Morgunblaðið - 22.02.1980, Qupperneq 8
8
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. FEBRÚAR 1980
I.jósm. Mhl. ÓI.K.M.
TiskusýninKadomur sýna sportfatnað á tiskusýningu scm haldin var á
kaupstcfnunni fslcnsk föt á Hótcl LoftlciAum.
Bændur undirbúa
samdrátt mjólk-
urframleiðslu
FUNDIR BúnaAarþinKs standa
nú yfir scm kunnuxt cr af
fréttum og hafa nú verið iögð
fram þar 24 mál um hin ýmsu
efni og hefur þeim verið vísað til
nefnda til umsagnar.
Arni Jónasson erindreki Stétt-
arsambands bænda flutti á mánu-
dag erindi um kvótaskiptingu i
landbúnaðarframleiðslu, sem
koma á til framkvæmda í ár. Kom
Þrjár sovésk-
ar kvikmyndir
MENNINGARTENGSL íslands og
Ráðstjórnarrikjanna sýna þrjár sov-
éskar kvikmyndir frá árinu 1977 i
MfR-salnum Laugavegi 178 næstu
daga.
Þetta eru myndirnar „Prinsessan á
bauninni" sem sýnd verður 23.
febrúar, „Ástarævintýri á skrifstof-
unni“ sem sýnd verður laugardaginn
23. febrúar og „Munaðarleysingjar"
sem sýnd verður 8. mars n.k.
fram í máli hans að bændur eru
þegar farnir að gera áætlanir
sínar um samdrátt, sérstaklega í
mjólkurframleiðslunni. í gær
flutti Guðbrandur Hlíðar dýra-
læknir erindi um júgurbólgur.
Þá hefur verið samþykkt álykt-
un um eitt mál, niðurfellingu
nýbyggingargjalds á útihúsum, en
nefnd hefur lokið umfjöllun um
það mál.
Hijóðar ályktunin á þessa leið:
Búnaðarþing ítrekar samþykkt frá
fundi sínum 1979 um afnám ný-
byggingargjalds af útihúsum í
sveitum og skorar á landbúnað-
arráðherra að hlutast til um að
heimild í 2. grein laga um nýbygg-
ingargjald til að undanþiggja
ákveðna tegund mannvirkja
gjaldskyldu, verði notuð þegar um
er að ræða byggingar útihúsa í
sveitum og gróðurhúsa.
Búnaðarþingsfulltrúar þágu á
þriðjudag heimboð til forsetahjón-
anna að Bessastöðum. Stefnt er að
því að ljúka störfum Búnaðar-
þings um mánaðamót.
80 tonn í
tveimur
róðrum
HornafirAi. 20. febrúar.
NÚ HAFA þrír bátar byrjað
netaveiðar héðan frá Höfn og
hefur afli þeirra verið misjafn.
Þó byrjaði vel hjá einum þessara
háta, Garðey SF 22, og var aflinn
til dæmis 80 tonn í tveimur
róðrum, þar af var aflinn í þeim
seinni 42 tonn; 30 tonn ufsi og
tólf tonn þorskur. í þcim róðri
var aðeins einu sinni dregið.
Skipstjóri á Garðey er Örn Þór
Þorbjörnsson og sagðist hann
hafa verið í þessum róðrum rétt
vestan við InKÓlfshöfða.
Af línubátum er það að segja, að
lélegar gæftir hafa verið undan-
farið og tregt fiskirí og eru þeir
vafalaust farnir að hugsa til
hreyfings yfir á þorskanetin.
Fróttaritari.
Akureyri:
Samsýning
í Háhól
Akureyri. 20. febrúar.
ÞESSA viku stendur yfir í Gall-
crí Iláhól samsýning á listaverk-
um eftir ungt fólk, sem vakið
hefur athygli fyrir myndlist sína
á síðustu árum.
Myndirnar eru ýmist unnar í
olíu, vatnslit eða leir og eru allar
til sölu. Myndlistarmennirnir eru:
Gunnar Örn, Örn Þorsteinsson,
Gunnlaugur Stefán Gíslason,
Helgi Vilberg, Jónína Guðnadóttir
og Guðmundur Ármann.
Sýningin er opin virka dag
klukkan 20 til 22, en á laugardag
og sunnudag klukkan 15 til 22.
Henni lýkur á sunnudagskvöld.
Sv.P.
Danskennsla
og leikfimi í
Reykhólasveit
Miðhúsum 20. (ebr.
Það virðist vera nóg um að vera hér
í félagsmálum og má þar til nefna
að íþróttakennari Reykhólaskóla,
Ebenezer Jensson, hefur leikfimi
fyrir konur á öllum aldri einu sinni
i viku og er mikill áhugi hjá þeim
að notfæra sér þessa kennslu.
Fyrir skömmu hóf prestsfrúin
hér, frú Eygló Bjarnadóttir, að
kenna fólki danssporin og er þetta
námskeið vel sótt, enda ekki alls
staðar þar sem danskennari er mitt
á meðal íbúanna. Núna er Leikfél-
agið Skrugga byrjað að æfa leikrit-
ið Lína langsokkur og er leikstjóri
Þóra Lovísa Friðleifsdóttir.
Sveinn.
INNLENT
Norræn æska þingar í Rvík
- í tengslum við Norðurlandaráðsþingið
„DAGANA 1. og 2. mars verður
haldið í Reykjavik þing Norður-
landaráðs æskunnar. Æskulýðs-
nefndir Norrænu félaganna, á
íslandi samstarfsnefnd Æskulýðs-
sambands íslands og Norræna fé-
lagsins, sjá um undirbúning og
skipulag þingsins, sem verður
haldið á hótel Heklu.
Æskulýðsnefndir Norrænu félag-
anna, æskulýðsnefndir þingflokka á
Norðurlöndum og norræn sam-
starfsfélög þeirra eiga rétt á að
senda fulltrúa á þingið. Gert er ráð
fyrir að innlendir og erlendir þátt-
takendur verði um 50 talsins.
Meðal þeirra sem flytja ræður á
þinginu er Friðjón Þórðarson
dómsmálaráðherra, sem mun fjalla
um efnið: ísland og norræn sam-
vinna. Dagbjört Höskuldsdóttir
flytur erindi um hlutverk ungs fólks
í norrænni samvinnu og Erlendur
Patursson talar um þátttöku jaðar-
svæða í norrænni samvinnu á sviði
samgöngu-, menningar- og efna-
hagsmála. Ennfremur eru á dagskrá
pallborðsumræður um norrænt
gervihnattasjónvarp.
Þingfulltrúar munu sækja heim
forsetahjónin á Bessastöðum
síðdegis laugardaginn 1. mars. Þing-
inu lýkur sunnudagskvöldið 2. mars,
en þátttakendur dveljast hérlendis
til 7. mars og fylgjast sem
áheyrnarfuiltrúar með fundi Norð-
urlandaráðs, er verður settur mánu-
daginn 3. mars í Þjóðleikhúsinu.
Nauðungaruppboð
Eftir kröfu Arnar Clausen hrl., skattheimtu ríkissjóös í
Kópavogi, Ásgeirs Thoroddsen hdl., Gjaldheimtunnar í
Reykjavík, Útvegsbanka íslands, Jóns Finnssonar hrl., Oddvita
Tálknafjarðarhrepps, Magnúsar Sigurössonar hdl. og Sam-
vinnutrygginga, veröa eftirtaldar bifreiöir seldar á nauöungar-
uppboði, sem haldiö veröur viö bæjarfógetaskrifstofuna í
Kópavogi, aö Auöbrekku 57, föstudaginn 29. febrúar 1980 kl.
16.00.
Y-554 Y-1372 Y-3354 Y-3481
Y-3515 Y-3535 Y-4924 Y-5879
Y-7240 Y-7292 Y-7368 Y-7751
G-261 G-7960 G-11213 R-9846
R-33163 R-44400 R-46547
R-56069 R-59592 R-63399
Ford Falcon árg. ’65, Saab 99 árg. ’73, Fiat og dráttarvél
Yd-54.
Uppbodsskilmálar liggja frammi á skrifstofu uppboðshald-
ara.
Greiösla fari fram við hamarshögg.
Bæjarfógetinn í Kópavogi.
Nauðungaruppboð
Eftir kröfu Ásgeirs Thoroddsen hdl., bæjarsjóös Kópavogs,
skattheimtu ríkissjóös í Kópavogi, innheimtustofnunar sveitar
félaga, skattheimtu ríkissjóðs í Hafnarfiröi, Gjaldheimtunnar í
Reykjavík, Benedikts Sigurössonar hdl., Hákonar H. Krist-
jónssonar hdl., Einars Viöars hrl., Skúla J. Pálmasonar hrl. og
Inga R. Helgasonar hrl., veröa eftirtaldirJausafjármundir seldir
á nauöungaruppboöi, sem haldið veröur á bæjarfógetaskrif-
stofunni að Auðbrekku 57, Kópavogi, föstudaginn 29. febrúar
1980 kl. 14.00.
Verður uppboöi síöan framhaldið á öörum stööum, þar sem
munir eru.
1. Raðsófasett, skemill, sófborö, JVC plötuspilari, Kenwood-
magnari, hátalarar, hornskápur, Yamaha hljómflutnings-
tæki, Ingis ísskápur, þvottavél, sófasett, hægindastóll,
hillusamstæöa, Zopþas þvottavél, KPS frystikista, Candy
ísskápur, AEG þvottavél, HMN sjónvarp, ísskápur, Rolls
þvottavél, Hitachi sjónvarp.
2. Laukvél. síldarflökunarvél, F.J.Edwards vélklippur, renni-
bekkur, 4 iönaöarsaumvélar, Master 60 hitablásari, Burnsi-
de peningaskápur, Hugin peningakassi, skrifborö, Kienzie
bókhaldsvél, höggpressa, vélsög, Calor rúlla, 4 Calor
pressur, þvottavél, 3 Tjaldþorgartjöld, bandsög rúllusuöu-
vél, spónarpressa, hjólsög, spónskurðarvél, kantlímingar-
vél, fræsari, þykktarhefill, afréttari, Schleicher dílavél, De
Walt bútsög, Wadkin afréttari, OTT spónpressa, Hambok
sög, hefill, spónlagningapressa, Schleicher dílaborvél,
Walker Turner borvél, Rival pússvél, Honeywell spónlagn-
ingapressa, TR-2 tvíblaöasög, De Walt sög og G-Stefan
kantlímingvél.
Uppboösskilmálar 'iggja frammi á skrifstofu uppboöshald-
ara. Greiðsla fer fram viö hamarshögg.
Bæjarfógetinn í Kópavogi.
Lúxus íbúð
Bjóðum til sölu eina íbúð í sambyggðinni Hæöargaröi
1—27. íbúöin hefur sér inngang og er stofa,
boröstofa, 2 herbergi, eldhús og baö á hæö og
þvottahús, geymsla og leikherbergi í kjallara. Sam-
tals um 120 fm. íbúöin hentar einkar vel fyrir
einhleypt fólk eöa barnlaus hjón, sem vilja búa
þægilega. íbúöin er nú tilbúin undir tréverk og
málningu, en veröur fullgerð, ef kaupandi óskar.
Nánari upplýsingar í skrifstofunni, Funahöföa 19,
símar 83895 og 83307.
Byggingarfélagiö Ármannsfell.
P
I
VIÐTALSTÍMI |
Alþingismanna og ^
borgarfulltrúa |
Sjálfstæðisflokksins |
í Reykjavík ^
Alþingismenn og borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins
verða til viðtals í Valhöll, Háaleitisbraut 1 á laugardögum
frá klukkan 14.00 til 16.00. Er þar tekið á móti hvers kyns
fyrirspurnum og ábendingum og er öllum borgarbúum
boöið að notfæra sór viðtalstíma þessa.
Laugardaginn 23. febrúar veröur til viötals
Albert Guðmundsson. Albert er í borgarráði,
framkvæmdarnefnd vegna byggingastofnana
í þágu aldraðra, hafnarstjórn, launamála-