Morgunblaðið - 05.03.1980, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 05.03.1980, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. MARZ 1980 ÞING NORÐURLANDARÁÐS Málið of flókið til að hljóta afgreiðslu nú — sagði Anker Jörgensen Erlendur Patursson lýsti yfir vonbrigðum sínum í RÆÐU sinni á þingi Norð- urlandaráðs í gær gerði Ank- er Jörgensen utanríkisráð- herra að umtalsefni beina aðild Færeyinga og Græn- lendinga að Norðurlandaráð- inu og sagði m.a.: — Danska stjórnin viður- kennir, að þetta mál er svo flókið að það er ekki hægt að leysa það á þessum -fundi og það þarf að skoðast betur. Ég vona að með frekari vinnu megi finna lausn, sem kemur til móts við þá hagsmuni, sem vinir okkar í Færeyjum og Græanlandi af norrænu sam- starfi. Jörgensen skýrði frá því í ræðu sinni að danska ríkis- stjórnin hefði á fundi 7. febrúar sl. ákveðið að flytja tillögu þess efnis fyrir Norður- landaráði, að aðild Fæeyja og Grænlands yrði tekin til at- hugunar. Hingað til hefur þátttaka Grænlendinga byggst á aðild þeirra að danska þinginu en síðan Fær- eyingar fengu heimastjórn 1970 hafa fulltrúar þeirra í Norðurlandaráði verið valdir af Lögþinginu og Landsstjórn- inni. I fyrra fengu svo Græn- lendingar einnig heimastjórn sem kunnugt er, og sagði Jörgensen að það væri skoðun dönsku ríkisstjórnarinnar að þessar tvær þjóðir eigi í fram- tíðinni að eiga beinni aðild að Norðurlandaráði en hingað til. Hins vegar væri málið flókn- ara en svo að það yrði afgreitt nú, eins og áður er getið. Erlendur Patursson lög- þingsmaður í Færeyjum talaði á eftir Anker Jörgensen og þakkaði hann dönsku stjórn- inni fyrir hafa flutt þessa tillögu. Hins vegar kvaðst hann hafa orðið fyrir von- brigðum með þau orð Ankers Jörgensens, að málið væri of flókið til þess að það yrði afgreitt á þessu þingi. — Málið hefur verið rætt í 10 ár og það sérstaklega tekið fyrir á þrem- ur þingum, sagði Patursson. Kjörið í upplýsinganefnd EFTIRTALDIR hlutu kjör í upplýsinganefnd Norður- ________________ landaráðs: Anker Jörgensen forsætisráöherra Dana flytur ræðu sína á þinginu í gærmorgun. Full aðild Færeyinga og Grænlendinga: (I.jósm. Ól. K. Magn.). Halldór Ásgrímsson: .Áskiljum okk- ur sama rétt og Norðmenn“ HALLDÓR Ásgrímsson alþing- auðlindir eru ekki nýttar með ismaður minntist á Jan Mayen- málið í ræðu sinni á þingi Norðurlandaráðs í gær, og sagði m.a.: „í ræðu sinni nefndi Káre Willoch fiskveiðihagsmuni á miðunum við Jan Mayen. Ég held ekki að það sé til nytsemdar að draga það mál inn í þessar umræður. Þó verð ég að benda á að Jan Mayen er á svæði þar sem menn hafa ekki fasta búsetu, og Fundi frestað vegna fámennis DAGSKRÁ fundar Norður- landaráðs fór nokkuð úr skorðum í gær og er ástæðan sú, að mun fleiri skráðu sig á mælendaskrá en fyrirfram var búist við. Voru alls 49 fulltrúar skráðir á mælenda- skrá í gær, 20 á annan fund fyrir hádegi og 29 á þriðja fund eftir hádegi. Vegna fjölda ræðumanna var ákveðið að gera ekkert matarhlé milli klukkan 12 og 14 eins og stóð á dagskrá. Þegar mælendaskrá morgun- fundarins var tæmd um klukkan 12,30 var seinni fund- ur settur og ræðumenn kallað- ir fram. Tveir þeirra fyrstu svöruðu ekki kalli, voru ekki viðstaddir en sá þriðji hélt síðan ræðu sína en þá aðeins tveir fulltrúar viðstaddir í salnum. Næstu ræðumenn neituðu síðan að tala yfir tómum sal og sá forsetinn, Esli Hetemázki-Olander frá Finnlandi, ekki annað fært en að fresta fundum til klukkan 13 í von um betri mætingu. úthaldi þaðan. Við áskiljum okk- ur og höfum alltaf áskilið okkur sama rétt og Norðmenn á Jan Mayen-svæðinu. Því verðum við að vara mjög við einhliða út- færslu norskrar efnahagslög- sögu við Jan Mayen, eins og Káre Willoch gaf í skyn í ræðu sinni. Þetta mál verður að leysa með samningum milli Norð- manna og íslendinga." Halldór Ásgrímsson gerði Nordsat-málið einnig að umræðuefni í ræðu sinni og sagði m.a. í því sambandi: „Nordsat er verkefni, sem hleypt getur nýju lífi í norræna samvinnu, — verkefni, sem get- ur vísað okkur veginn í sam- starfi á öðrum sviðum, t.d. í efnahagsmálum. Við verðum að kynnast betur. Við verðum að öðlast meiri skilning á því, sem unnið er að á hinum Norðurlöndunum, og fylgjast með þeim umræðum, sem fram fara um þjóðmál, Ekkert getur betur stuðlað að norrænni samvinnu en Nordsat. Því er Nordsat-málið góður mælikvarði á hinn raunverulega vilja á því að efla norræna samvinnu." Halldór Ásgrimsson Gunnar Thoroddsen forsætisráðherra: Ákveðið að kanna möguleika á nánara samstarfi í orkumálum „ÞAÐ HEFUR orðið að samkomulagi hér að kannaðir verði möguleikar á nánara sam- starfi Norðurlandanna i orku- málum. Stjórnir landanna hafa fullan vilja á því að koma á nánara samstarfi á þessu sviði, ekki sízt í því skyni að Norður- iöndin geti komið fram sameig- inlega gagnvart öðrum þegar um orkuhagsmuni þeirra er að ræða, en slík samstaða mun tvimælalaust verða til þess að styrkja stöðu Norðurlandanna að þessu leyti, ekki sízt innan fjölþjóðastofnana, sem sumar þeirra eða allar eiga aðild að, svo sem OECD, EBE, EFTA, Alþjóðaorkumálastofnuninni og Sameinuðu þjóðunum“, sagði Gunnar Thoroddsen forsætisráð- herra að loknum ráðherrafundi um orkumál, sem haldinn var í gær. „Við forsætisráðherrarnir höf- um átt hér tvo fundi í tengslum við Norðurlandaráðsþingið. Fyrri fundurinn var fyrst og fremst í kynningarskyni, en við fimm höf- um ekki hitzt fyrr í þessum eiginleika. Jafnframt ræddum við hvernig haga megi samstarfi forsætisráðherra ríkjanna, þann- ig að það verði í fastari skorðum en verið hefur. Á síðari fundinum voru orkumálin til umræðu, en hann sátu jafnframt samstarfs- ráðherrar og orkuráðherrar ríkjanna. Niðurstaða þess fundar varð sú, að orkuráðherrar skiluðu svonefndri framvinduskýrslu um orkumál fyrir fund forsætisráð- herra Norðurlandanna, sem hald- inn verður í Danmörku eða Nor- egi í maí n.k.“, sagði forsætisráð- herra. Frá Danmörku: Christian Christiansen og Robert Peder- sen. Frá Finnlandi: Ilkka- Christian Björklund og Petter Savola. , Frá íslandi: Halldór Ásgrímsson og Árni Gunn- arsson. Frá Noregi: Jo Benkow og Guttorm Hansen. Frá Svíþjóð: Sture Palm og Rune Gustavsson. Sömu fulltrúar sátu áður í nefndinni að því undanskildu að Halldór Ásgrímsson kemur inn í nefndina í stað Páls Péturssonar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.