Morgunblaðið - 24.01.1980, Page 20

Morgunblaðið - 24.01.1980, Page 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. JANÚAR 1980 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritst jórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson. Björn Jóhannsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskriftargjald 4.500,00 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 230 kr. eintakið. Stalínisminn endurvakinn Harðýðgi sovésku ríkisstjórnarinnar er takmarkalaus. Með því að handtaka andófsmanninn Andrei Sakharov og eiginkonu hans, Yelenu Bonner, ögra Kremlverjar öllum heiminum. Tilgangslaust er að leita skýringa á þessu ofbeldisverki með því að vísa til nokkurrar skynsamlegrar ástæðu. Það byggist einvörðungu á því eðli einræðisins að magnast sífellt í kúgunarþörf sinni og þola ekki til lengdar önnur sjónarmið en þau, sem syngja ógn þess lof og dýrð. Eftir innrásina í Afganistan og þá öldu reiði og mótmæla, sem risið hefur um allan heim af því tilefni, er frelsissvipt- ing Sakharov-hjónanna dropinn, sem fyllir mælinn. Með hernámi Afganistans storkuðu Sovétríkin ekki síst ríkjum þriðja heimsins, sem hafa reynt að tryggja öryggi sitt með því að standa utan hernaðarbandalaga. Andsvar þessara ríkja kom fram í atkvæðagreiðslunni á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna, þar sem 104 ríki kröfðust tafarlauss brottflutnings Rauða hersins. Með aðgerðunum gegn Sakha- rov er ekki síst verið að storka Vesturlöndum. Hátíðlegar yfirlýsingar, sem undirritaðar voru 1975 á öryggisráðstefnu Evrópu, Helsinki-samþykktin svonefnda, hafa enn einu sinni verið þverbrotnar. í 14 ár hefur Andrei Sakharov verið í vitund margra á Vesturlöndum lifandi tákn þess, að í Sovétríkjunum væri þó til ein sterk rödd, sem ekki yrði kæfð með valdboði. Nú hefur Leonid Brezhnev sjálfur undirritað fyrirmælin um að hún skuli kæfð. Hræðsla sovésku stjórnarinnar við þá þekkingu, sem Sakharov hefur á kjarnorkuvopnaframleiðslu hennar, veldur því, að hann er ekki fluttur nauðugur úr landi heldur sendur í útlegð í lokaðri borg 400 kílómetrum austan við Moskvu. Bætt sambúð austurs og vesturs hefur ekki síst sótt styrk sinn til þess, að með leyniræðu Krútsjoffs 1956 ha’i stalínismanum verið úthýst í Sovétríkjunum. Þessi forsenda er ekki lengur fyrir hendi. Stalínisminn ræður enn ríkjuin austur þar, hið kommúniska kerfi getur ekki þrifist án hans, vonin um sósíalisma með mannúðlega ásýnd rætist aldrei. I stalínismanum felst óvægileg beiting hervalds gegn öðrum ríkjum og miskunnarlaus harðstjórn heima fyrir. Með innrásinni í Afganistan og handtöku Sakharov-hjónanna hefur Leonid Brezhnev sýnt, að hann hefur engu gleymt frá því að hann og Alexei Kosygin forsætisráðherra voru dyggir skósveinar Stalíns í hreinsunum fyrri tíma. Vladimir Bukovsky sagði þegar hann var hér, að við Vesturlandabúar skyldum ekki umgangast valdamenn Sovétríkjanna af diplómatískri kurteisi, heldur sem glæpamenn í samræmi við hugarfar þeirra. Margir munu nú staldra við þessi orð. Jacques Chaban-Delmas, forseti franska þingsins, fór til Moskvu í byrjun vikunnar með þá yfirlýsingu á vörunum, að ekkert, ekki einu sinni innrásin í Afganistan, gæti aftrað honum frá því að leggja rækt við slökunarstefnuna í samskiptum austurs og vesturs. Þegar þingforsetinn franski frétti um handtöku Sakharovs, hætti hann viðræðum sínum við Sovétmenn og sneri með fyrstu ferð heim á leið. Þessi atburður er skýrt dæmi um það andrúm, sem Sovétmenn eru að skapa í samskiptum austurs og vesturs. í því efni eru þeir dyggir lærisveinar Stalíns eins og öðrum. Endurvakningu stalínismans verður að svara með öllum þeim ráðum, sem Vesturlöndum eru tiltæk. Af árvekni verður sérhvert ríki að bregðast við þeirri undirróðursstarf- semi, sem vitað er, að Sovétríkin stunda um allar jarðir. íslenska ríkisstjórnin á tafarlaust að tilkynna sovéskum yfirvöldum, að þeim beri að fækka starfsmönnum í sendiráði sínu í Reykjavík, þannig að jafnræði verði milli þess fjölda, sem þar starfar, og starfsmannafjölda í íslenska sendiráðinu í Moskvu, en þar eru þrír íslendingar. Þá ber að taka til gaumgæfilegrar athugunar, hvort ekki skuli rift svonefndum menningarsáttmála við Sovétríkin en reynslan frá Afganist- an sýnir betur en nokkuð annað, hve hættulegt það er að eiga samningsbundin samskipti við ráðamenn í Kreml. Guðmundur H. Garðarsson: Ihald og frjálslyndi Framanskráð er sagt vegna þess, að nú hefur það gerzt í Sjálfstæðisflokknum, að ákveðnum hópi manna hefur, með markvissu starfi tekizt að koma því í kring, að meginá- herzlan í stefnumörkun flokk- sins er á hinum íhaldssömu atriðum stefnunnar. Kom það skýrt fram í kosningastefnu- fjöldans, gagnstætt hinum flokkunum sem allir eru sér- hagsmunaflokkar." Allt fram á síðustu ár voru þetta áherzluatriði í starfsemi Sj álf stæðisflokksins. I gegnum árin var reynt að útfæra þessa stefnu með tilliti til aðstæðna. Stundum þurfti að slá af og semja við andstæð- ingana til að vernda unninn árangur og búa sig undir næstu sóknarlotu. Flokkur frjálslym hóflegrar íhaldsse skrá flokksins fyrir síðustu kosningar. Kostaði það Sjálf- stæðisflokkinn þúsundir at- kvæða. í jafn stórum flokki og Sjálfstæðisflokkurinn er, geta atburðir sem þessir gerzt og ekki hvað sízt, þegar haft er í huga, að Sjálfstæðisflokkurinn er stofnaður upp úr samruna íhaldsflokksins og Frjálsynda flokksins á sínum tíma. En þeir eiga ekki að gerast. Innan flokksins hafa ætíð verið ákveðin átök milli hinna íhaldssömu annars vegar og frjálslyndu hins vegar. Til skamms tíma hefur skoð- unum hinna frjálslyndu, sem þurfa ekki endilega að vera frjálshyggjumenn í víðtækustu merkingu þess orð, vegnað vel innan flokksins. I þessu sam- bandi leyfi ég mér að setja fram þá skoðun að til hins frjálslynda hluta flokksins til- heyri m.a. hinir félagslyndu flokksmenn. Þetta fólk er yfir- leitt hóflega íhaldssamt og öfgalaust. En segja má, að áhrif frjáls- lyndismanna í Sjálfstæðis- flokknum hafi farið dvínandi á síðustu árum. Orsakir þess eru margþættar. Grundvallar- stefna Sjálf- stœð isflokksins Grundvallaratriði frjálslynd- is Sjálfstæðisflokksins birtist einkar skýrt í stjórnmálayfir- lýsingu landsfundar árið 1949, þar sem segir: „Stefna Sjálfstæðisflokksins er stefna sjálfsbjargarvið- leitni, atvinnufrelsis og sér- eignar. Sjálfstæðisstefnan byggist á sögu, eðli og hugs- unarhætti þjóðarinnar. Sjálf- stæðisstefnan ein er í fullu samræmi við hugsjónir Islendinga frá öndverðu, um frelsi í stað fjötra, um sam- heldni í stað sundrungar. Sjálfstæðisflokkurinn hlýtur því, í samræmi við grundvall- arstefnu sína að standa jafn- an vörð um lýðræði og mannréttindi gegn hinum al- þjóðlega kommúnisma, sem gengur í berhögg við þessar hugsjónir. Sjálfstæðisflokk- urinn er langstærsti stjórnmálaflokkur þjóðar- innar. Hið mikla fylgi hans byggist á því, að hann er flokkur allra stétta, flokkur Seint mun allur vandi leystur Hin viturlegu orð Bjarna Benediktssonar á landsfundi Sj.fl. í apríl 1956 bera þess ljósan vott, hvernig að málum var staðið. Hann segir: „Til lausnar vandamála hins íslenzka þjóðlífs er ekkert skyndilyf til. Bráðabirgðaúr- ræði á eftir bráðabirgðaúr- ræði munu verða um margt, hver sem með stjórnina fer, þangað til þjóðlífið allt nær meiri þroska en það hefur enn og mun þó seint allur vandi leysast." Með þrautseigju, umburðar- lyndi og skilningi vannst hver sigurinn á fætur öðrum í áföng- um, allt frá stofnun lýðveldis- ins 1944. Á þann hátt einan vinnast stjórnmálasigrar. Grundvöllur viðreisnarinnar birtist í stjórnmálayfirlýsing- um landsfundar Sjálfstæðis- flokksins, sem haldinn var í marz 1959. Höfuðáherzla er lögð á, að íslendingar búi við frelsi á grundvelli lýðræðis- legra stjórnhátta. Hið söyuleya hlutverk í sérstökum kafla er hið sögulega hlutverk Sjálfstæðis- flokksins, sem sáttaaðila milli stétta- og landshlutasjónar- miða, undirstrikað með eftir- farandi orðum: „Enn á ný vill Sjálfstæðis- flokkurinn benda lands- mönnum öllum á nauðsyn þess að bera sáttarorð milli stéttanna innbyrðis og milli fólksins í sveit og við sjó. Þó að hver stétt og hver sveit vilji sín mál fram, verður sérhver íslendingur að halda augum sínum opnum fyrir alþjóðarheill, sem ávallt verður að sitja í fyrirrúmi. Skilningur og samúð milli stétta og héraða er lífakkeri íslenzkri þjóð. Um leið og taka ber tillit til samtaká stéttanna og hafa við þau gott samstarf, verður úrslitavald um meðferð allra þjóðmála að vera í höndum handhafa ríkisvaldsins: Al- þingis, stjórnar og dómstóla." Ef vitnað er til framang- reindra tilvitnana í grundvall- Seinni hluti arstefnu Sjálfstæðisflokksins og þessi atriði skoðuð í ljósi þess, sem hefur verið að gerast í Sjálfstæðisflokknum undan- farin ár, er ekki óeðlilegt, að einstakir þátttakendur, flokks- menn í heild og annað stuðn- ingsfólk, velti því fyrir sér í hverju fráhvarf mikils fjölda kjósenda frá flokknum sé fólg- ið. Um það eru örugglega skipt- ar skoðanir. Gildi félaysleyra sjónarmiða Ég held, að engum heilvita manni dyljist sú staðreynd, að hin svonefndu félagslegu sjón- armið hafa verið á ákveðnu undanhaldi í flokknum. Alla- vega hafa þau ekki verið virt sem skyldi til þess að það gagnkvæma traust milli flokks- ins og fjöldans skapaðist með þar af leiðandi möguleikum til forustu um lausn mikilsverðra og viðkvæmra mála. Með félagslegum sjónarmið- um er hér átt við hin fjölbreyti- legu samskipti manna á öðrum sviðum en í atvinnu- og efna- hagsmálum. í nútíma þjóð félagi verður þessi þáttur stöð- ugt mikilvægari. Jákvæð og virk stefna á þessum sviðum styrkir einstaklingsfrelsið og örvar menn til dáða. Menn mega ekki láta gildi þessa líða fyrir það, að hóflausir kröfu- gerðarmenn hafa misnotað félagsmálahugtakið á undan- gengnum árum. Þá hefur ákveðinn hópur flokksmanna verið mjög óvæginn í afstöðu sinni til byggðastefnunnar, sem er for- senda jafnvægis í byggð lands- ins. Þar með er ekki sagt, að ekki beri að endurskoða þá stefnu í skjóli reynslu og þróun atvinnuveganna. En eftir stendur óhaggað, að á síðustu árum hefur Sjálf- stæðisflokknum ekki tekizt sem skyldi að bera sáttarorð milli stéttanna innbyrðis og milli fólksins í sveit og við sjó. Það vita þeir gleggst sem við hafa búið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.