt, en þetta hefði
verið ómögulegt fyrir nokkrum
áratugum síðan. Kristnir menn
eru að vakna til meðvitundar
uxn, að það er miklu meira, sem
sameinar þá, heldur en það sem
aðskilur þá og það er miklu
nauðsynlegra fyrir þá að verja
hin sameiginlegu vé heldur en að
efna til ágreinings. Því hinn
sameiginlegi óvinur er hin guð-
lausa efnishyggja, sem lætur æ
víðar til sín taka á þjóðfélags-
legu sviði, sagði séra Þórir
Stephensen að lokum.
Rafmagnsveitur ríkisins:
Mikill raforkuskortur fyrir-
sjáanlegur veturinn 1980—81
— fimm ára framkvæmdaáætlun
TAP Á rekstri Rafmagns-
veitna ríkisins á árinu 1979
var rúmar 500 millj. kr.
Stafar sá halli mestmegnis
af síauknum fjármagns-
kostnaði. Áhvílandi lán eru
nú um 20 milljarðar kr.,
40% af þeim lánum eru
vísitölutryggð og bera um
60% vexti og verðbætur.
Farið verður þess á leit, að
ríkissjóður styrki í auknum
mæli þann hluta af fram-
kvæmdum Rariks sem óarð-
bær er til að ekki þurfi að
draga úr framkvæmdum og
til að takast megi að draga
sem mest úr dísilvinnslu og
olíunotkun. Rafmagnsskort-
ur hefur verið nokkur á
þessum vetri og talið er að
ástandið verði mun verra
veturinn 1980—81.
Þetta kom fram á frétta-
mannafundi með stjórnar-
formanni Rariks, Pálma
Jónssyni alþm., og Kristjáni
Jónssyni rafmagnsveitu-
stjóra í gær, þar sem kynnt
var ný fimm ára fram-
kvæmdaáætlun Rariks og
fjárhagsstaða fyrirtækisins.
Framkvæmdaáætlunin gild-
ir fyrir árin 1980-1984.
Verðlagsforsendur hennar
eru miðaðar við verðlag á
miðju ári 1979 að viðbættum
35%. Heildarútgjöld skv.
áætluninni eru um 69 millj-
arðar kr., þar af 25,4 millj-
arðar til almennra fram-
kvæmda, 7,6 milljarðar til
styrkingar rafdreifikerfi í
sveitum, 23,1 milljarður til
byggðalínuframkvæmda og
12,8 milljarðar til Kröflu-
virkjunar.
Pálmi Jónsson sagði, að
áætlunin hefði verið samin
með það að markmiði að
hægt yrði á áætlunartíma-
bilinu að fullnægja eftir-
spurn eftir raforku á orku-
veitusvæðum Rariks. M.a.
væri miðað við, að á þessu
tímabili gæti raforka að
mestu eða öllu leyti tekið við
af olíu til upphitunar þar
sem jarðvarma nýtur ekki
við. Hann sagði einnig, að
það væri ákaflega þýð-
ingarmikið, að Alþingi og
upp á 69 milljarða kr. lögð fram
Kristján Jónsson, rafmagnsveitustjóri, t.v. og Pálmi Jónsson,
formaður stjórnar Rarik, á fréttamannafundinum í gær.
Ljósm. Mbl. RAX.
stjórnvöld fengju glögga
mynd af því hvað hér væri
um að ræða. „Vilji stjórnvöld
fara hægar í sakirnar en
framkvæmdaáætlunin grein-
ir, verða þau að reikna með
því að bera ábyrgð á, að ekki
verði unnt að tryggja af-
hendingu raforku með eðli-
legum hætti til notenda og
að ekki takist að útrýma
olíuupphitun húsnæðis á
áætlunartímabilinu,“ sagði
Pálmi.
Rafmagnsvéitustj óri,
Kristján Jónsson, gerði síðan
grein fyrir helstu fyrirhug-
uðum framkvæmdum skv.
áætluninni. Má þar m.a.
nefna styrkingu rafdreifi-
kerfa í sveitum, s.s. veru-
legar endurbætur á Suður-
landslínu, lagningu sæ-
strengs yfir Eyjafjörð, lagn-
ingu Vesturlínu o.m.fl. Einn-
ig er fyrirhugað í áætluninni
að lagning hringtengilínu
verði lokið 1983 og mun
tilkoma hennar gerbreyta
ástandi í raforkumálum á
Austurlandi og Suðausturl-
andi.
í umræðum um fjár-
hagsstöðu Rariks kom fram,
að heimilistaxti rafmagns
frá Rarik er nú 55% hærri en
hjá Rafmagnsveitu Reykja-
víkur. Sagði Pálmi, að því
misrétti yrði að linna. Það
væri að margra dómi rétt-
látt, að landsmenn allir
greiddu lagningu byggðalína
á sama hátt og kostnaði við
lagningu vegakerfisins væri
jafnað á allra herðar. Af 50
þúsund notendum rafmagns
frá Rarik til heimilisnota
búa um 26 þús. í þéttbýli en
24 þús. í sveitum. Sagði
Pálmi, að nú þegar hefði
fengist nokkur viðurkenning
á þessari þörf Rariks, því við
afgreiðslu lánsfjáráætlunar
ríkissjóðs hefði 600 millj. kr.
verið veitt til óarðbærra
framkvæmda Rariks, en
meira þyrfti til, ef vel ætti að
vera.
Kristján sagði að orku-
skortur hefði verið nokkur á
þessum vetri og beita hefði
þurft skömmtunum, s.s. til
álversins, varnarliðsins og
fleiri aðila. Fyrirséð væri, að
ástandið yrði mun verra á
næsta vetri. Tilkoma Hraun-
eyjafossvirkjunar myndi þó
bæta hér úr. Það kom einnig
fram á fundinum, að þrátt
fyrir ítrekaðar tilraunir Rar-
iks tókst ekki að afla fjár til
þess að bora tvær vinnslu-
holur fyrir Kröfluvirkjun á
þessu ári. Raskar það fram-
kvæmdaáætluninni um upp-
byggingu Kröfluvirkjunar á
árunum 1980—1981 og gerir
horfur á orkuskorti á kom:
andi vetri mun dekkri. í
framkvæmdaáætluninni er
lagt til, að boraðar verði
þrjár vinnsluholur við
Kröflu 1980 og a.m.k. tvær
þeirra tengdar það ár. Síðan
verði boraðar fjórar holur
1981 og fjórar holur á ári úr
því, þar til fullum afköstum
virkjunarinnar verði náð.
Yfirlýsing VSÍ:
Dylgjum um mót-
sagnakennda af-
stöðu vísað á bug
Vinnuveitendasambandið hef-
ur sent frá sér yfirlýsingu vegna
ummæla framkvæmdastjóra Al-
þýðusambands íslands. Yfirlýs-
ing VSÍ, sem undirrituð er af
Þorsteini Pálssyni, framkvæmda-
stjóra, er svohljóðandi:
„Framkvæmdastjóri ASÍ full-
yrðir, að VSÍ hafi reynt að tefja
fyrir viðræðum um endurnýjun
kjarasamninga. Það rétta í því
máli er sú staðreynd, að VSÍ
mótaði kröfur sínar um miðjan
október 1979 og hefur verið reiðu-
búið til viðræðna síðan. ASÍ félög-
in hafa á hinn bóginn ekki komið
sér saman um kröfugerð og hafa í
nokkra mánuði staðið í innbyrðis
átök'um þar um og enn er kröfu-
gerð þeirra ekki lokið. Fullyrð-
ingar um tafir af hálfu VSÍ eru
algjörlega út í hött. Það er Al-
þýðusambandið, sem ekki hefur
verið í stakk búið til að hefja
viðræður og skyldi því varast að
kasta grjóti úr glerhúsi.
VSÍ hefur lýst sig reiðubúið til
viðræðna á grundvelli þeirrar
stefnumcrkunar er fyrir liggur af
þess háifu. Öllum má hins vegar
vera ljóst, að vonlaust er að hefja
viðræður á grundvelli kröfugerðar
ASÍ-félaganna, þar sem hún er
ekki nema að hluta til komin fram
í dagsljósið.
Öllum dylgjum um mótsagna-
kennda afstöðu VSÍ í þessum
efnum er því vísað á bug.“
Biskup
vígður í
Grænlandi
FYRSTI grænlenski biskupinn
verður vígður 17. íebrúar n.k. í
Godthaab í Grænlandi og fram-
kvæmir hana Ole Bertelsen
Kaupmannahafnarbiskup. Heit-
ir hann séra Chemnitz og mun
hafa sömu stöðu og Færeyja-
biskup — vísibiskup.
Kaupmannahafnarbiskup
mun annast alla stjórnsýslu
embættisins, en Grænlandsbisk-
up annast vígslur og aðra bisk-
upsþjónustu heima fyrir. Bisk-
upi Islands, hr. Sigurbirni Ein-
arssyni hefur verið boðið að vera
viðstaddur vígslu sr. Chemnitz.