Morgunblaðið - 05.03.1980, Síða 28

Morgunblaðið - 05.03.1980, Síða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. MARZ 1980 Vl» MORfidlv-í^j’ MrriNU \\ ]s Eigum við þá að senda eitt flöskuskeyti á 2ja tima fresti? Það munaði mjóu núna! Kjarnorka og ragnarök Eftirfarandi bréf barst Velvak- anda frá Svíþjóð: „Kæri Velvakandi og aðrir land- ar mínir á íslandi og víðar. Þegar ég fór af landi brott þann 4. janúar á þessu ári áleiðis til Svíaríkis á Skandinavíuskaga átti ég ekki von á því að ég myndi senda bréf til Velvakanda á næst- unni. En það hefur farið á annan veg. Hér úti í Svíþjóð og víðar erlendis úti í hinum stóra heimi er baráttan milli góðs og ills tífalt harðari en heima á íslandi. Alls kyns samtök eru hér ríkjandi, áróðurinn mjög mikill á alla kanta. Hér í Svíaríki er baráttan t.d. mjög mikil milli þeirra sem eru með og á móti kjarnorkunni og áróður þeirra beggja er yfir- stígandi. En það er ekkert sem við fáum að gert gegn þessum ógn- valdi. Ég þori að halda því fram að áður en mjög langt um líður muni orð Lúkasar spámanns í Biblíunni rætast: „En jörðin mun verða að 1 BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson Heldur er það sjaldan. að aðsend spil eru á þessu siðuhorni. En nú bregður svo við, að þessa viku verða birt hér 5 spil, sem öll hafa nýlega komið fyrir. Og við byrjum á spilum frá pennahress- um Vestmannaeyjingi. Það er ekki oft, sem game vinnst á báðum borðum hjá sömu sveit en það gerðist í þessu spili. A-V á ír gaf. Norður S. xxx H. Kxx T. Kxxx L. lOxx Austur S. DlOxxxx H. GlOxx T. - L. Kxx Suður S. — H. ÁDxxx T. ÁDGxx L. Dxx Suður opnaði á 1 hjarta, vestur doblaði, norður pass, austur 1 spaða, suður 2 tígla, vestur 2 spaða, norður 3 tígla og austur 4 spaða. Suður hugsaði sig lengi um og utan hættú sagði hann 5 tígla, sem voru doblaðir. Utspil vesturs var laufás og aftur lauf (einkar þægilegt). Aust- ur tók á kóng og spilaði þriðja laufinu. Drottningin átti slaginn og sagnhafi spilaði öllum tromp- unum. Á síðasta trompið kastaði austur hjarta og þar með voru 11 slagir í húsi. Ekki beint falleg vörn. Á hinu borðinu fundu A-V fljótlega samleguna í spaða og eftir að N-S voru komnir í 5 hjörtu hallaði vestur sér í 5 spaða. Ekki lagði suður í að dobla þá sögn og það var eins fallegt fyrir hann því, að eftir að hann hafði tekið á hjartaás hirti vestur sína 12 upplögðu slagi og game unnið á báðum borðum gaf ansi fallega tölu. Það er sérstök ástæða til að þakka fyrir spilin frá Eyjum þó að í þessu spili hafi spilamennskan og sagnirnar ekki verið til fyrir- myndar. Enda er það undantekn- ing, að game fáist á bæði borð í sveitakeppni án þess, að einhver geri villu. hættu, suðu Vestur S. ÁKGx H. x T. lOxxx L. ÁGxx Maigret og vínkaupmaöurinn Eltir Georges Simenon Jóhanna Knstjónsdóttir snen á íslensku 62 Þetta er maður sem allt sitt líf hefur orðið að þola auðmýkj- ingu í einhverri mynd. Svo að nú finnst honum í aðra röndina hann hafi öðlast frelsi. Allir lögreglumenn í Paris eru að leita að honum og geta ckki náð honum. Er það ekki töluverður sigur fyrir hann. Hann er orðinn þýðingarmikil persóna. — Og hann verður enn þýð- ingarmeiri þegar hann loks kemur fyrir réttinn. — Það er sjálfsagt þess vegna sem hann getur ekki alls kostar gert upp við sig hvort hann á að halda áfram að vera í feluleik við okkur eða láta hanka sig. Hann fór aftur að lesa hlöðin. Vont bragð af pipunni. það var sjálfsagt hálsbólgan sem gerði það að verkum. Ilann kenndi til í augnlokunum og fann til verkjar i höfði. Klukkan hálf tíu stóð hann upp eina ferðina enn. Og á gangstéttinni beint á móti stóð maður, sem hallaði aftur höfð- inu og virtist mæna upp i glugga ibúðarinnar. Frú Maigret sem sat við borðsendann. opnaði munninn og ætlaði að bera fram spurn- ingu. En samtímis varð henni litið á baksvip eiginmanns síns þar sem hann stóð algerlega hreyfingarlaus við gluggann og þó eins og hver taug væri þanin til hins itrasta. í þessari skyndilegu kyrrð var ekki rósemi, heldur þvert á móti eitthvað dulúðugt. Maigret horfði á manninn og þorði ekki að hreyfa sig. af ótta við að hræða hann burtu. Og maðurinn virtist horfa á móti. þvi að hann hlaut að sjá skuggamynd Maigrets á gluggatjöldunum. Einu sinni þegar þau voru i Meung sur Loise og Maigret lá og hvildi sig i stól, stökk ikorni niður úr tré hinum megin i garðinum. Fyrst hafði hann verið þarna án þess að bæra á sér og það lá við borð að Maigret sæi hjarta litla dýrsins slá undir mjúkum silkihárunum. Gætilega hreyfði hann sig — færði sig nokkra sentimetra og nam svo staðar. Maigret hafði haldið niðri i sér andanum og hann og litli ikorninn horföust þó allan tímann í augu. Samt var líkami dýrsins i viðbragðsstöðu — hann gat átt það til á hverri stundu að hverfa honum sjón- um. Þetta gerðist allt afar hægt. fkorninn varð djarfari og kom allt að metra nær. Þetta stóð áreiðanlega yfir í tiu mínútur og loks var hann ekki nema um hálfan metra frá stól Maigrets og hönd hans sem hann lét lafa niður mcð stólnum. Hvað hafði vakað fyrir honum? Langaði hann til að láta strjúka sér? Að minnsta kosti ekki nógu mikið. Ilann horfði um hrið á hönd mannsins og svo allt í einu snerist hann örsnöggt á hæli og hvarf. Þctta rifjaðist upp fyrir Maigret þegar hann starði á manninn á gangstéttinni. Einn- ig Gilbert Pigou var sem i leiðsluáhrifum. Og hann hafði nú fylgt honum eftir í fjarlægð að visu, upp á síðkastið. En hann var eins og íkorninn þó — tilbúinn að taka undir sig stökk og hvcrfa. Það myndi ckkert hafa upp á sig þótt Maigrct kladdi sig og færi niður. Þá yrði enginn á gang- stéttinni. Það myndi heldur ekki tjóa að hringja til lögregl- unnar. Var maðurinn að reyna að hleypa í sig kjarki til að ganga yfir götuna og hringja bjöll- unni hjá honum? Það var ekki útilokað. Hann átti enga vini, hafði engan að leita til. Hann hafði gert það sem hann hafði einsett sér að gera. Hann hafði skotið Oscar Chab- ut. Því næst hafði hann lagt á flótta. Hvers vegna hafði hann gert það? Sennilega ósjálfráð viðbrögð. Og hvað hugðist hann gera? Ætlaði hann að halda

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.