Morgunblaðið - 24.01.1980, Síða 28

Morgunblaðið - 24.01.1980, Síða 28
2 F MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. JANÚAR 1980 Lífríki og lífshættir XLVI Jón Þ. Árnason: Það er ótvitaskapur að gera sér ekki grein fyrir, að ávallt fylgir munaði mæða. Fyrir alllöngu er sú tíö liðin saga, þegar réttarríkið, sóknar- vopn og varnarvirki þjóðar- heilla, ákvarðaði markmið og stefnu Vesturlandaþegna í við- leitni þeirra til að efla og styrkja andlegt og veraldlegt gengi sitt. Næstliðinn aldarþriðjung hefir ríki og ríkisstofnunum einkum verið ætlað þjónustuhlutverk, við sérstök tækifæri sáttaum- leitanir í erjum stéttabaráttu- og sérhagsmunahópa um pen- inga og forréttindi. Sjálft lög- gjafarvaldið, þjóðþingin, mega víðast hvar heita úr leik. Þau hafa drabbast niður í að verða safnþrær draumarugls múgsál- arinnar um farsæld án fyrir- hafnar, í daglegu tali kallað kjarabætur ■ eða félagslegar framfarir. Hvorki þjóðþingum né ríkis- stjórnum verður með sanngirni legið á hálsi fyrir að hafa fyrir sjálfan sig eða stétt sína í bili — undir vígópinu: „Hvað varðar okkur um þjóð- arhag?!“ Þar sem þess vegna hvorki ábyrgt löggjafarvald né mynd- ugt framkvæmdavald hafa síðasta orðið, en allt snýst hins vegar um „efnahagsmálin", sýn- ist brýnt að endaskipti verði höfð á valdstöðunni til þess að þjóðholl efnahagsstarfsemi fái notið sín í eðlilegu, þjónandi hlutverki, laus undan áþján stéttbundinna hraðgróðasjón- armiða, sem enga stoð eiga sér aðra en peningadýrkun mark- aðsmanna og marxista. Viðfangsefnið verður þeim brýnna því betur sem íhugað er, hversu náinn og óðfluga samruni þessara afla hefir orðið í afstöðu til neyzlu annars vegar og sam- hljóma viðhorfin til áframhald- andi, sívaxandi náttúruránskap- AÐFARARDAGAR SKULDASKILA Rök hagsmunabaráttunnar Hagvaxtar- risinn geispar í upphafi áratugsins 1970— 1979, og eiginlega allt fram á mitt síðasta ár, sveif andi hag- vaxtarpáfa yfir öllum vötnum. Sérhvert orð af þeirra vörum var dýr perla fyrir lýð allan og leiðtoga. Þá var árlegur hagvöxt- ur um alla framtíð talinn afar eðlilegur í kringum 7%, og því marki náði hann iðulega í iðnað- arríkjunum. 11% hagvöxtur var m.a.s. ekkert einsdæmi. Þegar gætnari hagfræðingar og allir lífverndarmenn reyndu að vekja athygli á, að slíku markmiði yrði aðeins náð um stundarsakir, þá hló allur söfnuðurinn og vitnaði bara í Karl Marx, sem hafði látið honum þá vizku í arf eftir sig, að gnægtaforði náttúruríkisins væri ótakmarkaður, og að auð- velt yrði að skipa svo málum, að „allir gosbrunnar hinna samfé- lagslegu auðæfa flóa yfir barma sína“. Flestum efnahagsspám, sem gerðar hafa verið um áramótin 1979/1980 ber nú saman um að einhverjar stíflur hafi gert vart við sig í leiðslum gosbrunnanna, því að úr þeim verður lesinn undarlega samdóma niðurstaða, en hún er á þessa leið um hagvöxt helztu iðnaðarríkja á árinu 1980: Japan ................... 5,5% Svíþjóð ................ 3,5% Þýzkaland ..............2,5-3% Austurríki .............. 2,5% Belgía .................. 2,5% Holland ................. 2,5% Frakkland ...........2,0-2,5% Ítalía ..............2,0-2,5% vanrækt ambáttaverkin eða gengt boðliðastörfum sínum af þverúð. Síður en svo. Fulltrúar fólksins hafa jafnan átt í óvæginni samkeppni um söfnun óskalista, og ekki sparað kok- kraft eða hlíft lungnaþanþoli við að blása þá út og upp, þannig að leitun mun vera á loftdælum, sem forsvaranlegt væri að leggja meira á. Á þessu hneykslast ýmsir, oftast að óathuguðu máli, og eiga því bágt með að finna skýringu. Skýringin er þó nær nefi en flestir hyggja. Öfugt úrval í þjóðfélagi, þar sem blygðun- arlausir stéttahagsmunir hafa hernumið sérhverja heilbrigða hugsun og hugsjón, þar sem stjórnskipunin er beinlínis reist að þeirri óskilyrtu kröfu, að siðgæðisþroski, vitsmunir og þekking megi engin áhrif hafa á rétt hlutaðeigandi til löggjafar- starfa, fær aulalukkan ein — eða hæfir embættismenn — forðað frá ófarnaði. Hér er ekki orði hallað, því að þeirri staðreynd verður naumast hnekkt, að stjórnskipun flestra Vesturlandaríkja, ef ekki allra, krefst ekki mikils annars af væntanlegum þinglaunaþegum en að þeir hafi lag á að hóa saman nægilega mörgum sínum líkum — sem fyrir sitt leyti þurfa að vita nafn sitt og heimilisfang og helzt þekkja alla bókstafina — til þess að ná aðstöðu, er gefur tækifæri til að skammta samborgurum sínum lög, leggja þeim lífsreglur og útvega peninga. Við greind skilyrði nýtur lög- málið um hið öfuga úrval sín með mestu ágætum. Af þessum sökum hefir enda reyndin orðið sú, að nær undantekningu má telja, að ekki fari hrollur um sómakæra hæfileikamenn, þegar við þá er orðað að leggja orðstír sinn undir úrskurð óvalins at- kvæðamúgs, er eðli sínu sam- kvæmt kýs ævinlega það, sem hann heldur að sé hagkvæmast ar (hagvaxtar) hins vegar, þó að enn sé að vísu nokkur ágreining- ur um val og skipulagningu tilræða, svo og kosningaaðferðir. Giannini: Landflótti! Strauss: Viðnám! Öllum lífverndarmönnum sýn- ist sæmilega ljóst, að þunga- miðja nýskipunar í efnahags- málum hljóti að verða vinnuafls- frekur samræmisbúskapur, þar sem höfuðáherzla liggi á orki - og hráefnasparnaði, en í þeim Vandræða- börn rétt- arríkisins efnum hefir náttúruríkið í upp- hafi ákvarðað mannkyninu óhagganlegar takmarkanir. Víst mun rétt vera, að á ýmsum sviðum sé enn langt að þeim landamærum, afvissum sviðum nánast óendanlega langt, t.d. að því er náttúruaflgjafa varðar, en á hinn bóginn sums staðar hættulega skammt. Samt sem áður er ennþá haldið fast við þann ásetning alls staðar, að náttúruvernd skuli sitja á hakanum vegna eyðslufýsna núlifandi kynslóða. Sá ásetningur tekur aðeins tillit til hins iðnvædda framleiðslu- kerfis, afkastaaukningar þess og fullkomnunar, en yfirleitt ekkert til umhverfisháðra lífsskilyrða manneskjunnar og allra annarra lífvera af því að menn hafa lengstum haldið, að þau vrðu ævinlega fyrir hendi og þess vegna væri óþarft að hafa áhyggjur af þeim. Nú verður hins vegar með degi hverjum ljósara, að óðum gengur á nátt- úruauðæfin. Af þeirri ástæðu hefði mátt ætla, að þrot þeirra varðaði framleiðendur eigi litlu og að þeir létu sig þá staðreynd talsverðu skipta, þóa að ekki væri af öðru en eiginhagsmuna- ástæðum, þar sem traust efna- hagslíf fær því aðeins staðizt, að framtíðarhagur verði ekki fyrir borð borinn vegna skyndigróða- vona. Miklu nær stendur þó stjórn- völdum, er ættu að vera hafin upp yfir gróðasjónarmið, að hindra eyðileggingu lífsmögu- leika skjólstæðinga sinna og arftaka af ástæðum, sem þegar hefir verið drepið á. Eins og undanfarna 3—4 ára- Peninga- hyggja gegn náttúru- vernd tugi hefir verið ástatt um af- stöðu vestrænna stjórnvalda til framtíðarverkefna, og er sízt björgulegra nú, verður varla annað merkt en að þau hafi litið svo á, að skyldum sínum væri fullnægt með því að hlusta á og hlýða kröfugerðarfólki, sem að- eins á eina hugsjón: peninga, meiri peninga. Afleiðingarnar hafa og gert vart við sig, en þó síðar heldur en efni standa til. Þungi þeirra sýnist því muni verða þeim mun illbærilegri — jafnvel skiljanlegur strang- trúuðum hagvaxtarsinnum, sem raunalega oft hættir til að missa vitið, þegar vel vegnar og kjark- inn, þegar kólnar að. Það er þess vegna ekki af hógværð eða hátt- vísi eingöngu, að úr sælulífssöng þeirra hefir smátt og smátt dregið, og vonleysið, uppgjafar- andinn þyrmzt yfir. Þannig vitnar „Frankfurter Allgemeine Zeitung" hinn 3. þ.m. í viðtal, sem Massimo Severo Giannini, félagsmálaráðherra Ítalíu — er um árabil var á meðal hreyknustu hagvaxt- arríkja heims — átti við Róm- ar-tímaritið „Oggi“ um áramót- in, þar sem hæstvirtur ráðherr- ann staðfestir eymd sína og kollega sinna með þessum orð- um: „Ítalía rambar á þröm örvænt- ingarinnar. Æ oftar gerist göm- ul hugmynd mín áleitnari og áleitnari við mig: Að yfirgefa ítaliu." Furðulostnum fréttaritaran- um trúði hann til frekari áherzlu fyrir hálfgerðu ríkisleyndarmáli, þegar hann bætti við: „Ég hygg, að allir ráðherrar ríkisstjórnarinnar séu á sama Hógværir hagvaxtar- menn máli og ég. Fyrir nokkrum dög- um höfðum við velt þessu fyrir okkur á ríkisstjórnarfundi." Enda þótt keimlíkra hugrenn- inga verði víðar vart í lýðræðis- heiminum en á Ítalíu, heyrast stöku raddir, sem hvetja til umhugsunar og viðnáms. T.d. segir Franz-Josef Strauss, kanzl- araefni CDU/CSU í frjálsræðis- hluta Þýzkalands í viðtali við blað sitt „Bayernkurier" hinn 2. þ.m.: „Rosabaugurinn yfir kreppu- löndum jarðar okkar er nógu ógnvekjandi til þess að þvinga okkur með hastarlegum hætti til að stöðva flótta Vesturlanda, sem þau hafa lagt á undan heimspólitískri ábyrgð í sjálfs- blekkjandi og sjálfsmyrðandi blindni." En Strauss er fremur óvinsæll utan eigin flokks (CSU), og litinn óttaslegnum frjálslyndis- augum af bandalagsflokki sínum (CDU), eins og oftast vill verða um djarfhuga raunsýnismenn. Sviss .................. 1,5% Danmörk ................ 1,0% Bandaríkin ............ -0,5% Bretland .............. -1,0% Spár sömu stofnana um verð- hækkanir á árinu 1980 virðast ekki heldur gefa til kynna, að um neina ofrausn gnægtabrunna jarðar muni verða að ræða, en þær eru þannig: Ítalía ....................16% Bretland ..................14% Frakkland .................11% Danmörk ...................11% Bandaríkin ...............9,5% Svíþjóð ..................8,5% Japan ..................... 6% Belgía .................... 6% Holland ................... 6% Austurríki ...............4,5% Þýzkaland ................4,5% Sviss ....................3,5% Þegar ég virði þessar töflur fyrir mér, vaknar sú spurning ósjálfrátt, hvort bandaríski rit- höfundurinn og fyrirlesarinn, William Ophuls, er um margra ára skeið var háttsettur stjórn- arerindreki Bandaríkjanna víða um heim, ennfremur doktor í stjórnvísindum frá Yale-háskóla og Porter-verðlaunahafi 1973, kunni ekki að hafa haft mikið til síns máls, þegar hann segir (í bók sinni „Ecology and the Politics of Scarcity", San Fran- cisco 1977): „1 stuttu máli sagt. þá er frjálslynt lýðræði eins og við búum við — það er kenning okkar að „mynztur“ í stjórn- málum — dauðadæmt aí náttúr- lcgum auðæfaskorti; við þörfn- umst algjörlega nýrrar stjórn- málaheimspeki og stjórnskipu- lags. Auk þess virðast grund- vallarreglur iðnmenningar nútímans einnig vera ósamrým- anlegar náttúrlegum takmörk- unum, og allar viðteknar hugsmíðar sprottnar úr jarð- vegi Uppfræðslualdar, sérstak- lega þvílíkar meginstoðir sem sérhyggjan, sýnast ekki lengur lífvænlegar.“ Ef til vill er orðið tímabært að hefja æfingar í að hugsa.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.