Morgunblaðið - 15.02.1980, Page 23

Morgunblaðið - 15.02.1980, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. FEBRÚAR 1980 23 Einar Sigurðsson vélstjóri - Minning Fæddur 24. mars 1918. Dáinn 8. febrúar 1980. Einar Sigurðsson fæddist að Þinghól í Hvolshreppi Rangár- vallasýslu 24. mars 1918, sonur Sigurðar Sveinssonar bónda þar og konu hans, Jóhönnu Jónsdótt- ur. Unglingsár sín allt til tvítugs dvelst Einar á æskuheimili sínu við landbúnaðarstörf, en flyst þá með móður sinni til Vestmanna- eyja, sem þá var orðin ekkja fyrir tveimur árum. í Vestmannaeyjum byrjar Ein- ar að starfa við skipasmíðar, enda stóð hugur hans til þess að læra þá iðn, og hefði þar notið sín svo hagur sem hann var til allrar smíði. En það fór svo að Einar réðst í skipsrúm hjá mági sínum Binna í Gröf, og má segja að með honum hafi Einar verið vélstjóri mestan hluta starfsævinnar eða alls 27 ár af 30 árum sem hann var til sjós. Rómuð var samvinna Einars og Binna og gagnkvæmt var með þeim, að hvorum um sig þótti hinn ómissandi í skipshöfninni, og full- yrða má að Einar var einn traust- asti hlekkurinn í áhöfn þjóðsagna- hetjunnar Binna í Gröf og átti sinn stóra hlut í að gera garðinn frægan. Einar kvæntist þann 9. des. 1945 Rannveigu Konráðsdóttur veit- ingamanns á ísafirði. Þau hafa eignast fjóra syni og eina dóttur, Þorbjörgu, sem gift er Jóni Ólafs- syni endurskoðana og eiga þau þrjú börn. Arnar kvæntist Þor- björgu Einarsdóttur og á eina dóttur. Sigurjón kvæntist Önnu Sverrisdóttir og á tvö börn. Konr- áð kvæntist Unni Þórarinsdóttur og eiga þau eina dóttur. Jóhann er yngstur, 18 ára, enn í heimahúsum og er að læra útvarpsvirkjun. Einar hefir lengst af átt heima í Vestmannaeyjum, en dvaldi nokk- ur ár um 1950 í Reykjavík, og var þá meðal annars vélstjóri á Jóni Valgeir með Magnúsi Grímssyni, er rómaði hver afburða vélstjóri Einar var og úrræðagóður ef einhvað á bjátaði. Um 1954 flyst Einar aftur til Eyja og er eftir það með Binna á Gullborginni og dvaldi í Eyjum allt til þess að gosið varð 1973, en þá misstu þau hús sitt undir hraun og fluttu til Reykjavíkur. Einar keypti íbúð að Hverfis- götu 106, þar sem þau hafa átt heima síðan. Hér í Reykjavík hefir Einar starfað hjá Ölgerð Egils Skallagrímssonar og var þar allt til dauðadags. Einar Sigurðsson var sérstak- lega dagfarsprúður maður og átti hvers manns hug sem honum kynntist, hann var ekki mann- blendinn en glaðsinna og hrókur alls fagnaðar í góðra vina hópi. Heimilisfaðir var hann alveg ein- stakur og lét sér annt um börn og skyldmenni og sár mun söknuður barnabarnanna, sem nú hafa misst langt um aldur fram afann sem alltaf átti tíma fyrir þau og tilhlökkun var að heimsækja hvenær sem tækifæri gafst. Sviplegt fráfall Einars Sigurðs- sonar kemur okkur vinum og vandamönnum sem reiðarslag, en enginn má sköpum renna. Eftir lifir minningin um góðan dreng, sem ekki mátti vamm sitt vita í neinum hlut. Ég sendi þér, Veiga, og börnun- um innilegustu samúðarkveðjur. M. Konráðsson í Reykjavík. Fyrsta barn þeirra, stúlku, misstu þau nýfædda, Kristinn drukknaði aðeins 27 ára frá konu og tveimur börnum, Ólafur Einar, veðurfræðingur, lést 16. sept. 1974 frá konu og þremur börnum. Varð það mikið áfall fyrir Ólaf, því þar hafði hann átt sitt heimili í mörg ár en Þórey tengdadóttir hans hefur reynst honum sem besta dóttir fram á síðustu stund og á hún miklar þakkir skilið fyrir. Þrjú stjúpbörn átti Ólafur einnig, Hannibal, Sól- veigu og Guðmund, og lifir Hanni- bal einn eftir af þeim. Óafur ólst upp í líflegu heimili í Háholti þar sem hljómlistin var höfð í hávegum, heimilisfaðirinn stjórnaði karlakór á Nesinu, Ólaf- ur spilaði á böllunum þar og hin systkinin, 3 systur og 2 bræður, spiluðu öll á hljóðfæri og voru söngelsk mjög. Ég minnist fyrst Óla frænda, móðurbróður míns, vestur í Háholti þar sem hann var að reyna að kenna mér, smástelpu, að spila á orgel og sló hann á puttana á mér með blýanti þegar ég sló feilnótu. Það má með sanni segja að Óli lifði og hrærðist í músíkinni, aldrei kom hann svo á heimili foreldra minna að hann settist ekki við píanóið og spilaði. Minnisstæðast er mér, þegar hann spilaði Adagio-kaflann ú Pathet- ique-sónötu Beethovens, sem var eitt af hans uppáhaldsverkum og spilaði hann það fram á síðustu ár eða þar til fingur hans krepptust svo af gigt að hann gat ekki lengur spilað. Óli hafði mikla ánægju af að ferðast og hitta fólk enda fékk hann gott tækifæri til þess, þai; sem dóttir hans Hulda og fjöl- skylda hennar voru búsett erlend- is, fyrst í Þýskalandi síðan í Bandaríkjunum og hafði hún mikla ánægju af að ferðast með pabba sínum og kanna nýjar slóðir. Nú er þessa heims ferðalagi Óla frænda lokið og hann hefur ýtt bátnum sínu úr vör og sett stefnu á nýtt framtíðarland. Fari hann í friði. Með orðum skáldsins kveð ég hann að sinni: Skuggar sundrast, sólir rísa, sortna og hverfa í geiminn auða. Skammt er milli skers og báru, skammt er milli lífs og dauða. Hver er sinnar sólar smiður, sannleiks fegurð kynninganna, verður ávallt efni í grunninn undir hallir minninganna. Börnum, tengdabörnum og barnabörnum sendi ég innilegar samúðarkveðjur. Hjördís Einarsdóttir. HÁÞRÝSTI- VÖKVAKERFI SérhæfÓ þjónusta. AÓstoðum viö val og uppsetningu hvers konar háþrýstibúnaóar. PARKER HANNIFIN Char-Lynrf Öryggislokar Stjórnlokar Vökvatjakkar = HÉÐINN = VÉLAVERZLUN-SIMI: 24260 LAGER-SÉRRANTANIR-WÓNUSTA HÁÞRÝSTI- VÖKVAKERFI SérhæfÓ þjónusta. Aóstoóum vió val og uppsetningu hvers konar háþrýstibúnaóar. RADIAL stimpildælur = HÉÐINN = VÉLAVERZLUN-SIMI: 24260 LAGER-SÉRFANTANIR-ÞJÓNUSTA HÁÞRÝSTI- VÖKVAKERFI SérhæfÓ þjónusta. AÓstoÓum vió val og uppsetningu hvers konar háþrýstibúnaóar. [TURDLLA Tannhjóladælur = HÉÐINN = VÉLAVERZLUN-SIMI: 24260 LAGER-SÉRFANTANIR-WÓNUSTA V ANTAR ÞIGVINNU (n VANTAR ÞIG FÓLK í l'l AUGLÝSIR l M ALLT LAND ÞEGAR ÞÚ ALG- LYSIR 1 MORGLNIÍLADINl LOFTLEIÐUM Sannkallaður ævintýramálsverður. Notið tækifæriö og njótið síldarveislu í skemmtilegu umhverfi. Nú er aftur síldarævintýri í Blómasalnum hjá okkur. Síldarævintýrið í fyrra var rómað fyrir góðan mat og nú gerum við enn betur: Víkingaskipið er hlaðið fjölbreytilegasta úrvali síldarrétta úr marineraöri síld og kryddsíld. Salöt og ídýfur, heitir og kaldir fiskiréttir gæla við bragðlauka og gleðja huga hinna vandlátustu. Verið velkomin í síld. 15.—24. FEBRÚAR. Borðpantanir í síma 22322 ÍSLENSK MATVÆLI H/F HAFNARFIRÐI ICEFOOD kynnir framleiðslu sína í samvinnu við Hótel Loftleiðir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.