Morgunblaðið - 24.01.1980, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 24.01.1980, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. JANÚAR 1980 31 Opið bréf til alþingis- manna frá Landssam- bandi mennta- og f jöl brautaskólanema Til alþingismanna. Efni: Mötuneytismál mennta- og framhaldsskólanema. Háttvirti alþingismaður. Við sendum þetta bréf til að kynna yður það vandræðaástand sem ríkir í mötuneytismálum fram- haldsskólanema. Landssamband mennta- og fjöl- brautaskólanema, „Stéttarfélag framhaldsskólanemenda", hefur nú 12 félög innan vébanda sinna og félagsmenn eru tæplega 7000 talsins. Frá upphafi hefur L.M.F. barist fyrir úrbótum í mötuneytismálum nemenda. Þar sem mötuneyti hafa verið starfrækt hafa þau algerlega verið rekin af nemendum. Opin- berir aðilar hafa borgað stofn- kostnað við þau mötuneyti sem starfandi eru og sums staðar sjá þeir um viðhaldskostnað að ein- hverju leyti. Mötuneytisaðstaða er léleg og lítil sem engin í öllum skólunum utan heimavistarskólanna þriggja og M.H. Þrír skólar að auki hafa fengið loforð um úrbætur á næstu árum en hinum virðist hafa verið úthýst úr kerfinu. Af hálfu hins opinbera er skipu- lagsleysi ríkjandi í þessum málum og virðast flokkadrættir og hreppapólitík ráða hvernig dreif- ingu þess fjármagns sem varið er til úrbóta, er háttað. L.M.F. leggur því'fram eftirfar- andi kröfur: 1) Komið verði upp viðunandi mötuneytisaðstöðu í þeim skól- um þar sem hún er ekki fyrir hendi. 2) Laun starfsfólks í mötuneytun- um verði greidd af opinberum aðilum. 3) Ákvæði sem tryggir að þessum kröfum verði fullnægt, verði bætt inn í framhaldsskóla- frumvarpið. L.M.F. telur mikilvægt að geng- ið verði að þessum kröfum m.a. vegna þess að: 1) I áfangakerfi þar sem nemend- ur eru allan daginn (frá 8 til 18) í skólanum, er sjálfsagt að rekið sé mötuneyti svo að menn geti nærst. Sem dæmi um óhæft ástand má taka Fjöl- brautaskólann á Suðurnesjum en þar er ekkert mötuneyti og af ca. 300 nemendum sem eru í skólanum, koma um 100 langt að á hverjum degi og hafa ekki möguleika á að fara heim til sín í mat. Þetta hlýtur að vera í hrópandi ósamræmi við hin velbúnu og ódýru mötuneyti ríkisstarfsmanna. 2) Þeir sem eru í heimavist á menntaskóla þurfa að borga um 600.000 kr í fæðiskostnað j yfir veturinn. Af þessari upp- hæð er um 40% launakostn- aður. Ef launakostnaðurinn er greiddur af opinberum aðilum, er ljóst að jafnrétti til náms myndi aukast að verulegu leyti. Með von um góðar undirtektir. Fyrir hönd L.M.F., Kristján Hansen Þorvaldur Ingvarsson Hugurog hönd Heimilisiðnaðarfélag íslands gefur út ritið Hugur og hönd með margvislegu efni um gamlan og nýjan heimilisiðnað. Er ritið ný- komið út með forsiðumynd i lit af vélsaumuðu, vattstungnu rúm- teppi úr lituðum hveitipokum, og eru fleiri myndir og grein um slikan bótasaum i blaðinu. í þessu blaði er löng grein um íslenzkan klæðnað eftir Huldu A. Stefánsdóttur, myndskreyttar greinar um gamla karlmanns- peysu og um blómakransa úr hári, um skemmtifundarferð og um kríu úr beini. Þá eru greinar um prjónaskap og uppskriftir, þar á meðal handprjónuðu kjólana eftir Aðalbjörgu Jónsdóttur, „mislynda brúðu“, prjónaðan fatnað sem lokaverkefni við skóla í Svíþjóð, fatnað úr gefjunareingirni, taska úr steinbítsroði, áklæði o.fl. og myndir eru af leirmyndaskreyt- ingum. Ritið er að vanda ákaflega vandað að frágangi og mynd- skreytingu. í ritnefnd eru Auður Sveinsdóttir, Gerður Hjörleifs- dóttir, Hallfríður Tryggvadóttir, Hólmfríður Árnadóttir og Vigdís Pálsdóttir. Fatnaðurinn er hannaður og unninn af Malin Örlygsdóttur til lokaprófs í Svíþjóð. Ritið Hugur og hönd kynnir myndir af peysum og kjólum og kápum eftir hana. Þessar myndir eru úr ritinu. Tannburstun með fluorupplausn Tannskemmdir skóla- barna hafa minnkað um meira en helming Blaðinu hefur borist eftirfar- andi frá skólatannlækningum í Reykjavík: Fyrir nokkru var í skólum borgarinnar dreift prentaðri kynningu á félagsskap er nefnist Heilsuhringurinn. Jafnframt var kynnt efni blaðs er félagið gefur út. Meðal efnis í þessu blaði eru greinar, er bera eftirfarandi fyrirsagnir: Krabbamein og flúor, Flúor veldur heilaskaða, Barn deyr af flúoreitrun. Þar sem þessar fyrirsagnir eru mjög hrollvekjandi og beinast gegn þeim tannverndar aðgerð- um, sem fara fram í skólum og heilsugæslustöðvum Reykja- víkur á vegum skólatannlækn- inga Reykjavíkur, óska skóla- tannlækningar Reykjavíkur eft- ir því að koma eftirfarandi athugasemdum á framfæri. Fullyrðingin um að samband sé milli krabbameins og flúors í drykkjarvatni er byggð á falskri rannsókn, sem birt var árið 1976. Þessi rannsókn var tilbúin og kostuð af aðila, sem jafnframt seldi „undralyf" gegn krabba- meini. Bæði lyfið og rannsóknin reyndust svikin og ætluð til að hafa fé af grandalausu fólki. Frá þessu var sagt í fjölmiðl- um á sínum tíma (Dagblaðið 20. okt. 1978). Fullyrðingin um heilaskaða af völdum flúors er einnig byggð á röngum forsendum. Rannsókn sú, sem vísað er til, fjallar um verkun miklu stærri flúor- skammta heldur en notaðir eru til tannverndar. í grein, sem ber yfirskriftina, barn deyr af flúoreitrun, er sagt frá slysi, sem varð vegna rangr- ar meðferðar með of sterkri natriumflúorid upplausn. Þriggja ára barn var látið skola munninn með 2% flúor- upplausn. Þar sem þriggja ára barn kann ekki að skola munn- inn, drakk það alla upplausnina alls 45 ml. Ef rétt er skýrt frá, hefir þetta slys orðið vegna vítaverðrar vanþekkingar við- komandi manns á þeim efnum sem hann notaði í starfi. Ekki má nota sterkari upp- lausn en 0,5% natrium flúorid til munnskolunar eða tannburstun- ar og ekki stærri skammt en 10 ml. Þá má ekki gera ráð fyrir að yngri börn en 5—6 ára kunni að skola munninn. Tannburstun með flúorupp- lausn hefir nú farið fram í barnaskólum Reykjavíkur í 14 ár og á hún vafalaust mikinn þátt í því, að á þeim tíma hafa tann- skemmdir skólabarna minnkað um meira en helming. Burstunin fer fram í kennslu- stund og er hún framkvæmd á þessa leið: Börnunum er afhent glas með 10 ml. af 0,5% natrium flúorid upplausn ásamt plast- ikskál til að hrækja í. Börnin dýfa tannburstunum í upplausnina og bursta síðan tennurnar samkvæmt fyrirsögn. Að lokinni burstun skola börn- in tennurnar úr upplausninni og hrækja í plastskálarnar. Tvær konur hafa umsjón með tannburstuninni í hverri skóla- stofu. Önnur þeirra sýnir á módeli hvernig bursta skuli, hin fylgist með, að börnin geri rétt og aðstoðar þau ef með þarf. Lögð er mikil áhersla á að börnin kyngi ekki upplausninni enda þótt flúorinnihaldið sé nokkru neðan við hættumörk. 10 ml. af 0,5% natrium flúorid upplausn innihalda 50 mg. flúor. Hættumörk fyrir minnstu börn- in í skólanum eru um 120 mg. Það má því fullyrða að slysa- hætta á flúortannburstun skóla- barna í Reykjavík sé síst meiri en við aðrar heilsuverndarað- gerðir. Á árinu 1978 var farið að úthluta ókeypis flúortöflum til tannverndar handa börnum í Reykjavík yngri en 13 ára. Flúor, tekið inn reglulega í réttum skömmtum á myndun- arskeiði tannanna, minnkar tannskemmdir um og yfir 50%. Flúor, í réttum skömmtum, verkar hvetjandi á kölkun tannglerungsins. Tennurnar verða sléttar og jafnar, skorur á bitflötum verða grunnar og við- loðun matar verður lítil. Gler- ungurinn verður einnig miklu viðnámsmeiri gagnvart sýrum. Réttir flúorskammtar verða best tryggðir með hæfilegu flúorinnihaldi drykkjarvatns (1 mg í lítra). Þar sem slíkt er ekki til staðar, má ná sama árangri með inntöku flúortaflna. Flúortöflur þær, sem boðnar eru ókeypis hjá Reykjavíkur- borg, eru natrium flúorid-töflur á 0,55 mg, en flúorinnihald þeirra er 0,25 mg. Hæfilegir skammtar eru sem hér segir: 0—3 ár 0,25 mg (1 tafla á dag) 3—6 ára 0,50 mg (2 töflur á dag) 6—12 ára 0,75 mg (3 töflur á dag) 12 ára og eldri 1,0 mg (4 töflur á dag) Þessir skammtar eru miðaðir við búsetu í Reykjavík en þar er flúor í köldu vatni minna en 0,1 mg í lítra. I hitaveituvatni er hinsvegar 1 mg flúor í hverjum lítra og skulu þeir, er þess neyta, ekki taka flúortöflur. Þar sem krónur allra tanna, ef til vill að undanskildum krónum endajaxla, eru fullmyndaðar um tólf ára aldur, er ekki talin ástæða til að úthluta ókeypis flúortöflum til eldri barna en 12 ára. Börnum utan Reykjavíkur skulu gefnar flúortöflur einungis í samráði við lækni eða tann- lækni, svo tryggt sé, að skammt- ur verði í samræmi við flúorinni- hald drykkjarvatnsins á staðn- um. Til þess að flúortöflur komi að sem bestum notum í baráttunni gegn tannskemmdum þarf að taka þær inn reglulega dag hvern og aldrei sleppa úr degi. En aldrei skal samt gefið meira en uppgefinn dagskammt. Vanræksla í flúortöflugjöf vinnst ekki upp þó gefnir séu stærri skammtar síðar. Of stór flúorskammtur er verri en enginn. Uthlutun flúortaflna fer þann- ig fram í skólum Reykjavíkur, að börnin fá í skólunum blað með upplýsingum um flúor og er það jafnframt umsóknareyðublað. Forráðamenn barna útfylla og undirrita þetta blað ef þeir óska eftir flúortöflum. Síðan er gegn þessu blaði afhent hjá skólatannlækni eða tannlæknadeild Heilsuvernd- arstöðvarinnar, eitt glas með 365 flúortöflum. Þessar 365 töflur eru fjögra mánaða skammtur handa barni á aldrinum 6—12 ára. Blöðin eru send út þrisvar á vetri, í september, janúar og maí. Á barnadeildum heilsugæslu- stöðvanna og barnadeild ■ og tannlæknadeild Heilsuvernd- arstöðvarinnar eru afhentar flúrotöflur handa börnum yngri en 6 ára. Þar nægir munnleg ósk forráðamanns til afhendingar á einu glasi af 365 flúortöflum. Glösin eru með öryggishettu og með áminningu um að geym- ast þar sem börn ná ekki til. Töflunum fylgja leiðbeiningar um notkun og límmiðar, sem eiga að minna á inntöku. Ókostir þeir sem fylgja flúor- töflugjöf eru einkum tveir: Inntakan er háð framtakssemi og vilja einstaklinganna og því er sú hætta fyrir hendi að töflurnar verði ekki teknar reglulega og þar með fáist ekki fullt gagn af þeim. Kemur þetta harðast niður á þeim, sem síst mega við því. Þá fylgir alltaf viss slysa- hætta því að geyma töflur í heimahúsum. Slysahætta af flúortöflum er þó minni en af flestum öðrum töflum til inntöku, sem geymdar eru á heimilum. Eitt glas með 365 flúortöflum hefir að geyma 91,5 mg. hreint flúor, en þar liggja hættumörk fyrir barn sem vegur 16 kg (4 ára). Barn á skólaaldri þoiir að taka 365 flúortöflur í eitt skipti án þess að verða meint af á annan hátt en með ógleði. Kornabarn, sem vegur 7 kg (6 mán) þolir að taka 50 flúortöflur án þess að minnstu eiturverkana verði vart. Þessar tölur eru miðaðar við tóman maga en flestar fæðuteg- undir, einkum mjólkurvörur, draga úr eiturverkun flúors. Mjólkursopi dregur úr eitur- verkunum flúors um 40%. Samt sem áður er fólk hvatt til varkárni í meðferð flúor- taflna og ef nokkur minnsti grunur leikur á um að töflur hafi verið teknar inn svo að nálgist hættumörk, skal leitað læknis. Flestum ef ekki öllum heilsu- verndaraðgerðum fylgir viss áhætta. Ef sú áhætta er hverf- andi lítil í samanburði við þá heilsubót, sem aðgerðin hefir í för með sér, þá á aðgerðin rétt á sér. Sú áhætta, sem flúorgjöf fylg- ir er hverfandi lítil í samanburði við þá geysilegu heilsubót, sem hún hefir í för með sér. Krónur fullorðinstanna fara að kalkast strax eftir fæðingu og við þriggja ára aldur er kölkun hafin í krónum allra fullorðins- tanna nema endajaxla. Við sex ára aldur eru krónur flestra fullorðinstanna fullmyndaðar. Það er því ekki síður nauðsyn- legt að börnin fái sín bætiefni, þar á meðal flúor, áður en þau byrja í skóla. Foreldrar eru því hvattir ein- dregið til að notfæra sér þá flúortöflu-úthlutun sem fer fram á heilsugæslustöðvum borgar- innar. Flúortöflur handa börnum yngri en 6 ára eru afhentar á eftirtöldum stöðum: Heilsuverndarstöð Reykjavíkur. Heilsugæslustöð Asparfelli 12. Heilsugæslustöð Árbæ. Heilsugæslustöð Langholtsskóla. Afhending flúrotaflna til skólabarna fer fram hjá skóla- tannlæknunum. Y firskólatannlæknir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.