Morgunblaðið - 15.02.1980, Side 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. FEBRÚAR 1980
Gunnar Vigfússon
frá Flögu
Fæddur 13. október 1902.
Dáinn 6. febrúar 1980.
Gunnar Vigfússon, fyrrv.
skrifstofustjóri hjá Kaupfélagi
Árnesinga andaðist í Reykjavík 6.
febr. s.l. eftir nokkurra vikna legu
á sjúkrahúsi. Hann var fæddur að
Flögu í Skaftártungu 13. okt. 1902.
Foreldrar hans voru Vigfús Gunn-
arsson, bóndi í Flögu, og kona
hans, Sigríður Sveinsdóttir
Eiríkssonar, prests í Ásum.
Bjuggu þau hjón í Flögu yfir 50 ár
við mikla rausn og myndarskap.
Gunnar Vigfússon brautskráð-
ist úr Samvinnuskólanum árið
1922 og réðst að námi loknu til
Kaupfélags Hallgeirseyjar, sem
nokkru síðar flutti starfsemi sína
til Hvolsvallar og var þá nafni
félagsins breytt í Kaupfélag Rang-
æinga. Gunnar fylgdi kaupfélag-
inu til Hvolsvalíar og var starfs-
maður þess áfram eða allt til
ársins 1936, að hann fluttist að
Selfossi og hóf störf hjá Kaupfé-
lagi Árnesinga. Varð hann fljót-
lega skrifstofustjóri þar og gegndi
- Minning
því starfi um 40 ára skeið, en alls
vann hann hjá Kaupfélagi Árnes-
inga 41 lA ár.
Hann kvæntist árið 1928 fyrri
konu sinni, Maríu Brynjólfsdóttur
frá Syðri-Vatnahjáleigu í Land-
eyjum, en missti hana eftir fjög-
urra ára sambúð frá tveimur
kornungum sonum þeirra hjóna,
en þeir eru: Karl Jóhann, búsettur
í Reykjavík. Ólst hann upp í Vík í
Mýrdal hjá Ágústu Vigfúsdóttur,
föðursystur sinni. Hinn sonurinn,
Sveinn Páll, ólst upp í Flögu og er
nú bóndi þar.
Síðari kona Gunnars Vigfússon-
ar var Oddbjörg Sæmundsdóttir
frá Eystri-Garðsauka, dáin fyrir
fáum árum. Þau voru barnlaus.
Þetta er í örstuttu máli frásögn
af lífshlaupi Gunnars Vigfússon-
ar. Hefði það sannarlega ekki átt
illa við að rakin væri ítarlega ætt
hans og uppruni, því að hann var
af merkum og góðum ættum
kominn, en fáfræði mín í þeim
efnum veldur því, að ekki verður
meira að gert.
Maöurinn minn, faöir okkar og stjúpfaöir
BJARNI BJARNASON,
frá Bolungarvík,
Vallarbraut 1, Akranesi,
lést 13. febrúar.
Eiginkona, börn og stjúpdóttir.
Konan mín
MARÍA HÁLFDÁNARDÓTTIR,
Barmahlíö 36,
andaöist aö morgni 14. febrúar.
Guömundur Pétursson.
t
Maöurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi,
GÍSLI SKAFTASON,
bóndi, Lækjarbakka, Mýrdal,
veröur jarösunginn frá Reyniskirkju, laugardaginn 16. febrúar kl.
13.30.
Kristín Ólafsdóttir,
börn, tengdasynir og barnabörn.
t
Faöir minn, tengdafaöir, afi og langafi
SIGURJÓN JÓNSSON,
rithöfundur,
andaöist aö öldrunarheimili Landspítalans, Hátúni 10B sunnudag-
Inn 3. febrúar. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey aö ósk hins
látna.
Alúöar þakkir til lækna og starfsfólks Hátúni 10B, ennfremur vina
og vandamanna.
Gestur H. Sigurjónsson,
Guöný Nikulásdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Þökkum fnnilega auösýnda samúö viö andlát og útför eiginmanns
mt'ns, fööur, tengdafööur og afa
ÞORSTEINS JÓHANNESSONAR,
Haugum, Stafholtstungum.
Margrét Finnsdóttir, synir,
tengdadætur og barnabörn.
Þökkum innilega vinsemd og hlýhug viö útför eiginmanns míns,
föður okkar og stjúpfööur,
VILHJÁLMS JÓNASSONAR,
húsgagnasmíöameistara.
Ragnhildur A. Jónsdóttir,
Kristjana Vilhjálmsdóttir, Einar Vilhjálmsson,
Ragnhildur Vilhjálmsdóttir,
Fríður Guönadóttir, Jón S. Guönason.
Einnig má líka geta þess, að
hann var mjög ættfróður og viður-
kenndur af þeim, sem vit höfðu á
og þekkingu, að vera mjög öruggur
í þeirri grein. Veit ég um marga,
sem fóru í smiðju til hans að fá
upplýsingar um ætt sína og upp-
runa. Og þangað fóru menn svo
sannarlega ekki erindisleysu. En
Gunnar Vigfússon kunni svo sann-
arlega á fleiru góð skil en ætt-
fræðinni einni saman. Hann var
t.d. ágætur taflmaður, spilamaður
góður og stundaði þessar íþróttir
mikið um árabil. Hann var einnig
úrvals skrifstofumaður, hraðvirk-
ur og öruggur, svo að af bar. Man
ég það vel fyrr á árum, áður en
nýtísku skrifstofuvélar voru
komnar til sögunnar, hversu
undra fljótur hann var að leggja
saman langa og breiða talnadálka.
Það var hrein unun að horfa á
þennan mann vinna verk sín.
Gunnar Vigfússon átti vandað
bókasafn og mikið af góðum bók-
um, enda áhugasamur um allan
fróðleik og fjölfróður um margt,
hafði fjölhæfar gáfur og mikinn
skýrleika í allri hugsun.
Við Gunnar Vigfússon vorum
samstarfsmenn í 40 ár. Þetta er að
vísu nokkuð langur tími, þó ekki
svo mjög, þegar litið er til baka.
Þannig er lífið. Hinir „gömlu, góðu
dagar" eru kannski ekki órafjarl-
ægir, þegar á allt er litið, eins og
okkur finnst stundum í fljótu
bragði.
Allan þennan tíma vann ég
undir stjórn Gunnars Vigfússon-
ar, og aldrei, ekki eitt einasta
skipti bar skugga á það samstarf.
Oft þurfti ég til hans að leita,
vegna starfs míns og fór aldrei
bónleiður til búðar. Hann var ætíð
hinn sami. Haggaðist aldrei. Vin-
samlegur, hjartahlýr og góðvilj-
aður. Hann var aldrei svo önnum
kafinn við störf sín, að hann léti
það bitna á þeim, sem áttu við
hann erindi, en þeir voru auðvitað
margir. Aldrei átti hann í úti-
stöðum við nokkurn mann, þó að
vitaskuld hefði hann fulla einurð
til að segja meiningu sína. Aldrei
sagði hann neinum til verka í
krafti síns embættis. Honum
skeikaði aldrei í góðvild og tillits-
semi.
Ég er þess fullviss, að Gunnar
Givfússon átti engan óvildarmann
og er það vel af sér vikið á langri
ævi. Ollum þeim fjölmörgu, sem
unnu undir stjórn hans þennan
langa tíma, þótti vænt um hann og
var hlýtt til hans. Við, sem unnum
undir stjórn hans, konur jafnt sem
karlar, sátum öll við sama borð,
hvað það serti að mæta aldrei
öðru en góðvild og öruggri af-
greiðslu á starfsvandamálum okk-
ar.
Þegar ég nú að lokum kveð vin
minn, Gunnar Vigfússon, hinstu
kveðju eftir langt samstarf, er
mér mikill söknuður í huga, að
hann skuli nú horfinn og einnig
mikil þökk til hans, þessa mikla
drengskaparmanns, sem alla tíð
var mér bæði hugljúfur og góður.
Mér er einnig þökk í huga til
forsjónarinnar fyrir að hafa gefið
mér tækifæri til að kynnast svona
ágætismanni eins og Gunnar Vig-
fússon var. Af slíku tækifæri hefði
ég svo sannarlega mátt mikið
læra, en það er önnur saga.
Ég óska vini mínum mikils
velfarnaðar á ókunnum leiðum og
bið honum allrar blessunar. Ég
trúi því, að slíkur maður, sem
Gunnar Vigfússon, hljóti að eiga
góða heimvon hándan móðunnar
miklu. Honum munu fylgja hugh-
eilar kveðjur og þökk allra þeirra,
er kynntust honum.
Blessuð sé minning hans.
Valdimar Pálsson.
Jafnan setur okkur hljóð þegar
við fréttum andlát frænda og vina.
Svo var einnig er ég frétti lát
Gunnars frænda míns og vinar, þó
ég hins vegar væri búinn að gera
mér grein fyrir því, að hverju
stefndi. Mér finnst nú skarð fyrir
skildi í frænda- og vinahópnum er
Gunnar er allur.
Gunnar var fæddur á Flögu í
Skaftártungu 10. október 1902,
sonur þeirra mætu hjóna Sigríðar
Sveinsdóttur og Vigfúsar Gunn-
arssonar, sem þar bjuggu lengi og
náðu bæði háum aldri og gerðu
þar garðinn frægan. Ekki er þörf
að lýsa þeim nánar hér, þau voru
landsþekkt fyrir gestrisni og höfð-
ingsskap. Þau hjón eignuðust sjö
börn: þrjá syni og fjórar dætur, og
var Gunnar næstelsta barn þeirra.
Er nú farið að fækka í þeim
myndarlega systkinahópi, sem
ólst upp á Flögu, þar sem nú eru
þrjú þeirra systkina látin; eftir
standa þrjár systur og yngsti
bróðirinn. Gunnar ólst upp hjá
foreldrum sínum á Flögu til
tvítugsaldurs við hin venjulegu
sveitastörf og var fljótt liðtækur
við þau störf og hefði eflaust orðið
gildur bóndi hefði hann lagt það
starf fyrir sig. En hann mun hafa
haft hug á að leita sér einhverrar
menntunar. Fór hann í Samvinnu-
skólann í Reykjavík, sem þá hafði
mikið orð á sér undir stjórn
Jónasar Jónssonar. Mun hann þar
hafa mótast af hugsjón samvinnu-
stefnunnar og varð það hlutverk
hans og lífsstarf að vinna að heill
hennar.
Gunnar var ákaflega heilsteypt-
ur maður, þar var enginn flysj-
ungur á ferð, og prúðmenni í allri
framkomu og mikill starfsmaður.
Árið 1923 fór hann verslunar-
maður og bókhaldari til Kaupfé-
lags Hallgeirseyjar er síðar varð
Kaupfélag Rangæinga og starfaði
hjá því félagi til ársins 1936, fór
þá til Kaupfélags Árnesinga og
starfaði þar sem skrifstofustjóri
þar til hann hætti störfum fyrir
tæpum tveimur árum.
Árið 1928 kvæntist hann fyrri
konu sinni, Maríu Brynjólfsdóttur
frá Syðri-Vatnahjáleigu, en missti
hana eftir fjögurra ára sambúð.
Með henni eignaðist hann tvo
syni: Karl Jóhann, nú verslunar-
mann, búsettan í Kópavogi,
kvæntan Oddnýju Þórðardóttur.
Þau eiga þrjá syni og eina dóttur.
Karl var að mestu uppalinn hjá
Ágústu í Suðúrvík, systur Gunn-
ars. Yngri sonurinn er Sveinn
Páll, bóndi á Flögu. Hann er
kvæntur Sigrúnu Gísladóttur og
eiga þau fimm sonu. Sveinn kom
4ra ára að Flögu til afa síns og
ömmu og hefur verið þar síðan.
Síðari konu sinni, Oddbjörgu
Sæmundsdóttur frá Eystri-
Garðsauka, kvæntist hann árið
1934. Eftir að þau fluttust að
Selfossi áttu þau fallegt heimili að
Árvegi 6. Hún dó fyrir tæpum
fjórum árum. Þau eignuðust ekki
börn.
Ég hygg að Gunnar hafi oft
unnið langan vinnudag, hafi ekki
alltaf farið eftir klukkunni, heldur
eftir verkum þeim sem fyrir lágu.
Annars ætla ég ekki að fara út í að
lýsa verkum hans hjá kaupfélög-
unum, það ætla ég öðrum að gera.
Tómstundir sínar mun hann hafa
notað til fræðiiðkana, sérstaklega
hafði hann mikinn áhuga á ætt-
fræði. Hygg ég að hann hafi átt
allmikið safn, sem hann hafi
ætlað sér að fullvinna þegar hann
væri hættur öðrum störfum, ef
aldur og heilsa hefðu leyft.
Sumarfrí sín notaði hann til
ferðalaga um landið; hann var
mikill náttúruunnandi. Sveit sinni
og bernskuheimili unni hann mik-
ið og gaf sér alltaf tíma til að
dvelja þar árlega einhvern tíma,
og hin síðustu ár var hann farinn
að þétta ferðirnar þangað.
Nú þegar Gunnar er horfinn af
þessu jarðvistarlífi eru mér efst í
huga þakkir frá okkur hjónum til
hans, þessa drengskaparmanns og
konu hans fyrir margar ánægju-
stundir, sem við áttum saman, og
eftir að ég fluttist út í Landsveit
var ég tíður gestur hjá þeim, og
alltaf voru sömu höfðinglegu mót-
tökurnar hjá þeim; og er ég kom
að Selfossi fannst mér aldrei
erindunum lokið fyrr en ég var
búinn að koma til þeirra.
Síðastliðið ár var hann mjög
heilsutæpur og naut hann aðstoð-
ar sinna ágætu systra og nánustu
ættingja. Á síðastliðnu sumri fór
hann í Landakotsspítala, fékk bót
í bili, en varð fljótt að fara þangað
aftur. Þar dó hann 6. febrúar
síðastliðinn. Vigfús Gestsson
Ólafur Einarsson frá
Háholti - Minning
Hann var fæddur í vesturbæn-
um að Háholti 8. apríl 1888 og lést
5. febrúar sl. á nítugasta og öðru
aldursári.
Foreldrar hans voru hjónin Ein-
ar Einarsson formaður frá Há-
holti Guðmundssonar útvegs-
bónda fra Bollagörðum á Seltjarn-
arnesi og Kristrún Gísladóttir
bónda að Eyrarútkoti Guð-
mundssonar hreppstjóra að Eyj-
um í Kjós.
Sjómennskan varð honum hug-
stæð og byrjaði hann ungur til
sjós, sem nýútskrifaður stýri-
maður lá leið hans vestur á
Isafjörð, þar sem hann kynntist
sinni elskulegu konu, Sigrúnu
Kristjánsdóttur, sem lést 11. jan-
úar 1968. Þeim varð fimm barna
auðið og eru aðeins tvö þeirra
eftirlifandi, Guðrún Hulda, gift og
búsett í Kaliforníu, og Kristján
Jóhann húsgagnasmiður, búsettur
Afmœlis- og
mmningargremar
ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og
minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum
fyrir vara. Þannig verður grein, sem birtast á í
miðvikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi
á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga.
Greinar mega ekki vera í sendibréfsformi. Þess skal
einnig getið af marggefnu tilefni að frumort ljóð um
hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíðum
Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera velrituð og
með góðu línubili.