Morgunblaðið - 05.03.1980, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 05.03.1980, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. MARZ 1980 11 ÞING NORÐURLANDARÁÐS (Ljósm. ól.K.Magn.) Nokkrir þeirra hundrað blaðamanna, sem skrifa fréttir frá Norðurlandaþinginu i Reykjavík. Deilt um öryggismál: Finnskir kommúnistar átöldu varnarviðbúnað í N-Noregi og lýstu friðarvilja Sovétmanna UMRÆÐUR um öryggismál settu nokkurn svip á fundi Norðurlandaráðs i gær. í ræðu sinni vék Anker Jörgensen forsætisráðherra Danmerkur sérstaklega að þessum málum og svaraði þar með óbeinum hætti þeim árásum, sem danska stjórnin hefur orðið fyrir vegna áforma um auknar varnir Danmerkur. Til hvassra orðaskipta kom milli Inger Ilirvelá úr finnska kommúnistaflokknum og K&re Wiiloch úr norska hægri flokknum um varnir Noregs og ráðagerðir um að koma þar fyrir hergögnum fyrir aðfluttan liðsauka á hættustundu. I upphafi umræðnanna f gær tók Anker Jörgensen forsætisráðherra Danmerkur til máls og hóf ræðu sína á því að fara nokkrum orðum um innrásina í Afganistan og sagö- ist hann vona, að tillagan um aö Afganistan geti að nýju skipað sér sess meðal þjóða utan hernaðar- bandalaga næði fram að ganga. Sagði Jörgensen, að þingheimur vissi, að ekkert Norðurlandanna hefði gripið til ráðstafana, sem með rökum væri unnt að segja, að ógnuðu öðrum löndum. Ekkert gæti verið fjær hugmyndum norrænna manna en grípa til einhverra slíkra ráðstaf- ana. Danski fosætisráðherrann sagði, að það væri óbreytt skoðun stjórnar sinnar, að þau öryggisstefnumið, sem Norðurlandaþjóðirnar hver um sig hefðu ákveðið að fylgja, mynduðu sameiginlega heild, er stuðlaði að því að skapa festu og kyrrð í öryggis- málum þeirra og með stefnu sinni leggi Norðurlöndin mikilvægan skerf fram til að tryggja öryggi í Evrópu og veröldinni allri. Ekki væri með rökum unnt að halda því fram, að nokkur norrænu ríkisstjórnanna stefndi að því að breyta þessu. Þvert á móti ættu riki utan Norðurlanda að viðurkenna þessa ró og þennan stöðugleika þar á meðal Sovétríkin. í ræðu sinni vék Inger Hirvelá úr finnska kommúnistaflokknum að því að þegar fyrsti fundur Norðurland- aráðs hafi verið haldinn hafi ekki verið mörg ár liðin síðan Sovétríkin höfðu rekið hersveitir Hitlers frá Norður-Noregi og frá herstöðinni á Bornholm. Finnski herinn hafi rekið Þjóðverja frá Norður-Finnlandi. Síðan þessir atburðir gerðust hafi Norðurlöndunumí raun ekki verið ógnað. En nú gerist það svo þrjátíu árum síðar, að ákveðið sé að auka vígbúnað í NATO-löndunum og áf- orm séu uppi um að koma fyrir hergögnum í Noregi fyrir band- aríska hermenn. Það sé ekki erfitt að gera sér grein fyrir því, hver hinn hugsanlegi óvinur sé, og þess vegna ekki óeðlilegt, að menn velti því fyrir sér, hversu traust röksemdafærslan sé í ögrandi tali manna um svo- nefnda „rússagrýlu". Hirvelá spurði, hvort ekki væri nær að menn veltu fyrir sér orðum Carters Bandaríkjaforseta sem segði, að hann stefndi að því að gera Bandaríkin að „voldugasta ríki ver- aldar“. Taldi hún það miður, að æsingurinn í forsetakapphlaupinu í Bandaríkjunum hefði jafn dapurleg áhrif á alþjóðleg samskipti og raun væri á. Þá sagði Hirvelá, að geymsla hergagna í Noregi ásamt með kjarn- orkueldflaugum í Evrópu og höfun- um umhverfis álfuna hefði í för með sér alvarlega ógnun einnig fyrir lönd utan hernaðarbandalaga. K&re Willoch úr hægri flokknum í Noregi bað um orðið strax á eftir Hirvelá. Hann sagði, að það væri skiljanlegt, að þeir sem kæmu fram sem sérstakir vinir Sovétríkjanna við þær aðstæður, þegar þau hefðu nýlega ráðist inn í nágrannaríki sitt, fyndu hjá sér sérstaka hvöt til að lýsa friðarvilja þeirra og sakleysi. En hins vegar sagðist hann ekki geta skilið, að fulltrúi á Norðurlanda- ráðsþingi teldi sér sæma að flytja ræðu, sem byggðist á þeim augljósu rangfærslum, að nota ætti norskt land fyrir árásarstöðvar á hendur öðrum ríkjum. Síðar um daginn kom það enn í hlut Kare Willoch að svara þing- manni finnskra kommúnista, að þessu sinni Sten Söderström. Hinn finnski þingmaður átaldi harðlega það sem hann nefndi „aukin hernað- arumsvif NATO í Norður-Noregi" og sagði m.a.: „Samvizka mín býður mér að tala. Þessi hernaðarumsvif hljóta að vekja óhug sérhverrar friðelskandi manneskju á Norður- löndum". Síðar í ræðu sinni sagði hann: „Það má með sanni segja að Norðurlöndin séu að sýkjast af gömlum sjúkdómi, tortryggni, sem við þekkjum frá því að kalda stríðið stóð yfir. Þegar slíkt er á döfinni er því venjulega haldið fram af hálfu Vesturveldanna, að það séu ögranir Sovétmanna, sem geri slíkar ákvarð- anir nauðsynlegar. Því er haldið fram nú enda þótt Carter forseti hafi í fyrrasumar sagt, að jafnvægi ríkti milli austurs og vesturs. Hvað hefur síðan gerzt, sem á að hafa aukið á ögranir af hálfu Sovétríkj- anna? Sovétríkin hafa tekið einhliða ákvörðun um að fækka hermönnum og minnka vopnabirgðir sínar í miðevrópu. Þar höfum við sem sagt hinar áþreifanlegu og auknu ögranir af hálfu Sovétríkjanna." Söderström ræddi síðan um at- vinnu- og efnahagsmál, en minntist t.d. ekki á innrás Sovétríkjanna í Afganistan. I svari Káre Willoch kom m.a. fram, að ekki færi hjá því að spurt væri í þessu sambandi hver það væri í þessum umræðum, sem vildi ala á tortryggni, og það í þokkabót í garð nágrannaríkis. „Ef Sovétríkin", sagði Willoch, „tækju trúanlegar slíkar sögur um að stefna Norð- manna væri liður í alþjóðlegum samtökum um að ögra Sovétríkjun- um, væri það alvarlegt, en við verðum að vona og trúa því að kommúnistaleiðtogarnir í Kreml séu raunsærri á mati sínu á utanríkis- stefnu Norðmanna en kommúnískir skoðanabræður þeirra í Finnlandi." Síðan sagði K&re Willoch: „Það, sem þróunin sýnir fyrst og fremst er það að ef aðstæður verða slíkar á einhverju svæði að Sovétrík- in geti aukið þar áhrif sín án þess að taka teljandi áhættu þá eiga Sovét- menn bágt með að standast freist- inguna. Afganistan er dæmi, sem sannar þetta, og það er ekkert nýtt. Slíkt raunsæismat hefur gert það að verkum að við höfum talið rétt að tryggja varnir okkar sjálfir, um leið og við höfum tekið þátt í varnarsam- starfi. Áratugum saman hefur verið sagt að þessi stefna stofni friði í hættu, en það hefur komið í ljós að hún tryggir frið. í hvert skipti sem sameiginlegar heræfingar með þátttöku mjög takmarkaðs fjölda hermanna fara fram í Noregi fáum við að heyra að nú sé eitthvað nýtt og hættulegt á ferðum, enda þótt reynslan sanni hið gagnstæða. Stað- reyndin er sú að stefna Norðmanna í þessum efnum á þátt í þeim stöðug- leyka, sem ríkir á Norðurlöndum, og iún á þannig þátt í að tryggja frið á Norðurlöndum, til heilla fyrir öll Norðurlönd.“ Verðlaunin afhent við athöfn í Háskólabíói í hátíðlega gærkvöldi BÓMENNTA- og tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs voru afhent við hátiðlega athöfn i Háskólabiói i gærkvöldi. Sem kunnugt er hlaut sænska skáldkonan Sara Lidman bókmenntaverðlaunin að þessu sinni en danska tónskáldið Pelle Gudmundsen-Holmgreen hlaut tón- listarverðlaunin. Verðlaunaupp- hæðin er 75 þúsund danskar krón- ur en það samsvarar tæpum 5,5 milljónum íslenzkra króna. Athöfnin í Háskólabíói hófst með því að Sinfóníuhljómsveit Islands lék fjóra þætti úr „Vatnasvítunni" eftir Hándel undir stjórn Páls P. Pálssonar. Því næst flutti Matthías Á. Mathiesen forseti Norðurlanda- ráðs stutt ávarp. Kom fram í ávarpi hans að bókmenntaverðlaunin eru nú veitt í 19. skipti en tónlistarverð- launin í 8. skipti. Kona hefur ekki áður hlotið bókmenntaverðlaunin. Næst tók til máls dr. Philos Jorunn Hareide og fjallaði hún um Frá verðlaunaafhendingu I Háskólabiói i gærkvöldi. Matthias Á. Mathiesen afhendir Pelle Gudmundsen-Holmgreen verðlaunin og á minni myndinni sést Sara Lidman flytja ávarp sitt. Ljósm. Emiiia. skáldskap Söru Lidman og sérstak- lega um bókin „Verdens barn“, sem hún hlýtur verðlaunin fyrir. Að máli hennar loknu afhenti Matthías Á. Mathiesen Söru Lidman verðlaunin og hún flutti síðan ávarp. í ávarpi sínu fjallaði hún m:a. um það hve bókmenntirnar ættu erfitt uppdráttar í Svíþjóð. Svíar væru orðnir svo ríkir að þeir hefðu ekki efni á því að kaupa bækur heldur keyptu þeir bara hasarblöð. í lok ávarpsins fjallaði hún lítillega um gervihnattakerfið Nordsat og spurði hvort áhættan væri ekki mikil og hvort menn óttuðust ekki að efnis- úrvalið yrði eins og í sænsku sölu- turnunum. Þegar Sara Lidman hafði lokið ávarpi sínu lék strengjasveit tvö íslenzk þjóðlög í útsetningu Johan Svendsen en að því búnu hófst afhending tónlistarverðlaunanna. Grön Bergendal dagskrárstjóri flutti ræðu um tónskáldið Pelle Gud- mundsen-Holmgreen og tónsmíðar hans og fjallaði sérstaklega um verðlaunaverkið Symfoni/Antifoni. Því næst afhenti Matthías Á. Math- iesen tónskáldinu verðlaunin og Pelle Gudmundsen-Holmgreen flutti stutt ávarp. Að lokum léku Pétur Þorvaldsson og Reynir Sigurðsson hið sérstæða verk Plateaux pour deux fyrr selló, slagverk og tvær bílflautur eftir Gudmundsen- Holmgren. Margt manna var við athöfnina, ráðherrar, alþingismenn, fulltrúar í Norðurlandaráði, framámenn í lista- lífi og fleiri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.