Morgunblaðið - 24.02.1980, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 24.02.1980, Blaðsíða 32
Sími á ritstjóm og skrifstofu: 10100 Lækkar hitakostnaðinn SUNNUDAGUR 24. FEBRÚAR 1980 Frekari framtals- frestur fæst ekki — álagning ekki síðar á ferð en venjulega r.ÞAÐ HEFUR iðulega komið íyrir, þó ekki hafi það verið undanfarið, að skattstigar hafi ekki verið ákveðnir, þegar framtalsfrestur rennur út. bað fæst því enginn aukafrestur út á það,“ sagði Sigur- björn Þorbjörnsson rikisskatt- stjóri, er Mbl. spurði hann hvort vöntun skattstiga í skattaiögin gæti leitt til frekari framtalsfrests, en fresturinn er til 10. marz. „Þetta verður þá komið mánuð framyfir venjuna og ég hugsa, að það verði lítið svigrúm til að veita einstaklingsbundna fresti framyfir það,“ sagði rikisskattstjóri. Hann kvað hins vegar skattskrána eiga að verða tilbúna á venjulegum tíma, þar sem nú yrði komið við mun hraðari vinnubrögðum við álagningu en áður. „Breytingarnar á lögunum hafa það í för með sér, að nú verður mikið lagt á með hraðskoðun og hlutirnir keyrðir meira í vélum, þannig að ég á ekki von á því að skattskráin verði neitt seinna á ferðinni en venjulega, þótt fram- talsfresturinn sé þetta lengri," sagði ríkisskattstjóri. „En við tökum okk- ur svo tíma á eftir til að fara nákvæmlega í gegnum allt saman." Helgi Tómasson með dansílokk á Listahátíð? ÞJÓÐVERJARNIR tveir, sem handteknir voru um borð i togaran- um, koma upp úr tollbátnum i fylgd lögreglumanna, hafnarvarða og umboðsmanna. Innfellda myndin er af togaranum Geeste á ytri höfn- inni. Tollbáturinn með lögregluna er á leið út i togarann. Ljósm. Mbl. KrÍHtján V-þýzkur togari kyrr- settur á ytri höfninni — fjórir skipver jar handteknir vegna nauðgunarkæru VESTUR-ÞÝSKI togarinn Geeste BX-738 frá Bremer- haven var í gær kyrrsettur á ytri höfninni í Reykjavík vegna nauðgunarkæru á hendur skipverjum. Laust eftir hádegi í gær fóru lögreglumenn út í~skipið og handtóku tvo skipverja. Voru þeir fluttir í land til yfirheyrslu. Einnig voru tveir strokumenn af skipinu handteknir eftir hádegi í gær og lék grunur á því að þeir ættu einnig aðild að hinu meinta broti. Togaranum snúið við Togarinn kom til Reykjavíkur í fyrrakvöld. í fyrrinótt fór 28 ára gömul íslenzk kona um borð í skipið. í gærmorgun sneri hún sér til lögreglunnar og kærði skip- verja fyrir nauðgun. Rannsóknar- lögreglu ríkisins var falin rann- sókn málsins. Gerði hún strax ráðstafanir til þess að handtaka þá menn, sem grunaðir voru um hið meinta nauðgunarbrot. Togar- inn hafði þá nýlega látið úr höfn og var kominn aðeins út á sundin. Haft var samband við skipstjór- ann í gegnum talstöð og sneri hann skipinu við og lagðist það við ankeri á ytri höfninni. Um eittleytið í gær fóru lögreglumenn með Þóri Oddsson vararannsóknarlögreglustjóra ríkisins í broddi fylkingar með tollbátnum Erni um borð í togar- ann. Tveir skipverjar voru hand- teknir og var komið með þá í land klukkan rúmlega tvö og hófust yfirheyrslur yfir þeim strax. Strokumenn handteknir í Kokkhúsinu Tveir skipverjar struku af tog- aranum í fyrrinótt og var þeirra leitað í gærmorgun og gærdag. Þegar ekið var með hina hand- teknu menn eftir Lækjargötu á þriðja tímanum í gær sá skipstjór- inn strokumennina, þar sem þeir sátu að snæðingi í Kokkhúsinu, en skipstjórinn hafði fylgt lögregl- unni í land. Voru mennirnir um- svifalaust handteknir en grunur leikur á því að þeir kunni að eiga aðild að málinu. Á togaranum eru 62 skipverjar af mörgum þjóðernum, Þjóðverj- ar, Portúgalir og Alsírmenn. Sam- kvæmt þeim upplýsingum, sem Mbl. hefur aflað sér, munu hinir handteknu menn vera Þjóðverjar. í þeim hópi er kokkur skipsins. Þegar Mbl. fór í prentun stóð frumrannsókn málsins yfir og litlar fréttir af því að fá. Tekinn fyrir landhelgisbrot Togarinn Geeste er 3500 tonn að stærð. Hann var í fréttunum í vikunni fyrir landhelgisbrot við Grænland. Vegna þess brots var skipstjórinn dæmdur til að greiða eina milljón þýzkra marka í sekt eða um 230 milljónir íslenzkra króna. „ÞAÐ er verið að kanna mögu- leika á þvi að fá Helga Tómasson dansara hingað á Listahátið i vor ásamt dansflokki frá Banda- ríkjunum,“ sagði Njörður P. Njarðvík formaður Listahátiðar- nefndar i samtali við Morgun- blaðið í gær. „Sveinn Einarsson Þjóðleikhússtjóri er að kanna þetta mál. Við höfum heyrt að þetta sé mögulegt og erum að kanna allar aðstæður, hvort þetta sé fjárhagslega kleift. Einnig langar okkur að fá Helga til þess að dansa með íslenzka dansflokknum og þá er inni i myndinni að reyna að fá heim sem flesta isienzka dansara er- lendis.“ Sveinn Einarsson Þjóðleikhús- stjóri sagði í samtali við Mbl. í gær, að stefnt væri að því að Reynt að fá alla íslenzka dansara erlendis heim bjóða upp á kvöld þar sem allir íslenzku dansararnir sem starfa erlendis og þeir sem starfa hér heima kæmu fram. hann kvað málið ekki ljóst ennþá. Helgi er nú að kanna í New York mögu- leikana á því að hann komi með bandarískan dansflokk á Lista- hátíð og mun það væntanlega skýrast á næstunni. Helgi Tómasson hefur að und- anförnu fengið afburða góða dóma víða um heim og líklega aldrei betri, en þó hefur hann um árabil verið í fámennum hópi beztu dansara heims. Helgi Tómasson. Afli togaranna á síðasta ári: Ögri með yfir einn milljarð í brúttóverðmæti AFLAHÆSTUR skuttog- aranna á síðasta ári varð Bjarni Benediktsson RE 210 með 5.722 tonn en af minni skuttogurunum varð Guðbjörg ÍS 46 afla- Úraþjófur handtekinn í Ólafsvík LÖGREGLAN í Ólafsvík handtók Reykvíking nu í vikunni við innbrotstil- raun. Þegar betur var að gáð fundust armbandaúr í fórum mannsins. Haft var samband við Rann- sóknarlögreglu ríkisins og kom þá í ljós að hér voru komin úr, sem stol- ið var úr verzlun við Laugaveg í Reykjavík nýlega. Alls voru úrin sjö að tölu og verðmæti þeirra rúm ein milljón króna. Þjófurinn er nú í vörzlu lögreglunnar. hæst með 5.628 tonn og varð næstaflahæsta skipið í togaraflotanum. Skipta- verðmæti var mest á Guð- björgu eða liðlega 830 milljónir króna, en brúttó- aflaverðmæti var hins veg- ar langmest hjá Ögra RE 72, eða liðlega einn millj- arður króna. Það ber þó að hafa í huga í sambandi við verðmæti afla Ögra, að skipið landaði oft erlendis og kostnaður því veru- legur við öflun þessara tekna. Meðalafli á úthaldsdag var 10.2 tonn hjá minni skuttogur- unum á síðasta ári, en 8.7 tonn 1978. Hjá stærri togurunum var meðalafli á úthaldsdag 13.3 tonn, en 11.2 tonn árið á undan. Aukning á afla á út- haldsdag hjá togaraflotanum nam í heildina 17.4% á milli ára. Meðalafli á úthaldsdag var mestur hjá vestfirzku tog- urunum eða 13.1 tonn, 10.11. á togurum af svæðinu frá Vest- mannaeyjum til Snæfellsness, 9.41. á Norðurlandi og 8.8 tonn á Austurlandi. Sjá nánar bls. 2: Fer frystingar- loðnan í bræðslu? ÞRJÚ loðnuskip komu með loðnu til frystingar að landi í gær, Keflvíkingur 170, Hilmir II 100 og Haförn 30 tonn. Loðnuna fengu skipin við Snæfellsnes, en engar fréttir hafa borizt af austangöng- unni. Um 1000 tonn voru í gær komin á land til frystingar af 8 bátum. Lítill áhugi er fyrir frystingunni hjá flestum frystihúsaeigendum og t.d. var ekki vitað um hádegi í gær hvort afli Hilmis færi yfirleitt í frystingu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.