Morgunblaðið - 24.01.1980, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. JANÚAR 1980
5
Norðmönnuin svar-
að nm loðnuveiðar
UTANRÍKISRÁÐUNEYTIÐ svar-
aði í gær fyrirspurn þeirri, sem
sendiherra Noregs á íslandi beindi
til íslenskra stjórnvalda i siðustu
viku um forsendur fyrir auknum
loðnuveiðum islenskra skipa á
þessu ári. t svari utanrikisráðu-
neytisins kemur fram, að i janúar
hafi verið heimiluð 100 þúsund
tonna veiði og á siðari stigum verði
ef til vill tekin ákvörðun um
heimild til að veiða 180 þúsund
tonn í vetur til viðbótar, en þessi
ákvörðun muni byggjast á rann-
sóknum i leiðangri, sem nú stendur
yfir.
I fyrirspurn sendiherrans, Anne-
marie Lorentzen lýstu Norðmenn
áhyggjum yfir því, ef íslendingar
ætluðu að veiða meira magn en
rúmaðist innan þeirra 650 þúsund
tonna, sem fiskifræðingar landanna
hefðu komið sér saman um sem
hámark á þessu ári. í ítarlegu svari
utanríkisráðuneytisins mun vísað
til frekari athugana íslenskra fiski-
fræðinga til stuðnings þeim ákvörð-
unum, sem nú hafa verið teknar og
eru í undirbúningi.
Sendiráð íslands í Osló hefur í
þessari viku dreift til fjölmiðla í
Noregi greinargerð um íslensku
loðnuveiðarnar, þar sem leiðréttar
eru ýmsar missagnir, sem verið
hafa á kreiki í Noregi um þær.
Sara Lidman er hún
fékk bókmenntaverðlaunin:
„Er ég virkilega
verð alls þessa?w
Stokkhólmi, 23. jan. 1980.
Frá Sigrúnu Gísladóttur.
fréttaritara Mbl. í Svfþjóð.
ÉG TEK á móti verðlaununum i
auðmýkt hlandinni mikilli gleði,
en samtímins efins — er ég
virkilega verð alls þessa? En um
leið vaknar önnur hugsun, jú,
kannski, þrátt fyrir allt. Þannig
voru viðbrögð Söru Lidman, þegar
talað var við hana í sima á heimili
hennar i Nissentrásk. Á mánudag
21. janúar hlaut hún bókmennta-
verðlaun Norðurlandaráðs 1980.
Verðlaunin eru 75.000 sænskar
krónur og verða þau formlega
afhent henni á fundi Norðurlanda-
ráðs í Reykjavík 3.-7. marz nk.
Sara Lidman fékk verðlaunin
fyrir skáldsöguna „Börn reiðinnar"
(Vredens barn), sem út kom sl.
haust og hlaut þá frábæra dóma
gagnrýnenda. Þá var skrifað m.a.:
Með slíkurn þrótti og fegurð er þess
að vænta, að bókin veri nánast
einstæð í sænskum nútímabók-
menntum.
Dómnefndin studdi úrskurð sinn
á eftirfarandi hátt: Sara vekur til
lífs sögu heimabyggðarlags og lýsir
Sara Lidman
mannlegum samskiptum og reynslu
af ástúð, skilningi, glettnu háði og
ótæmandi frásagnargleði, sem gef-
ur sögunni ótrúlega dýpt. „Börn
reiðinnar“ er annar hluti af fyrir-
huguðum þrem samstæðum bókum,
sem lýsa lífinu í Vásterbotten eftir
hin hörmulegu hungurár 1867—’68.
Fyrsta bókin „Þjónn þinn heyrir"
kom út 1977, en „Börn reiðinnar"
nú í haust. Þriðji og síðasti hlutinn
vonast Sara til að komi út haustið
1981. Sara gerir nú hlé á skrifum
byggðaannáls síns og vinnur að bók
um Víetnam, en þar dvaldist hún í
nóvember og desember við öflun
efnis. Baráttan í bókinni „Börn
reiðinnar" er hin harða lífsbarátta.
Hver eru þá börn reiðinnar? Sara
svarar: Það eru manneskjur með
slíka lífslöngun, að það nálgast æði
(raseri). Fólk með ákafa lífslöngun
og lífsþrótt sem hefur gert sér
kleift að setjast að og lifa áfram á
þessum harðbýlu slóðum. Að búa í
stöðugri baráttu við kulda storm og
fátækt útheimtir lífskraft og hug-
rekki, sem stundum nálgast æði.
Sara heldur áfram: Kannski kemst
ég aldrei það langt í sögunni að
segja frá því þegar járnbrautin var
lögð til byggðarinnar, en það skipt
ir ekki öllu máli. En örlög þessa
fólks munu aldrei líða mér úr
minni.
I leiðara Svenska dagblaðsins
segir m.a.: Hvers fóru sænskar
fagurbókmenntir á mis þau 13 ár,
sem Sara Lidman sneri við þeim
baki og helgaði sig því sem hún
áleit mikilvægara og meira aðkall-
andi? Það segir mikið um sam-
vinnu norrænu dómnefndarinnar
að þeir hafa enn einu sinni samein-
azt um verk sænsks rithöfundar.
En eins og menn muna hlaut Svíinn
Ivar Lo-Johanson verðlaunin í
fyrra. Það er Norræna ráðinu til
sóma að þeir skuli láta bókmennta-
verkin ráða vali sínu en ekki þröng
þjóðernissjónarmið. Óskum því
Söru Lidman til hamingju.
Pétur Thorsteinsson sendiherra og Berglind Ásgeirsdóttir á blaðamannafundinum i gær, er hann
greindi frá Grænlandsför sinni. Myndina tók Emiiía Björg Björnsdóttir.
íslendingar njóta vel-
vildar í Grænlandi
PÉTUR Thorsteinsson sendiherra
boðaði til blaðamannafundar í
utanríkisráðuneytinu i gær i til-
efni þess, að hann er nýkominn
heim úr vikuferð til Grænlands.
Er þetta í annað sinn á skömmum
tima sem sendiherrann sækir
Grænlendinga heim, því hann fór
einnig i vikuferð til Grænlands i
fyrra, fyrir heimastjórnina, sem
nú hefur verið komið á í Græn-
landi eftir þjóðaratkvæða-
greiðslu.
Sagði Pétur, að utanríkisráðu-
neytinu hefði þótt ástæða til að
kanna frekar samband Grænlands
og Islands eftir heimastjórnina.
Fyrri ferðin hefði hins vegar
einkum verið farin til að afla
upplýsinga um land og þjóð. Fram
kom á blaðamannafundinum, að
landsstjórn Grænlands skipa nú
fimm menn, og er Jonathan Motz-
feldt formaður hennar, eða eins
konar forsætisráðherra. Danir
fara hins vegar með öli utan-
ríkismál Grænlendinga og Græn-
land telst vera innan Efnahags-
bandalags Evrópu. Alls búa nú á
Grænlandi um 49 þúsund manns,
en þar af eru um 9 þúsund
útlendingar, aðallega Danir. Þá
sagði Pétur einnig nokkra íslend-
inga vera búsetta í Grænlandi og
Grænlendingar hafa einnig búið
hér á landi um lengri og skemmri
tíma, einkum til að öðlast þekk-
ingu á íslenskum landbúnaði, en
sauðfjárrækt hefur úm árabil ver-
ið stunduð í Grænlandi.
Pétur sagði að hann hefði meðal
annars rætt við grænlenska lands-
stjórnarmenn um fiskveiðimál og
hugsanlega útfærslu landhelginn-
ar við Austur-Grænland, en á þeim
slóðum hafa Islendingar veitt
— segir Pétur
Thorsteinsson
sendiherra
loðnu. Fleiri fisktegundir koma
einnig til umfjöllunar þegar rætt
er um fiskveiðilandhelgi landanna,
svo sem lax, rækja og þorskur.
Efnahagsbandalagið úthlutar
Grænlendingum árlega fiskveiði-
kvóta, nema hvað þorskurinn er
eingöngu veiddur af Grænlending-
um sjálfum.
Meirihluti Landsþingsins græn-
lenska vill nú að Grænland segi
skilið við EBE og er ætlunin að
leggja málið undir þjóðaratkvæð-
agreiðslu innan tíðar með það fyrir
agugum að aðildin falli úr gildi
árið 1981. Pétur sagði hins vegar
vera mjög skiptar skoðanir um
málið meðal Grænlendinga og alls
ekki væri ljóst hvernig atkvæða-
greiðslan færi. Þá kom fram á
fundinum að Efnahagsbandalagið
hefur nú boðið 60 milljarða
danskra króna á næstu tíu árum til
uppbyggingar sauðfjárrækt í land-
inu, en hvort af þeirri aðstoð
verður er ekki ljóst enn.
Að sögn Péturs Thorsteinssonar
var ferðin til Grænlands farin i
nokkru samráði við íslensk fyrir-
tæki, svo sem S.H., S.Í.S., Ferða-
málaráð, Flugleiðir, fiski-
málastjóra og viðskipta- og sjávar-
útvegsráðuneytið. Sagði hann
þessum aðilum verða send skýrsla
um ferðina. Pétur sagði ekki vera
um það að ræða að í Grænlandi
væru markaðir að opnast fyrir
íslendinga, en samvinna við Græn-
lendinga á sviði sölu fiskafurða,
ferðamála og fleiri sviðum gæti vel
komið til greina.
Pétur sagði anda hlýju til
íslendinga og Færeyinga í Græn-
landi og væri áhugi á að auka
samskipti þessara þjóða. Græn-
lendingar hafa mikinn áhuga á að
verða aðilar að Norðurlandaráði
eins og Færeyingar og hafa þeir
óskað eftir stuðningi íslendinga
við þá málaleitan. Kvaðst sendi-
herrann vænta þess að þeirri
málaleitan yrði vel tekið.
Mörg önnur mál sagði Pétur að
borið hefði á góma í ferðinni, svo
sem samskipti Grænlendinga við
íslenska verkalýðshreyfingu,
námsdvöl Grænlendinga hér landi,
samvinnu á sviði ferðamála og
fleira og fleira. Alþingi hefur boðið
sendinefnd Landsþingsins hingað
til heimsóknar og verður væntan-
lega af þeirri heimsókn í sumar.
Á fundinum kom fram, að um
1% af ríkisútgjöldum Dana fer til
Grænlands, eða um 1.3 milljarðar
danskra króna árlega. Dönsk
tunga er mikið töluð í Grænlandi,
en grænlenska er þó að vinna á, þó
nokkuð hái henni hve mikill munur
er á mállýskum. Alla æðri mennt-
un verða Grænlendingar að sækja
til Danmerkur, en uppbygging
menntamála er nú mikið til um-
ræðu.
Að lokum kom fram á fundinum,
að allt að 4000 ára gamlar leifar
um mannabyggð hafa fundist á
Grænlandi, en talið er að fyrstu
mennirnir hafi komið þangað frá
Kanada á sínum tíma. Árið 1982
eru hins vegar 1000 ár frá því
Grænland byggðist frá íslandi, er
Eiríkur rauði nam þar land, og eru
nú uppi ráðagerðir um að minnast
þess með eins konar þjóðhátíð.