Morgunblaðið - 24.02.1980, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 24.02.1980, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. FEBRÚAR 1980 21 Pétur Kristófer Ragn- arsson — Minning Fæddur 12. apríí 1961. Dáinn 11. febrúar 1980. Æska bíd hér eina stund. ó. hvert stefnir fjörið bráða? HvaÖ sem þinni líður lund. leið mun þinni dauðinn ráða. engum hlífir aldri manns ÓKnarsterka valdið hans. J.O.W. - S.T. Nú er horfinn úr okkar vinahópi Pétur Kristófer Ragnarsson að- eins 18 ára að aldri. Hann syrgja nú fjölskylda hans og stór hópur vina og kunningja. Pétur var einn af þeim mönnum, sem ætíð eru brosandi og varð ekki hjá því komist að smitast af gleði hans. Hann var alltaf að finna í miðjum hópnum, sannkallaður hrókur alls fagnaðar. Lát hans skilur eftir stóra eyðu í lífi okkar allra. I kjölfar slíkra atburða fer maður að spyrja sjálfan sig og aðra. Hvers vegna? Hvers vegna hann, sem átti allt lífið framundan og svo miklar framtíðarvonir? Slíkum spurningum er ekki auð- svarað. Eina huggunin á þessari kveðjustund er sú trú, að við eigum eftir að hitta hann aftur. Átján ár er ekki langt lífshlaup en hann skilur eftir sig margar góðar minningar. Við vottum foreldrum hans, bræðrum og unnustu okkar dýpstu samúð. Hvíl þú í friði, friður guðs þig blessi. Iris, Sigrún, Sigríður Þóra, Fjóla, Kristín, Jó- hanna og Stella. 1966 — Kwame Nkrumah for- seta steypt af stóli í Ghana. 1949 — Vopnahlé milli Egypta og ísraelsmanna. 1946 — Juan Peron kosinn forseti í Argentínu. 1945 — Ahmed Pasha, forsætis- ráðherra Egyptalands, ráðinn af dögum — Manila frelsuð. 1942 — Árás Bandaríkjamanna á Wake-eyju hefst. 1920 — Nazistaflokkurinn stofnaður í Þýzkalandi. 1903 — Bandaríkin fá flotastöð- ina við Guantanamoflóa, Kúbu. 1891 — Kínverjar greiða Rúss- um skaðabætur og fá aftur Ili-dal. 1868 — Málarekstur fulltrúa- deildar Bandaríkjaþings gegn Andrew Johnson forseta hefst. 1848 — Loðvík Filippus konung- ur leggur niður völd í Frakk- landi. 1839 — Uruguay segir Arg- entínu stríð á hendur. 1826 — Burma-ófriði lýkur með Yandabu-sáttmálanum. 1825 — Landganga Egypta í Morea, Grikklandi, hefst. 1824 — Landstjóri Breta á Indlandi segir Burma stríð á hendur. 1819 — Bandaríkjaþing stað- festir samning um afhendingu Florida. 1656 — Spánverjar segja Eng- lendingum stríð á hendur. 1563 — Hertoginn af Guise felldur. 1530 — Clement páfi VII krýnir Karl V keisara (síðasta keisara- krýning páfa). 1525 — Orrustan um Pavia: Sigur Spánverja á Frökkum og Svisslendingum. Afmæli — Don Juan af Austur- ríki, austurrískur hermaður (1547—1578) — Wilhelm Grimm, þýzkur fræðimaður (1786—1859) — George Moore, enskur heim- spekingur (1852—1933). Andlát — 1815 Robert Fulton, uppfinningamaður — 1856 Niko- lai Lobachevsky, stærðfræðing- ur — 1975 Nikolai Bulganin, stjórnmálaleiðtogi. Innlent — 1863 Forngripasafn stofnað — 1924 íhaldsflokkurinn stofnaður — 1630 Brann Skál- holtsstaður — 1791 f. Sveinbjörn Egilsson — 1808 Sir Joseph Banks hvetur til innlimunar íslands í orðsendingu til Castle- reaghs — 1836 d. Olafur Finsen assessor — 1911 Vantraust á Björn Jónsson ráðherra sam- þykkt — 1924 Líkneski Ingólfs Arnarsonar afhjúpað — 1945 Tilkynnt að „Dettifoss" hafi ver- ið sökkt (15 saknað, 30 bjargað) — 1958 Hafréttarráðstefnan í Genf hefst — 1968 Doktorsvörn Gunnars Thoroddsens — 1880 f. Einar Arnórsson — 1924 f. Guðrún á Símonar. Orð dagsins — Lærður maður skrifar vitleysu sína á betra máli en ólærður, en samt er hún vitleysa — Benjamin Franklin (1706-1790). 1969 — Ungur Tékki, Jan Pal- ach brennir sig til bana í Prag á afmæli byltingar kommúnista. 1956 — Krúsjeff fordæmir Stalín á flokksþingi í Moskvu. 1954 — Nasser ofursti hrifsar völdin í Egyptalandi. 1948 — Bylting kommúnista í Tékkóslóvakíu. 1938 — Halifax lávarður verður utanríkisráðherra Breta. 1913 — Alríkisskattur fyrst lögfestur í Bandaríkjunum. 1885 — Þjóðverjar innlima Tanganyika og Zarizibar. 1862 — Lincoln gefur út fyrstu bandarísku peningaseðlana („Green-backs“.) 1856 — Friðarráðstefnan í París í lok Krímstríðsins hefst. 1779 — Brezkt herlið gefst upp fyrir liðsafla George Clark í Vencennes, Indiana. 1713 — Tyrkjasoldán tekur Karl XII Svíakonung til fanga — Friðrik Vilhjálmur I verður kon- ungur Prússa. 1601 — Jarlinn af Essex tekinn af lífi fyrir landráð á Englandi. 1570 — Píus páfi V bannfærir Elísabetu Englandsdrottningu. Afmæli — José de San Martin, suður-amerísk frelsishetja (1778—1850) — Pierre Auguste Renoir, franskur listmálari (1841—1919) — Benedetto Croce, ítalskur heimspekingur (1866— 1952) — Enrico Caruso, ítalskur óperusöngvari (1873—1921) — Myra Hess, brezkur píanóleikari (1890-1965) Ándlát — 1713 Friðrik I Prússa- konungur — 1723 Christopher Wren, arkitekt — 1852 Thomas Moore, skáld. Innlcnt — 1963 Tveir Rússar handteknir við Hafravatn — 1871 Vilhjálmur Finsen skipaður hæstaréttardómari — 1920 Ann- að ráðuneyti Jóns Magnússonar skipað — 1930 Tíu þingmenn dæmir í þingvíti — 1939 Hlíf sektað fyrir ólöglegt verkfall — 1975 23. þing Norðurlandaráðs í Reykjavík — 1885 f. próf. Ólafur Lárusson — 1934 d. Björg Blön- dal — 1919 f. Magnús Kjartans- son fv.rh. Orð dagsins — Sanngjarn maður fær engu til leiðar komið — G. Bernard Shaw, írskætt- aður rithöfundur (1856—1950). WPIŒ FRÁ USA PICK-U BORGARTÚN118 REYKJAVÍK SÍMI27099 WmmSSZím1 REYKJAVIK SIMI27099 SJÓNVARPSBÚÐIN i Tilboðsverð: 410.000,- þús. kr. Aöur: 574.000,- þús. kr. 164 þtísund krónaverðlækkun á Electrolux kæliskápum í takmaikaðan tíma! Við höfum fengið eina sendingu af hinum afarvinsælu Electrolux kæliskápum með sérstökum kjörum. Þess vegná getum við boðið kæliskápa á lægra verði en áður. Ath. Tilboðsverðið á aðeins við kæliskápa úr þessari einu sendingu. Electrolux heimilitæki fást Akranes: Þóröur HJálmsson, Borgarnes: Kf. Borgfirðinga. PatreksfJ.: Baldvin Kristjánsson, fsafjöröur: Straumur hf., Bolungarvik: Jón Fr. Einarsson, Blönduós: Kf. Húnvetninga, Sauðárkrókur: Hegri sf., Siglufjöröur: Gestur Fanndal, Ólafsfjöröur: Raftækjavinnustofan sf., Akureyri: K.E.A., á þessum útsölustöðum: Húsavlk: Grimur & Ámi, Vopnafjöröur Kf. Vopnfirðinga, Egilsstaðir K.H.B., Seyðisfjöröur: Stálbúðin, Eskifjörður: Pöntunarf. Eskfirðinga, Neskaupsstaður: Kr. Lundberg, Höfn: K.A.S.K., Þykkvibær: Fr. Friðriksson, Vestmanneyjar: Kjarni sf., Keflavfk: Stapafell hf. Vörumarkaðurinn hl. ÁRMÚLAIa »86117

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.