Morgunblaðið - 18.01.1980, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 18.01.1980, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. JANÚAR 1980 Matthías Jónasson: Frelsi þitt og friðhelgi náungans Viðgerð á Stálvikinni hófst í Siglufirði skömmu eftir að skipið kom þangað. (Ljósm. K.M.) Togarar í árekstri Flestum mönnum þykir frelsið öðrum gæðum dýrmætara, enda hefir verið barizt hart fyrir því og það er tryggt í stjórnarskrá og lögum lýðræðisþjóða. Samt á eng- inn rétt á ótakmörkuðu frjálsræði. Einn djarfasti formælandi kröf- unnar um óskert frelsi til handa hverjum manni, Jean Jacques Rousseau (f. 1712), bendir á að frelsi hvers einstaklings takmark- ist við sæmd eða æru annarra; hún sé friðhelg. Þessi orð hins mikla frelsisboðanda verða ekki dregin í efa. Tjáningarfrelsi veitir okkur ekki heimild til að brjótast inn í þann reit, sem minningin um látinn ástvin varðar. Þessi mörk virða jafnvel þeir, sem hart vegast á í stjórnmálabaráttunni. Maðurinn er í eðli sínu breyskur og getur leiðzt út í misferli, ekki sízt er kröpp ytri kjör þrýsta hart að, en sá sem hlýtur og þolir sinn dóm eftir slíkan verknað, á að vera friðhelgur í gröf sinni, þess- um „griðastað mæðumanns". Rof þeirra griða eru til þess fallin að endurnýja sára harma hjá ástvin- um hins látna, m.a. börnum hans, sem voru ung í bernsku er hinir válegu atburðir gerðust, óvitandi um þá og engan hlut að þeim eigandi. Þannig er eftirá vegið að sæmd saklausra, en til þess veitir að áliti Rousseaus tjáningafrelsið engan rétt. Slíka misbeiting frásagnarfrels- is ber að harma, ekki sízt ef hún hendir rithöfund, sem hefir getið sér orð og hlotið viðurkenning meðal unnenda vandaðra bók- mennta. Eftirdæmið er þá auð- leikið hverjum þeim, sem í þá slóð vili feta, en slíkar ritsmíðar eru enginn menningarauki og ekki líklegar til að glæða siðavitund þjóðarinnar. En þó að þessar línur séu ritaðar af ákveðnu tilefni, er þeim hvorki beint eingöngu né persónulega gegn höfundi þess verks, sem hefir þó óneitanlega valdið mér vonbrigðum. Orð mín spretta miklu fremur af samúð með þeim, sem nú mega heyra flutta í áheyrn alþjóðar þá harm- sögu, sem gerðist á bernskuheimili þeirra og snertir minning ástvin- ar, sem þau höfðu vonað að hvíla mætti í friði. Þótt mér sjálfum hafi ekki harmsefni að höndum borið, nema lát foreldra minna aldraðra, hefi ég þó í starfi mínu kynnst raunum og örvæntingu fólks, sem leið sárt vegna misferl- is eða annarra þungbærra örlaga sér nákominna einstaklinga. Eg dreg í efa að dómsorð og hegning leggist með meiri þunga á hinn seka en á nána ástvini, sem deila áfallinu óhjákvæmilega með hon- um. Þegar græðandi hönd tímans hefir sefað brunasviðann í slíkum sárum, má enginn ýfa þau upp.. Nú er það mál út af fyrir sig, að einstaklingur láti freistast til að gleyma þeim takmörkunum, sem mannúðleg tillitsemi setur al- mennu tjáningarfrelsi. Hann tek- ur verknaðinn á sína einstaklings- ábyrgð. Öðru máli gegnir um viðbrögð útvarpsráðs, þegar til þess er leitað um flutning verksins fyrir hlustendur Rikisútvarpsins. I umboði stjórnvalda hefir út- varpsráð bæði rétt og skyldu til að ákveða, hvaða verk skuli tekin til flutnings. Réttarfarsleg heimild þess verður ekki dregin í efa. Hins vegar á þjóðin, sem Ríkisútvarpið þjónar, kröfu til þess að við efnisval sé þess vandlega gætt, að ekki verði með flutningi á hennar vegum vegið að einstaklingum með lýsingum á misferli látins manns og málarekstri sem af því spannst, lestri sem hlýtur að verða ekkju, börnum og öðrum vinum hins látna til endurvakinna rauna. Útvarpsráði ætti þessi saga út af fyrir sig ekki að hafa verið svo mikilvægt mál, að ráðið fyndi sig tilneytt að líta framhjá kröf- unni um hlutleysi í viðkvæmum persónulegum málum, enda er ekki skortur á góðum og ágætum skáldritum til flutnings í hljóð- varpi. Af atkvæðagreiðslu í út- varpsráði er sýnilegt, að þar hafa skoðanir um töku verksins til flutnings verið mjög skiptar, og óneitanlega nokkurt undrunar- efni, að hún skyldi knúin fram með naumasta meirihluta: 4 at- kvæðum gegn 3. Ekki ma gera ráð fyrir því, eftir það sem á undan var gengið, að útvarpsráðs- mönnum hafi verið ókunnugt um tengsl söguefnis hins umdeilda skáldrits við hina raunverulegu harmsögu. Vinir útvarpsráðs, sem skilja að því er falið á hendur vandasamt menningarhlutverk, vona að hér hafi aðeins gerzt slysaleg yfirsjón, en ekki sé um að ræða breytta stefnumörkun gagnvart persónu- legri friðhelgi hins óþekkta ein- staklings, hvort sem er lífs eða liðinn. Jón úr Vör: Fyrir allmörgum árum samdi Indriði G. Þorsteinsson skáld- sögu, sem hann kallaði Þjóf í Paradís. Nafnið var skemmtilegt og vel kann hann að segja frá. í Skagafirði, heimahögum höf- undarins, var sagan látin gerast, eða svo fannst manni. Fátækur barnamaður freistast til að taka ófrjálsri hendi sér til viðurværis fénað með marki sveitunga sinna. Sögufólki er lýst með samúð eða hlutleysi, sjálfur kveður höfundur ekki upp sekt- ardóma. Ekki þótti kunnugum það fara á milli mála, að hér hafði Indriði SKUTTOGARARNIR Viðey frá Reykjavík og Stálvík frá Siglufirði lentu í árekstri á Vestfjarðamið- um í birtingu síðastliðinn sunnu- dag. Nokkrar skemmdir urðu á báðum skipunum. Viðey hélt til Reykjavíkur eftir áreksturinn, en skipið skemmdist að framan. Við- tekið til meðferðar allnákvæma hliðstæðu sakamáls, sem tekið hafði verið til dóms í héraðinu fyrir tiltölulega fáum árum og enn var flestum í fersku minni, flestir á lífi sem um sárast áttu að binda. Nú hlaut sú spurning að vakna, hver væri í slíku tilfelli réttur höfundarins, hvaða sið- ferðisskyldum hann hefði að gegna við lifandi fyrirmyndir sínar og ættingja nýlátins manns. Var kannski nóg, að lýsa því yfir, að það sem öðrum virtust staðreyndir, væru aðeins ímyndanir? Var til dæmis hægt ey hélt til veiða á ný á þriðjudags- kvöld. Stálvík hélt áfram veiðum, en kom síðan inn til Siglufjarðar í gær með um 40 tonn, þar sem viðgerð fer fram og sjópróf. Sjó- próf fóru fram í Reykjavík á þriðjudag. að nota lítið eða ekki breyttar setningar og lýsingar úr dómsskjölum og láta sem það væri tilviljun og varðaði ekki þetta fólk? Hér var maður — nú látinn — búinn að afplána sinn dóm. Var réttlætanlegt að bæta þar við nýju umtali og nýjum sársauka saklauss vandafólks? Mitt svar er þetta. Mannúð á að vera höfuðboðorð rithöfund- arins. Það má hann því aðeins brjóta, að önnur og enn meiri mannleg verðmæti séu í húfi. í þjónustu mannúðar og mann- skilnings á rithöfundurinn að nota gáfur sínar og áunnið tjáningarfrelsi. Það getur vissu- lega verið réttmætt og eðlilegt að sækja efni í skáldrit í raun- verulega atburði, en því aðeins að þar sé sýnd samúð og fyllstu smekkvísi gætt. Höfundurinn verður að kunna að fella saman skáldskap og veruleika, laga efnið svo í hendi sér að úr verði hans eigið sköpunarverk. Hann verður að bæta við frá sjálfum sér þýðingarmiklum efnisatrið- um og breyta svo miklu frá því sem gerðist, að ekki valdi vand- ræðum fyrir lifandi fólk. Það hygg ég að sé flestra kunnugra dómur, að hér hafi Indriða G. Þorsteinssyni brugð- ist bogalistin. Ekki ætla ég að það hafi verið viljandi. En hann mun snemma hafa orðið þessa áskynja, en ekki tekið það alvar- lega. Hann hefur látið endur- prenta bók sína óbreytta, lesið hana í áheyrn alþjóðar, og ég man ekki betur en að blöð hafi frá því sagt, að hann ætlaði að láta gera eftir henni kvikmynd. Hann hefur og reynt að gera sjálfan sig að píslarvotti í aug- um almennings vegna þessa máls. Þegar svona tekst til eiga ekki aðrir rithöfundar að slá skjald- borg um mistakamanninn, sem vikið hefur af braut hins sæmi- lega, því hér er illt og hættulegt fordæmi. Þeir eiga að vekja þjóð sína til umhugsunar og leggja þeim lið sem órétti eru beittir. Með smáþjóð, þar sem allir þekkja alla, jafnvel í nokkra ættliði, og ekkert virðist gleym- ast né fyrnast, er sérstök ástæða að vera á verði. Rithöfundar verða að fara vel með vald sitt, vald sem þrátt fyrir allt enn er mikið og dýrmætt. í Gömlu Búðinni á Eskifirði er fyrirhugað að verði Sjóminjasafn Austurlands. (Ljósm. Ævar). Gamla Búðin hef ur nú sett upp gamlan svip Eskifirði, 15. janúar. GAMLA Búðin á Eskifirði, sem er eitt af elztu húsum á Austurlandi og líklega elzta húsið á Eskifirði hefur nú sett upp sinn gamla svip á ný. Gamla búðin er samkvæmt heimildum úr Eskju sennilega reist um 1816 þó ekki sé það sannað. Hún hefur verið notuð sem verzlunarhús, pakkhús, fiskverkunarhús og margt fleira í gegnum árin. Nú hafa verið settir í hana gluggar eins og þeir voru í upphafi, þakið og skrokkurinn tjargað og er henni nú ætlað nýtt og veglegra hlutverk í framtíðinni. Þar á að verða sjóminjasafn fyrir Austurland. Væntanlega verður innréttingu Gömlu búðarinnar haldið áfram á þessu ári. — Ævar. Mannúð á að vera höfuð- boðorð rithöfundarins Þi UTTrtjlúW :íT:i iTkiJ m/s Esja fer frá Reykjavík fimmtudaginn 24. þ.m. austur um land í hringferö og tekur vörur á eftirtaldar hafnir: Vestmanna- eyjar, Hornafjörö, Djúpavog, Breiödalsvík, Stöövarfjörö, Fáskrúðsfjörö, Reyöarfjörö, Eskifjörö, Neskaupsstaö, Mjóa- fjörð, Seyöisfjörð, Borgarfjörö eystri, Vopnafjörð, Bakkafjörö, Þórshöfn, Raufarhöfn, Húsavík og Akureyri. Vörumóttaka alla virka daga til 23. þ.m. MYNDAMÓTA Aóalstræti 6 simi 25810 82455 Hjá okkur er miðstöð fasteignaviðskiptanna, skoðum og verðmetum samdægurs yöur aö kostnaöar- og skuld- bindingarlausu. Sér hæö — skipti Við höfum fjársterkan kaup- anda aö sér hæð ca 140 ferm. meö bílskúr. Skipti hugsanleg á góöri 4ra herb. íbúö í Fossvogi. Asparfell 4ra—5 herb. Góö íbúö á 2. hæö. Bftskúr. Verö ca. 34 millj. Bein sala. Raöhús Mosfellssveit 2x150 ferm. Selst tilbúiö aö utan, en í fokheldu ástandi aö innan. Skipti æskileg á 3ja—4ra herb. íbúö. Hlíðar 4ra herb. íbúð í þríbýlishúsi. Verö 32—34 millj. eftlr útb. Lítið áhvílandi. Afhending samkomulag. Vogar — einbýli Höfum til sölu lítiö einbýlishús í Vogahverfi, 3ja herb. á hæö auk kjallara. Stór garður, tvöfalt verksmiðjugler, bftskúrsréttur. Skipti æskileg á 3ja—4ra herb. íbúö í Austurbæ. Upplýsingar aöeins á skrifstofu, ekki í síma. Keflavík 3ja herb. Snotur íbúð. Verð aðeins 13 millj. Ásgaröur 2ja herb. Jarðhæð. Kjarakaup. Blikahólar 4ra herb. íbúð á efstu hæö. Mikið útsýni. íbúöin er laus nú þegar. Bílskúr. Við höfum fjársterka kaupendur m.a. að þessum gerðum eigna: • 2ja herb. íbúö í Breiöholti • 4ra herb. íbúð í Kópavogi. • 3ja—5 herb. íbúö í Norður- bæ. • 4ra—6 herb. íbúö í Hóla- hverfi. Þarf að vera meö bflskúr. • Sumarbústaö eöa sumarbú- staöaland fyrir fjársterka aö- ila. • Sér hæð í Reykjavfk. Þarf að vera á 1. hæö. Æskilegast aö jafnframt fylgi lítil íbúö í kjallara eöa risi, víökomandi eign getur veriö greidd út á mjög skömmum tíma. CIGNAVER Suóurlandsbraut 20, •ímar 82455 - 82330 Áml Elnarsson tögfrasöingur Ólafur Thoroddsan lögfraaöingur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.