Morgunblaðið - 15.02.1980, Page 4

Morgunblaðið - 15.02.1980, Page 4
4 ® \ Tilallra heimshoraa meðSAS SAS flýgur alla þriöjudaga frá Reykjavík til Kaupmannahafnar og þaðan áfram til 100 borga í 49 löndum. Frekari upplýsingar eru veittar hjá ferðaskrifstofunum eða x/x Söluskrifstofa Laugavegur 3 Sími 21199/22299 Aætlun: SK 296: brottf. Reykjavík 18.05 komut. Kaupmannahöfn 21.55. SK 295: brottf. Kaupmannahöfn 09.50. komut. Reykjavík 11.50. Partners' Ný sending Dömu- og herratréklossar. Nýjar geröir. Póstsandum VERZLUNtN QEíSiP? MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. FEBRÚAR 1980 ómar Ragnarsson fréttamaður. Omar með Kastljós í kvöld Kastljós er á dagskrá sjónvarps í kvöld, eins og venja er til á föstudags- kvöldum. Þátturinn hefst klukkan 21.05, og er Ómar Ragnarsson fréttamaður umsjónarmaður hans. Ekki var unnt að fá upplýsingar um efni þátt- arins í gær, svo væntan- lega ætlar Ómar að bjóða upp á eitthvað nýtt og skemmtilegt efni að þessu sinni. Prúöu leikararnir í kvöld: Látbragðsleikarar koma í heimsókn Prúðu leikararnir eru á dagskrá sjónvarps í kvöld, og hefst þáttur þeirra klukkan 20.40, eða þegar að loknum fréttum, auglýsingum og lestri dagskrár kvöldsins. Þýðandi þáttarins er eins og áður Þrándur Thoroddsen, sem svo vel hefur fært mál hinna prúðu leikara yfir á ástkæra ylhýra málið. Eins og venjulega fá leikar- arnir þekkt fólk i heimsókn, að þessu sinni eru það látbragðs- Íeikararnir Shields og Yarnell. Litli barnatiminn í útvarpi í dag kemur frá Akureyri. og er hann í umsjá Heiðdísar Norðfjörð. Myndin er frá höfuðstað Norðurlands, Akureyri. Útvarp í dag klukkan 16.20: Bamatími frá Akureyri Litli barnatíminn er á dagskrá útvarps klukkan 16.20 í dag, og er hann í umsjá Heiðdísar Norð- fjörð á Akureyri. Þáttur- inn er raunar fullunnin þar nyrðra, en aðstaða til þess að taka upp þætti þar hefur nýlega verið stór- bætt. Tæknimaður er Björgvin Júníusson. Heiðdís sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að í þættinum yrði eink- um fjallað um skíðaferðir. Tveir ungir drengir koma í heimsókn, þeir Jóhann Valdimar og Halldór, en þeir eru sjö og átta ára gamlir. Verður rætt við þá um skíði og skíðaferð- ir, og einnig verðurdesið úr bók eftir Jennu og Hreiðar, þar sem segir frá skíðaferð skólabarna þar sem ýmsar hættur geta verið á næsta leiti. Þá heldur Heiðdís áfram að lesa sögu sína af drengnum sem vildi eign- ast tunglið, en lestur sög- unnar hófst í síðasta þætti. Þátturinn að þessu sinni nefnist A skíðum skemmti ég mér, en nafn- ið er sótt í texta af plötu með Hljómsveit Ingimars Eydal bg Helenu Eyjólfs- dóttur sem margir munu kannast við. Heiðdís sagði í spjalli við Morgunblaðið að hún yrði með þessa þætti eitt- hvað áfram, og hefði hún mjög gaman af að fást við þetta verkefni. Hún sagð- ist hins vegar hafa mikið að gera, því hún vinnur fulla vinnu á Elliheimil- inu á Akureyri, auk þess sem fimm manns eru í heimili. Útvarp RevKjavíK FÖSTUDKGUR 15. febrúar MORGUNNINN 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. 7.10 Leikfimi. 7.20 Bæn. 7.25 Morgunpósturinn. (8.00 Fréttir). 8.15 Veðurfregnir. Forustugr. dagbl. (útdr.). Dagskrá. Tónleikar. 9.00 Fréttir. 9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynn- ingar. 9.45 Þingfréttir. 10.00 Fréttir. 10.10 Veður- fregnir. 10.25 „Mér eru fornu minnin kær“. Einar Kristjánsson rit- höfundur frá Hermundar- felli sér um þáttinn. 11.00 Morguntónleikar. Sinfón- íuhljómsveit íslands leikur balletttónlist úr „Nýársnótt- inni“ eftir Árna Björnsson; Páll P. Pálsson stj. / Artur Rubinstein og filharmoníu- sveitin í ísrael leika Píanó- konsert nr. 1 í d-moll eftir Johannes Brahms; Zubin Metha stj. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veður- fregnir. Tilkynningar. Tónleikasyrpa. Léttklassísk tónlist og lög úr ýmsum áttum. 14.30Miðdegissagan: „Gatan“ eftir Ivar Lo-Johansson. Gunnar Benediktsson þýddi. Halldór Gunnarsson les (30). 15.00 Popp. Vignir Sveinsson kynnir. 15.30 Lesin dagskrá næstu viku SÍÐDEGIÐ 15.50 Tilkynningar. 16.00 Fréttir. Tónleikar. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Litli barnatíminn. Heiðdís Norðfjörð stjórnar barnatíma á Akureyri. 16.40Útvarpssaga barnanna. „Ekki hrynur heimurin“ eft- ir Judy Blume, Guðbjörg Þórisdóttir les þýðingu sína (8). 17.00 Síðdegistónleikar. Enska kammersveitin leikur Seren- öðu nr. 7 í D-dúr (K250) „Haffner-serenöðuna“ eftir Mozart; Pinchas Zukerman leikur með á fiðlu og stjórn- ar. 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins KVÖLDID 19.00 Fréttir. Víðsjá. 19.45 Til- kynningar. 20.00 Sinfónískir tónleikar, Arthur Grumiaux og Con- certebouwhljómsveitin í Amsterdam leika fiðiukon- sert í D-dúr op. 61 eftir Ludwig van Beethoven; Col- in Davis stj. 20.45 Kvöldvaka a. Einsöngur: Jóhann Kon- ráðsson syngur íslenzk lög, Guðrún Kristinsdóttir leikur á píanó. b. Brot úr sjóferðasögu Austur-Landeyja; — annar þáttur. Magnús Finnboga- son á Lágafelli talar við Magnús Jónsson frá Hólma- hjáleigu um sjósókn frá Landeyjasandi. c. Kvæði eftir Einar Bene- diktsson. Úlfar Þorsteinsson les. d. Papeyjarpistill. Rósa Gisladóttir frá Krossagerði á Berufjarðarströnd flytur eigin frásögn. e. Kórsöngur: Telpnakór Hlíðaskóla syngur. Söng- stjóri: Guðrún Þorsteinsdótt- ir. Þóra Steingrímsdóttir leikur á píanó. 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. 22.30 Lestur passíusálma. (11). 22.40 Kvöldsagan: „Úr fylgsn- um fyrri aldar“ eftir Friðrik Eggerz, Gils Guðmundsson Ies (7). 23.00 Áfangar. Umsjónar- menn: Ásmundur Jónsson og Guðni Rúnar Agnarsson. 23.45 Fréttir. Dagskrárlok. FÖSTUDAGUR 15. febrúar 20.00 Fréttir og veður 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.40 Prúðu leikararnir Gestir þáttarins eru lát- bragðsleikararnir Shields og Yarnell. Þýðandi Þránd- ur Thoroddsen. 21.05 Kastljós. Þáttur um innlend málefni. Umsjónar- maður Omar Ragnarsson fréttamaður. 22.05 Feigðarspá. Ný, frönsk sjónvarpskvikmynd. Aðal- hiutverk Jean-CIaude Carr- iere. Frægur skurðlæknir er á höttunum eftir hjarta handa fárveikum vini í sínum. Af tiiviljun fær hann í hendur myndavéi sem skilar myndunum fuil- gerðum, en brátt kemst læknirinn að því að vélin er gædd óvenjulegum eigin- ieikum. Þýðandi Soffía Kjaran. 23.35 Dagskrárlok

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.