Morgunblaðið - 24.02.1980, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNtJDAGUR 24. FEBRÚAR 1980
47
Gestir á ráðstefnu World Federation of Healing.
hendi um koll þess og kærleiks-
orkan streymir í gegn.
Ungur las ég um það í bók, að
þegar presturinn lyfti höndum
fyrir altari eða í stólnum og bæði
söfnuðinum blessunar, þá
streymdi lífsorkan gegnum lófa
hans. Hér vil ég vísa í ræðu frá
Noakes, sem ég lét þig hafa áðan
(er birt hér í blaðinu).
En samtökin sjálf, hver er saga
þeirra?
WFH, World Federation of
Healing eru alþjóðleg samtök um
lækningar, stofnuð í London árið
1975 í náinni samvinnu við Harry
Edwards og samstarfsfólk hans.
Stofnendur voru um 100 frá 20
löndum, þ.á.m. nokkrir læknar.
Margir stofnenda voru úr brezka
huglæknafélaginu, N.F.S.H., sem
Harry Edwards var hvatamaður
að á sínum tíma. Slík starfsemi
var lengra komin í Bretlandi en í
öðrum löndum, og hafa skráðir
félagar í huglæknasamtökum leyfi
til þess að vitja sjúklings a.m.k. í
sumum sjúkrahúsum þar í landi,
ef viðkomandi sjúklingur æskir
eftir því.
Ráðstefnur WFH hafa verið
haldnar annað hvert ár, — 1977 í
London og 1979 í Winnipeg."
„Umfjöllunarefnin? Á þessum
ráðstefnum hafa verið haldin er-
indi, m.a. um nálarstunguaðferð-
ina, hómópatalækningar, öðru
nafni smáskammtalækningar,
„Osteopathy og kíropraktík", auk
læknisfræðilegra erinda. Einnig
hafa huglækningar verið ofarlega
á dagskrá þar eð margir þátttak-
enda hafa stundað andlegar lækn-
ingar og sumir hverjir starfað
með læknum. Þá hafa verð flutt
erindi m.a. um almenna samsvör-
un tóna og lita og lækningargildi
þeirra."
Hressingarheimilið —
mannrækt
Ert þú gæddur yfirnáttúru-
legum hæfileikum?
„Nei, ég er hvorki skyggn né
heldur er mér gefin dulheyrn, en
hins vegar hef ég öðlast nokkra
reynslu í gegnum aðra, sem ég hef
kynnst og starfað með og búa yfir
dulrænum hæfileikum. Eg kýs að
nota fremur orðið dulrænn en
yfirnáttúrulegur, því er til nokkuð
sem er yfirnáttúrulegt? Eru ekki
allir hlutir háðir náttúrulögmáli,
einnig fyrirbæri, sem takmörkuð
skynfæri mannanna fá ekki skýrt
né heldur vísindaleg tækni nútím-
ans sannað?
Raunar ættu svokallaðir dul-
rænir hæfileikar ekki að þykja svo
fjarstæðukenndir, eftir að eðlis-
fræðin á útvarpsöld hefur frætt
okkur um hin ólíku sveiflusvið.
Orðtakið „að vera á sömu eða
annarri bylgjulengd" er orðið
þekkt í málinu og jafnvel er talað
um mismunandi tiðni í framkomu
fólks.
í dulfræðinni er talað um hæga
sveiflutíðni hins grófa efnis
(jarðneska), en að til séu líka
fíngerðari efni, sem vegna hárrar
sveiflutíðni verði ekki skynjuð af
venjulegum augum.
Ég hef átt því láni að fagna, að
hafa kynnst og starfað með
skyggnu fólki lengst af ævinnar,
mannkostafólki, sem hefur auðgað
líf mitt og víkkað sjóndeildar-
hringinn.
Fyrst vildi ég nefna Margréti
frá Öxnafelli. Hún var að mig
minnir 16 ára, er hún hóf nám í
orgelleik hjá föður mínum og var
ég þá á fermingaraldri. Margrét
varð til þess að fræða okkur um
hinar hærri bylgju-áttundir. Hún
lýsti fögrum litum og dásamlega
björtum verum í stofunni, þar sem
stóð orgelið og píanóið og Beet-
hoven-myndastyttan á milli. Stof-
an var hlaðin áhrifum friðar og
samræmis. Svo lýsti hún litunum í
Ijósbliki (auru) okkar, og ég bæði
undraðist og trúði. Þá hafði ég enn
ekki lesið hin kunnu orð Shakesp-
eares: „Fleira er til á himni og
jörð, Hóras, en heimspeki þín
dreymir um.“
Síðar kynntist ég Edwin Bolt,
frá Cambridge og Martinesi,
danska lífsspekingnum, Guðrúnu
Sigurðardóttur og fleirum, en
þessi P'í eru mörgum kunn.
Þú og Úlfur Ragnarsson gerðuð
tilraun með rekstur hressingar-
heimilis að Laugalandi á sumar-
mánuðum 1976—1977. Menn sögðu
að þar færi fram sérstök mann-
rækt, ef svo má að orði komast,
þar sem góðmennska dg kærleikur
sæti í fyrirrúmi, — án allra öfga.
Hafið þið hug á að taka upp
þráðinn að nýju?
„Við fengum í júní sl. vitneskju
um að ekki gæfist kostur á
Laugalandsskóla aftur, en höfum
nú tekið á leigu frá 27. júní til 23.
ágúst nk. Húsmæðraskóla Borg-
firðinga, Varmalandi, sem rúmar
25 til 30 dvalargesti auk starfsliðs.
Fyrirkomulag er ráðgert líkt og að
Laugalandi. Fastir liðir: Yogaæf-
ingar á morgnana, hugleiðslu-
stundir á kvöldin. Frjálsræði verð-
ur í fyrirrúmi og dagsstundirnar
ekki felldar í fastar skorður. Fólki
gefst kostur á heitum böðum og
sundi í útisundlaug, nuddi og
huglækningum. Lögð verður
áherzla á tilbreytingu, — á boð-
stólnum verða fræðsluerindi og
tónlist og að sjálfsögðu hafa
dvalargestir aðgang að bóka-
safni."
Hvenær komstu fyrst frr.n méð
hugmynd þína?
„Það var á alþjóðljgu þingi
sálfræðinga í Prag 1973 (The first
International Conference of
Psychology and Psykhotronics).
Fyrir tilmæli Geirs Vilhjálmsson-
ar, fulltrúa íslands á þessari 300
manna ráðstefnu, tók ég sæti
hans, en kostaði mig að öllu leyti
sjálfur.
Einni klukkustund fyrir þing-
setu bað formaður móttökunefnd-
arinnar mig að flytja stutta
kveðju frá íslandi, 4—5 mínútur.
Hvað átti ég að segja auk venju-
legra ávarpsorða og óska um
góðan árangur ráðstefnunnar, —
annað en það sem mér var efst í
huga og brann í brjósti: að draga
úr og bæta vanheilsu fólks, eink-
um með því að fyrirbyggja streitu
og hjálpa fólki til að „finna" sjálft
sig (með tilvitnun í yfirskrift
hofins í Delphí „Maður þekktu
sjálfan þig“.), að byggja hress-
ingarheimili í fögru umhverfi á
íslandi, þar sem að notum kæmi
hiti jarðarinnar, hið hreina vatn,
hið tæra loft, og kyrrð náttúrunn-
ar. Auk líkamsræktar svo sem
ljós- og leirbaða, sunds og nudds,
o.s.frv. Læknað yrði með litum og
tónum. Sérstök áherzla yrði lögð á
sálrækt, — á að „hlusta á fólk“. í
þessu fimm mínútna ávarpi kom
Sjá nœstu
síðu A
að enginn annar staður sé hent-
ugri til þess að stíga frá næsta
skrefið inn í framtíðina. Við
ættum ekki að amast yfir þeirri
reynslu sem við verðum ríkari
heldur leitast við að sjá tækifær-
in sem í þeirri reynslu leynast,
námsmöguleika okkar.
Ef við nálgumst verkefni okk-
ar með viti og í kærleika leysast
skuggar eigin fortíðar upp hver
af öðrum. Við skulum ekki
gleyma því að lifa fyrir líðandi
stund, í augnablikinu. Fortíðinni
breytir enginn og framtíðin er
dulin, aðeins augnablikið er hér
og nú.
Aðeins nú get ég tekið ákvarð-
anir, aðeins nú get ég starfað.
Ótrúlegri orku er sóað í það að
sýta hið liðna og kvíða ókomnum
tímum. Ef við gerum okkur grein
fyrir því að einmitt hér og nú er
besta tækifærið sem við eigum í
svipinn, þá aukast líkurnar á því
að framtíðin verði okkur í hag.
Hugsaðu þér að þú gangir eftir
fallegri strönd með sólglitrandi
sæ á aðra hönd og tignarlega
kletta á' hina. Fegurðin allt í
kring. Ef þú lifir T augnablikinu
drekkurðu í þig heillavænleg
áhrif umhverfisins og sál þín
endurnærist. En gangirðu eftir
ströndinni gnístrandi tönnum,
hugsandi um þunga skatta,
ósanngjarnan maka eða börn,
sem þú ræður ekki við, þá
gætirðu rétt eins lokað þig inni í
gluggalausu herbergi við þessar
hugleiðingar. Þannig fara menn
að því að sóa lífsorku sinni.
Haft er fyrir satt að viðbrögð
okkar séu flest mótuð í bernsku,
svo höldum við áfram að bregð-
ast við skynjunum okkar sam-
kvæmt því. Erum við þá frjáls
eða erum við þrælar þeirra
viðbragða sem urðu okkur
ósjálfráð Við verðum að rækta
með okkur eiginleika til þess að
sjá eigin athafnir eins og við
Ræða írú Noakes
huglæknis á þingi
áhugamanna um
lækningar eftir
öðrum leiðum en
þeim sem vest-
ræn vísindi hafa
viðurkennt
værum áhorfendur og spyrja: Er
þetta svörun sem nú á við eða
úrelt viðbrögð byggð á gömlum
ótta eða innrætingu?
Við ættum ekki að byrgja
tilfinningar okkar. Ef við reið-
umst er skárra að reiðin fái
útrás. Innibyrgð reiði sekkur sér
niður í dulvitundina og hefur
óheillavænleg áhrif á efnislík-
amann. Við ættum að leysa
tilfinningarnar úr læðingi, —
ekki kúga þær, það er fyrsta
skrefið í átt til frelsis. Annað
skrefið er að losna undan valdi
neikvæðra kennda. Þær fjötra
okkur við það sem þær beinast
að og torvelda þannig hlutlausa
heildarsýn.
Kærleikur er afl
til lausnar
Hvaðan kemur okkur afl til
lausnar? Enn hlýt ég að nefna
kærleikann. Ef við lútum honum
umbreytist allt. Og allt sem við
aðhöfumst veitir okkur vöxt og
fyllingu lífs, ekki einungis það
sem venjulega er flokkað undir
góðverk. Ég veit að góðverk
spretta úr jarðvegi kærleikans,
en til eru gervigóðverk sprottin
af löngun til að stækka eigin
persónu. Við gerum svo margt
sjálfum okkur til dýrðar, við
viljum vera merkilegt fólk. Trú-
lega getur slíkt verið tiltölulega
meinlaust svo lengi sem okkur er
ljóst að við erum að upphefja
okkur sjálf. Við verðum að hafa
góða gát á okkur sjálfum, ef við
eigum ekki að leiðast út í að nota
fólk og aðstæður til þess að
vekja athygli á sjálfum okkur.
Kærleikurinn á ekkert skylt
við að láta undan óskynsamleg-
um kröfum annarra. Hann opn-
ar augu okkar fyrir raunveru-
legum þörfum annarra, hvað
þeim muni vera fyrir bestu
þegar lengra er litið. Kærleikur-
inn forðar okkur frá ótímabærri
tilfinningasemi. Stundum felur
líf í honum í sér að við störfum
af krafti, stundum kemur það
fram í því að halda að sér
höndum. En ævinlega krefst
kærleikurinn þess að við séum
hræsnislaus og ærleg. En hvern-
ig þekkjum við tilfinningar
sprottnar af eigingjörnum ávana
frá ávöxtum kærleikans? Ef
hugur okkar fyllist neikvæðum
kenndum, reiði, öfund, ótta eða
afbrýði, þegar okkur gengur eitt-
hvað úr greipum, sem við ætluð-
um sjálfum okkur. Ef hlýhugur
okkar hverfur og sviðafull
sjálfskennd útilokar réttsýni og
samúð, þá er eigingirnin komin í
spilið. Við erum ekki frjáls nema
því verði breytt.
Að endingu langar mig til þess
að segja dálítið frá Patric
Shacleton lækni. Ég var í Kan-
ada þegar mér barst skeyti um
að hann væri að deyja. Ég fór
heim og sá hann nálgast dauð-
ann í 10 daga. Hann vissi hvað
að fór. Ekkert gat linað verkina
af krabbameininu nema slökun.
Hann beið dauðans óhræddur,
við ræddum hiklaust um það
sem var að gerast. Hann hlakk-
aði til að losna og hitta vinina
sem á undan voru farnir. Mér
fannst ég sjá hann umbreytast
og ég held að það hafi átt mestan
þátt í því, að hann sætti sig við
sársaukann. Ég á' ekki við að
fagna sársauka og líta á hann
sem Guðs vilja. Ég á aðeins við
að við ættum ekki að streitast á
móti því sem ekki verður um-
flúið. Þegar hann dó fannst mér
eins og hann hefði runnið inn í
annan fingerðari líkama.
Og hvað um sorgina? Ég held
að við ættum ekki að berjast
gegn henni heldur láta það eftir
okkur að syrgja. Við eigum ekki
að láta það ógert fremur en
annað sem er hluti af lífinu.
Kona nokkur í Suður-Afríku
missti mann sinn sem hún unni
heils hugar en hún lét ekki eftir
sér að lifa sorgina, heldur hélt
áfram verzlunarrekstri hans
eins og ekkert hefði í skorist.
Andlit hennar varð stjarft eins
og gríma. Þeldökkur þjónn henn-
ar sagði þá við hana eitthvað á
þessa leið: „Veit hún ekki að
sorgin verður stór og skelfileg ef
henni er ekki réttur sómi sýnd-
ur? Síðan hvenær hefur sorgin
verið eins og útlendingur, sem
við bjóðum ekki í hús okkar? Er
sorgin þá ekki systir gleðinnar,
sem með okkur býr?“
Já, við ættum að láta eftir
okkur að syrgja þegar þannig
stendur á. Stundum kemur það
fyrir í myrkrinu að það er eins
og eldingunum bókstaflega fari
að rigna yfir okkur og við eins og
hrópum í örvæntingu „Guð
minn, Guð minn, hví hefurðu
yfirgefið mig?“ Ef til vill verður
það einmitt slíkri stundu að við
vinnum þetta, sem við höfum
raunverulega alltaf verið að leita
að: Þetta nafnlausa innra með
okkur, Veruleikann, — hið ósegj-
anlega. Einhversstaðar innra
með okkur öllum er þessi um-
breytingastaður þar sem Ljósið
birtist. Að finna Meistarann í
djúpinu er upphaf hins nýja lífs.
Og það er þetta nýja líf, þetta
þróunarstig sem á okkur kallar
hér og nú.
Ég held að vitundin hafi
þróast stig af stigi frá óvitund til
meðvitundar, frá meðvitund til
sjálfsvitundar. Og hún getur
þróast áfram frá sjálfsvitund til
kærleiksvitundar.
Tímarnir eru stórmerkilegir.
Allt í kringum okkur eru gömul
form og stofnanir að leysast
sundur. Ef til vill óttumst við, —
en við sjáum líka að nýtt afl er
að koma til sögunnar. Við stönd-
um á þröskuldi nýrrar aldar,
tímum aðkallandi verkefna,
tímum mikillar spennu. Hvernig
bregðumst við við þessu? Hvað
getum við gert? Hvenær sem við
leitum Ljóssins hið innra með
okkur og hvenær sem við leitum
samfélags við aðra í kærleika
eigum við þátt í því að lyfta
sjálfum okkur og öllu lífi jarðar
í átt til Ljóssins. Þannig gefst
okkur kostur á að koma til móts
við Ljósið og fyrir kraft þess
þróast kærleiksvitundin stig af
stigi uns hún að síðustu umlykur
alla jörðina."
Úlfur Ragnarsson þýddi
Millifyrirsagnir eru Mbl.
.*