Morgunblaðið - 05.03.1980, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 05.03.1980, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. MARZ 1980 7 Heiöarleg og óhlutdræg blaöamennska Nú um mánaðamótin tók Ellert B. Schram við ritstjórn dagblaðsins Vísis af Heröi Einarssyni, sem hverfur aftur að framkvaemdastörfum fyrir blaðið. í Vísi ó mánu- dag var var birt eftirfar- andi forystugrein undir fyrirsögninni: Dagblöð og stjórnmálaflokkar. „Á síðari árum hefur þeim dagblöðum óðum fækkað sem beinlínis eru málgögn ákveðinn stjórnmálaflokka. Þessi þróun hefur veriö jákvæð fyrir blööin sjálf og flokk- ana. Einlit og blind flokkslína fjölmiðla í fréttum sem frásögnum er hvorki heilbrigðri skoðanamyndun né áliti stjórnmálaflokka til fram- dráttar. Hér á landi sem víðar hefur vaxið úr grasi ný kynslóð blaöamanna, sem leggur metnað sinn í heiðarlega og óhlutdræga blaða- mennsku og tekur ekki við forskriftum eöa fyrir- mælum frá flokks- skrifstofum. Því ber að fagna. Segja má, að aðeins þrjú dagblöð séu enn ó flokkspólitískum klafa. Alþýðublaðið og Tíminn eru gefin út af viðkom- andi flokkum og Þjóðvilj- anum er stýrt úr herbúð- um Alþýðubandalagsins. Hann er flokkspólitískt málgagn. Á Tímanum er þó höfð uppi augljós við- leitni til að gera frétta- flutning frjálsari og óháð- ari ströngustu hagsmun- um Framsóknarflokksins. Slíkra tilburða veröur hinsvegar ekki vart á Þjóöviljanum. Ef til vill mætti halda því fram, aö Morgunblað- ið væri einnig flokksblað, ef tekiö er tillit til ein- dreginnar afstöðu blaös- ins, t.d. gegn stjórnar- myndun Gunnars Thoroddsen. Svo er þó ekki. Blaöið er ekki mál- gagn Sjálfstæðisflokks- ins í hefðbundnum skiln- ingi, enda hefur það raunar stööugt legiö und- ir ámæli flokksbundinna sjálfstæöismanna fyrir of mikið sjálfstæöi og jafn- vel ögrun gagnvart viö- horfum þess breiöa fjölda sem Sjálfstæðis- flokkurinn vill höfða til.“ Vísir áfram sjálfum sér samkvæmur „Engin launung hefur verið á því, að meöal aðstandenda bæði Vísis og Dagblaðsins eru margir áhrifamiklir sjálf- stæðismenn. Blöðin eru hinsvegar ekki í neinum formlegum tengslum við Sjálfstæðisflokkinn og hafa tvímælalaust leitast viö að vera óháð og sjálfstæð gagnvart svo- kallaðri flokkslínu hverju sinni. Dagblaðið hefur mjög gumað af sjálfstæði sínu, titlar sig sérstaklega sem frjálst og óháð og hefur tekist að telja fjölmörg- um trú um að svo væri. Því hefur það óneitanlega vakið þjóðarathygli hversu mjög blaöið hefur verið hallt undir Gunnar Thoroddsen og stjórn- armyndun hans. Hefur ekki mátt á milli sjá, hvort blaðið hefur fagnað mest núverandi ríkis- stjórn, Dagblaðið, Tíminn eða Þjóðviljinn. Því er þetta rakið hér, að sumir halda að viö ritstjóraskipti á Vísi verði tekin upp einhver harð- línustefna í þágu flokks- forystunnar í Sjálfstæðis- flokknum. Þetta er óþarfur misskilningur. Vísir mun áfram veröa sjálfum sér samkvæmur í þerri stefnu, sem fylgt hefur verið, sem frjálst og sjálfstætt blað. Ritstjórar blaðsins hafa verið og verða sjáifs sín herrar, og munu óhikað hér eftir sem hingað til taka mál- efnalega afstöðu til manna og málefna, án tillits til þess hvar í flokki þeir standa. Hitt er ekkert leynd- armál, að Vísir vill stuðla að eflingu frjáls framtaks og félagslegum umbót- um og varar við auknum ríkisafskiptum í hvers- konar mynd. Að þessu leyti fara sjónarmiö ritstjórnar saman viö stefnu Sjálf- stæðisflokksins og í þeim efnum mun blaðið veita stjórnmálamönnum aö- hald, sjálfstæöismönnum sem öðrum, og þá hvort heldur þeir eru innan eöa utan ríkisstjórnar.“ nflGBLÖÐ OG STJÚRNMALAFLOKKAR I I I I I I I I I I Múlahverfi - 400 ferm. Til sölu er ein, nálega 400 ferm. skrifstofuhæð í smíðum í Múlahverfi á besta staö. Verður hæöin afhent tilbúin undir tréverk með frágenginni sameign og fullfrágenginni lóð. Auðvelt er að skipta hæöinni í smærri einingar. Eldtraust skjalageymsla er á hæðinni. Er hér um vandaða smíð að ræða og mjög trausta byggingaraöila. Frekari upplýsingar veröa aðeins veittar á skrifstofunni. Magnús Hreggviðsson, Síðumúla 33, símar 86888 — 86868. P.s. aöeins þessi eina hæð eftir í húsinu. KIENZLE Úr og klukkur hjá fagmanninum. MYNDAMÓT HF. PRENTMYNDAGERÐ AÐALSTRÆTI • - SÍMAR: 17152-17355 Þökkum innilega gjafir, blóm og heillaóskir á gullbrúð- kaupsdegi okkar 22. febrúar síðastl. Sigrídur Fridriksdóttir Stefán Ágúst Kristjánsson Ég þakka hjartanlega öllum, sem heiðruðu mig á ýmsan hátt á sjötugsafmæli mínu 17. febrúar sl. Sérstaklega þakka ég stjórn Útvegsbankans og starfsfólki bankans fyrir margvíslegan sóma mér sýndan af þessu tilefni. Þormóður Ögmundsson P0LAR M0HR Útvegum þessar heimsþekktu pappírs- skurðarvélar beint frá verksmiðju. Sturlaugur Jónsson, & Co s.f. Vesturgötu 16, Reykjavik, simi 14680. NÁMSKEIÐ Hvernig má verjast streitu? Á liðnu ári hélt Stjórnunarfélagið fjögur nám- skeiö þar sem kenndar voru aðferðir sem nota má til að draga úr áhrifum streitu og innri spennu á daglega líðan manna. Námskeið þessi þóttu afar fróðleg, og sóttu þau um 170 þátttakendur. Leiðbeinandi á námskeiðunum er Dr. Pétur Guðjónsson félags- sálfræðingur en hann hefur á undanförnum árum haldið þessi námskeið í Bandaríkjunum, þar sem hann er búsettur. Stjórnun- arfélagið mun nú í marz efna til tveggja námskeiða undir leið- sögn Dr. Péturs þar sem hann kennir tækni til varnar streitu. Fyrra námskeiðið verður haldið á Hótel Esju dagana 10. og 11. marz kl. 13.30—18.30 en hið síðara 12. og 13. marz á sama tíma. Leiöbeinandi: Dr. Pétur Guöjónsson félagssálfræöingur Nánari uppl. og skráning þátttakenda hjá Stjórnunarfélagi íslands, Síðumúla 23, sími 82930. Ék ...I\ STJORNUNARFELAG ÍSLANDS Síðumúla 23 — Sími 82930

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.