Morgunblaðið - 24.01.1980, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. JANÚAR 1980
17
Fara þarf langt aftur í
aldir til þess að finna jafn
alvarlegar sakargiftir
—sagði ríkissaksóknari í gær
— í ÞESSU máli er saga að
gerast. Sakarefnið er ekki ein-
göngu óvenjulegt heldur eins-
dæmi á þessari öld.Það eru 150
ár siðan menn á íslandi hafa
verið sakfelldir fyrir tvö
manndráp en það var þegar
Friðrik og Agnes drápu Natan
Ketilsson og annan mann. Það
þarf að fara þrjár aldir aftur i
tímann til þess að finna mál þar
sem þrír einstaklingar voru
sakfelldir fyrir manndráp.
Enn lengra þarf að fara til
þess að finna jafn alvarlegár
sakargiftir og hér koma fram, en
þær er að finna í annálum í lok
16. aldar þar sem frá því er
skýrt, að Axlar-Björn hafi með-
gengið áð hafa unnið á 8
mönnum.
Þannig mælti Þórður Björns-
son saksóknari undir lok seinni
sóknarræðu sinnar i Guðmund-
ar- og Geirfinnsmálum fyrir
Hæstarétti í gær.
Saksóknari bætti því við, að
það væri líka nýtt við þetta mál,
að menn hefðu setið langa hríð í
gæzluvarðhaldi að ósekju og
einnig væri það nýtt, að haft
væri í hótunum við vitni eins og
fram hefði komið. — Það er mín
óbifanlega trú, að ákærðu séu
valdir að dauða Guðmundar Ein-
arssonar og Geirfinns Einars-
sonar. Það er ills viti og leið-
arvísir í því hvernig á að fremja
manndráp og komast upp með
það ef þessir menn sem hér sitja
verða sýknaðir, sagði saksókn-
ari.
Að ræðu saksóknara lokinni
héldu verjendur og sakborningar
stuttar ræður. Birtast ræður
sakborninga efnislega hér á
síðunni en nánari frásögn af
ræðum saksóknara og verjenda
verður að bíða til morguns vegna
rúmleysis í blaðinu.
- SS.
Sævar Marínó Ciesielski:
„Ég fer til að deyja,
þér til þess að lifa“
Sævar flytur ræðu sína.
ákærðu, um að verða Geirfinni
að bana. Kvaðst Guðmundur
taka undir það með öðrum
verjendum, að atburðurinn
hefði frekar yfir sér yfirbragð
slyss en dráps, ef reiknað væri
með því að þetta hefði gerst.
Verjandinn ræddi því næst
um það atriði ákæru, þar sem
Erla væri sökuð um hlutdeild í
meintu drápi Geirfinns Ein-
arssonar. — Ég verð að segja,
sagði Guðmundur, að mér hef-
ur gengið illa að átta mig á
þessu atriði ákærunnar. Mót-
mælti hann því að Erla gæti
talizt hlutdeildarmanneskja
og færði ýmis rök fyrir þeirri
skoðun sinni.
Rannsóknarar
sporðrenndu öllu
Hann ræddi því næst um
rangar sakargiftir. Taldi
hann, að Erla hefði ekki ætlað
sér að leiða svona mikla bölv-
un yfir þá fjóra menn, sem
beittir voru gæzluvarðhaldi
saklausir. Ætlunin hefði verið
að rugla rannsóknarmennina í
ríminu en þeir hefðu sporð-
rennt þessu jafnvel þótt hún
hefði nefnt fleiri menn en
þessa fjóra. Brotið væri ekki
jafn alvarlegt og ákæruvaldið
teldi. Þetta væri fremur leik-
ur, en vissulega hættulegur
leikur. Þetta væri ákaflega
hörmulegur þáttur og illt til
þess að vita að saklausir menn
hefðu liðið svona mikið fyrir.
Sagði Guðmundur að Erla
hefði verið ofurseld valdi Sæv-
ars og hún hefði ekki átt gott
með að losna undan valdi
hans.
Guðmundur Ingvi gerði
kröfu um skilorðsbundinn dóm
og að 8 mánaða gæzluvarðhald
kæmi refsingu til frádráttar.
Nefndi hann nokkur atriði,
sem hann taldi að væru refsi-
lækkandi. Erla hefði opnað þá
litlu glufu, sem nægði til þess
að koma rannsókninni af stað
og einnig væri ungur aldur
hennar á brotatíma refsilækk-
andi. Góð hegðun að undan-
förnu og hreint sakarvottorð
ætti að vega þungt. Hún hefði
aldrei haft frumkvæði að af-
brotum heldur verið viljalaust
verkfæri Sævars og hún hefði
haft af honum beyg. Erla væri
með ungt barn á framfæri,
sem hún þyrfti að sjá far-
borða. Hún ætlaði sér að verða
nýtur þjóðfélagsþegn aftur.
Örlagadísirnar
að glettast?
Guðmundur kvað það eftir-
tektarvert, að öll ákærðu í
Geirfinnsþætti málsins hefðu
ekki búið við of gott atlæti í
uppvexti. Taldi Guðmundur,
að uppeldið ætti ekki lítinn
þátt í því hvernig komið væri
fyrir þessu unga fólki nú, því
lengi byggi að fyrstu gerð.
Þeirri spurningu mætti varpa
fram, hvort örlagadísirnar
væru að glettast við okkur og
við stæðum frammi fyrir und-
arlegu spili tilviljana. Hafa
bæri hugfast að menn hefðu
verið dæmdir saklausir og
slíkt hefði komið fyrir beztu
dómara. Slík dæmi bæri að
hafa í huga.
Þegar Guðmundur Ingvi
Sigurðsson hafði lokið ræðu
sinni tók Benedikt hrl. til máls
og talaði hann síðastur af
verjendum. Vegna rúmleysis
verður frásögn af ræðu hans
að bíða til morguns.
RÆÐA ákærða, Sævars Marínós
Ciesielskis, í Hæstarétti í gær, fer
hér á eftir i endursögn:
Ég hef fylgst með málflutningi í
máli því, sem höfðað var gegn mér
og nú er komið að leiðarlokum. Vil
ég fá tækifæri til þess að andmæla
ákæruvaldinu.
Ég hef aldrei þekkt þá menn,
sem mér er gefið að sök að hafa
orðið að bana. Nöfn þeirra eru
mér jafn fjarri og í upphafi. Mál
það, sem hér er fjallað um, hefur
sett mark sitt á allt mitt líf og það
hefur orðið mikil raun fyrir mig
og ættingja mína. Ég er ennþá í
gæzluvarðhaldi og hef verið í
einangrun á meðan ég hef fylgst
með málflutningnum. Ég var í
gæzluvarðhaldi í Síðumúlafang-
elsinu í tvö ár og tel að ég muni
aldrei ná mér eftir það. Allan
þennan tíma fékk ég ekki skrif-
færi, lesefni, tóbak, jafnvel ekki
sængurver, bara tvö ullarteppi. Ég
veit ekki ástæðuna fyrir þessari
framkomu gagnvart mér, ég hef
enn ekki fengið á því skýringu.
Ég undirritaði tvær skýrslur í
Guðmundarmálinu en dró þær til
baka. Ég var tímunum saman í
yfirheyrslum en var bannað að
tala við verjanda minn í tvo
mánuði. Ég vildi bera fram kæru
en hún komst aldrei alla leið. Það
var ekkert hlustað á mig. Og 30.
september afritaði ég sögu, sem
RÆÐA ákærðu, Erlu Bolladótt-
ur, fyrir Hæstarétti i gær fer
hér á eftir í endursögn:
Það er ógerlegt að bæta
nokkru við það, sem fram hefur
komið hjá sækjendum og verj-
endum í þessu máli, þið hafið
miklu meiri þekkingu á lögunum
en ég. Ég vil aðeins segja það, að
Kristján hafði sagt mér við sam-
prófun í maí og gerði hana að
minni. Ég benti á fjarvistir en
rannsóknarmennirnir vildu ekkert
kanna það heldur sögðu þeir mér,
að Kristján og Albert hefðu borið
að ég hefði verið í húsi í Hafnar-
málið hefur haft djúpstæð áhrif
á mig og það lá við, að ég vildi
vera orðin önnur persóna.
Reynslan hefur verið ómetanleg
og það tekur mig sárt að hafa
valdið öðrum þjáningum. Þegar
aðrir ákærðu tóku til máls
fannst mér það áberandi að
þegar vissir menn reyndu að tala
var ekki á þá hlustað, þeir hafa
firði og lent í átökum. Ég hef
aldrei lent í slagsmálum en það
var ekkert hlustað á sakleysi
okkar.
Ég heyrði fyrst um Geirfinns-
málið þegar lögreglumennirnir
komu inn í klefann til mín og
talað fyrir daufum eyrum og
meira mið tekið af bókunum og
skjölum en mönnunum sjálfum.
Ég hef aftur á móti alltaf fengið
áheyrn.
í dag er það mín einlæga von
að sannleikurinn komi í ljós fyrr
eða síðar og ég treysti því að ég
uppskeri eins og ég sáði.
sögðu að ég hefði farið til Kefla-
víkur með Einari Bollasyni. Þeir
sögðu mér að Einar væri að
ofsækja Erlu barnsmóður mína og
ég skrifaði undir svo að þeir gætu
tekið þessa fjóra menn fasta svo
að Erla yrði ekki myrt. Næst
sögðu þeir mér að Erla og Krist-
ján héldu því fram að ég hefði
farið til Keflavíkur og þá sá ég að
búið var að binda snöruna um
hálsinn á mér. Ég dró framburð
minn til baka en ég gerði tvær
skýrslur um hið gagnstæða sum-
arið 1976 en þá var ég ekki með
sjálfum mér. Ég var yfirheyrður
dag eftir dag en það er erfitt fyrir
ykkur sem hér eruð að setja ykkur
í mín spor.
Það hefur verið rætt um það, að
ég hafi reynt að hafa áhrif á vitni
og að vinir mínir hafi haft í
hótunum við Helgu Gísladóttur í
Klúbbnum. Það er svívirðilegt hjá
saksóknara að gefa þetta í skyn.
Hann er lipur í orði en ég vil taka
það fram að vegna þessa máls hef
ég misst alla vini og kunningja.
Ef Hæstiréttur telur mig sekan
vil ég segja þetta að lokum:
Nú er mál komið að vér göngum
héðan. Ég fer til að deyja, þér til
þess að lifa. Hvorir okkar fara
betri för er öllum hulið nema
guðunum einum.
Erla Bolladóttir hlýðir á mál-
flutninginn. Hún bannaði
myndatökur af sér meðan hún
flutti varnarræðu sína.
(Lokaorðin í varnar-
ræðu Sókratesar)
Erla Bolladóttir:
„Að ég uppskeri
eins og ég sáði“
- ss.