Morgunblaðið - 24.02.1980, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 24.02.1980, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. FEBRÚAR 1980 27 Bridge Umsjóni ARNÖR RAGNARSSON BSR - Hreyfill - Bæjarleiðir Sveit Guðlaugs Nielsens sigr- aði örugglega í aðalsveitakeppni deildarinnar. Hlaut sveitin 215 stig. Með Guðlaugi voru í sveit- inni: Gísli Tryggvason, Kristján Kristjánsson, Oskar Friðþjófs- son, Sveinn Sigurjónsson og Tryggvi Gíslason. Staða sveitanna varð annars þessi: Svavars Magnússonar 187 Kára Sigurjónssonar 184 Þórðar Elíassonar 174 Daníels Halldórssonar 158 Rósants Hjörleifssonar 152 Gísla Sigurtryggvasonar 145 Næsta keppni verður hrað- sveitakeppni sem hefst á mánu- daginn kemur kl. 20 í Hreyfils- húsinu. Bridgedeild Skag- firðingafélagsins Átján pör taka þátt í baro- meterkeppni sem hófst sl. þriðjudag en alls verður spilað í fjögur kvöld. Staða efstu para: Árnar Ingólfsson — Sigmar Jónsson 51 Hjalti Kristjánsson — Ragnar Hjálmarsson 48 Jón Hermannsson — Ragnar Hansen 41 Næst verður spilað á þriðju- daginn í félagsheimili Skagfirð- ingafélagsins. Bridgedeild Breiðfirðinga Eins og fram hefir komið sigraði sveit Hans Nielsens í aðalsveitakeppni deildarinnar. Röð sveitanna varð annars þessi: Hans Nielsens 271 Jóns Pálssonar 226 Ingibjargar Halldórsd. 225 Magnúsar Björnssonar 204 Sigríðar Pálsdóttur 203 Óskars Þórs Þráinss. 197 Ólafs Gíslasonar 195 Kristjáns Jóhannessonar 182 Þórarins Alexanderss. 181 Síðast var spiluð 16 spila hraðsveitakeppni að lokinni að- alsveitakeppninni og var spilað í tveimur riðlum. A-riðill: Ingibjörg Halldórsd. 340 Kristján Jóhannesson 326 Ólafur Gíslason 306 B-riðill: Jón Pálsson 347 Hans Nielsen 310 Sigríður Pálsdóttir 291 Næsta fimmtudag hefst baro- metertvímenningur. 40 pör hafa skráð sig til keppni en þátttakan verður takmörkuð við 42 pör. Keppnin hefst kl. 19.30 og er spilað í Hreyfilshúsinu. Bridgefélag Kópavogs Fyrri umferð tveggja kvölda tvímennings var spiluð sl. fimmtudag. Spilað er í tveimur tólf para riðlum og efstir eftir fyrra kvöldið eru: Á-riðill: stig Vilhj. — Sigríður 192 Guðbr. — Oddur 187 Þórir — Jón Kr. 181 B-riðHl: stig Ármann — Jón 217 Rúnar — Jónas 187 Sigurður — Guðm. 182 Barometerkeppni hefst annan fimmtudag (6. mars) og er þátt- takan bundin við 30 pör. Fyrir- komulag keppninnar verður að spilaðar verða 5 umferðir á kvöldi, 6 spil við hvert par. Keppnin verður 5 kvöld og eru spil tölvugefin. Aðalsveitakeppni félagsins lauk 14. feb. sl. með sigri sveitar Bjarna Péturssonar. Aðrir í sveit Bjarna eru: Sævin Bjarna- son, Ragnar Björnsson, Lárus Hermannsson, Rúnar Lárusson og Hannes R. Jónsson. Röð annarra sveita verður ekki birt að sinni þar sem úrslit eins leiks liggur ekki fyrir vegna formgalla. Nánar verður sagt frá keppninni þegar málið hefur verið leyst. Tafl- og bridgeklúbburinn Fimmtudaginn 21. febrúar var spiluð þrettánda og fjórtánda umferð í aðalsveitakeppni fé- lagsins. Sveit Steingríms Steingrímssonar hefur sigrað í keppninni þó einni umferð sé ólokið. Staða efstu sveitar er þessi: Steingrímur Steingrímss. 220 Ingvar Hauksson 191 Gestur Jónsson 186 Þórhallur Þorsteinss 174 Tryggvi Gíslason 170 Þorsteinn Kristjánss 162 Ingólfur Böðvarsson 153 Fimmtánda óg síðasta umferð verður spiluð 28. febrúar næst- komandi spilað verður í Domus Medica kl. 19.30 stundvíslega. Fimmtudaginn 6. mars verður spiluð Barometer tvímennings keppni hjá félaginu. Þátttakend- ur skrái sig hjá Sigfúsi Erni Árnasyni í síma 71294 fyrir 29. febrúar. Þórs- kabarett * • >' “ ' PP 4 ■ÍKár:Skr SKEMMTIATRIÐI verða fjölþætt og lífleg í Þórs-kabarettin- um. Halli og Laddi ásamt Jörundi hafa samið kabarettinn en einnig koma fram Johnny Hay, sjónhverfingamaður frá Bretlandi, islenzki dansflokkurinn, Stórband Svansins, hljóm- sveit hússins, Galdrakarlar. Halli og Laddi ásamt Jörundi hafa samið og útfært Kabarett fyrir Þórscafé Hver man ekki þá gömlu góðu daga þegar settar voru upp hér í Reykjavík skemmtilegar kabarettsýn- ingar. Þeim fylgdi alveg sér- stök stemmning, sem seint gleymist þeim er sáu. Sunnu- daginn 24. febrúar mun Þórscafe hefja sýningar á kabarett, sem nefndur verð- ur ÞÓRS-KABARETT. Þessi kabarett verður settur upp í anda liðinna tíma. Enn muna margir eftir „Bláu stjörnunni" í gamla Sjálf- stæðishúsinu við Austurvöll, sem gerði stormandi lukku. Þórscafe hefur fengið úr- valslistamenn í lið með sér til að skapa stemmningu meðal gesta sinna á fimmtu- dags- og sunnudagskvöldum. Bræðurnir óborganlegu, Halli og Laddi, hafa ásamt Jörundi samið og útfært kabarettinn fyrir Þórscafe. Til liðs við sig hafa þeir fengið hóp listafólks. Alla leið frá Bretlandi kemur sjónhverfingamaðurinn snjalli Johnny Hay. Hann hefur undanfarið hrifið fólk með snilli sinni og meðal annars gerir hann sér lítið fyrir og „sker“ aðstoðarkonu sína í tvennt! íslenzki dansflokkurinn kemur fram og meðal annars verður dansað charleston og can-can. Stórband Svansins kemur og fram. Hljómsveit hússins, Galdrakarlar, sjá um tónlistina, verða allt í öllu. Þórscafe bíður upp á log- andi rétt. Stefán Hjaltested, yfirmatreiðslumaður húss- ins, kemur í salinn og eld- steikir (flambé) réttinn við borð gesta. Verði er mjög í hóf stillt, aðeins sex þúsund krónur. Þá er rétt að geta þess, að gestir sem mæta fyrir klukkan átta, fá „hana- stél“ frá húsinu, — þeim að kostnaðarlausu. Þá má geta þess, að listamaðurinn Hreggviður Hermannsson sýnir verk sín á 1. hæð hússins. kassettutæki á meðan birgðirendast SUPERSCOPE CD-301A: Eitt ódýrasta kassettutækið á mark- aðnum með norm-cro 2 stillingu og sjálfvirkum upptökustyrk. Tónsvið 40-14.000 rið. Hámarks- bjögun 0.2%. Verð kr. 126.500.-. Útborgun kr. 42.000.- eöa staögreiðsluafsláttur kr. 8.900. SUPERSCOPE CD-312: Lipurt framhlaðið tæki með stillingu fyrir þrjár tegundir kassetta og Dolby kerfi. Tónsvið 40-15.000 rið. Hámarksbjögun 0.10%. Að- eins fáanlegt í svörtu. Verð kr. 198.300,- Útborgun kr. 66.000.- eða staðgreiösluafsláttur kr. 13.900. MARANTZ 1820 mkll: Stilling fyrir þrjár tegundir kassetta Dolby kerfi og sjálfvirk upptöku- stilling. Tónsvið 30-16.000 rið. Hámarksbjögun 0.10%. Verð kr. 236.600,- Útborgun kr. 79.000.- eða staðgreiösluafsláttur kr. 16.600,- A V ♦ • « 9339ðð ■ S ^ — MARANTZ 5010: Tæki fyrir þá, er gera kröfur til upptökugæöa. Permalloy upptökuhöfuð og mjög næmir styrkmælar. Stilling fyrir þrjár tegundir kassetta, sjálfvirk upptökustilling og gott Dolby kerfi. Tónsvið 30-17.000 rið. Hámarksbjögun 0.08%. Verð kr. 319.800,- Útborgun kr. 107.000.- eða staðgreiðsluafsláttur kr. 22.400. MARANTZ 5025: Frábært tæki með möguleika á hljóðblöndun (frá hljóðnemum og/eða magn- ara). Viðvörunarljós kviknar, ef upptökustyrkur verður of hár. Teljari með minni. Stilling fyrir þrjár tegundir kassetta. Dolby kerfi og sjálfvirk upptökustilling. Tónsvið 28-17.000 rið. Hámarks- bjögun 0.08%. Fáanlegt í silfri eða svörtu. Verð kr. 389.800.- Útborgun kr. 130.000.- eða staðgreiðsluafsláttur kr. 27.300. MARANTZ 5030: Fullkomnasta Marantz-tækið. Þrjú tónhöfuð. Tvöfalt Dolby kerfi. Hljóðblönd- unarmöguleikar. Stilling fyrir þrjár tegundir kassetta. Við- vörunarljós fyrir upptökustyrk. Teljari með minni. Allt skapar þetta upptökugæði í hæsta flokki. Tónsvið 20-18.000 rið (FeCr). Hámarksbjögun 0.05%. Verð kr. 556.200.-. Útborgun kr. 185.400.- eða staðgreiðsluafsláttur kr. 38.900. LAUGAVEG110 SlMI 27788 l • • M

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.