Morgunblaðið - 24.01.1980, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. JANÚAR 1980
Við upptöku í útvarpi
Arngrímur Þorgrímsson og Sigurjón G. Bragason:
Krafan er frjáls
útvarpsrekstur
Það hefur sýnt sig undanfarin
ár að íslendingar eru orðnir
þreyttir á hinu hefðbundna
ríkisútvarpi. Þjóðin öll hefur
breytst í hinum öra heimi þróun-
ar á meðan ríkisútvarpið fylgir
hefðbundnum kreddum steinald-
ar.
Þá vaknar sú spurning, um
leið og lesandi hefur rennt aug-
um sínum yfir þessar línur, af
hverju þetta stafi:
1. Þegar hlustað er á ríkisút-
varpið er mönnum boðið upp
á sinfoníutónleika og annað
„þungt“ efni sem hinn vinn-
andi kraftur hefur yfirleitt
ekki áhuga á. Þetta sannaðist
Arngrímur
í þeirri skoðanakönnun sem
fyrirtækið Hagvangur lét
gera nýlega þar sem sinfóníu-
tónlist átti einna minnstu
fylgi að fagna.
2. Astæðurnar fyrir þessari
öfugþróun í útvarpsmálum
hér á landi eru einfaldlega
þær, að íhaldsamir stjórnend-
ur hafa ráðið gangi mála í
gegnum árin og hafa viljað
þetta samsull af tilkynning-
um, kórsöngvum og sambæri-
legri dagskrá fyrir hlustend-
ur. Að sjálfsögðu er eðlilegt
að slík blanda sé með fyrir
þann hóp sem áhuga hefur, en
magnið hiýtur að markast af
stærð áhugahópsins.
Lausn
Þá er komið að megin inntak-
inu en það er frjáls útvarps-
rekstur sem við teljum bestu
lausnina og þá er eðlilegt að
spyrja til hvers frjálst útvarp?
1. Frjálst útvarp er til þess að
tryggja frjálst tjáninga- og
skoðanafrelsi í landinu, þá
kæmu einnig fleiri sjónarmið
og skoðanir fram sem myndu
leiða til umhugsunar alþýðu á
mörgum sviðum.
2. Eins og fram kom hér áðan
þá er ríkisútvarpið langt á
eftir sinni samtíð og minnir
það margan á að ekki alls
fyrir löngu spruttu upp litlar
útvarpsstöðvar hér og þar í
borginni, til þess að minna
yfirvöld á það hve stór hópur
landsmanna vill frjálsa tján-
ingu, og að skilningur verður
lagður á, að það eru fleiri til í
landinu sem hafa ekki gaman
af úreltu kerfi heldur að
einstaklingurinn fái að
spreyta sig á nýjum, gildum
verkefnum sem öldungar
þjóðarinnar eru staðnaðir í
Og þá hvers vegna ekki að
prófa og iáta þjóð okkar
komast inn í hina öru sam-
keppni sem ríkir á sviði
fjölmiðlunar í heiminum og
leyfa frjálst útvarp, með
frjálsa tjáningu og frjálsa
skoðun.
Skilyrði
Eftir að hafa lesið framan-
greint hefur hugmyndaheimur
margra e.t.v. opnast og á þann
veg að nú væri hægt að opna
útvarpsstöð í hverju húsi. En
málið er ekki svo einfalt. Til þess
að sporna við menningarlegu
hruni, sem. margur hefur ætlað
að yrði, þá þyrftu þeir sem hefja
ætla útvarpsrekstur að fara eftir
almennum leikreglum sem
stjórnvöld myndu leggja til, svo
sem að Ieyfisveiting yrði tíma-
bundin, viðurkennda stúdíomenn
og dagskráin væri óhlutdræg,
þ.e.a.s. einstaklingar verði ekki
niðurlægðir fyrir alþjóð.
Með frjálsum útvarpsrekstri
myndi skapast samkeppni milli
útvarpsstöðva sem myndi auka
efnisval og fjölbreytni í dag-
skrárgerð. Samkeppni um frjálst
útvarp hefði einnig í för með sér
að allar þær nýjungar á sviði
tækni og vísinda hvað varðar
útsendingar til hlustenda s.s.
stereoflutningur og 4ra rása
útsendingarkerfi næðu mun bet-
ur til hlustenda en annars þetta
einhæfa mono-ríkisútvarp.
Frjálst val
Hugtökunum frjáls fjölmiðlun
og einokun ættu menn að velta
gaumgæfilega fyrir sér. Ef við
tökum fyrra hugtakið, þá bendir
það til dagblaðanna, en hér á
landi mega allir setja á stofn
frjálst dagblað og í framhaldi af
því mætti spyrja hvers vegna
ekki frjálsan útvarpsrekstur?
Um síðara hugtakið, einokun,
er hægt að nefna glöggt dæmi
um ríkisútvarpið en þar sitja sjö
herramenn og segja já og nei til
skiptis í stíl við „sínar skoðanir“
um það útvarpsefni sem „hlust-
Sigurjón
endum er fyrir bestu" hverju
sinni. Við teljum því, að það sé
ákaflega óraunhæft í nútíma-
þjóðfélagi að það sé aðeins ein
útvarpsstöð sem ætlað sé að
uppfylla allar kröfur lands-
manna. Það hljóta að vera
grundvallarmannréttindi í lýð-
ræðisríki að einokun rikisút-
varpsins verði aflétt.
Hugsum málið!
Spurningin hvort frjálst út-
varp eigi rétt á sér hlýtur að
endurvarpa þeim pólitíska vilja
sem fyrir hendi er hjá einstökum
stjórnmálamönnum. Með þess-
um orðum viljum við vekja
alþjóð til umhugsunar um frjálst
útvarp og skoða það frá báðum
hliðum rækilega og efumst við
ekki um, að hugsunin um frjáls-
an útvarpsrekstur fellur í góðan
jarðveg hjá hugsandi fólki.
I>rautgóðir
á
raunastund
Steinar J. Lúðvíksson:
ÞRAUTGÓÐIR Á
RAUNASTUND
XI. 191 bls.
Örn og Örl. hf. Rvik, 1979.
»í FORMÁLSORÐUM fyrri bóka
hefur oftsinnis verið vikið að því
að bókaflokkur þessi er nú orðinn
meiri að vöxtum en upphaflega
var ráðgert, en samt sem áður
hefur orðið að fara mjög fljótt yfir
sögu og gera atburðum skil í
stuttu máli, sem þó eiga sér
þannig sögu að vert væri að rekja
hana mun ítarlegar.«
Þetta segir Steinar J. Lúðvíks-
son í formála fyrir þessu ellefta
bindi af sinni miklu björgunar- og
sjóslysasögu. Tíu bindi sögunnar
hefur hann sjálfur skráð, aðeins
eitt er tekið saman af öðrum. Þar
sem þetta mikla rit tekur aðeins
til nokkurra áratuga hlýtur sagan
að teljast sæmilega ýtarleg, þó svo
að saga af þessu tagi geti vitan-
lega þanist út í það óendanlega ef
allt er tínt til sem unnt er að afla
af heimildum.
En góð saga er ekki endurprent-
un allra hugsanlegra heimilda
heldur úrvinnsla bestu heimilda.
Með hliðsjón af því sýnist mér
Steinar hafa unnið verk sitt held-
ur vel og ritið þurfi ekki að vera
gagngerðara en það er.
I þessu bindi er rakin saga
fjögurra ára — 1907—10 að báðum
meðtöldum. Höfundur getur þess
að erfitt sé orðið að ná í munn-
legar heimildir þar eð svo langt sé
nú liðið frá umræddu tímabili.
Hafi því meir en áður orðið að
styðjast við skrifuð gögn. Þeir
erfiðleikar lýsa sér meðal annars í
því að höfundur takmarkar ekki
lengd né nákvæmni frásagnar
nauðsynlega í samræmi við mik-
ilvægi eða umfang atburðar held-
ur lætur hann hvort tveggja
ráðast af því hversu honum hefur
tekist um heimildaöflun. Einnig
sér Steinar nú ástæðu til að fara
út fyrir efnið og minna á hitt og
annað tengt sjósókn og siglingum
þótt ekki snerti björgunar- og
sjóslysasögu — nema þá óbeint.
Til dæmis fer hann nokkrum
orðum um strandferðir dana um
aldamótin og tekur upp »Strand-
siglingu« Einars Benediktssonar
af því tilefni.
Þá fjölyrðir hann nokkuð um
ágang breskra togara á Islands-
miðum:
»Togararnir bókstaflega' mok-
uðu upp fiskinum á hinum hefð-
bundnu miðum Islendinga ...
Urðu botnvörpuskipin, einkum
þau bresku, illræmd á skömmum
tíma.« Getur Steinar þess að
kringum togarana hafi oft flotið
hrannir af dauðum fiski þar eð
bretarnir hirtu ekki annað en það
sem mest fékkst fyrir, fleygðu
stundum öllu nema flatfiski. Kom
þá fyrir að íslendingar sníktu eða
hirtu afganginn.
Bðkmenntlr
eftir ERLEND
JÓNSSON
En þessi lífsbarátta bretanna
kostaði þá miklar fórnir, skipa- og
manntjón þeirra hér við land á
þessum fyrstu árum togaraaldar
hefur verið umtalsvert, það má
gerst fræðast um í þessari bók.
Veruleg skipaferð hefur verið
við landið á þessum árum. I raun
og veru var þetta blómatími
strandferðanna, vegir fáir og
ófullkomnir og bílar ekki
komnir til sögunnar. Þyrfti maður
að komast á milli landshluta tók
hann skip — jafnvel á milli hafna.
Kuldaskeiði því, sem hófst upp úr
miðri nítjándu öld, var enn ekki
lokið, og þurftu skip oft að brjót-
ast í gegnum ís. Fyrir kom að skip
fórust í þess konar hrakningum.
Athyglisverðast er þó hversu
margir smábátar hafa farist við
Leikfélag Akur-
eyrar sýnir
Púntila og Matta
Leikíélag Akureyrar frumsýnir á
föstudagskvöld sjónleikinn Púnt-
ila og Matta eftir þýska leikrita-
skáldið Bertolt Brecht. Leikstjóri
og höfundur leikmyndar er Hall-
mar Sigurðsson, Ilúsvíkingur,
sem verið hefir við leiklistarnám
í Svíþjóð undanfarin fimm ár, og
er þetta fyrsta verkefnið, sem
hann leikstýrir á íslensku leik-
sviði.
Theódór Júlíusson leikur Púnt-