Morgunblaðið - 24.02.1980, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 24.02.1980, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. FEBRÚAR 1980 5 I Hertogastræti í kvöld: Prinsinn af Wales snýr sér að stjórnarstörfum í stað Lovísu í sjónvarpi i kvöld klukkan drottningar sem hvað lencst var ur hann þá konungur. Slítur hanr í sjónvarpi i kvöld klukkan 21.50 er á dagskrá þriðji þáttur framhaldsmyndaflokksins i Iler- tocastræti, sem eins og kunnugt er, er hyccður á sannsögulegum atburðum i Englandi laust eftir síðustu aldamót. Þættir þessir lýsa vel lífi þjónustufólks þar i landi á velmektardögum Breska heimsveldisins sáluga, og jafn- framt koma vel i ljós viðhorf húsbændanna til þjónustufólks sins, sem það oft á tiðum litur á sem búpening, einkum þegar ástamál eru annars vegar. í síðasta þætti gerðist það, að sjálfur prinsinn af Wales, erfingi krúnunnar, verður ástfanginn af Lovísu eldabusku, og vill gjarna taka upp við hana nánara sam- neyti. En þar sem hans hágöfgi er siðavandur svo af ber, þá krefst hann þess að stúlkan gifti sig, svo hann þurfi ekki að leggjast í þá svívirðu að halda við ógifta konu. Er Lovísu nánast þröngvað til að lofast butlernum Trotter, þó hún beri ekki ástarhug til hans. Er þeim síðan fengið stórhýsi mikið til eignar og ábúðar, en þættinum lauk þar sem prinsinn er kominn til að heimta brúðartollinn. Þess má geta til fróðleiks, að prins sá af Wales sem hér kemur við sögu, var sonur Viktoríu drottningar sem hvað lengst var við völd, og var hann því faðir Játvarðar þess er varð að segja af sér konungdómi vegna ástar sinnar á frú Simpson, en þá sögu alla þekkja íslenskir sjónvarps- áhorfendur mæta vel. Kunnara er en frá þurfi að segja, að foreldrar Játvarðar, kunnu ekki að meta samband þeirra Wallis Simpson, sérstaklega er ljóst varð að svo gæti farið að úr því yrði hjóna- band. I góðu lagi var hins vegar talið að prinsinn héldi við konuna, og þegjandi samkomulag var um það við bresk blöð, að þau skýrðu ekki frá slíkum hliðarsporum karlmanna við hirðina. Framhjá- hald var ekki talið af hinu illa ef ekki varð úr því gifting við fólk úr lægri stéttum, svo æskilegt var talið að frillur þessara eðalbornu manna væru giftar, og helst að eiginmaður þeirra bæði vissi um og samþykkti samband þeirra við meðlimi konungsfjölskyldunnar. Þess munu jafnvel vera dæmi frá hirðlífi við ýmsar hirðir Evrópu fyrr á tímum, að eiginmenn væru stoltir af því að konur þeirra héldu við einhverja háttsetta menn! í þættinum í kvöld, gerist það helst markvert, að móðir prinsins, Viktoría drottning, deyr, og verð- ur hann þá konungur. Slítur hann þá öllu sambandi sínu við Lovísu, en hún snýr sér að annars konar viðskiptum í staðinn. Kaupir hún hótel í samvinnu við mann sinn Trotter og systur hans, Nóru, en reksturinn gengur brösótt. Ræður það miklu um, að Trotter gerist drykkfelldur, og Nóra er ekki starfi sínu vaxin, þannig að Lovísu er nauðugur sá einn kostur að losa sig við þau systkini. Myndaflokkurinn er sem fyrr segir á dagskrá klukkan 21.15 í kvöld, en þýðandi er Dóra Hafsteinsdóttir. Lovísa lærði það af monsjör Alex. að nauðsynlegt væri að velja allt i matinn af mikilli kostgæíni. jafnvel „allt til hinnar smæstu kartöflu“. eins og hann orðaði það. Ilér sést Lovísa á markaðstorginu að velja sér ávexti i máltíð handa hans hágöfgi. prinsinum af Wales. Framhaldsleikritið í útvarpi á morgun: Leiðangursmenn búa sig undir gönguna til lands ein af þeim allra bestu! Það er engin tilviljun að Rímtni er talin ein af allra bestu baðströndum í Evrópu. Spegiltær sjór og sandur, íbúðir oghótelí sérflokki, íþrótta- og útivistaraðstaða hin fullkomnasta og tækifæri fyrir börnin óvenju fjölbreytt. Rímini iðar af lífi og fjöri allan sólarhring- inn. Maturinn ódýr og afbragðsgóður, skemmtistaðir og diskótek á hverju strái og al/s staðar krökkt afkátu fó/ki, jafnt að degi sem nóttu. Skoðunarferðir til Rómar, Feneyja, Flórens, Júgóslavíu, San Marínó, Frassini dropasteinshellanna og víðar. Gisting í íbúðum á Giardino Riccione og I Porto Verde. Hótelherbergi á Milton hóteli. Spyrjið um Rímíni bæklinginn - þar eru allar upplýsingar og i verðtöflunni má finna tilboð sem eiga sér fáar hliðstæður. Kynnið ykkur hinn verulega barnaafslátt ifa í ÚTVARPI á morgun, mánudag, klukkan 17.20 verður fluttur fjórði þátturinn af framhalds- leikriti Lars Brolings, „Andréc- leiðangrinum". Steinunn Bjar- man gerði þýðinguna, en leik- stjóri er Þórhallur Sigurðsson. Með hlutverkin fara Þorsteinn Gunnarsson, Jón Gunnarsson, Hákon Waagc og Jón Júliusson, sem er sögumaður. í síðasta þætti var sagt frá ferðinni með loftbelgnum, en hún gekk mjög skrykkjótt og endaði með því að þeir urðu að lenda á ísnum eftir aðeins 65 klukkutíma loftsiglingu. Leiðangursmenn búa sig nú undir gönguna til lands, en þangað eru yfir 300 kílómetrar, hvort sem þeir fara í suðvestur eða suðaust- ur. Þeir skjóta ísbirni sér til matar, en síðar kemur í ljós að farið hefði betur, hefðu þeir ekki þurft þess. Þeir veikjast hver af öðrum... Tvö dufl úr leiðangri Andrées. Það minna fannst rekið í Kollafirði i maímánuði það herrans ár 1899. Útvarp í kvöld klukkan 19.35: Bein lína um skatta- framtal einstaklinga Þátturinn Bein lína er á dagskrá útvarps í kvöld, sunnudagskvöld, klukkan 19.35. í þættinum svarar Sig- urbjörn Þorbjörnsson ríkis- skattstjóri spurningum hlust- enda um gerð skattframtals einstaklinga. Þeir hlustendur, sem óska að leggja fram spurningar í þættinum, geta hringt í síma útvarpsins, (91) 22260, á með- an á útsendingu stendur. Umsjónarmenn Þáttarins eru þeir Vilhelm G. Kristins- son og Jón Ásgeirsson, en þátturinn hefst sem fyrr segir þegar að loknum fréttum. BEINT DAGFLUG auðvelt og áhyggjulaust Alltaf eitthvað nýtt Samvinnuferóir-Landsýn , AUSTURSTRÆT112 - SÍMAR 27077 & 28899 PORTO VERDE - einn af frábærum gististöðum okkar á Rímíni ströndinni * mfmá » | 3« ■ * iIJefl BLi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.