Morgunblaðið - 05.03.1980, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 05.03.1980, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. MARZ 1980 17 Þessa mynd tók Emilia Björg Björnsdóttir á hinum íjölmenna fundi Verslunarmannafélags Reykjavikur um skattamál i fyrrakvöld, en um 200 manns sóttu fundinn. ÍP^ÍJ! WjSf * .■». . á J WuM 'W íæ ' i-í f /I m w 1 mm k / \.. m m Jk aH .» %wr' Fjölmenni á fundi V.R. um skattamál: Síðasta árið sem allar vaxtagreiðslur eru frá- dráttarbærar til skatts UM TVÖ hundruð manns sóttu fund Verslunarmannafélags Reykjavíkur um skattamál í fyrrakvöld, og báru fundarmenn fram fjölda fyrirspurna um hið nýja skattframtaiseyðublað og ný skattalög. Frummælendur á fundinum voru þeir Atli Hauksson 'löggiltur endurskoðandi og Sigfinnur Sig- urðsson hagfræðingur. Sigfinnur sagði í samtali við blaðamann Morgunblaðsins í gær, að mjög mörgum fyrirspurnum hefði verið beint til Atla. Mest hefði borið á spurningum um vaxtafrádrátt, sem fólk væri greinilega í nokk- urri óvissu um. Sagði Sigfinnur vera rétt að minna skattgreiðend- ur á, að nú væru vextir í siðasta skipti frádráttarbærir til skatts, og jafnframt yrði hætt að skatt- leggja vaxtatekjur. Þetta ætti þó ekki við um þá sem eru að kaupa eða byggja húsnæði sem sannan- lega er til eigin nota. Þar verður vaxtafrádrátturinn allt að 1500 þúsund krónum hjá einstaklingi og 3 milljónum króna hjá hjónum, og er miðað við að leyfilegt verði að draga frá vexti af veðdeildar- lánum og lífeyrissjóðslánum til húsbygginga, og einnig skamm- tímalánum í ákveðinn tíma. Iscargo opnar skrifstofu í New York: Hef ur samið við stærsta vöruflutningafélag heims ISCARGO mun í lok þessa mánaðar opna skrifstofu í New York í Bandaríkjun- um, að því er Kristinn Finnbogason fram- kvæmdastjóri félagsins tjáði blaðamanni Morgun- blaðsins í fyrradag. Hefur Baldur Berndsen verið ráðinn til að veita skrif- stofunni forstöðu að sögn Kristins, en Baldur var um ellefu ára skeið stöðv- arstjóri hjá Loftleiðum og síðar Flugleiðum í New York. Þá sagði Kristinn að Iscargo hefði nú samið við flugfélagið Flying Tiger í Bandaríkjunum sem yrðu umboðsmenn félags- ins þar, og myndu Iscargomenn tengjast „flugneti“ þeirra vestra. Kristinn sagði Flying Tiger nú um þessar myndir vera að kaupa félagið Seabord, sem Flugleiðir hafa haft mikil samskipti við, og yrðu Sea- board og Tiger þá stærsta vöruflutningaflugfélag í heimi eftir að þau kaup yrðu um garð gengin. Kristinn sagði augljóst að þessi sambönd Iscargo vestra yrðu mikill styrkur fyrir félag- ið. Nú þessa stundina sagði hann flutninga hins vegar vera með minnsta móti eins og gerðist og gengi á þessum árstíma, en þó væri nú flutt tvisvar sinnum meira en á sama tíma 1979. Allan vöru- flutning hjá Iscargo sagði Kristinn að viðskiptavinir yrðu að staðgreiða, enda gæti félag- ið ekki lánað slík gjöld vegna óhagstæðra olíukaupasamn- inga og fleiri atriða, sem nú væri raunar unnið að að færa í betra horf. Kristinn sagði að nýlega hefði fjórum mönnum verið sagt upp hjá félaginu, þremur í fullu starfi og einum í hálfu. Meðal þeirra var einn aðstoð- arflugmaður á sexu. Sagði Kristinn þessar uppsagnir fyrst og fremst stafa af breyt- ingum hjá félaginu, eins og best sæist líka af því að um leið væri verið að ráða menn í önnur störf, til dæmis í Banda- ríkjunum. NORRÆNU FÉLÖGIN — Forsætisnefnd Norrænu félaganna heldur um þessar mundir fundi í Norræna húsinu i tengslum við þing Norðuriandaráðs og að sögn Hjálmars Ólafssonar formanns Norræna félagsins á íslandi er aðalumræðuefni fundanna ný lög fyrir Samband norrænu félaganna, sem nú hefur runnið sitt tilraunaskeið. Fundinum lýkur á fimmtudag. Frá vinstri á myndinni eru: Anneli Jáátermáki frá Finnlandi, Jeiker Sjögren frá Sviþjóð, Áke Landqvist frá Svíþjóð, Johannes Antonson frá Svíþjóð, Ture Salo frá Finnlandi, Veikko Karsma frá Finnlandi, Lars Porko frá Álandseyjum, Gerhard Arnesen frá Noregi, Reidar Carlsen frá Noregi, Gustav af Hállström, Jónas Eysteinsson frá íslandi, Hjálmar ólafsson frá íslandi, Jóen Pauli Joensen frá Færeyjum, Erik Andersen frá Danmörku, Torben Staubo frá Danmörku, Hanna Mortensen frá Færeyjum. Ljósmynd Mbi. Emiiiá. „Háskólaráði bar að vísa mál- inu til deildar“ — segir háskóla- rektor um kvörtun og bréf Sigrúnar Gísla- dóttur til mennta- málaráðherra „ÉG TEL rétt að bíða og sjá hvað menntamálaráðherra ger- ir í málinu, og ég hef í sjálfu sér ekki mikið um þetta mál að segja,“ sagði Guðmuníjur Magnússon háskólarektor í samtali við blaðamann Morgun- blaðsins í gær er hann var spurður álits á bréfi Sigrúnar Gísladóttur í blaðinu á laugar- daginn. Guðmundur sagði rétt að und- irstrika það, að mál af þessu tagi heyrði undir deildir Háskólans samkvæmt lögum og reglugerð- um, og í ljósi þess hefði háskóla- ráð fjallað um málið. Skipti í rauninni ekki máli hvaða skoðun ráðið hefði á málinu vegna þess að því bæri lögum samkvæmt að vísa því til deilda. Þá sagði rektor einnig að gera bæri greinarmun á því hvort um kvörtun væri að ræða eða ákæru. Eins og erindið hefði borist háskólaráði væri það ekki orðað sem kæra og ekki unnt að líta á það sem slíkt. Jafnvel þó Sigrún skoðaði málið sem kæru, þá væri um kvörtun að ræða. Yrði hins vegar um kæru að Siarún Gísladóttir: í H.ll-lri.i klrfn, rr v»r*» nkmnrfn, .« , fóru rkk, -»m»n v»irti 1- K »* 1 7.!uh»u, rru * vrrk.v,*, U-»r -;u.f »n«* mr* mjmrV I d» há»kól»n» H«rr rm.Ukur m. m.S.'l M *m “ • 1 ^nlm'.m^V-ndu' ^rl,n « .kk, k,m, „1 srr.n. frrl., fylgir m . .ú ábyni* »» ^"Xkí h.n* , i kenmdu rkk, ul fyr.r ríl.lr* 1*«»;'; ";\"X!dur Erl.n*.- | | llálkóU l*Uml» mró þv«ku «rm j Wf I 1 .ÍUlKrrin .« .lonsku «m suks^ B 1 1 Krr.n Krnn.UM e* -lunM á | ^ 1 1 nrvtíi vóir fvrlr'.kólsirió 1»79— ■ 1 1 'SO i.l *'und. framh.lil.nám 1 ■ | | don.ku «16 H»«k<.U Wiiiió^I^ 1 ■ I Kært til M| rk nám«irin»r^n^n [.r,.firoan i hrndur | ilmlMlur *umbí^1°rkkhU^lkó*^ h’nv-í»;r'. ’i.nmn" ' hl'deild., »* |wr fylnisi : h*ri ' i‘*Vfrtkl'ri«í*»”ink- 'on"mnör;rr *» ■"• «luKrr#»r há.kóUn. J»fnfr»mi j „ilaíi'nn»r Kei1« rkki irri hrryliniru. »* upphaf 2- m*r . | li*r r.«i»irr rr rfl.Ai.1 -A* *»fnu tilrfni ' ' ,.lnl nnir hátkóUrá* t»»> Þroun.r.k»ld«*ur 1 húskóHfAÖH l* KT SuhvKrUlrówn ^**íl*K*[ j ^ ■ uk l.fi - t>m» rfliv fl Bn\ - vrr, hnil »'1 vkvlil* nrmrmlur l.l | ■ 1' wrVlÍ^im uif-"um[Nrtu^u | DPIÐ BRÉF im I TIL MENNTAMALA- 1 SíSSrS 11 hlukku.i.imUr |..f um mslúl k..m |||| mAur.l.Ai «h mrr \M‘ti rkki «h>ll H Wl l»ku |mii ■ na.n.kr.Aum þr-. BbM um - hrhlu ...1, þnr mró j RAÐHERRA||g| ngmn þrvar. 3j» »diU hrfur 1 Loðnukvóti aukinn um 2000 tonn á skip Útgerðarmenn verða að velja á milli loðnuveiða og netaveiða SJÁVARÚTVEGSRÁÐUNEYTIÐ hefur ákveðið að veita hverju loðnuskipi heimild til þess að veiða tvö þúsund lestir af loðnu til viðbótar þeim 750 lestum, sem leyft var að veiða i síðasta mánuði. Eru skipstjórar ekki lengur bundnir þvi að koma með ákveðinn afla i hverri ferð og ekki eru i hinni nýju heimild skilyrði fyrir því hvernig aflinn er unninn. Hins vegar verða útgerðarmenn að velja á milli loðnuveiða og þorskveiða með net, en skip getur ekki farið á báðar þessar veiðar. ræða hefði Háskólinn ekkert með málið að gera, heldur yrði það menntamálaráðuneytisins og dómstólanna. Því yrði að gera mjög skýran greinarmun á þessu tvennu, kæru og kvörtun, en það væri ekki gert í bréfi Sigrúnar né í leiðara Morgunblaðsins í gær. Nú væri málið því raun- verulega afgreitt af hálfu Há- skólans eins og það hefði komið fyrir, háskólaráð hefði vísað því til deildar eins og því bar. Málið yrði því ekki tekið upp að nýju nema eitthvað nýtt kæmi fram í málinu. í fréttatilkynningu frá ráðu- neytinu segir, að þessi ákvörðun byggist á því, að enn hafi fengizt óveruleg loðna í frystingu og fyrirsjáanlegt sé, að ella næðist ekki að frysta loðnu eða loðnu- hrogn upp í gerða samninga. Ennfremur sé tekið tillit til þess, að enn hafi nokkrar verstöðvar á sunnanverðu landinu fengið lítið sem ekkert af loðnu til vinnslu. Þessi aukning á kvóta loðnubáta tekur aðeins til þeirra báta, sem ekki fara til þorsknetaveiða, en það mun vera um helmingur loðnuflotans, segir í tilkynning- unni. Þeir, sem hafa fengið leyfi til þorskveiða með net en ætla að nýta sér þessa aukningu loðnu- kvótans, skulu þegar tilkynna ráðuneytinu það og endursenda leyfi til þorskveiða með net. Ráðuneytið hefur ákveðið að breyta ekki þeirri reglu, að loðnu- bátar, sem netaveiðar stunda, skuli ávallt koma með öll net í land þegar komið er til löndunar. Full- trúar samtaka útvegsmanna og yfirmanna á fiskiskipum hafa ein- dregið lagst gegn því að þessari reglu verði breytt og verður hún því látin gilda áfram, segir að lokum í frétt ráðuneytisins. /

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.