Morgunblaðið - 05.03.1980, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 05.03.1980, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. MARZ 1980 15 w ERLENT Ljótar lýsingar vitnis, sem slapp úr klóm Chicago, 4. marz — AP. RÉTTARHÖLD standa nú yfir fjöldamorðingjanum John Gacy en hann hefur játað á sig morð á 33 ungum mönnum, sem hann misþyrmdi kynferðislega. Hann hefur játað að hafa grafið 29 lík í húsagarðinum hjá sér. í gær skýrði vitni frá kynferðislegum misþyrmingum á sér og féll maðurinn hvað cftir annað í grát. Hann sagði, að Gacy hefði nauðg- að sér og misþyrmt fyrir þremur árum. Gacy lék „rússneska rúll- ettu“ við manninn, það er miðaði byssu að höfði hans með einu Gacys skoti i og tilviljun ein réð hvort skot hljóp af eða ekki. Vitnið sagði, að Gacy hafi allan tímann verið með byssu við hönd- ina og hótaði honum lífláti ef hann þýddist hann ekki. „Hann bauð mér áfengi en ég hafnaði. Þá greip hann um munn mér, og hellti áfengi í mig,“ sagði vitnið. Að sögn vitnisins stóð þetta yfir i nokkrar klukkustundir. Gacy hef- ur játað á sig fleiri morð en áður hefur þekkst í sögu Bandaríkj- anna. Akæruvaldið hefur krafist dauðadóms yfir honum en verj- andi segir, að Gacy hafi framið ódæðin vegna geðveiki. HREYFILL datt af Boeing 707-flugvél taiwanska flugfélagsins China Airlines í lendingu á flugvellinum i Manila i siðustu viku, eldur kom upp i flugvélinni og sprenging varð í henni. en aðeins þriggja af 135 manns sem voru i vélinni var saknað. Ekkert lik fannst i vélinni, og bollalagt er hvort þremenningarnir hafi komizt lífs af án þess að tilkynna það yfirvöldum. Meðfylgjandi mynd sýnir farþega vera að stökkva frá borði út um fremstu dyr vélarinnar. Líðan skárri Djubljana, 4. marz — AP. LÍÐAN Josip Broz Titos, Júgó- slavíuforseta, var skárri í dag, að því er læknar sögðu. Heldur hafði dregið úr lungnabólgu, sem hefur meðal annars þjáð forsetann en í fréttatilkynn- ingu lækna forsetans sagði, að líðan hans væri „enn alvarleg“. Samkvæmt öðrum læknaheim- ildum sagði, að þó að lungna- bólgunni létti þá væri einsýnt að líf forsetans myndi fjara út á næstunni — einungis væri spurning um tíma. „... afganslta þjóðin flýtur í eigin blóði“ Islamalmd 4. marz — AP. LEIÐTOGAR fimm skæruliða- fylkinga í Afganistan héldu í dag fund með fréttamönnum í íslamabad í Pakistan. Þeir sögðu, að þeir myndu ekki sækjast eftir aðstoð erlendis frá, en samþykkja hana ef hún yrði boðin. Burhan-Uddin Rabb- ini, talsmaður fylkinganna, sagði að aðstoð hefði ekki borist frá Bandarikjunum. Kína, né nokkru öðru landi. „Við höfum nægan mannafla en skortir vopn. Hundruð Afg- ana hafa verið myrt af Sovét- mönnum en þrátt fyrir það lætur umheimurimj sig litlu varða þjáningar afgönsku þjóð- arinnar," sagði Rabbini, og bætti við: „Hinn vestræni heimur stendur hjá og horfir aðgerða- laus á þjáningar afgönsku þjóð- arinnar. Allt tal um mannrétt- indin á Vesturlöndum er okkur einskisvert því afganska þjóðin flýtur í eigin blóði vegna ofbeld- isverka Sovétmanna." Þeir sögðu, að afganski stjórn- arherinn hefði beðið mikið af- hroð í bardögum við skæruliða síðustu þrjá daga. Þeir sögðu að 1800 afganskir stjórnarhermenn hefðu fallið og að herfylki afg- anskra stjórnárhermanna hefði verið króað af við Asmar og Shegal. í fréttum frá Washington sagði, að samkvæmt heimildum CIA hefðu afganskir stjórnar- hermenn myrt 1300 óbreytta borgara á síðasta ári að fyrir- mælum sovéskra hernaðarráð- gjafa. Hermenn hefðu myrt og nauðgað. Lloyd Bentsen, öld- ungadeildarþingmaður, hefur kvatt til alþjóða rannsóknar- nefndar til að kanna hvað hæft sé í meintum fjöldamorðum í landinu. Carter lét stöðva greiðslur til trúar- leiðtoga í Iran 1977 New York, 4. marz — AP. JIMMY Carter, forseti Banda- rikjanna, lét hætta greiðslum CIA til íranskra trúarleiðtoga árið 1977, þrátt fyrir viðvaranir um að það kynni að grafa undan stuðningi trúarleiðtoganna við fyrrverandi keisara írans, Reza Pahlavi. Tímaritið Politics today skýrði írá þessu í dag. Heimildir segja, að allt að 400 milljónir dollara hafi árlega verið greidd- ar til trúarleiðtoga í íran, þó að aðrar heimildir segi að upphæð- irnar séu ekki svo háar. Féð fór um hendur ayatollah Kazem Shariatmadari; eins vold- ugasta ayatollahns í Iran. Tíma- ritið hafði eftir heimildum að greiðslur til trúarleiðtoga í Iran hefðu hafist árið 1953. Ástæða Dæmdir í 359 ára fangelsi Madrid. 4. mars — AP. DÓMSTÓLL í Madrid dæmdi í dag þrjá hægrisinnaða öfgamenn í fangelsi í 359 ár fyrir morð á fimm lögfræðingum, sem voru kommún- istar. Dómurinn gegn hægrisinn- unum er hinn fyrsti gegn þeim frá því 1939 þegar Franco komst til valda eftir borgarastyrjöldina. Búist er við að hægrisinnar á Spáni muni mótmæla dómunum. þess að Carter lét hætta greiðslum var, að honum höfðu gramist frásagnir um greiðslur til Jór- daníu sama ár. Veður Akureyri 3 léttskýjað Amsterdam 6 rigning Aþena 13 heiðskírt Barcelona 13 rigning Berlín 3 heiðskírt BrUssel 7 heiöskírt Chicago 1 snjókoma Feneyjar 9 heiðríkt Frankfurt 7 skýjaö Genf 7 heiðskírt Helsinkí -3 heiðskírt Jerúsalem 8 heiðskírt Jóhannesarborg 24 heiöskírt Kaupmannahöfn 0 skýjað Las Palmas 18 léttskýjað Lissabon 14 heiöskírt London 11 heiðskírt Los Angeles 17 heiðskírt Madrid 13 heiðskírt Malaga 14 alskýjað Mallorca 14 skýjað Miami 12 skýjaö Moskva -4 skýjað New York 4 heiðskírt Osló 2 heiðskírt París 6 heiöskírt Reykjavík 2 úrk.í grennd Rio de Janeiro 36 heiðskírt Róm 15 skýjað Stokkhólmur 0 heiöskírt Tel Aviv 15 heiðskírt Tókýó 12 skýjaö Vancouver 9 heiöskírt Vínarborg 5 skýjað Vance tekur á sig skömmina Washington, 4. marz — AP. JIMMY Carter, forseti Banda- ríkjanna. sagði á fundi með fréttamönnum í nótt, að sam- þykki Bandaríkjanna við tillögu í öryggisráðinu í nótt hefði verið að hluta til á misskilningi byggt. „Bandaríkin greiddu atkvæði með tillögunni í þeirri trú, að Jerúsalem væri látin liggja á milli hluta“, sagði forsetinn og bætti við: „Misskilningurinn hef- ur greinilega orðið til þess að greitt var atkvæði með tillögunni en ekki setið hjá." Donald McHenry, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, gaf í dag í skyn, að pólitískur þrýstingur hefði valdið því að Jimmy Carter hefði gert þetta opinbert. McHenry sagði, að skoðun Bandaríkjamanna á land- námi Gyðinga á herteknum svæð- um hefði ekkert breyst. Hann sagði það stefnu Bandaríkjanna, að landnámið væri ólöglegt og stæði í vegi fyrir friðarsamning- um. ísraelska stjórnin hélt í dag fund um ályktun öryggisráðsins og hafnaði tillögunni algjörlega. Israelum var samkvæmt tillög- unni gert að flytja Gyðinga á herteknum svæðum á brott. Einn- ig að hætt yrði við framkvæmdir í Jerúsalem og hernámið í austur- hluta borgarinnar er fordæmt. Cyrus Vance tók í dag á sig alla ábyrgð á þeim misskilningi, sem írak fær París, 3. marz. AP. FRAKKAR munu útvega írökum úran-eldsneyti í kjarnorkurann- sóknarstöð sem er í smíðum nálægt Bagdad að sögn frönsku kjarnorkustofnunarinnar í dag. Eldsneytið verður í tilrauna kjarnaofn sem írakar pöntuðu í ágúst 1976. Afhendingu kjarna- ofnsins seinkaði þegar óþekktir skemmdarverkamenn sprengdu upp verksmiðju þar sem hann var í smíðum í april í fyrra. Vegna uggs Bandaríkjamanna um útbreiðslu kjarnorkuvopna og uggs Israelsmanna um öryggi sitt ætluðu Frakkar að útvega úran- eldsneyti sem ekki er hægt að breyta til vopnaframleiðslu. En Irakir sem Frakkar fá meiri olíu frá en öðrum þjóðum að einni undanskilinni hafa neitað að taka við slíku eldsneyti og krafizt þess að Frakkar stæðu við upphaflega samninginn. Valery Giscard d’Estaing var um helgina í Kuwait þar sem hann hófst handa um nýja sókn til að auka áhrif Frakka í Arabaheimin- um og viðurkenndi í dag í fyrsta aB'TTfc kom upp, og sagði í tilkynningu utanríkisráðuneytisins í dag, að skilaboðum hefði ekki verið komið nægilega greinilega til McHenrys og að Vance tæki á sig ábyrgð vegna þessa. Edward Kennedy, öldungadeildarþingmaður, for- dæmdi í dag harðlega samþykki Bandaríkjanna við tillögu öryggis- ráðsins. úraníum sinn sjálfsákvörðunarrétt Pal- estínumanna. Þetta kom fram í tilkynningu sem var birt eftir heimsókn forsetans.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.