Morgunblaðið - 05.03.1980, Page 3

Morgunblaðið - 05.03.1980, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. MARZ 1980 3 EYRARBAKKAVEGUR — Unnið við gerð Eyrarbakkavegar. Á myndinni er Gunnar Olsen vegaverkstjóri. Stefán Jónsson á þingi Norðurlandaráðs: Sama gerðist á ís- landi 1951 og þegar sovéski herinn kom til Afganistans — ÉG veit, að það er rétt, að rikisstjórn Afganistans bað sov- éska herinn um að koma inn i land sitt. Ég veit, að þetta er rétt og einmitt þessa staðreynd er ástæða til að nefna fyrir íslend- ing, þvi að á sama hátt gerðist það 1951, að íslensk ríkisstjórn bað Bandarikjamenn að senda herafla til íslands án þess að spyrja þing og þjóð, sagði Stefán Jónsson alþingismaður Alþýðu- bandalagsins í ræðustól á þingi Norðurlandaráðs síðdegis í gær. Þá spurði Stefán Olof Palme hvaðan honum kæmi sú vitneskja, að hvergi á Norðurlöndunum væru kjarnorkuvopn. En í setningar- Ellert vill losna sem formaður full- trúaráðsins ELLERT B. Schram, nýráðinn rit- stjóri dagblaðsins Vísis hefur óskað eftir þvi að vera leystur undan formennsku i Fulltrúaráði sjálf- stæðisfélaganna í Reykjavík. Hefur hann vegna þessa bæði ritað stjórn fulltrúaráðsins bréf, svo og for- manni flokksins. Geir Hall- grímssyni. Ellert B. Schram sagði í samtali við Morgunblaðið í gær: „Ég hef farið fram á að verða leystur undan þessu ábyrgðarstarfi, vegna þess, að ég vil beita tíma mínum og kröftum óskiptum í þessu nýja starfi. En þar sem ég geri mér grein fyrir að þetta krefjist einhverrar umþóttunar og aðlögunar, veit ég að þetta getur ekki gerzt samstundis. Ég óska eftir að þessar breytingar eigi sér stað við fyrsta tækifæri." ræðu þingsins hafði Palme stað- hæft þetta. Gaf Stefán Jónsson til kynna, að þessi fullyrðing ætti ekki við um Island. Stefán Jónsson vitnaði einnig í ræðu Guttorms Hansens sósíaldemókrata frá Nor- egi og sagði, að það væri ekki stórmannlegt að hafna erlendum herstöðvum en telja þær mikils virði á íslandi. Fyrr í ræðu sinni fór Stefán Jónsson hörðum orðum um leið- toga norska hægri flokksins, Káre Willoch, fyrir þau ummæli hans, að Jan Mayen væri hluti af norsku strandlengjunni. En jafnframt sagðist Stefán ekki óttast það, að Islendingar og Norðmenn myndu ekki ná samkomulagi í Jan Mayen-málinu. Stefán tók í ræðu sinni undir þau orð Ankers Jörg- ensens forsætisráðherra Dana að sovéskur herafli ætti að hverfa út úr Afganistan og landið að verða hlutlaust að nýju. „Ef svo heldur sem Korfir fara einhverj- ar stoðir að bresta“ — segir Þráinn Þor- valdsson fram- kvæmdastjóri Hildu h.f. um stöðu ullariðnaðarins „ÍSLENZKUR ullariðnaður hefur aldrei staðið frammi fyrir jafn hrikalegum erfiðleikum eins og í dag og ef þessu heldur sem horfir fara einhverjar stoðir að bresta," sagði Þráinn Þorvaldsson fram- kvæmdastjóri Hildu hf. í samtali við Mbl. í gær. „Fyrst munu saumastofurnar gefast upp og aðrir aðilar fylgja á eftir. Hvernig á að vera hægt að reka útflutningsstarfsemi við nú- verandi þróun? — í október 1978 voru verð ákveðin fyrir söluárið 1979. Stöðugt seig á ógæfuhliðina eftir því sem á árið leið og þegar síðasta afskipun átti sér stað í desember hafði orðið um 33% tekjurýrnun. Sem dæmi um þetta má nefna, að ef teknar eru vísitölur hækk- ana tímabilin október 1978 og desember 1979 fyrir dollar, 2. taxta Iðju og prjónavoð kemur eftirfarandi í ljós: Október 1978 Desember 1979 um 13%. Nóvember 1979 Marz 1980 Það er því enginn grundvöllur fyrir framleiðslu fyrir útflutning við núverandi aðstæður. Þessu til viðbótar var ullarverð hækkað 1. marz sl. um 6%, sem mun vænt- anlega leiða til um 8% verðhækk- unar á bandi og prjónavoð, þegar tekið hefur verið tillit til annarra hækkana eins og launa. Þetta virðist því vera heldur vonlítil barátta og sú spurning hlýtur að gerast áleitin, hvort rétt sé að vera að berjast á móti útflutningi íslenzks ullarbands til úrvinnslu erlendis, þegar innlendur fataiðn- aður virðist dæmdur til þess að Dollar Vísitölur hækkana 2. taxti Iðju Prjónavoð 100.00 100.00 100.00 127.50 160.90 161.90 voru verðin og hækkuðu Vísitölur hækkana Dollar 2. taxti Iðju Prjónavoð 100.00 100.00 100.000 103.60 120.80 130.60 „Ullariðnaðurinn er að sigla upp á sker“ — segir Hjörtur Eiríksson fram- kvæmdastjóri iðn- aðardeildar Sambandsins „STAÐAN er afskaplega alvarleg hjá okkur og reyndar má segja að ullariðnaðurinn allur sé að sigla upp á sker,“ sagði Hjörtur Eiríksson framkvæmdastjóri Iðn- aðardeildar Sambands íslenzkra samvinnufélaga á Akureyri í sam- tali við Mbl. „Þegar staðan var metin fyrir síðust mánaðamót var hún orðin það slæm, að ef í ofaná lag kemur hækkun á ullinni og launahækk- anir er um hreint reiðarslag að ræða fyrir iðngreinina. Það segir sig því alveg sjálft að grípa verður til einhverra aðgerða þegar í stað ef ekki á illa að fara. Aðspurður um hvort ekki kæmi til greina að hækka verðin á erlendum mörkuðum sagði Hjört- ur að það væri ekki raunsætt, einfaldlega vegna þess að íslenzku verðin væru langt fyrir ofan öll önnur. — „Hækkun nú myndi hreinlega ýta okkur út af þeim mörkuðum sem við höfum komið okkur fyrir á. Iðnaðardeildin sel- ur mest til Sovétríkjanna, Norð- urlandanna og Þýzkalands. deyja drottni sínum. Erlendir framleiðendur geta boðið hlið- stæða vöru á 50% lægra verði,“ sagði Þráinn ennfremur. Þá sagði Þráinn að eftirspurn væri mikil eftir íslenzkum ullar- vörum og þeirri skoðun hefði verið haldið fra, að útflytjendur ullarvara hafi ekki hækkað verðið nógu mikið milli ára. „Hækkun útflutningsverðs í dollurum milli áranna 1979 og 1980 var 13% sem er rúmlega verðbólguhækkunin í Bandaríkjunum. Þótt verðbólgan í Bandaríkjunum hafi verið á tímabilinu september til septem- ber á síðasta ári 12,1% nam hækkun fatnaðar ekki nema um 2,5%. Á Bandaríkjamarkaði var hækkunin því um 10,5% meiri en almenn hækkun á fatnaði. Þessi ákvörðun um verðhækkunina var tekin eftir vandlega athugun á markaðinum. Afleiðingar þessar- ar hækkunar koma ekki fram fyrr en í sumar og haust, þegar neytandinn sér vöruna í verslun- um og þarf að taka ákvöðun um að kaupa eða kaupa ekki. Það hefur og komið í ljós að innkaupa- aðilar eru varkárir í innkaupum og bíða hreinlega fyrstu við- bragða neytenda," sagði Þráinn að síðustu. ^4 kynning Háskólafyr- irlestur SÆNSKI fjölmiðlafræðingurinn Ole Breitenstein flytur opinberan fyrir- lestur í boði félagsvísindadeildar Háskóla íslands fimmtudaginn 6. marz kl. 20.30 í stofu 201 í Lögbergi. Efni fyrirlestursins er kvikmynd- ir, sjónvarp og þjóðlegt sjálfstæði. Öllum er heimill aðgangur. Kynnum alla þessa viku nýjan Mazda 929 L Grand Luxe. Lúxusbíllinn á lága verðinu. Opið alla virka daga frá kl. 9—12 og 13—18 .. Leiðrétting í FRÉTT í blaðinu í gær um nýja gjaldskrárnefnd var einn nefndar- manna, Ragnar Árnason, titlaður lektor. Þetta er rangt, Ragnar er hagfræðingur. Er hann beðinn af- sökunar á þessari villu í fréttinni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.