Morgunblaðið - 24.01.1980, Page 38
3 8 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. JANÚAR 1980
■ -- " ——1 "" ' i . . . ,
Breiðablik fékk síieii
Stefansmótið í Skálafelli
STEFÁNSMÓT KR á skíðum íer
fram um næstu helgi í Skálafelli.
Á laugardag verður keppt i yngri
flokkum og hefst keppnin kl. 11
en nafnakall verður kl. 10. Á
sunnudag fer svo fram keppni í
kvenna- og karlaflokki og hefst
kepnnin þar á sama tima. Alls
eru skráðir 198 keppendur i
mótið.
Mótsstjóri verður Mar-
teinn Guðjónsson.
Skagamenn eru að ná umtals-
verðri festu í leik sinn og héldu
sínu striki til enda að þessu sinni,
um m.a. munaði nú um Jón
— fjögur efstu liðin í hnapp
í heilli umferð í síðustu viku skipuðust svo veður í lofti í 3.
deildinni, að nú er aftur orðin spennandi keppni fjögurra efstu liða.
Mestu munaði að Skagamenn skelltu Breiðabliksmönnum uppfrá, en á
sama tíma unnu Stjörnumenn og óðinsmenn andstæðinga sína
auðveldlega.
Létt hjá Stjörnunni
Umferðin hófst í Ásgerði í
Garðabæ á miðvikudagskvöldið,
en þar fór Stjarnan létt með
Keflavík, sigraði 29:16 eftir 15:8 í
leikhléi. Keflvíkingar voru alveg
heillum horfnir, því auk marg-
nefndra utanfara vantaði í liðið
bæði Björn Blöndal og Grétar
Magnússon fyrirliða. Stjörnu-
menn skemmtu sér því vel og
sérstaklega Eggert Isdal, sem nú
skoraði í annað sinn í röð 10 mörk
í leik, og einnig var Viðar Símon-
arson léttur á sér með 7 mörk og
alls konar töfrabrögð.
Mörk Stjörnunnar: Birgir
Bragason 1, Eggert ísdal 10, Hilm-
ar Ragnarsson 4, Kristján Sigur-
geirsson 1, Logi Ólason 4, Magnús
Andrésson 2 og Viðar Símonarson
7.
Hjaltalín Magnússon, sem hefur
verið að koma til í allan vetur án
þess að ná sér upp nema brot og
brot úr leik þar til nú. Þá var
vörnin að vanda nokkuð góð og
markvarsla Sævars Magnússonar
með besta móti.
Breiðabliksmenn verða hins
vegar að horfast í augu við það að
þeir hafa nú ekki tvo mikilvæga
leiki í röð sýnt þá meistarayfir-
vegun, sem einkenndi leik þeirra
til skamms tíma. Nú voru þeir
óskiljanlega bráðir í sókn og
vörnin eins og þeir væru í burt-
reiðum á tréhestum. Markvarslan
var svo eftir þessu og ekki bætti
úr skák að Heimir Guðmundsson
markvörður, sem lengst af stóð í
markinu, lét skapið hlaupa með
sig í gönur og truflaði vörnina
fremur en að telja í hana baráttu-
son 2, Björgvin Hjörleifsson 1,
Einar Arngrímsson 2, Kristján
Aðalsteinsson 5, Ólafur "Sigurðs-
son 2 og Vignir Hallgrímsson 8.
Mörk Oðins: Frosti Sæmunds-
son 4, Guðmundur Baldursson 4,
Gunnlaugur Jónsson 6, Gunnlaug-
ur Kristfinnsson 2, Haukur Ás-
mundsson 1, Jakob Þórarinsson 3
og Óskar Bjartmarz 8.
Slagur á Nesinu
Það varð rammislagur á Sel-
tjarnarnesi á sunnudagunn þegar
Gróttumenn tóku á móti Selfyss-
ingum. Einu sinni enn voru dóm-
aramálin í ólestri, en það virðast
nú vera orðin álög á Selfyssingum
að lenda í því. Liðin sömdu þó um
síðir um tilkallaða dómara, sem
áttu svo fullt í fangi að stjórna
leiknum, sem var með þeim harð-
ari þegar á leið, enda leikmönnum
sýnd mikil linkind framan af.
Gróttumenn leiddu lengst af en
mjótt var á mununum, 16:13 í
leikhléi og síðast 26:24, en þá var
líka búið að reka þjálfara Selfyss-
inga, Guðmund Jónsson, af staðn-
um fyrir Orðaskak og útiloka
markvörðinn Örn Guðmundsson
fyrir það fyrst að sparka knettin-
um og síðan að gera óviðeigandi
athugasemd. Raunar var allt Sel-
fossliðið búið að fá a.m.k. tvær
áminningar á línuna, en það sem
eftir var af því fékk þó að ljúka
leiknum. Selfyssingar sýndu nú
miklu meiri baráttu en í fyrri
leikjum sínum í vetur, en gátu því
miður ekki hamið gremju sína yfir
vafasamri dómgæslu. Ög Gróttu-
menn hirtu stigin, áttu a.m.k.
annað þeirra fyllilega skilið, en
óneitanlega féllu sumir dómar
þeim í haginn frekar en austan-
mönnum einkum á kafla í seinni
hálfleiknum, hvort sem það réði
úrslitum eður ei.
Viðar Símonarson sem þjálfaði lið Stjörnunnar í fyrra er það lék í 2.
deild, leikur nú með liðinu í 3. deild. Viðar lék áður með Haukum og
svo FH, og hefur hann 103 landsleiki að baki.
Mörk Keflavíkur: Björgvin
Björgvinsson 5, Jón Magnússon 1,
Jón Ólsen 4, Kári Gunnlaugsson 1,
Magnús Garðarsson 1, Sverrir
Guðlaugsson 1, Örnólfur Oddsson
3.
Skagamenn brutu
gamla hefð
Það er áralöng hefð að láta
Akranes og Breiðablik leika fyrsta
leikinn í deildinni, en hingað til
hefur þessi upphafsleikur farið
fram á Skaganum. Þessu var af
einhverjum óskýrðum ástæðum
víxlað núna og því mættust þessi
lið uppfrá loks í fyrsta leik seinni
umferðar. En Skagamenn sáu sér
líka leik á borði og brutu einnig þá
hefð að afhenda Beiðabliks-
mönnum bæði stigin þar. Þeir
gerðu sér lítið fyrir og sigruðu
toppliðið og það nokkuð örugglega,
svo að nú skilur aðeins eitt stig
þessi tvö lið og raunar getur
Stjarnan komist í sömu spor.
Því er skemmst frá að segja, að
af hálfu Breiðabliks var þessi
leikur nákvæmt afrit af næsta leik
á undan við Óðin, nema hvað
niðurlagið komst nú ekki fyrir á
blaðinu. Um það sá Akranesliðið.
Framan af fyrri hálfleik var jafnt,
upp í 7:7, en síðan tóku Skaga-
menn af skarið og gerðu 6 mörk
gegn 1 svo að í leikhléi stóð 13:8.
Breiðabliksmenn minnkuðu mun-
inn af og til í seinni hálfleik en
náðu samt aldrei jafnvægi og
endirinn varð 23:19. Fyrsti ósigur
Breiðabliks var staðreynd.
hug. Sem sagt allt á hælunum, og
liðið kórónaði svo allt saman með
því að misnota 6 vítaköst! Þetta
eru furðuleg hamskipti.
Mörk Akraness: Daði Halliórs-
son 3, Guðjón Engilbertsscn 2,
Haukur Sigurðsson 7, Jón Hj.
Magnússon 3, Kristján Hanni-
balsson 4, Sigurður Halldórsson 2
og Þórður Elíasson 2.
Mörk Breiðabliks: Brynjar
Björnsson 3, Hallvarður Sigurðs-
son 4, Hannes Eyvindsson 1,
Hörður Már Kristjánsson 4,
Kristján Halldórsson 5 og Sigur-
jón Rannversson 2.
Dómararnir Brynjar Kvaran og
Pétur Guðmundsson stóðu sig með
prýði.
Óðinn sigraði Dalvík
Óðinsmenn héldu til Dalvíkur á
laugardaginn og komu aftur sam-
dægurs með bæði stigin. Dalvík-
inga vantaði enn markvörðinn
Sveinbjörn Hjörleifsson, eða hálft
liðið eins og þeir segja þar, og
Óðinsmenn gengu á lagið með því
að komast fljótlega í 10 marka
forystu. Síðan seig saman með
liðunum, 11:17 í leikhléi og 22:28 í
lokin, en sigur Óðins var alltaf
öruggur.
Mörk Dalvíkur: Aðalsteinn
Gottskálksson 2, Bjórn Friðþjófs-
Jón Hjaltalín stórskytta og fyrrum landsliðsmaður leikur nú með og
þjálfar lið Akraness í 3. deildinni í handknattleik.
islandsmtllð 3. delld
Fer Tahamata
til Man. Utd?
MANCHESTER Utd. hefur
reynst sterkara lið í vetur en
flesta óraði fyrir og veitir nú
Liverpool harða keppni á toppi 1.
deildar í Englandi. En fram-
kvæmdastjórinn Dave Sexton er
ekki búinn að segja sitt síðasta
orð á leikmannamarkaðinum.
Það er staða vinstriútherja
sem pirrar hann og er það mál
manna, að hann sé ekki ánægður
með Mick Thomas og hafi í
hyggju að selja hann um leið og
hann hefur fengið mann í stað-
inn. Sexton bauð stóra upphæð í
Dave Thomas hjá Everton, sem
kaus að fara frekar til Úlfanna.
Síðan var tékkneski útherjinn
Marian Masny orðaður við félag-
ið, þá De Olivera frá Brasilíu.
Fyrir skömmu var Sexton síðan
mættur i Amsterdam á leikvöll
Ajax og horfði þar hugfanginn á
Simon Tahamata, Mólúkkann
smávaxna sem heillað hefur
flesta sem séð hafa til hans. Átti
Sexton siðan viðræður við for-
ráðamenn Ajax, en til þessa veit
enginn hvað bar á góma.
Mörk Gróttu: Bragi Björgvins-
son 3, Gunnar Páll Þórisson 2,
Hjörtur Hjartarson 3, Jóhann
Geir Benjamínsson 3, Jóhann Pét-
ursson 8, Reynir Erlingsson 3,
Sighvatur Bjarnason 2 og Sverrir
Þór Sverrisson 2.
Handknaltlelkur
Mörk Selfoss: Ámundi Sig-
mundsson 2, Gísli Ágústsson 2,
Guðjón Einarsson 2, Jón Birgir
Kristjánsson 1, Kári Jónsson 3,
Pétur Einarsson 4, Þórarinn Ás-
geirsson 7 og Þórður Tyrfingsson
3.
Staðan í deildinni
Breiðablik
Akranes
Óðinn
Stjarnan
Keflavík
Grótta
Dalvík
Selfoss
8 611
8 521
8 43 1
7 421
313
215
106
007
217:159
176:154
192:169
170:135
145:140
179:200
145:187
124:206
13
12
11
10
7
5
2
0
Næstu leikir
Ekkert verður leikið í þessari
deild fyrr en á miðvikudaginn í
næstu viku og um aðra helgi, en í
þeirri umferð leikur efri helming-
ur liðanna við neðri helminginn.