Morgunblaðið - 18.01.1980, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. JANÚAR 1980
11
í DAG er hálf öld liðin síðan Hótel Borg tók til starfa í
miðborginni í Reykavík. Veitingasalirnir voru opnaðir 18.
janúar 1930, og glæsilegur nýársdansleikur haldinn þar um
kvöldið en hótelherbergin tekin í notkun 25. maí, rétt í tæka tíð
til að taka á móti virðulegum erlendum gestum á alþingishátíð-
ina 1930. Þetta var merkisviðburður í sögu íslands er glæsilegt
stórhótel tók til starfa í höfuðborginni, enda vel til vandað. Og
hefur Borgin í 50 ár átt þar sínu hlutverki að gegna í félags og
menningarlífi.
1930 — 1980
þetta hótel sem glæsilegast og skar
hvergi við nögl. Byggingin varð um
950 ferm að grunnmáli, aðalhúsið
27 'Am x 13m, auk útbygginga.
Skyldi það hýsa 70 gesti, en
ætlunin að byggja síðar við í
norður, þar sem var lágbyggingin
Nora Magasín og nú Almennar
tryggingar. Stjórnin hafði gengið í
ábyrgð fyrir 300 þús. króna láni,
með baktryggingu Reykjavíkur-
bæjar, sem fékk 1. veðrétt í húsinu.
Sjálfur lagði Jóhannes aleigu sína
og að auki 2ja ára vinnu.
Ekta freskur
á veggnum
Margir muna hinn glæsilega
búnað á Hótel Borg. Gyllti salurinn
svonefndi hafði verið skreyttur
listaverkum, bæði á veggjum og
lofti, og voru það ekta freskumynd-
ir, unnar af Þjóðverjanum Van
Grossen, en nafn hans stóð lengi í
skálanum. Var viðfangsefnið úr
egypskum sögum. Margir muna
eftir þessum hálslöngu fígúrum
hans, sumum með leirker á höfði.
Ætli þetta séu ekki einu vegg-
myndirnar, sem unnar hafa verið
hér á kandi með hinni hefðbundnu
gömlu aðferð við undirbúning
veggja fyrir málninguna. Enda er
myndirnar þarna að finna enn
undir málningunni. Það mun hafa
verið um eða eftir 1950 að salir
voru málaðir og þá málað yfir
myndirnar. Sigurður Gíslason, nú-
verandi hótelstjóri, sagði að nú
nýlega, þegar salurinn var gerður
upp, hafi þeir fundið í einu horninu
freskumyndirnar, en þær verið svo
illa farnar að ekki hefði þótt
tiltækilegt að reyna að gera þær
upp nú að minnsta kosti. Áður en
þær hurfu undir málningu hefði
einhverntíma verið búið að fríska
þær upp. Hann sagði að þegar
undir 40 ár, þar til þeir síðustu fóru
inn í sjónvarp, og sjást því vafa-
laust einhvern tíma á skjánum,
þegar við á.
Hótel Borg var opnuð fyrir
boðsgesti síðdegis 18. janúar 1930,
en um kvöldið var þar glæsilegur
dansleikur Nýjársklúbbsins, sem
var fínasta ball ársins. Og var svo
jafnan áfram. Nýjársfagnaðir
Stúdentafélagsins voru þar einnig,
þar til þeir duttu niður 1952, þegar
áfengisleyfi var tekið af öllum
voru á Borginni frá því á annan í
jólum og fram yfir þrettánda. Og
það rifjast upp að lengi kom ungt
fólk síðdegis á sunnudögum í kaffi
og dansaði í 2—3 tíma, auk þess
sem stofnað hefur iðulega verið til
fyrstu kynna þar á kvöldin, þegar
opið var fyrir dans.
Þá hefur það lengi verið siður
vissra hópa fólks að hittast reglu-
lega á Hótel Borg. M.a. hittast þar
í morgunkaffi daglega fastagestir á
2 borðum og einn hópur manna
Um hringdyrnar á Borginni hafa margir gengið. Hér tæka íslenzkur
forseti Ásgeir Ásgeirsson og forsetafrú Dóra þar á móti Gústafi Adolfi
Svíakonungi og Louisu drottningu hans 1959. Ljósm. ól. K. Mag.
Á Borginni var i upphafi karlaskáli og dömuskáli eða Dyngjan, þar sem
hægt var að fá leigt fyrir lítii einkasamkvæmi. í Dyngjunni var
silkiveggfóður og húsbúnaður sem hér sést.
Drykkir
Kaffi....................0,75
Kökur....................0,30
Súkkulaði................1,25
— m. þeyttum rjóma 1,50
Kókó.....................1,00
Te.......................0,75
Mjólk....................0,60
do. heit................0,75
Ö1.......................1,00
Maltöl...................1,25
Gosdrykkir...............0,75
Gulaldinsafi.............1,75
(Lemon squash)
Epli...stk. á 0,60
h$ee==e=:>
••*$•......................."................
Drykkir:
Glóaldinsafi................1,75
(Orangadc)
Te Russ.....................1,00
Cocomalt, heitt .... 1,15
— kalt .... 1,00
John Collins................2,75
(Gulaldinsafi og Gin)
Sherry Brandy .... 2,75
(Kirsuber og ís)
Snowball....................2,50
(Eggjahvíta og rom)
Sherry Cobler .... 2,50
(Sherry, gulaldin og sódi)
Grog........................2,10
(Rom, heitt vatn og sykur)
Flag Punch..................2,50
(Carlhamns og Sitton)
Appelsínur. . stk. á 0,75
Verðið hefur svolítið breyst á hinum dýru og ódýru veigum. Hér er
verðskrá yfir „glaðninga". eins og það heitir þar. iíklega frá fyrsta
áratug hótelsins.
Aron Guðbrandsson, stjórnarformaður og Sigurður Gislason hótelstjóri í
gyllta sainum, sem nýlega hefur verið gerður upp.
Allar opinberar veizlur voru um áratugi haldnar á Hótei Borg. Þessa
mynd tók Pétur Thomsen af veizlu ríkisstjórnar fyrir erlenda
þjóðhöfðingja.
salurinn var skreyttur, hefði ekta
gylling verið unnin með því að
gullblöðum var þrykkt í vegginn.
Einnig voru veggskreytingar í
skála fyrir framan. En þar var
svokallaður karlaskáli og einnig
svonefnd Dyngja eða kvennaskáli,
með silki á veggjum.
Allt smátt og stórt í hótelinu var
eins vandað og kostur var. Silfur-
borðbúnaður t.d. svo mikill og
góöur að enn mun til eitthvað af
honum, sem tekið er fram þegar
bæta þarf við. Og gylltu stólarnir
þoldu allan ágang og entust upp
veitingahúsunum kl. 12 á miðnætti.
Og var lengi lokað fyrir það á eftir.
í áratugi voru á Hótel Borg allar
stærri veizlur, sem ríkisstjórnin
stóð fyrir, m.a. þegar tekið var á
móti erlendum þjóðhöfðingjum. Og
í lífi heimafólks hefur Hótel Borg
átt stóru hlutverki að gegna. Ófáir
Reykvíkingar hafa þar stigið sín
fyrstu spor á jólahátíðum barn-
anna, en þær voru lengi fastur
liður í bæjarlífinu um jólaleytið,
þegar ýmis félög efndu til þeirra.
Minnist Sigurður þess tíma á 6.
áratugnum, þegar 16 barnaböll
hittist á sunnudagsmorgnum á
Borginni. Telur Sigurður Gíslason
að það hafi verið fastur liður síðan
Hótel Island brann 1944, en þar
höfðu menn hist reglulega í slíkum
kunningjahópum, og fluttu sig nú
yfir á Borg.
Sjálfur hafði Sigurður byrjað
1934 á Landinu, eins og hann
kallaði það, og var þar þjónn til
1943, er hann fékk vinnu á Borg-
inni. Þá var Sigurður Gröndal
nýhættur sem yfirþjónn og Hjörtur
Nielsen tekinn við. Sagði Sigurður
að alltaf hefði þótt mjög fínt að
vera á Borginni, og þjónarnir á
Landinu litið upp til strákanna,
sem þar unnu. Sjálfur kvaðst hann
alltaf hafa tekið þjónsstarfið mjög
alvarlega og aldrei verið ánægðari
en þegar hann hefur komið seint
heim eftir einhverja stórveizluna
og allt hefur tekist vel, þótt mikið
hafi verið á sig lagt.
Fái að halda
reisn sinni
Eins og Jóhannes Jósepsson
segir í endurminningum sínum,
seldi hann Hótel Borg í árslok 1959
og tóku nýju eigendurnir við 1.
janúar 1960. Þeir voru Aron Guð-
brandsson, sem var stjórnarfor-
maður og er það enn, Ragnar
Guðlaugsson, Jón Fannberg og
Pétur Danielsson, sem tók við
hótelstjórninni og rak hótelið þar
til hann lést á miðju sumri 1977.
Var Sigurður Gíslason þá ráðinn
hótelstjóri og hefur verið síðan. Af
kaupendum Hótel Borgar 1960 eru
Ragnar og Pétur látnir og þeirra
hlutur í eigu erfingjanna. Aron
mun upphaflega aðeins hafa ætlað
að hafa milligöngu um kaupin, en
svo æxlaðist að hann varð einn af
hluthöfunum. Nú eru þeir sem eftir
lifa, Jón og hann, orðnir aldraðir
og sagði Aron að því hlyti að vera
framundan áóur en mjög langt
líður einhver breyting á Borginni.
Hótel Borg fór af stað við mikla
reisn fyrir 50 árum og framtak
Jóhannesar Jósepssonar var aldrei
metið til fulls, sagði Aron. Á seinni
árum hefur verið reynt að halda í
horfinu og ég vil ekki að Borgin
fari í brask, heldur að húsið fái að
halda reisn sinni í hvaða mynd sem
það kann að verða.
Nú fyrir hálfrar aldar afmælið
hefur gyllti salurinn verið lagfærð-
ur, hann málaður, ljósum breytt og
gylltar súlur á veggi. Og enn koma
borgarar á Borgina, hittast og
dansa á síðkvöldum.
E. Pá.