Morgunblaðið - 24.02.1980, Blaðsíða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. FEBRÚAR 1980
Listiðn íslenzkra kvenna
í aldanna rás hafa íslenzkar konur
ástundað hvers konar hannyrðir í
hagnýtum og listrænum tilgangi og
eiga þar með meginþátt í því, að
tengslin við listræna iðju rofnuðu
aldrei með ðllu, jafnvel ekki á mestu
niðurlægingartímum íslenzku þjóð-
arinnar. íslenzka ullin hefur frá
fyrstu búsetu þessa lands leikið í
höndum konunnar og tekið á sig
margar myndir, eftir því hvað þörfin
og hugarflugið réðu hverju sinni.
Þjóðminjasafnið á ótrúlega margt
fagurra gripa í formi ísaums, út-
saums og vefnaðar og þó mun það
einungis örlítið brot alls þess, er gert
hefur verið í landinu, því að margur
kjörgripurinn hefur vafalítið farið
forgörðum.
Það hefur aldrei leikið neinn vafi á
því mikla hlutverki, sem konan hefur
gegnt í íslenzkri listmennt um al-
dirnar og mun ávallt verða metið og
seint fullþakkað, og þá er ei heldur
neitt að óttast, að hér verði látið
staðar numið. Verkefnin hafa aldrei
verið meiri en í dag og kalla á
hugkvæmni konunnar til átaka á
hinum aðskiljanlegustu sviðum lista-
og handmennta.
A Kjarvalsstöðum stendur þessa
dagana yfir sýning, er Bandalag
íslenzkra kvenna gengst fyrir, og
munu öll verkin vera gerð á þessari
öld og eru langflest ný af nálinni.
Þetta er mjög fjölbreytt sýning, er
spannar vítt svið handíða, og ber
mjög á margs konar vefnaði, list-
rænu prjóni, ullar- og tóvinnu. A
palli við enda vestri salar, þar sem
sýningin fer fram, sýna spunakonur
vinnubrögð á rokk og snældu, og
knipplingakonur og vefarar sýna
handbrögð sín. Ætti að vera óþarfi
að taka það fram, að hér eiga sér stað
mjög spennandi gjörningar, sem
ungir og aldnir hafa mikla unun af
að fylgjast með og sjá ýmsir af
hinum fyrrnefndu vafalítið slík
handbrögð í fyrsta skipti á ævinni.
Þrátt fyrir fjölbreytnina vantar
margar þekktar veflistarkonur t.d.
Ásgerði Búadóttur og allar þær
textílkonur, er standa að Galleríi
Langbrók, en þær hyggja á sýningu
nú á næstunni og eru því löglega
afsakaðar. Þrátt fyrir það finnst
undirrituðum allnokkuð vanta, að
þetta ágæta fólk skuli ekki vera með.
Vefnaðurinn er mjög fjölbreyttur
og þarna getur m.a. að líta veggteppi
saumað úr ýmsum bútum og er eftir
skáldkonuna Theódóru Thoroddsen,
en keimlík vinnubrögð hafa mjög
rutt sér til rúms víða um heim hin
síðari ár og var t.d. amerísk lista-
kona, Linda Schöpfner að nafni, með
stóra slíka sýningu í göngum Kjar-
valsstaða fyrir ári síðan, er mikla
athygli vakti. Er teppi Theódóru
mjög frumlegt og fallegt. Þá vöktu
athygli mina tvö teppi eftir Krist-
rúnu Benediktsdóttur (f. 1878) en
hún mun hafa saumað 25—30 teppi
og frumsamið nokkur þeirra algjör-
lega, og voru m.a. nokkur teppi eftir
hana sýnd á heimssýningunni í New
York árið 1939. Ekkert teppi Krist-
rúnar var eins, þar sem hún breytti
jafnan um uppsetningu og litaval. Þá
eru þarna nokkur gamalkunn verk
eftir Vigdísi Kristjánsdóttur, m.a.
hið fagra teppi „Limrúnir" og hin
stóru teppi, er hún óf eftir málverk-
um Jóhanns Briems. Af þekktum
listakonum, er nú eru í fullu fjöri,
vakti teppi Hildar Hákonardóttur af
sama andlitinu í tvígang óskipta
athygli mína. Mörg fleiri nöfn væri
hægt að nefna hér, en það yrði of
löng upptalning, en verkin eru jafn
góð fyrir því.
í háum gæðaflokki eru handprjón-
aðir kjólar, skírnarkjólar, ofnir kjól-
ar svo og batíkkjólar, og hér erum við
á vettvangi, sem gefur ótakmarkaða
framtíðarmöguleika og er harla
merkilegt, að ennþá skuli ekki hafa
verið komið upp deild slíkrar list-
rænnar prjónahönnunar við Mynd-
lista- og handíðaskóla Islands.
í sumum tilvikum hefur sama
konan allt í senn unnið ullina, frá því
að reifið var klippt af kindinni,
þvegið hana, tekið ofan af, hært,
kembt, samkembt, spunnið og tvinn-
að bandið, hannað munina og prjón-
að þá. Á þetta t.d. við um muni
Frá sýningunni á Kjarvalsstöðum.
Margrétar Jakobsdóttur, og fyrir
slíku framtaki tekur maður ofan.
Skemmtilegt tillegg til sýningarinn-
ar eru og brúðukerlingar Þórunnar
Egilsson.
Gullsmíðavinnan á sýningunni
kom mér á óvart fyrir mörg ný og
óþekkt nöfn, og er ekki annað að sjá,
en þar séu konur að hasla sér völl á
myndarlegan hátt. Hugmyndaríkir
gripir Ágústu Pétursdóttur Snæ-
land, í grjóti og fiskbeinum, sanna
áþreifanlega, að allt efni má nota við
gerð listmuna ekki síður en t.d.
myndlistarverka.
Hlutur leirkerasmíðarinnar er eft-
ÞtíSSl*
vikna
ferði
«r
til Miami Beach, Florida
Vikuleqar brottfarir alla
iaugardaga fra og með 3. maí
FLUGLEIÐIR
Nánari upplýsingar: Söluskrifstofur okkar Lækjargötu 2 og Hótel Esju, sími 27800,
farskrárdeild, sími 25100, ferðaskrifstofur og umboðsmenn okkar úti á landi,
Útvarp ReyKjavlK
AIMUD4GUR
25. febrúar
MORGUNINN___________________
7.00 Veðurfregnir. Fréttir.
7.10 Leikfimi. Valdimar örn-
ólfsson leikfimikennari leið-
beinir og Magnús Pétursson
pianóleikari aðstoðar.
7.20 Bæn. Séra Arngrímur
Jónsson flytur.
7.25 Morgunpósturinn. Um-
sjónarmenn: Páll Heiðar
Jónsson og Sigmar B. Hauks-
son. (8.00 Fréttir).
8.15 Veðurfregnir. Forustugr.
landsmálabl. (útdr.)
Dagskrá. Tónleikar.
9.00 Fréttir
9.05 Morgunstund barnanna.
9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynn-
ingar. Tónleikar.
9.45 Landbúnaðarmál. Um-
sjónarmaðurinn. Jónas
Jónsson, segir frá búnaðar-
þingi.
10.00 Fréttir. 10.10 Veður-
fregnir.
10.25 Morguntónleikar: Sinfón-
iuhljómsveit íslands leikur
„Sigurð Fáfnisbana“, forleik
eftir Sigurð Þórðarson; Páll
P. Páisson stj. / Fílharmon-
iusveitin í Miinchen leikur
„Coppelíu“, bailettsvitu eftir
Léo Delibes; Fritz Lehmann
stj.
11.00 Tónleikar. Þulur velur og
kynnir.
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
12.20 Fréttir. 12.45 Veður-
fregnir. Tilkynningar. Tón-
leikasyrpa. Léttklassisk
tónlist og lög úr ýmsum
áttum.
SÍÐDEGIÐ
14.30 Miðdegissagan: „Myndir
daganna“, minningar séra
Sveins Víkings. Sigriður
Schiöth byrjar lesturinn.
15.00 Popp. Þorgeir Ástvalds-
son kynnir.
15.50 Tilkynningar.
16.00 Fréttir. Tónleikar. 16.15
Veðurfregnir.
16.20 Siðdegistónleikar.
17.20 Útvarpsleikrit barna og
unglinga: „Andrée-leiðang-
urinn“ eftir Lars Broling;
fjórði þáttur. Þýðandi: Stein-
unn Bjarman. Leikstjóri:
Þórhallur Sigurðsson. Leik-