Morgunblaðið - 18.01.1980, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. JANÚAR 1980
15
Tillögur Alþýðubandalagsins:
22ja milljarða
millifærsla
Alþýðubandalagið
dreifði í gær meðal vinstri
flokkanna „fyrri hluta“
tillagna sinna, sem í heild
munu vera um 80 blaðsíð-
ur, en þetta plagg, „fyrri
hluti“ er með efnisyfirliti
13 blaðsíður. 1 óbirta hlut-
anum er fjallað um iðnað-
ar- og orkumál og félags-
mál. Fyrri hlutinn fjallar
um fyrstu aðgerðir gegn
verðbólgu, sem hér eru
birtar, en síðan er gerð 3ja
ára áætlun um hjöðnun
verðbólgu, eflingu
atvinnuvega og jöfnun
lífskjara.
1. A. Fyrstu aðgerðir.
1. Gengi íslensku krónunnar.
Stöðugt gengi íslensku krónunnar
að rjúfa víxjhækkanahring verð-
bólgunnar. í þessu skyni þarf
margvíslegar aðgerðir til fram-
leiðniaukningar í atvinnulífinu og
samræmda stefnumótun á sviði
verðlagsmála, ríkisfjármála, pen-
ingamála, fjárfestingarstjórnar
og á fleiri sviðum, sem fjallað er
um í öðrum köflum þessarar
tillögugerðar. Eftirfarandi fram-
leiðnimarkmið og ákvörðun fisk-
verðs marka byrjunaráfanga þess-
arar stefnu í gengismálum:
1.1. Unnið verði að framleiðni-
aukningu í fiskiðnaði sem nemi
allt að 70% til ársloka 1980 sbr.
tillögur í lið I B. 1. Þessari
framleiðniaukningu sé ætlað
ásamt öðrum kostnaðarlækkun-
um í rekstri, sbr.tillögur í lið 1.2.4.
að stuðla að miklu hægara geng-
issigi krónunnar en ella væri.
1.2. Fiskverð í ársbyrjun 1980
verði ákveðið með tilliti til þess að
gengi íslensku krónunnar sé hald-
ið sem stöðugustu, að olíugjald
verði lækkað mjög verulega og
kjör sjómanna tryggð.
2. Niðurfærsla verðlags
og kostnaðar
2.1. Almenn niðurfærsla er
nauðsynleg forsenda þess að unnt
verði að ná tökum á verðbólgunni.
Megináhersla verði lögð á það, að
allir helstu þættir efnahagslífsins
leggi sitt af mörkum til aðgerð-
anna gegn verðbólgu. Þannig verði
tryggt að niðurfærsla verðlags nái
til ríkissjóðs og opinberra aðila, til
einkaaðila í atvinnurekstri og
þjónustustörfum og til sem flestra
aðila sem áhrif hafa á verðlags-
kerfið.
2.2. Verðlagsmál. Með lögum
verði ákveðnar eftirfarandi að-
gerðir í verðlagsmálum:
1) Frá 1.2. 1980 til 30.4. 1980 verði
óheimilt að samþykkja meira
en 6% hækkun einstakrar teg-
undar vöru og þjónustu.
2) Frá 1.5. 1980 til 31.7. 1980 verði
miðað við 5% hámark verð-
hækkana.
3) Frá 1.8. 1980 til 30.11. 1980
verði á sama hátt miðað við
5%.
4) Sérstaklega verði athugað
hvernig fara skal með hækkun-
MYNDAMÓT HF.
PRENTMYNDAGERÐ
AÐALSTRÆTI • - SlMAR: 17152-173S5
arbeiðni fyrirtækja, sem venju-
lega hafa fengið verðbreyt-
ingar á þjónustu sinni einu
sinni eða tvisvar á ári, eða ekki
hafa fengið afgreiðslu á beiðn-
um sínum um verðbreytingar
undanfarna 6 mánuði.
5) Verðlagsstofnun skal leitast
við að tryggja, að hækkanir á
innflutningsvörum haldist inn-
an áðurgreindra marka svo
sem frekast er kostur.
2.3. Sérstök niður-
færsla verðlags
1) Til þess enn frekar að hamla
gegn áframhaldandi víxlverk-
unum í efnahagskerfinu verði
ákveðin almenn niðurfærsla á
verðlagi:
Þannig verði tryggt,
að ríkisútgjöld verði lækkuð
nokkuð,
að flutningsgjöld verði lækkuð,
að vátryggingarkostnaður
lækki,
að bankar leggi fram sinn hlut
til lækkunar-aðgerða,
að þjónustugjöld lækki nokkuð,
og að aðrir þættir verðlags-
mála lækki einnig eftir nánari
ákvörðun.
Lækkunin nemi 5—10% í
hverju tilviki eftir nánari
ákvörðun, enda jafngildi þessar
lækkanir um 3%
í framfærsluvísitölu.
2) Þar sem hlutfall niðurgreiðslna
af búvöruverði hefur farið
lækkandi er eðlilegt að auka
niðurgreiðslur frá því sem nú
er. Akveðin verði aukning
niðurgreiðslna frá 1. mars og
jafnframt ákveðið að niður-
greiðslurnar nemi sama hlut-
falli búvöruverðsins út allt árið
1980. Þessi aukning niður-
greiðslna nemi um 3% í fram-
færsluvísitölu.
2.4. Lækkun kostn-
aðar í atvinnurekstri
Til þess að auðvelda fyrirtækj-
um og stofnunum að standa undir
lækkun útsöluverðs og þjónustu-
gjalda sbr. lið 2.3.1., verði gripið
til eftirfarandi aðgerða til að
draga úr kostnaði í atvinnurekstr-
inum:
1) Launaskattur, l'/2%, sem nú
rennur í ríkissjóð, falli niður
frá 1. mars, en það þýðir um 5,5
milljarða kr. tekjumissi fyrir
ríkissjóð á árinu.
2) Með hliðsjón af þeim verðlækk-
unaraðgerðum sem hér er gert
ráð fyrir verði vextir lækkaðir í
áföngum á árinu 1980 um 5%
frá 1. mars og um 5% frá 1.
ágúst.
3. Kjaramál launafólks miðist
við eftirfarandi grundvallaratriði:
3.1. Til að auðvelda lausn vænt-
anlegra kjarasamninga verði
ákveðið að verja 6000 milljónum
króna á árinu 1980, m.a. til
eftirtalinna aðgerða:
1) Til byggingar verkamanna-
bústaða og leiguíbúða.
2) Framlag ríkisins til dagvistun-
armála verði tvöfaldað að
raungildi á árinu 1980 miðað
við s.l. ár.
3) Gert verði verulegt átak til að
hraða byggingum hjúkrunar-
og dvalarheimila fyrir aldraða
með sérstökum framlögum úr
ríkissjóði.
3.2. Lífeyristryggingar al-
mannatrygginga hækki um 7—
10% að raungildi á árinu 1980.
3.3. Við það verði miðað í öllum
efnahagsaðgerðum að almenn
laun verði verðtryggð.
3.4. í væntanlegum samningum
ríkisins við BSRB verði miðað við,
að ákvæði um aukinn samnings-
og verkfallsrétt opinberra starfs-
manna, sem mótuð voru á s.l. vetri
komi til framkvæmda á næsta
samningstímabili.
4. Ráðstafanir í
málefnum landbúnaðarins
4.1. Tekið verði lán að upphæð 3
milljarðar kr. til að bæta bændum
óverðtryggðan útflutning land-
búnaðarvara frá verðlagsárinu
1978—1979, en það svarar til 2/3
hlutum af fyrirsjáanlegri tekju-
skerðingu bænda.
4.2. Bjargráðasjóði-vérði úthlut-
að lánsfé til að lána bændum
vegna heyflutninga, afurðatjóns
og fóðurkaupa á harðindaárinu
1979.
5. Staða ríkissjóðs vegna þess-
ara aðgerða yrði sem hér segir:
5.1. Utgjöld:
Auknar niðurgreiðslur á
matvörur áætlað
7.500 millj. kr.
Félagslegar umbætur
(sbr. 3. lið) áætlað
6.000 millj. kr.
Afnám 1 % % launaskatts
áætlað
5.500 millj. kr.
Hækkun lífeyristrygginga
áætlað
3.000 millj.kr.
Samtals 22.000 millj. kr.
5.2. Til þess að standa undir
þessum útgjöldum verði gripið til
eftirgreindra ráðstafana: —
Framlag ríkissjóðs til allsherjar-
niðurfærslu verðlags með sparn-
aði á rekstrarútgjöldum, þar á
meðal vegna lækkunar á vaxta-
útgjöldum (miðað við fjárlagafrv.
101. löggjafarþings): 4.500 millj.
kr.
— Með tilliti til þess að fjöldi
fyrirtækja hefur sloppið við að
greiða eðlilega skatta til samfél-
agslegra þarfa verði lagður sér-
stakur skattur á rekstrarveltu
fyrirtækja 1979 miðað við sama
grunn og stofn aðstöðugjalds, þó
ekki á sjávarútveg, fiskiðnað,
landbúnað, útflutningsiðnað eða
samkeppnisiðnað um 0,5% 4.000
millj. kr.
— Vegna aðgerðanna gegn
verðbólgu verði frestað endur-
greiðslu skulda ríkissjóðs við
Seðlabankann frá árunum 1975—
1976, þannig að svigrúm skapist
upp á 8.500 millj. kr.
— Lagður verði sérstakur 30%
skattur á tekjuafgang banka og
sparisjóða 1979, þ.e. 1.500 millj. kr.
— Bætt innheimta söluskatts
og beinna skatta, sérstakir skattar
á miklar eignir og tímabundinn
skattur á allra hæstu tekjur 3.500
millj. kr.
— Samtals sparnaður og tekju-
öflun 22.000 millj kr.
5.3. Gefin verði út verðtryggð
skuldabréf og spariskírteini, um-
fram það sem ætlað er í fjárlaga-
frumvarpinu, allt að 5.000 millj.
kr.
Bústaðakirkja:
Umræður og
fyrirspurnir
eftir messu
SKÓLAMEISTARI Fjölbrauta-
skólans í Breiðholti, sr. Guð-
mundur Sveinsson. mun n.k.
sunnudag predika við messu í
Bústaðakirkju kl. 14. Sr. Guð-
mundur var áður prestur að
Hvanneyri í Borgarfirði auk þess
sem hann kenndi við guðfræði-
deild Háskólans.
Sr.Guðmundur Sveinsson mun
predika við messur í Bústaða-
kirkju í febrúar og mars, einn
sunnudag í hvorum tnánuði og að
messu lokinni gefst kirkjugestum
kostur á að halda í safnaðarsal
kirkjunnar til að ræða við hann
um efni ræðunnar eða önnur mál,
sem áhugaverð kunna að þykja.
Verður kaffi framreitt i boði
Bústaðasóknar meðan á umræð-
unum stendur.
Þessi tilraun um umræður að
lokinni messu hefur verið á
dagskrá hjá Bústaðasöfnuði í
nokkur ár og gefist vel að því er
segir í frétt frá söfnuðinum. Eru
einnig í fréttinni settar fram
eftirfarandi spurningar til að
væntanlegum kirkjugestum gefist
tóm til að hugleiða þær, en sr.
Guðmundur mun leitast við að
svara þeim í ræðu sinni:
1. Er kristinn dómur lífstrú? 2.
Trúa kristnir menn á ódauðleik-
ann? 3. Trúa kristnir menn á líf að
loknu þessu? 4. Trúa kristnir
menn á eilíft líf ?
Sundlaugarsjóöur
Sjálísbjargar:
Heimaeyjar-
konur gáfu
milljón kr.
Á ÁRSHÁTÍÐ hjá Kvenfé-
laginu Heimaey í Reykja-
vík fyrir skömmu kom það
fram að Heimaeyjarkonur
gáfu s.l. sumar 1 millj. kr. í
sundlaugarsjóð Sjálfs-
bjargar.