Morgunblaðið - 24.01.1980, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. JANÚAR 1980
„Erla opnaði þá litlu glufu, sem
nægði til að koma málinu af stað“
GUÐMUNDUR Ingvi Sig-
urðsson hrl. verjandi
ákærðu, Erlu Bolladóttur,
hélt áfram málflutningi
sínum fyrir Hæstarétti
klukkan 10 í gærmorgun.
Verður hér á eftir getið
þess helsta, sem fram kom
í ræðu Guðmundar.
Hann vék fyrst að rannsókn
Guðmundar- og Geirfinnsmál-
anna og sagði að verjendur
þeir, sem á undan honum
höfðu talað, hefðu fundið
henni flest til foráttu. Væri
sjaldgæft að íslenzkir rann-
sóknarlögreglumenn og dóm-
arar þyrftu að leita aðstoðar í
útiöndum vegna rannsóknar
sakamáls. Minntist hann á
svokallað Landsbankamál frá
1936, þar sem leitað hefði
verið til ensks rannsóknar-
lögreglumanns með þeim
hörmulegu afleiðingum, að
rangur maður var ákærður en
hann síðan sýknaður.
Ákærðu, Kristján Viðar og Sævar Marinó, koma út úr dómshúsi Hæstaréttar laust fyrir klukkan 19 í gærkvöldi að loknum málflutningnum.
Þeir eru handjárnaðir við lögreglumennina. Ljósm. Mbl. Kristján.
Játningar togaðar
út úr sakborningum
Hann vék að þeim dæmum,
sem nefnd hefðu verið um
harðræði, kinnhesti, sem sak-
borningi var veittur, hávaða í
fangahúsinu að nóttu til, log-
andi ljósi í fangaklefum á
nóttunni og yfirheyrslum
fangavarða, og sagði, að játn-
ingar gefnar undir svona
kringumstæðum væru ekki
marktækar. Hann kvað það
athyglisvert hve margir fram-
burðir í málinu hefðu verið
afturkallaðir og kvað það
benda til þess, að þeir hefðu
verið gefnir af ófýsi. Þetta
væri óvenjulegt og beindi aug-
um að því, að játningar kynnu
að hafa verið gefnar undir
þrýstingi en teknar aftur þeg-
ar honum létti. Saksóknari
talaði um hreinskilnar,
skuggalausar og afdráttar-
lausar játningar en hér væri
ekki um slíkar játningar að
ræða heldur játningar togaðar
út úr sakborningum hægt og
hægt í þvingun einangrunar-
innar í stanslausum yfir-
heyrslum. Þær hefðu verið
dregnar til baka og það veikti
þær. Guðmundur sagði, að
harðneskjublær hefði verið á
þessari rannsókn og að fjölda-
handtökum manna klukkan 6
að morgni svipaði til aðferða í
lögregluríkjum.
Guðmundur vék því næst að
skjólstæðingi sínum, Erlu
Boliadóttur, og sagði, að hún
hefði verið lykilpersónan í
rannsókn málsins. Við rral-
flutning í héraði hefði vara-
ríkissaksóknari, Bragi Stein-
arsson, komizt svo að orði, að
Erla hefði opnað þá glufu, sem
kom rannsókninni á sporið.
Ólafur Jóhannesson, þáver-
andi dómsmálaráðherra, hefði
lýst yfir því í Morgunblaðinu í
febrúar 1977, þegar skýrt var
frá niðurstöðum rannsóknar í
málinu, að martröð væri létt
af þjóðinni. Ákæruvaldið,
dómsvaldið og þjóðin öll stæðu
í þakkarskuld við Erlu og ætti
hún að fá umbun fyrir að
auðvelda rannsókn málsins.
Afturköllun
á framburði
Guðmundur gerði að um-
talsefni afturköllun Erlu fyrir
dómi 11. janúar s.l. þar sem
hún afturkallaði allan fram-
burð sinn í Geirfinnsmálinu.
Sagði Guðmundur, að hún
hefði gefið þá skýringu, að hún
hefði þroskast á síðustu árum
og breytt sínu líferni. Frásögn
hennar hefði verið röng og
ekki átt við rök að styðjast en
hún hefði loks núna þorað að
draga allt til baka og kveðst
hún hafa gert það án utanað-
komandi þrýstings. Að vísu
mætti leiða að því getum, að
Erla hefði orðið fyrir áhrifum
frá Sævari Marínó. Fram
hefði komið, að hann reyndi að
hafa áhrif á stúlkuna í starfs-
mannahúsi Kópavogshælis og
því væri ekkert skrítið að
hann hefði reynt að setja
þrýsting á Erlu. Hún væri með
barn sem hún ynni hugástum
og hún væri hrædd við Sævar
og Kristján enda væru þeir til
alls vísir. Hafa bæri í huga, að
Erla hefði reynt að afturkalla
framburð sinn 5. október 1976
en Schútz hinn þýzki hefði
haft framburð hennar þá að
engu.
Guðmundur gerði að um-
talsefni reikulan framburð
Erlu og bað dómendur að hafa
í huga niðurstöður geðheil-
brigðisrannsóknar, þar sem
komist væri að þeirri niður-
stöðu m.a., að hún væri áber-
andi óvirk og undanlátssöm og
með brenglað raunveruleika-
skyn. Játningar væru fengnar
undir þrýstingi frá lögreglu og
í einangrun gæzluvarðhalds.
Ef hann spyrði sjálfan sig
hvort skýrslur Erlu væru
marktækar yrði svarið neit-
andi. Því væri það einkenni-
legt, að rannsóknarar málsins
skyldu hafa trúað Erlu og
úrskurðað fjóra saklausa
menn í langt gæzluvarðhald.
Sýkna vegna
skorts á sönnunum
Verjandinn sagði, að dóm-
endur svifu í óvissu í þessu
máli, þ.e. Geirfinnsmálinu,
þar sem lík Geirfinns væri
ófundið, ef hann væri þá
látinn, sem væri alveg ósann-
að mál. Erfitt væri að fella svo
alvarlega áfellisdóma í þessu
máli þegar ekki lægi meira
fyrir í því. Hann benti á dóm
Hæstaréttar yfir Sveinbirni
Gíslasyni bifreiðarstjóra, en
hann var sýknaður af ákæru
um að hafa orðið Gunnari
Sigurði Tryggvasyni leigubif-
reiðarstjóra að bana vegna
skorts á sönnunargögnum þó
að miklar líkur hefðu bent til
þess, að hann hefði verið
banamaður Gunnars. Svein-
björn hefði líka verið sýkn-
aður af ákæru um hlutdeild.
Fjórir af fimm dómurum
hefðu komizt að þeirri niður-
stöðu, að ekki lægju fyrir
nægar sannanir fyrir því að
Sveinbjörn væri banamaður
Gunnars. Þetta væri lær-
dómsríkur dómur sem sýndi,
að sú stefna væri ríkjandi hjá
Hæstarétti að gera miklar
kröfur til sannana. Væru kröf-
urnar meiri eftir því sem
sakirnar væru alvarlegri.
Ásetningur ekki
fyrir hendi
Guðmundur vék að því næst,
að ef svo væri litið á að allt
væri satt og rétt, sem frá hefði
verið skýrt, væri ekki hægt að
segja neitt um það hvort
átökin hefðu leitt til dauða
Geirfinns. Fram hefði komið í
málinu, að Geirfinnur hefði
kvartað undan verk fyrir
hjarta og því væri ekki útilok-
að að hann hefði látist úr
hjartaslagi, en ekki af völdum
átaka. Þá sagði hann að í
rannsókninni hefði ekkert ver-
ið spurt um huglæga afstöðu
ákærðu í málinu og því væri
spurt nú hvort einhver ásetn-
ingur hefði legið fyrir hjá
Kristján Viðar Viðarsson:
„Er saklaus af
ákærum í málinu“
RÆÐA ákærða, Kristjáns Við-
ars Viðarssonar, í Hæstarétti í
gær var á þessa leið í endur-
sögn:
Ég vil lýsa því yfir, að ég er
saklaus af ákærum um að hafa
orðið Guðmundi Einarssyni og
Geirfinni Einarssyni að bana.
Geirfinn hef ég aldrei augum
litið. Hins vegar þekkti ég Guð-
mund Einarsson sem barn en hef
engin afskipti haft af honum
síðan.
Ég er saklaus af ákærum um
rangar sakargiftir. Ég gaf ekki
upp nöfn mannanna, sem settir
voru í gæzluvarðhald. Lögreglan
gaf þau upp og þvingaði mig til
þess að setja þau í skýrslur
mínar með hótunum um líflát.
Ég þekki ekki þessa menn og hef
ekkert út á þá að setja. Ég hef
aldrei gert þeim neitt né þeir
mér. Að lokum vil ég segja, að ég
treysti þessum dómi til þess að
fjalla um málið hlutlaust.