Morgunblaðið - 24.01.1980, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. JANÚAR 1980
7
Siöareglu-
nefnd og
Svarthöföi
Vísir birtir á þriðjudag
forystugrein undir fyrir-
sögninni: Innanfélagsmál
eða opinbert moldviðri,
þar segir:
„Innanfétagsnefnd í
Blaðamannafélagi ís-
lands, sem ber nafnið
siðareglunefnd, hefur
orðið umræöuefni í
dagblöðum undanfarið
vegna bréfs fréttamanna
útvarps- og sjónvarps til
þeirrar nefndar. í bréfinu
er mælst til þess að
nefndin taki til athugunar
skrif Svarthöfða í Vísi um
starfshætti fréttamann-
anna.
Það skýtur nokkuð
skökku við, að opinber
umræða í fjölmiðlum
skuli hafin um þetta bréf.
Þeir, er um það hafa rætt,
líta á þaö sem kæru til
siðareglunefndarinnar,
en tekið er skýrt fram í
viöurlagakafla siðaregln-
anna, að umræður um
þau mál, sem vísaö só til
nefndarinnar skuli ekki
fara fram opinberlega, og
óheimilt sé að skýra frá
úrskurði nefndarinnar
annars staðar en í félags-
bréfi Blaðamannafélags-
ins.
Svo virðist sem upp-
hafsmönnum mátsins,
fréttamönnum útvarps og
sjónvarps, hafi ekki verið
kunnugt um þau ákvæði,
eöa þá að þeir hafa frá
upphafi hugsað sér að
flytja þetta mál opinber-
lega í fjölmiölum en ekki
innan félags.
Um leiö og þeir sendu
stjórn Blaðamannafé-
lagsins bréf sitt, sendu
þeir fjölmiðlum afrit af
því með beiðni um birt-
ingu. í kjölfar frásagna af
bréfinu hafa fylgt greina-
skrif og nú síðast leiðara-
skrif. Höfundar nota
þetta tilefni til þess að
koma höggi á Indriða G.
Þorsteinsson, rithöfund
og fastan greinahöfund í
Vísi, einn þeirra þriggja
manna, sem sæti eiga í
siðanefnd Blaðamanna-
félagsins."
Jónas dæmir
á undan
nefndinni
Og Vísir heldur áfram:
„Lengst gengur þó
Jónas Kristjánsson, rit-
stjóri Dagblaðsins í blaði
sínu í gær, þar sem hann
slær því föstu aö Indriði
hafi skrifað Svarthöfða-
pistla þá, sem til umræðu
eru, og gengur einnig út
frá því sem vísu, að um-
mæli Svarthöfða um
fréttamenn brjóti í bága
viö siðareglur blaða-
manna. Segir Jónas, aö
málinu hafi verið vísað
frá siðanefndinni af
tæknilegum ástæðum og
Indriði hafi sloppið „fyrir
tæknilegt horn í skjóli
dulnefnis“, eins og þaö er
orðað í leiðaranum.
Þaö er augljóst aö Jón-
as þarf ekki á neinni
siðanefnd að halda. Hann
sest sjálfur í dómarasæt-
ið, og fremur þar grófasta
brotið í þessu máli með
því aö dæma Indriða G.
Þorsteinsson sekan.
Brýtur hann þar þá meg-
inreglu, sem sérstaklega
er áréttuö í siðareglum
B.i. „að maður er saklaus
þar til sekt hans er sönn-
uð“.
Hið rétta varðandi
stöðu máls fréttamann-
anna er, aö siðareglu-
nefndin hefur enn ekki
tekið þaö fyrir og mun
ekki gera fyrr en frétta-
mennirnir, sem þar koma
við sögu, hafa upplýst
viss atriði í framhaldi af
getsökum sínum um þá
er sitja í siðareglunefnd-
inni.
Þaö moldviöri, sem
þyrlað hefur verið upp
vegna þessa máls opin-
berlega áður en málið
hefur verið tekið fyrir ■
siöareglunefndinni sýnir
glöggt, að annað býr að
baki en áhugi frétta-
manna fyrir því aö fá
formlega fjallað um til-
efni bréfsins innan
Blaðamannafélagsins.
Megináhugamál þeirra
og bakhjarlanna, sem
geyst hafa fram á ritvöll-
inn, er að ná sér niðri á
Indriöa G. Þorsteinsson,
sem undir fullu nafni hef-
ur í ræðu og riti lýst
skoðunum, sem þeim
falla ekki í geð. Meðal
annars vilja þessir aðilar
nú ýta honum út úr siða-
reglunefnd Blaöamanna-
félagsins.
Ef fréttamennirnir
hefðu í alvöru viljað fá úr
því skorið, hvort ákveðin
ummæli í pistlum, sem
birtir voru undir dulnefni
í Vísi, teldust meiðandi
hefðu þeir einfaldlega
getað farið í meiðyrðamál
við ritstjóra og ábyrgð-
armenn blaðsins. Þeir
bera ábyrgö á efni Vísis
og þá er hægt aö kæra til
dómstóla teljí menn á sér
brotið."
„PRÍSARNIR“
SEMFÁ
ALLA
TIL AÐ RROSA ...
Flauels, kakí- og gallabuxur
Barnastæröir: 2—14 ára — Verö frá kr. 2.900.-
Dömustærðir: 24—36 tommur — Verö frá kr. 6.900,-
Herrastærðir: 24—40 tommur — Verö frá kr. 6.900-
Einnig mikiö úrval af alls konar öörum fatnaöi:
Peysur, skyrtur, blússur, úlpur o.fl. o.fl.
Opið í dag og næstu daga
kl. 10—7.
Verksmiðju-
útsalan,
bak við gamla Litavers-
húsið, Grensásvegi 22.
Laxveiði
Krossá á Skarösströnd veröur leigð út til laxveiöi
tímabiliö 20. júní til 20. september 1980. Tilboöum
sé skilað til Trausta Bjarnasonar, Á, Skarösströnd,
Dalasýslu, fyrir 1. mars 1980, sem gefur allar
upplýsingar um símstöðina á Skaröi.
Hjartanlegar þakkir og beztu árnaöaróskir færi ég
þeim mörgu, sem glöddu mig og sýndu mér hlýhug
og vináttu á 80 ára afmæli mínu 7. janúar s.l.
Matthías Kn. Kristjánsson,
Laugarásveg 25.
Lögfræðiskrifstofa
okkar er fiutt að Lágmúla 5, 4. hæö. Sími 81211.
Vilhjálmur Árnason hrl.
Ólafur Axelsson hdl.
Eiríkur Tómasson hdl.
Verksmiðju-
útsala
Kjólar frá kr. 10.000.-
Barna- og dömupeysur, prjónabútar í kjóla og peysur
allt á óvenju hagstæöu verði. Nýtt og fjölbreytt úrval af
kvöld- og dagkjólum.
Þaö borgar sig aö líta inn.
Verksmiðjusalan - Brautarholti 22,
Inngangur frá Nóatúni gegnt Þórscafé.
Þetta rúm
er til Ijóst og dökkt
meö rauðu eöa grænu,
bláu eöa orange áklæöi
Sýningahöllin, Bíldshöfða 20, sími 81014—81199