Morgunblaðið - 24.01.1980, Page 3

Morgunblaðið - 24.01.1980, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. JANUAR 1980 3 Fokkervélun- um seinkar FOKKER flugvélunum, sem Flugleiðir hafa fest kaup á í Kóreu og koma áttu til landsins í gær seinkar nokkuð og eru þær vænt- anlegar á morgun, föstudag. Lentu þær í slæmu veðri í Dubai og urðu að bíða þar um tíma og sagði Sveinn Sæmundsson blaðafulltrúi að búist væri við þeim á föstudag og kæmi önnur til landsins gegn- um Finnland, en hin færi í síðasta áfanga frá Luxemborg með einni viðkomu á leiðinni. Lyfjum stolið úr Steinanesi BROTIST var inn í Steinanes frá Bildudal þar sem skipið liggur í slipp í Reykjavík og stolið þaðan lyfjakassa og unnin talsverð spjöll á innréttingum í brúnni. Að sögn skipstjórans, Guð- mundar Einarssonar, virðist sem hurð í íbúð skipstjóra og eru tvær hurðir ásamt dyraumbúnaði mikið skemmdar ef ekki ónýtar eftir verknaðinn. Steinanes hefur verið í slipp frá því skömmu fyrir jól og unnið að vélaskiptum og sagði skipstjórinn að ekki hefði verið unnið í því síðustu einn tvo daga, brotist hafi verið inn í þeim en þegar hann kom í skipið um Benedikt Gröndal: Tek undir fordæmingu á slíkum kúgunaraðgerðum Halldór Laxness: „Merki um ákaf- lega bágt ásig- komulag“ „ÉG HEF engar sérskoðanir á þessu máli, en ég hef margsýnt minn hug í svona málum. En svona tilfelli er merki um eitt- hvað ákaflega bágt ásigkomu- lag i þjóðfélaginu þar sem það gerist,“ sagði Halldór Laxness rithöfundur og Nóbelsverð- launahafi, er Morgunblaðið hafði samband við hann i gær. „ÉG TEK undir þá fordæm- ingu, sem við höfum heyrt í dag frá öllum frjálsum löndum." sagði Benedikt Gröndal, forsæt- is- og utanríkisráðherra, í sam- tali við Morgunblaðið í gær, er spurt var, hvað hann vildi segja um handtöku sovézka vísinda- mannsins, Andrei Sakharovs. „Ég er undrandi á, að Sovétrík- in skuli grípa til þessara kúg- unaraðgerða ofan á allt annað." Morgunblaðið spurði Bene- dikt, hvort íslenzk stjórnvöld myndu mótmæla við sovézk þessari aðgerð Sovétforystunn- ar. Benedikt sagði: „Það hefur ekki gefizt tóm til þess að ræða slík mótmæli í dag, þar sem ég hefi verið upptekinn við stjórn- armyndunarviðræður. Ég mun ráðgast um það, en a.m.k. er þessi afstaða sem ég hef lýst, afstaða ríkisstjórnarinnar." Benedikt kvað það eflaust ekki skipta miklu máli, hvað íslenzk stjórnvöld hefðu um málið að segja. „Þeir hafa ekki haft svo mikið sem fyrir því að svara bréfi okkar um Kortsnoi- fjölskylduna," sagði Benedikt. tilgangi að ná lyfjum, morfíni og slíkum lyfjum, sem jafnan eru í sjúkrakössum. Það ein'a sem hvarf var lyfjakassi skipsins, sem geymdur er í íbúð skipstjóra. Hafa þjófarnir brotið sér leið inn í brúna, gegnum læstan kortaklef- ann og komust þar um ólæsta hádegið í gær hafði verknaðurinn verið framinn og sagði hann aðkomuna ljóta, allt brotið og bramlað kringum dyrnar og rótað til í hirslum í brúnni og íbúð skipstjóra. Lögreglan kom á stað- inn og er málið nú í höndum rannsóknarlögreglunnar. Andófsnefnd stofnuð Fá skip á loðnumiðum NÍTJÁN skip höfðu í gærkvöldi tilkynnt Loðnunefnd um afla er þau höfðu veitt aðfaranótt mið- vikudags og fram eftir degi. Spáð var versnandi veðri á miðunum sl. nótt og því héldu mörg skip- anna til hafnar með aflann, en þessi 19 höfðu veitt alls 6.030 tonn. Skipin eru: Þórshamar 550, Ósk- ar Halldórsson 370, Skírnir 360, Keflvíkingur 340, Pétur Jónsson 330, Gullberg 400, Sæbjörg 300, Gísli Árni 220, Örn 350, Albert 300, Náttfari 330, Kap II. 200, Ljósfari 250, Hafrún 180, Guð- mundur 300, Jón Kjartansson 400, Harpa 250, Grindvíkingur 350 og Sigurður 250. í gær var stofnuð í Reykjavík andófsnefnd til þess að aðstoða andófs- menn í sósíalistaríkjunum austan járntjalds í frelsis- baráttu þeirra. Hlutverk hennar verður að safna og miðla upplýsingum um Íiessa frelsisbaráttu til slendinga og vinna mál- stað _ andófsmannanna fylgi á íslandi. Formaður nefndarinnar er Inga Jóna Þórðardóttir, fjölbrauta- skólakennari á Akranesi og viðskiptafræðingur, en aðrir í henni eru Guð- mundur Heiðar Frímanns- son B.A., menntaskóla- kennari á Akureyri, Óskar Flmm félagar Félags ísl. náttúrufræðinga voru heiðraðir fyrir störf sín að náttúrufræðum, frá vinstri: Ingólfur Davíðsson, Guðmundur Gígja, sem veitti skjalinu viðtöku fyrir hönd föður síns, Geirs Gígju, Oskar Ingimarsson er tók við skjali fyrir Ingimar Óskarsson, föður sinn, Teresía Guðmundsson, V r A1 n /1 A M W 4* /-VI •» ,1 /VMAA/VM /V /V T — • I I ..11 -...... t „ - - - X / í 1 * £ _ Steindór Steindórsson og Ingvar Hallgrímsson formaður félagsins. Ljósm. Ól.K.M. Fimm kjörnir heiðursfélagar Félag ísl. náttúrufræðinga FÉLAG íslenskra náttúrufræð- inga hefur heiðrað nokkra fé- lagsmenn sína fyrir löng og farsæl störf þeirra að náttúru- fræðum á íslandi og við athöfn i gær voru fyrstu fimm heiðurs- félögum félagsins afhent heið- ursskjöl sin. Heiðursfélagarnir eru: Geir Gígja skordýrafræðingur, dr. Ingimar Óskarsson grasafræð- ingur, Ingólfur Davíðsson grasa- fræðingur, Steindór Stein- dórsson grasafræðingur og Teresía Guðmundsson fyrrum veðurstofustjóri. Ingvar Hall- grímsson fiskifræðingur, for- maður félagsins, afhenti þeim heiðursskjölin að viðstöddum gestum, m.a. forstjórum þeirra stofnana er' heiðursfélagarnir hafa unnið hjá, svo og stjórn félagsins. Sagði Ingvar í samtali við Mbl. að ákveðið hefði verið að heiðra þessi fimm fyrir löng og merkileg störf þeirra að náttúrurannsóknum á íslandi og langa þjónustu við náttúrufræð- ina. Sagði hann þau öll vera fædd kringum aldamótin og vera nú komin á eftirlaunaaldur og hefðu þau átt langan starfsdag og skilað miklu starfi um ævina. í tilefni handtöku Sakharovs Einarsson læknanemi og formaður Vöku, félags lýðræðissinnaðra stúd- enta, Friðrik Friðriksson viðskiptafræðinemi og formaður Félags frjáls- hyggjumanna og Gunnar Þorsteinsson menntaskóla- nemi. Pósthólf nefndarinn- ar er 1334,121 Reykjavík. „Það er augljóst, hvers vegna við stofnum þessa nefnd," sagði formaður andófsnefndarinnar, Inga Jóna Þórðardóttir, í viðtali við Morgunblaðið. „Með handtöku helzta leiðtoga andófsmanna í Ráðstjórnarríkjunum, Andrei Sakharovs, eru stjórnvöldin enn að sýna, að þau virða þau almennu mannréttindi, sem við Vestur- landabúar teljum sjálfsögð, að vettugi. Þau eru að brjóta þann samning, sem þau gerðu á sínum tíma við vestrænu lýðræðisríkin, Helsinkisáttmálann. Þessi síðasti atburður færir okkur heim sanninn um það, að enn er alræðisstjórn í Ráðstjórn- arríkjunum. Hann sýnir okkur, að við getum ekki treyst valdhöfun- um í Kremlkastala í einu eða neinu. Ofbeldið er enn grímulaust. Við Vesturlandamenn getum ekki samvizku okkar vegna daufheyrzt við ákalli þeirra manna, sem berjast fyrir frelsi og mannrétt- indum í landi sínu. Búkovský sagði, þegar hann kom til íslands, að bezta hjálpin, sem andófs- mennirnir gætu fengið, væri sífelld gagnrýni, sífelld upplýs- ingamiðlun um það, sem gerist í Ráðstjórnarríkjunum." Inga Jóna Þórðardóttir sagði að lokum: „Okkar versti óvinur er sofandahátturinn. Við verðum að gera okkur fulla grein fyrir því, að draumur sósíalismans hefur breytzt í martröð í Ráðstjórn- arríkjunum. Þau eru ríki, sem loka stjórnarandstæðinga inni á vitfirringahælum eða í vinnubúð- um. Við skorum á alla þá íslend- inga, sem kjósa frelsið og hafa samúð með frelsisbaráttunni í austri, að aðstoða okkur. Við bjóðum alla velkomna í þá bar- áttu. Næstu vikurnar og mánuðina munum við einkum sinna upplýs- ingamiðlun um þessi mál, kynna andófsmennina og vinna að því með ýmsum ráðum með fólki um allan heim, að Andrei Sakharov verði látinn laus. Um allan heim er risin mótmælabylgja gegn al- ræðisherrunum, sem fylgja land- vinningastefnu og kúga þegna sína. Við íslendingar getum ekki látið okkar eftir liggja." Inga Jóna Þórðardóttir. Sigtún verður ekki leikhús ÞESSI hugmynd hefur áður kom- ið fram og við höfum þegar svarað því að húsið fæst ekki til afnota fyrir leiklistarstarfsemi, sagði Jón Skúlason póst- og simamálastjóri er Mbl. innti hann eftir því hvort sú hugmynd, sem upp hefur komið meðal leikara, að fá megi gamla Sigtún við Austurvöll til afnota fyrir leiksýningar, væri framkvæman- leg. Jón Skúlason sagði að gera yrði það miklar breytingar á húsinu ef nota ætti það fyrir leiksýningar, þar væri t.d. engin aðstaða fyrir leikendur og væri húsið nú notað sem mötuneyti. Væri það í notkun frá kl. 8 á morgnana til 3 síðdegis og hefðu starfsmannafélög síðan afnotarétt fyrir fundi sína og væri húsið einnig mikið notað sem slíkt og myndu félögin ekki samþykkja breytingar á notkun hússins. —Við höfum fyrir löngu afneitað þessari notkun og það er ljóst að þetta tvennt fer ekki saman, sagði Jón Skúlason að lokum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.