Morgunblaðið - 24.02.1980, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 24.02.1980, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. FEBRÚAR 1980 Yfirlitsmynd af virkjunarsvæðinu tekin niður skurðinn, þar sem þrýstivatnspípurnar munu liggja. Fyrir neðan skurðinn má sjá stöðvarhúsið og fjær afrennslisskurðinn. Til vinstri á myndinni eru vinnubúðir og geymsluskemmur. íslenzkra verktaka og starfsmanna þeirra. . Blaðamönnum var á fimmtudag boðið að kynna sér framkvaemdir við Hrauneyjafossvirkjun, „mestu mannvirkjagerð á íslandi að vetr- arlagi í óbyggðum," eins og sagði í boðsbréfi. Núna vinna um 100 manns á staðnum, aðallega við steypuframkvæmdir, en meira fjör færist í leikinn í sumar en þá munu rúmlega 600 manns vinna við Hrauneyjafossvirkjun. Þar mun rísa myndarlegt þorp með iðandi lífi og þeirri þjónustu, sem nauðsynleg er á slíkum stað. ^ meginhluta til verða það Islend- ingar, sem vinna við virkjunar- framkvæmdirnar í sumar, verka- menn og tæknimenn. Nokkrir af forráðamönnum Fossvirkis og Hraunvirkis kynna framkvæmdirnar. Talið frá vinstri: Leifur Hannesson, Miðfelli, Sigurður Sigurðsson, Loftorku, Sigfús Thorarensen verkfræðingur Fossvirkis og Eilert Skúlason, Hraunvirki. Lónið ofan stíflu verður um 8,8 ferkm. að fleti, og rými 5 efstu metra í lóninu verður um 33 GI. Verður hér tiltækur vatnsforði ef á þarf að halda skamma hríð, en ekki telst þetta miðlunarlón. Til hliðar við flóðgáttir verður skurðinntak aðskurðar. Innrennsl- isopum þess verður hægt að loka Stöðvarhús verður gert fyrir 3 aflvélar, sem hver um sig verður 70 MW. Gerð inntaksvirkis verður hagað þannig, að unnt verður að bæta við fjórðu vél síðar meir. Vatnshverflar verða af Francis gerð á lóðréttum ási. Snúnings- hraði þeirra verður 200 sn/mín. Tengivirki verður reist uppi á Priðja stórvirkjun okkar íslendinga á suðurhluta landsins rís nú á hálendinu upp af blómlegum byggðum Rangárvallasýslu, nánar tiltekið við Hrauneyjafoss í Tungnaá og nefnist Hraun- eyjafossvirkjun. Raforku- framleiðslan er áætluð 210 megavött í þremur 70 MW vélasamstæðum og á fyrsta vélasamstæðan að verða komin í gagnið haustið 1981. Hrauneyjafossvirkj- un markar þáttaskil í virkjunarsögu okkar því hún er fyrsta stórvirkjunin, sem að mestu leyti er byggð af íslendingum verklega og tæknilega.'Við fyrri virkj- unarframkvæmdir, þ.e. við Búrfellsvirkjun og Sigöldu- virkjun, voru erlend fyrir- tæki aðalverktakar. Að þessu sinni var farið út á þá braut að bjóða bygg- ingavinnu og jarðvegs- skipti út í mörgum verk- þáttum og hefur það gert íslenzkum verktakafyrir- tækjum kleift að taka að sér verkin að mestu leyti. Fram til þessa hafa verk- áætlanir Landsvirkjunar fyllilega staðizt að undan- skilinni röskun, sem varð hjá ítalska fyrirtækinu Magrini Galileo, sem tók að sér framleiðslu og uppsetn- ingu á stálþrýstivatnspíp- um. Eru þetta vissulega meðmæli með hæfni &MS& ^ " *» Hönnun virkjunarinnar Hönnun Hrauneyjafossvirkjun- ar er í stórum dráttum sú að Tungnaá verður stífluð hálfum öðrum kílómetra ofan við Hraun- eyjafoss og veitt þar í skurð. Venjulegt vatnsborð árinnar ofan stíflu hækkar þá úr 417 í 425 m y.s., eða í frávatnshæð Sigöldu- virkjunar. í farvegi árinnar verð- ur flóðgátt með þremur geiralok- um, en um 3 km löng lágreist jarðvegsstífla teygir sig eftir hraunflákanum á vinstri bakka árinnar upp að aflíðandi melöld- um við Sigöldu. Heildarmagn stíflufyllinga verður um 700.000 rúmm. Nálægt suðurenda stíflunnar verður 100 m langt flóðskarð, þar sem stífluendi sóp- ast í burtu í aftakaflóðum. með flekalokum. Aðskurður, um 1 km langur og 19 m breiður í botninn, liggur um lægð í Foss- öldu að steyptu inntaksvirki á norðurbrún öldunnar. Þaðan liggja 3 stálpípur niður hlíðina að stöðvarhúsi. Fallhæð er um 88 m. Hver fallpípa er 272 m löng, 4,8 m víð. Frá hverflum rennur vatnið í fráskurð, sem er 1,1 km langur og 30 m breiður í botninn. Hann endar í Sporðöldukvísl, sem renn- ur í Tungnaá um 100 m ofan við ármót hennar við Köldukvísl. Til að hindra lækkun frávatns virkj- unarinnar og minnka landspjöll vegna vatnságangs verður settur þröskuldur í Sporðöldukvísl. Frá- vatnshæð við stöðvarhús verður um 337 m y.s. ef allar 3 aflvélar orkuversins eru í gangi (rennsli um 280 kl/s). **> I Stöðvarhúsið i byggingu. Þetta er geysimlkið mannvirki eins og sést ef það er borið saman við manninn sem þarna er á gangi. Þó er stöðvarhúsið aðeins hálfbyggt. Þrýstivatnspipunum, sem sjást í röðum við skemmuna efst til vinstri, verður komið fyrir í brekkunni upp af stöðvarhúsinu og þær munu flytja vatn að vélasamstæðum virkjunarinnar. Ljósm. Mbl. Emiiia.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.