Morgunblaðið - 20.02.1980, Side 22

Morgunblaðið - 20.02.1980, Side 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. FEBRÚAR 1980 + Móöursystir mín JÓHANNE L. HANSEN, Bólstaöarhlíó 46 lést laugardaginn 16. febrúar. María Hjálmtýsdóttir Heiödal. + Eiginmaöur minn, ÁGÚST BENT BJARNASON, lézt mánudaqinn 18. febrúar Gunnhildur Guöjónsdóttir. + Útför eiginmanns míns, FRIORIKS ÁSMUNDSSONAR, skipstjóra, Bugöulæk 3, fer fram frá Fossvogskirkju, föstudaginn 22. febrúar kl. 1.30. Fyrir hönd barna okkar, tengdabarna og barnabarna og systkina hins látna. Þorgeröur Gunnarsdóttir. + Konan mín og móöir okkar FJÓLA PÁLSDÓTTIR, Flókagötu 2, Hafnarfiröi verður jarösungin frá Þjóökirkjunni í Hafnarfirði í dag, miöviku- daginn 20. febrúar kl. 2. e.h. Einar Kristjánsson og dætur. + Innilegar þakkir fýrir auösýnda samúð og vináttu vegna andláts og útfarar JÓHANNSJÓNASSONAR, Brú. Friörik Guömundsson. + Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og vináttu viö fráfall og útför eiginkonu minnar, móöur okkar, tengdamóöur og ömmu, INGIBJARGAR JÓNSDÓTTUR, Hátúni 10, Bertel Andrésson, synir, tengdadætur og barnabörn. + Hjartans þakkir fyrir samúö og hjálp vegna andláts systur minnar RAGNHEIÐAR FINNBOGADÓTTUR frá Galtalæk Víöimel 21. Öllum sem auösýndu henni kærleika þakka ég af alhug. Guö blessi ykkur öll. Fyrir hönd vandamanna Svanlaug Finnbogadóttir. + Þakka innilega samúö og vinarhug viö andlát og útför eiginmanns míns BJÓRNS KRISTJÁNSSONAR, fyrrv. stórkaupmanns, Reynimel 31. Fyrir hönd vandamanna, Hermína Sigurgeirsdóttir Kristjánsson. + Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og ;aröarför móöir okkar systir og stjúpdóttir HAFDÍSAR GERD PAULSEN Vesturbraut 10, Grindavlk. j Vandamenn. Öskudagurinn og Rauði krossinn BLAÐINU hefur borist eftirfar- andi frá Reykjavíkurdeild Rauða krossins: Skömmu eftir að Reykjavíkur- deild Rauða kross íslands var stofnuð skapaðist sú hefð að Öskudagur yri kynningar og fjár- öflunardagur fyrir starfsemi Rauða krossins. Öskudagurinn . hefur verið merkjasöludagur Rauða krossins og hefur stofnunin þar notið fjölmargra ágætra sjálfboðaliða og ber þar sérstaklega að nefna skólabörnin, sem alla tíð hafa verið boðin og búin að taka þátt í merkjasölunni, styðja þannig að starfsemi Rauða krossins og taka þátt í eflingu mannúðar og sam- hjálpar. Á þessum degi hafa mörg skólabörn kynnst starfi Rauða krossins í fyrsta sinn. Sú þekking og fræðsla um starf Rauða kross- ins hefur fest rætur í traustu minni hinna ungu borgara. Stór hluti fulltíða Reykvíkinga hafa á barnaskólaárum tekið þátt í merkjasölu á Öskudaginn. Þetta hefur orðið grundvöllur að tengsl- um og vinsældum Rauða krossins við borgara þjóðfélagsins. Þessu sambandi Rauða kross og borgara þarf að viðhalda og efla það með fræðslu og gagnkvæmu starfi. Fjölmiðlar hafa átt veigamestan þátt í þessari kynningu og stund- um hefur heil vika verið notuð til kynningar fyrir starfsemi Rauða krossins. Það heyrist oft að fjölmiðlar leggi meiri áherslu á að flytja efni þar sem sagt er frá neikvæðum atvikum í þjóðfélaginu og sem pólitískum ágreiningi, alvarlegum deilum, styrjöldum, hinum hörmulegustu slysum, ofbeldi og allskonar afbrotum. Hér er ekki í öllum tilvikum við forsvarsmenn fjölmiðla að sakast, heldur hitt að í þjóðfélagið vantar aðila, sem er þess megnugur að breyta mati, tísku og smekk þeirra lesenda, hlustenda og horfenda, sem fjöl- miðlar nota og njóta. Starf Rauða krossins beinist að því að auka mannúð og samhjálp og virðingu fyrir því jákvæða í þjóðfélaginu. Rauði krossinn á Islandi hefur unnið að þessum málum bæði hér heima og erlendis í samvinnu við alþjóða Rauða krossinn, en hver deild Rauða kross Islands vinnur fyrst og fremst að verkefnum á sínu fé- lagssvæði. Þannig er það með Reykjavíkurdeild Rauða kross íslands, sem er stærsta deild stofnunarinnar með rúmlega 10000 félaga, en þessi deild var stofnuð 1950. Allir þekkja starf Rauða kross- ins á erlendum vettvangi og vita um það sérstaka traust, sem þessi stofnun hefur aflað sér um heim. allan. Mörgum mun síður kunnugt um það starf sem gerist í næsta nágrenni t.d. hvernig Reykja- víkurdeild Rauða krossins er starfrækt og hver eru hennar aðal verkefni. Meðal meginþátta í starfsem- inni má nefna rekstur allra sjúkrabifreiða í Reykjavík. Reykjavíkurdeildin aflar fjár til kaupa á öllum bílum og sér um rekstur þeirra í samvinnu við Slökkviliðið í Reykjavík. Árlega þarf að kaupa einn til tvo nýja sjúkrabíla til endurnýjunar enda er notkunin mikil því árlega eru farnar 12 þúsund ferðir. Að með- altali er sjötti til sjöundi hver Reykvíkingur fluttur árlega í sjúkrabifreið og er tíundi hver þeirra fluttur vegna slysa. Sumardvalir reykvískra barna hafa verið starfræktar á vegum Reykjavíkurdeildarinnar nær óslitið í 30 ár og hefur sú starf- semi notið mikillar vinsælda. Síðastliðið sumar varð starfsemi þessi að falla niður sökum skorts á hentugu húsnæði. Fræðslustarfsemi hefur ætíð verið veigamikill þáttur, einkum námsskeið í skyndihjálp og lífgun úr dauðadái. Þar hefur verið lögð mest áhersla á blástursaðferðina. En einnig eru haldnir borgara- fundir um ýmis þjóðfélagsvanda- mál og mannúðarvandamál eftir því sem við verður komið. Skrif- stofa deildarinnar er starfrækt að Öldugötu 4 og annast hún rekstur deildarinnar, upplýsingaþjónustu og umsjón með hinum ýmsu verk- efnum en öll eru verkefnin að meira eða minna leyti studd af sjálfboðastarfi og hefur það eflst mjög síðastliðinn einn til tvo áratugi. Meðal þeirra, sem mest hefur eflt þetta starf er fyrrver- andi formaður Reykjavíkudeildar- innar, Ragnheiður Guðmundsdótt- ir læknir, en hún lét af for- mannsstörfum á síðasta aðal- fundi, eftir að hafa starfað 20 ár fyrir deildina og 8 ár sem formað- ur hennar. Af mörgum merkum mannúðar og framfaramálum, sem hún beitti sér fyrir má nefna heimsendingu máltíða til aldraðra og öryrkja sem deildin hefur starfrækt síðan 1976, þó með nokkrum hléum vegna fram- kvæmda-örðugleika. Fyrirkomu- lag þessarar starfsemi er sniðið eftir enskum fyrirmyndum en þar hafði Ragnheiður læknir kynnt sér þessi mál. Skrifstofa deildar- innar annast skipulag og fram- kvæmdir en mikið af starfinu er unnið af sjálfboðaliðum. Af öðrum málefnum sem Ragnheiður læknir beitti sér fyrir í sinni formannstíð var að vekja athygli á og leggja fyrsta grund- völl að námi og starfi sjúkraliða í íslenskri heilbrigðisþjónustu en það hafði hún kynnt sér í Banda- ríkjunum, og ritaði fyrstu grein um þetta mál 1962. Fyrir frumkvæði Ragnheiðar var stofnuð kvennadeild innan Reykjavíkurdeildar Rauða kross- ins, og var aðal markmið að efla sjálfboðaliðsstarf kvenna í sam- bandi við sjúkrahús, heilbrigðis- stofnanir og á öðrum þeim sviðum þar sem þörfin er mest í þjóðfé- laginu. Félagar kvennadeildar eru nú um 600 og er þar unnið geysimikið sjálfboðastarf á öllum sjúkrahús- um Reykjavíkurborgar. Konurnar hafa aflað fjár til kaupa á bóka- söfnum við öll sjúkrahúsin, og starfrækja bókasöfn í sjálfboða- vinnu. Þar geta sjúklingar fengið bækur lánaðar endurgjaldslaust og njóta þjónustu og leiðbeiningar sjálfboðaliða deildarinnar í þeim efnum. Þá hefur kvennadeildin haft sérstaka þjónustu fyrir blinda og einnig ynnt af hendi sjálfboðaliðsstörf í þágu aldraðra og öryrkja. Kvennadeildin hefur safnað fjár til kaupa á ýmsum lækningatækjum og þannig stuðl- að að fjölþreyttari og bættri heilbrigðisþjónustu á tæknilegu sviði enda þótt mannúðar og samhjálparstarf sé megin verk- efnið. Hér hefur verið minnst á nokkra þætti í starfi Reykjavíkur- deildar Rauða kross íslands hver þessara þátta gæti orðið mikið og áhugavert efni í ágæta frétt ef sérfræðingar fjölmiðla tækju efn- ið þeim snildartökum, sem nú orðið sést oft í íslenskum frétta- flutningi. Stjórn Reykjavíkurdeilar Rauða kross íslands skipa nú: Arinbjörn Kolbeinsson yfir- læknir, formaður; Þór Halldórs- son, yfirlæknir, varaformaður; Svanbjörn Frímannsson, banka- stj. gjaldkeri; Gunnar Snorri Gunnarsson fltr., ritari; Séra Jón Auðuns, fyrrv. dómpróf., Ingunn Gíslason, frú, Jóna Hansen, kenn- ari. Varastjórn: Katrín Ó. Hjalte- sted, frú, Séra Þórir Stephensen, dómkirkjupr., Páll S. Pálsson hrl. + Þökkum innilega samúð viö andlát og jaröarför móöur okkar og tengdamóöur INGIBJARGAR EYVINDSDOTTUR, frá Fremrahálsi, í Kjós Kristín Jónsdóttir, Hínrik Eiríksson, Sigríöur Jónsdóttir, Einar Jónsson, Ósk Jónsdóttir, Valtýr Jónsson, Haraldur Jónsson, Jenný Jónsdóttir, Grímur Ormsson, Ása Jónsdóttir, Jón Bjarnason, Ingibjörg Jónsdóttir, Steinar Vilhjálmsson. + Þökkum innilega auösýnda samúö og vináttu viö fráfall og útför eiginkonu minnar, móöur okkar, tengdamóöur og ömmu KARENAR ÁSGEIRSSON Laufásvegi 17 Sérstakar þakkir færum við læknum og starfsfólki Vífilsstaöa- spítala. Þorvaldur Ásgeirsson, Kristín Þorvaldsdóttir Ásgeir Þorvaldsson, Erla Alfreösdóttir Pótur Þorvaldsson, Ágústa Guómundsdóttir Stefán Þorvaldsson, Guóríöur Waage og barnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og vináttu viö fráfall og útför eiginmanns míns, fööur okkar, tengdafööur og afa SIGFÚSAR GUÐFINNSSONAR, Uróarstíg 16 María Anna Kristjánsdóttir, Guöfinnur Sigfússon, Kristján Sigfússon, María Sigfúsdóttir, Garöar Sigfússon, Halldóra Sigfúsdóttir, Jenný Sigfúsdóttir, Ingibjörg Guömundsdóttir, Oúddý Guömundsdóttir, Gylfi Gunnarsson, Helga Helgadóttir, Guöbrandur Bjarnason, Jóhann Einarsson, Svanfríöur María Guöjónsdóttir, Reynir G. Karlsson Guölaug Guömundsdóttir og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.