Morgunblaðið - 18.01.1980, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. JANÚAR 1980
31
Kappakstur, formúla 1:
Jones sigraði í
fyrstu keppninni
sem fram fór í ár
Heimsmeistarakeppnin í for-
múlu 1-kappakstri hófst um
síðustu helgi og var þá keppt í
Argentinu. Margir frægir öku-
menn, sem hafa mjög látið til sín
taka hin síðustu ár, hafa nú
dregið sig í hlé og eru ekki
lengur meðal keppenda. Má þar
nefna Niki Lauda og James Hunt.
Sigurvegari í þessum fyrsta
kappakstri ársins varð Ástraliu-
maðurinn Alan Jones, 33 ára
gamall. Brasiliumaðurinn Nel-
sons Piquet varð i öðru sæti og
þriðji varð Finninn Keke Rose-
berg. Aðeins niu ökumönnum af
tuttugu og fjórum tókst að ljúka
keppni.
• Ástralíumaðurinn Alan Jones kemur inn i siðustu beygjuna i
argentínsku kappakstursbrautinni í Buenos Aires. Jones ekur á
Williams-bíl. Alan Jones var mjög sigursæll í heimsmeistarakeppn-
inni i fyrra og virðist nú ætla að halda áfram á sömu braut.
Danskurinn segir:
Islendingar snjallir
en skortir leikreynslu
HIÐ unga íslenska landslið i
handknattleik fékk merkilega
góða dóma i dönskum dagblöðum
eftir landsleikinn gegn Dönum í
Baltic-keppninni i siðustu viku.
Danir unnu leikinn með átta
mörkum eins og varla þarf að
minna á.
T.d. má geta umsagnar Akt-
uelts. Blaðamaður Akt. segir
stutt og laggott um íslenska liðið:
„talentfuld men unrutiniert“ eða
snarað á íslensku: „Vantar ekki
góðan mannskap, heldur
reynslu.“ Hitt er svo annað mál,
að umsögn Dana fer gjarnan
mjög eftir úrslitum leikja. Þann-
ig er ekkert liklegra en að annað
hljóð hefði verið í strokknupi
hefði ísland unnið.
Siglinga-
íþróttinni
vex ásmegin
6. ÁRSÞING Siglingasambands
íslands S.Í.L. var haldið að Hótel
Loftleiðum 27. október 8.1.
Forseti S.Í.L. Brynjar Valdi-
marsson setti þingið og minntist
i upphafi látins áhugamanns um
siglingar Rúnars Más Jóhanns-
sonar.
Á þingi S.Í.L. eru tekin fyrir
helztu mál sem snerta siglinga- og
róðraíþróttir, eru þar öryggismál
og aðstaða til iðkunar íþróttarinn-
ar efst á baugi. Aðstaða hefur
farið mjög batnandi undanfarin
ár, og má þar nefna Fossvog og
Arnarnesvog, en þó bera hæst
áætlanir Akureyrarbæjar um
byggingu siglingahafnar, sem þeg-
ar hefur verið byrjað á.
Siglingaíþróttin er greinilega í
vexti og má þar benda á aukningu
seglbáta á þessu ári en þar
bættust 30 nýir í hópinn.
Erlend samskipti eru þáttur í
starfi S.Í.L., og er fulltrúi þess sat
þing norænna siglingasambands-
ins í Helsinki kom fram að til boða
stendur að senda einn siglinga-
mann með keppnisliði Svía og
Finna á Olympíuleikana á næsta
ári, og einnig til dvalar í æfinga-
búðum til undirbúnings leikanna.
Fulltrúi Í.S.Í. Þórður Þorkelsson
sat þingið og flutti kveðjur þess.
Stjórn S.Í.L. fyrir næsta ár
skipa eftirtaldir aðilar: Forseti:
Brynjar Valdimarsson, Ými,
Kópavogi. Meðstjórnendur: Stein-
ar Gunnarsson, Brokey, Reykja-
vík, Ingi Ásmundsson, Ymi, Kópa-
vogi, Bjarni Hannesson, Vog,
Garðabæ, Gunnlaugur Jónasson,
Ými, Kópavogi.
20 úrvals listamenn —
Night Moves
Enn ein frábaer úrvalsplata frá K-tel, sem
mælir með sér sjálf. Þessi plata inniheldur
m.a. topplögin; „Vldeo killed the radio star“
(Buggles)
„Just when I needed you most“ (Randy
Vanwarmer)
„Dreaming" (Blondie) og 17 önnur frábær
stuölög.
Classic Rock
Movement
Hver man ekki eftir hinni stórkostlegu „Class-
ic Rock“ þar sem Lundúna sinfónían flutti
mörg af gullkornum síöasta áratugs. Þessi
plata gefur hinni fyrri ekkert eftir. Klassa
plata.
Nýjar plötur □ Eagles — The long run
D Passport — Garden of Eden □ Fleetwood Mac — Tusk
□ Charles Mingus — Mingus at Antibes □ Dire Straits — báöar
□ Doll by Doll — Gypsy, Blood. □ Ýmsir listamenn — El disco de Oro
□ Pretenders — Pretenders □ ELO — Greatest Hits
□ Mingus Dynasty — Chair in the sky □ Willie Nelson — Stardust
□ Chic — Best of O Janis lan — Night Rain
□ Sports — Sports O Chrystal Gayle — Miss the Missisippi
□ Sly and the family stone — Back on the night track O Elton John — Victim of Love
□ Ýmsir listamenn — No nukes O Boney M — Oceans of Fantasy
□ Bette Midler — The Rose O Dr. Hook — Sometimes you win
□ Ramones — All the way O Little Feat — Down on the Farm
□ Nicholetta Larson — In the night of time O Steve Howe — (gítarleikari Yes)
□ Prince — Prince O Emerson, Lake & Palmer — In Concert
□ Night — Night íslenskar plötur
□ Tom Johnston — Everything You have heard is O Þú og ég — Ljúfa líf
true O Mezzoforte — Mezzoforte
□ Inmates — First Offense O Villtar heimildir — 20 stuðlög
Vinsælar plötur O Haraldur í Skríplalandi
□ Herb Alpert — Rise O Hattur og Fattur komnir á kreik
□ John Williams — Bridges O Brimkló — Sannar Dægurvísur
□ Genesis — allar O Spilverk þjóöanna — Bráöabirgöabúgí
□ Gentle Giant — allar O Glámur og Skrámur — ( sjöunda himni
□ Police — Regatta de Blanc O Magnús Sigmundsson — Álfar
□ Sky — Sky O Katla María — Katla María
Krossaðu við þær plötur er hugurinn girnist, við sendum samdægurs í póstkröfu. —
Tvær plötur, ókeypis burðargjald. Fjórar plötur, ókeypia burðargjald og 10% afsláttur.
Að hika er sama og tapa.
Nafn
Heimílisfang
HLJÓMOEILO
m&KARNABÆR
^^Jlr Laugavegi 66 — Glæsibæ — Austurstræti 22
r Sími frá skiptiboröi 85055
Heíldsöludreifing:
stzí AOf hf
Símar 85742 og 85055