Morgunblaðið - 24.01.1980, Page 21

Morgunblaðið - 24.01.1980, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. JANÚAR 1980 21 Sameiginleg ábyrgö I lýðræðislegum stjórnmála- flokki verður minnihlutinn að beygja sig fyrir vilja meirihlut- ans. Það, sem hefur gerzt í Sjálfstæðisflokknum, er einfaldlega það, að harðsnúinn og markviss hópur manna, hef- ur sveigt framkvæmd stefn- unnar frá frjálslyndi, nútíma félagslyndi og víðsýni yfir á þrengri svið. Allar áherzlur og stefnumörkun hafa orðið tak- markaðri. Gott dæmi um þetta er sú stefna, sem lögð var fram fyrir síðustu alþingiskosningar. dis og mi Við, sem teljumst til forustu flokksins, berum allir meira og minna ábyrgð á, að þessi stefnumörkun varð til. Ýmist með afskiptaleysi, eða með beinni þátttöku í ipótun henn- ar. Það er ástæðulaust að hengja bakarann fyrir smið. Það kann aldrei góðri lukku að stýra. Þýðing Sjálfstœðis- flokksins Mestu máli skiptir, að Sjálf- stæðisfólk, hvar í stétt sem það er og hvort sem það býr í þéttbýli eða strjálbýli átti sig á því á hvaða braut flokkurinn er staddur. Það er mat þess sem þetta ritar, eins og fram hefur komið í þessari grein, að ákveðið frávik hafi átt sér stað frá megingrundvelli þeirrar sjálf- stæðisstefnu, sem hefur gert flokkinn sterkan á undanförn- um áratugum. Skort hefur eðli- legt jafnvægi í mótun stefnu og framkvæmd miðað við ríkjandi aðstæður. Sjálfstæðisflokkurinn hefur gegnt veigamiklu hlutverki í vernd lýðræðis og þingræðis í landinu frá stofnun hans árið 1929. Sterkur Sjálfstæðisflokkur gegnir veigamiklu hlutverki í varðveizlu friðar og öryggis fyrir íslenzku þjóðina inn- og út á við. Sjálfstæðisflokkurinn er eini stjórnmálaflokkurinn í land- inu, sem hefur aldrei brugðizt skyldum sínum við íslendinga í öryggis- og varnarmálum. Hann hefur aldrei og mun aldrei gera neina málamiðlun við kommúnista í þeim efnum. Það er því verkefni fram- tíðarinnar, vegna frelsis og sjálfstæðis þjóðarinnar, að endurheimta traust fólksins á hlutverki Sjálfstæðisflokksins í íslenzkum stjórnmálum. Til þess að það megi takast verður að starfa á grundvelli heilbrigðrar þjóðernishyggju, frjálslyndis og hóflegrar íha- ldssemi. Stefna, reynsla og raunveruleiki verða að fara saman til þess að unnt sé að tryggja þjóðinni hagsæld, frelsi og hamingju undir styrkri forustu Sjálfstæðis- flokksins. „Verzlun og viðskipti eru forsenda jeirrar verkaskiptingar, sem nútíma ijóðfélag og lífskjör byggjast áu — segir Sigurður Gunnarsson formaður framkvæmdanefndar samtakanna verzlun íslendinga er á starfs- áætlun samtakanna í maímánuði. Þegar litið er á tölur um afkomu verzlunar á undanförnum árum, verður að fara varlega í það að draga ályktanir af stórhækkandi veltutölum. Taka verður mið af almennri hækkun neyzluvöruverð- lags og innflutningsverðs. Aug- ljóst er að afkoma verzlunarinnar hefur í heild verið mjög breytileg á milli ára og heimiluð hámarks- álagning ræður þar miklu um. Aukin viðskipti hafa bætt hag verzlunar en á móti hafa örar verðhækkanir rýrt veltufé hennar. Skýrslur um verzlunarveltu á fyrstu 6 mánuðum 1979 sýna að veltan virðist hafa dregizt saman að raungildi í innflutningsverzlun, annarri en byggingavöruverzlun. Samkvæmt heimildum Þjóð- hagsstofnunar var svo komið í marz 1979 að hagnaður sem hlut- fall af tekjum var kominii í 0,2% í verzlun í heild. Afkoman var mismunandi eftir greinum, en skiptingin var þannig: Reiknaður hagnaður fyrir skatta, hagnaður í % af tekjum. 1976 1977 1978 1979 marz Byggingavöruverzlun 3,7%' 2,7% 1,8% 0,5% Bifreiðaverzlun 2,6% 2,3% 2,4% 1,1% Heildverzlun 3,7% 2,3% 1,4% 0,3% Smásöluverzlun 1,2% 1,1% 0,6% 0,0% Verslun alls 1) 2,2% 1,6% 1,0% 0,2% l).Án olíuverzlunar. Heildverzlun Afkoma í flestum greinum heildverzlunar var mjög léleg á árinu 1978 samkvæmt niðurstöð- um könnunar sem hagdeild Seðla- banka íslands stóð fyrir ásamt Félagi íslenzkra stórkaupmanna. Könnunin leiddi í ljós, að afkoman hafði enn versnað á árinu 1978 og er verri en nokkru sinni síðan þessar kannanir byrjuðu árið 1973. Staða smásöluverzlunar Vegna lækkana, sem urðu sam- fara breytingu á gengi íslenzku krónunnar, á árinu 1978, var meðal álagning í smásöluverzlun Frá fyrsta blaðamannafundi Samtakanna Viðskipti og verzlun, er haldinn var í verzluninni Aðalstræti 10, sem er eitt elzta hús bæjarins. Sigurður Gunnarsson (t.h.) formaður framkvæmdanefndar samtak- anna, flutti þar ávarp. Þá má sjá þá Magnús L. Sveinsson framkvæmdastjóra Verzlunarmannafélags Reykjavíkur og Pétur Sveinbjarnarson framkvæmdastjóra hinna nýju samtaka. en afkoma smásöluverzlunar í þéttbýli og má rekja orsök þess til aðstöðumismunar. I desembermánuði var smásölu- álagningin á landbúnaðarafurðum lækkuð verulega og hefur það mikil áhrif á afkomu matvöru- verzlana. Að ofansögðu má ætla að staða smásöluverzlunar sé heldur lakari í árslok 1979 en á sl. árum. Smásöluálagningin er of lág mið- að við þá hækkun kostnaðarliða sem urðu á árinu. Magnaukning veltu er nánast engin og sú veltuaukning sem verið hefur í krónum er aðeins til samræmis við almennar verðhækkanir. Fjárfesting í verzlun hefur dregist saman frá því áður og er ástæðan meðal annars sú að lagðir voru sérstakir skattar á byggingu skrifstofu- og verzlunarhúsnæðis. Reikna má með því að magn birgða hjá smásöluverzlun nú um síðustu áramót sé ennþá minna en áður og er það afleiðing af þeirri stefnu sem rekin hefur verið af yfirvöldum landsins að banna uppfærslu vörubirgða til raun- virðis. um 3% lægri en árið á undan. Við óbreyttar aðstæður mátti því búast við að stórfellt tap yrði hjá smásöluverzlunum á árinu 1979. Á fyrrihluta ársins 1979 var smá- söluálagningin hækkuð en þó var sú hækkun aðeins hluti af þeirri lækkun sem áður er getið um. Almennt verðlag hækkaði til muna á árinu og má segja að veltuaukningin hafi verið jöfn verðhækkunum, þannig að magn- aukning veltu varð ekki á árinu. Ýmsir kostnaðarliðir, svo sem vextir, sem áður fyrr voru ekki ýkja stór útgjaldaliður hjá smá- söluverzlununinni, hafa hækkað geysilega á árunum 1978 og 1979. Ætla má að afkoma smásölu- verzlunar í dreifbýli sé mun lakari Hitaveitan fprmlega í notkun á Isafirði SAMTÖKIN Viðskipti og verzlun eru um þessar mundir að hefja starfsemi sína formlega, en sam- starfssamningur um markmið og fjármögnun útbreiðsluverkefnis- ins á vegum viðskiptalífsins var undirritaður i júlí s.l. Starfsfé Samtakanna á yfirstandandi ári er 40 milljónir króna og er það framlag frá aðildarfélögum og stofnunum. Sigurður Gunnarsson formaður framkvæmdanefndar samtakanna sagði meðal annars á fundi með fréttamönnum þar sem starfsem- in var kynnt, að ástæðan fyrir stofnun þessara samtaka hafi ver- ið rík þörf fyrir aðila viðskipta- lífsins að setjast niður og huga að stöðu sinni í íslenzku atvinnulífi og meðal almennings, og í fram- haldi af því að standa saman um aðgerðir til úrbóta. „Þótt markmið Samtakanna Viðskipti og verzlun sé víðtækt og skilgreint í mörgum töluliðum, má segja, að megininntak þess sé að koma sem flestum í skilning um mikilvægi frjálsrar verzlunar og þýðingu hennar fyrir einstaklinga, fyrirtæki, félög og stjórnvöld. I dag eru verzlun og viðskipti for- senda þeirrar verkaskiptingar, sem nútíma þjóðfélag og lífskjör byggjast á. Án verzlunar nytum við hvorki þeirra lífskjara né þess sjálfstæðis, sem við viljum varð- veita,“ sagði Sigurður ennfremur. í starfsáætlun Samtakanna Viðskipti og verzlun er gert ráð fyrir að samtökin standi fyrir 11 viðfangsefnum á þessu ári. Fyrsta viðfangsefni verður almennt kynningarstarf á íslenzkri inn- flutningsverzlun og hefst það í lok febrúarmánaðar. í aprílmánuði verður íslenzk smásöluverzlun kynnt og síðar fer fram kynn- ingarstarf um „Starfsmanninn í verzlun". Á árinu 1980 verða gefnir út 4 fregnmiðar sem dreift verður til viðskiptavina í verzlun- um. í starfsáætlun samtakanna er einnig gert ráð fyrir kynningu á vöruverði, þar sem fram kemur hvað ríkið tekur í sinn hlut af verði viðkomandi vöru. Utanríkis- Isafirði, 18. jan. í DAG, laugardag, var hitaveitan á ísafirði formiega tekin i notk- un, með því að bæjarstjórinn Bolli Kjartansson kveikti á dæl- um veitunnar í kyndistöð Orku- bús Vestfjarða í Mjósundum, eft- ir stutta athöfn. Síðan var starfs- mönnum O.V. og þeim sem að hitaveituframkvæmdunum unnu boðið til samkvæmis að Uppsöl- um. Þar flutti formaður orkubúsins Ólafur Kristjánsson úr Bolung- arvík ræðu og gat helstu áfanga í hitaveituframkvæmdunum. í ræðu hans kom fram, að þegar á árinu 1940 voru uppi hugmyndir um byggingu hitaveitu á ísafirði. Gat Olafur frumkvæðis Kjartans J. Jóhannsonar læknis og síðar alþingismanns í málinu. Heimild- arlög um málið voru samþykkt á Alþingi 5. apríl 1948 fyrir atbeina þingmannanna Sigurðar Bjarna- sonar frá Vigur, Finns Jónssonar og Áka Jakobssonar. Ekkert varð þá úr framkvæmdum, en með stofnun Orkubús Vestfjarða í nóv- ember 1977 var þegar hafist handa um að koma málinu áleiðis um leið og mörkuð var sú meginstefna í orkumálum fjórðungsins að hraða lagningu vesturlínu og að orkunot skyldu verða sem mest með inn- lendum orkugjöfum. Nú hefur verið ákveðið, að hitaveita verði lögð í eftirfarandi svæði: Skutulsfjarðareyri og húsa- götur upp af henni á ísafirði, Patreksfjörð allt nema Mýrar og Bolungarvík neðan Völusteins- strætis. Aðrir hlutar orkuveitu- svæðisins verða rafhitaðir. Fram- kvæmdir hér á ísafirði hófust í ágúst 1978, en lágu niðri veturinn 78—79. En sl. sumar hófst verkið fyrir alvöru eftir að verktakafyr- irtækið Kofri á ísafirði hafði tekið verkið að sér. Heitu vatni var hleypt á veituna í byrjun septem- ber sl. Nú er búið að tengja um 110 hús við veituna og hafa engin umtals- verð vandamál komið upp. Heild- arkostnaður við verkið til þessa er um 500 milljónir króna. Orkuverð er samkv. ákvörðun orkubús- stjórnar um 80% af raforkuverði til hitunar. Hitaveitan sem byggir á hring- rásarkerfi, er sú fyrsta sinnar tegundar á íslandi, en nú feta fleiri byggðarlög í fótspor þeirra hjá Orkubúi Vestfjarða. Guðmundur Ingólfsson forseti bæjarstjórnar Isafjarðar og stjórnarformaður í orkubúinu tók einnig til máls og ræddi um fyrihugaðar framkvæmdir O.V. Gat hann þess að aðallega væri nú unnið að heildarskipulagi á orku- þjónustu Vestfjarða. Beðið er eftir að vesturlína verði tekin í notkun en það á að vera samkvæmt áætlun 1. október n.k. Lagði hann áherslu á að við þær áætlanir yrði staðið, enda er það grundvallar- atriði í efnahagsuppbyggingu Vestfjarða og bráðnauðsynleg sparnaðarráðstöfun fyrir þjóðar- búið. Þá verður unnið áfram að hitaveitunni á ísafirði. Á Patreks- firði verður farið að tengja fyrsta áfanga hitaveitu innan skamms, og verið er að gera arðsemisút- reikninga vegna nýtingar hita- orku frá fiskimjölsverksmiðju Einars Guðfinnssonar h.f. í Bol- ungarvík, áður en hafist verður handa um hitaveituframkvæmdir þar. Þá gat Guðmundur þeirra þriggja meginatriða í störfum O.V. þ.e. öflunar innlendra orku- gjafa, jöfnunar orkuverðs og ör- yggis fyrir neytendur. Kristján Haraldsson orkubússtjóri sagði, að orkuverð hitaveitunnar á Isa- firði væri vel yfir kostnaðarmörk- um við framkvæmdir og rekstur og mætti vænta þess að þegar fram liðu stundir yrði orkuverð verulega lægra en í dag miðað við aðra orkugjafa. — Úlfar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.