Morgunblaðið - 05.03.1980, Síða 13

Morgunblaðið - 05.03.1980, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. MARZ 1980 13 Einn vetur í mennta- skóla kostar milljón — segja nemendur á Laugarvatni Laugarvatni 18. febrúar. 1980. Menntaskólinn á Laugarvatni hefur mikla sérstöðu meðal menntaskóla í landinu vegna þess, að hann er í sveit en ekki í þéttbýli eins og aðrir slíkir skólar og a.m.k. 90% nemenda hans búa í heima- vist. í skólanum eru í vetur 180 nemendur og kemur tæpur helm- ingur þeirra úr öðrum fræðslu- umdæmum. Langflestir sækja máltíðir í mötuneyti skólans og þurfa því lauslega áætlað að greiða 600 þús. kr. í fæðiskostnað yfir veturinn og þar af fara um 40% í vinnulaun starfsfólks. Það er fjarri því að ekki séu fleiri útgjaldaliðir, sem hafa verður í huga þegar á að reikna heildar- kostnað. (Við höfum áætlað að ferðakostnaður til og frá heimili sé 120 þús. ef hver ferð kostar 20 þús. að meðaltali og farnar séu 6 ferðir). Bókakostnaður er um 100 þús. og annar kostnaður 200 þús. (fatnaður og aðrar nauðsynjar). Að viðbættum ferðakostnaði læt- ur því nærri að heildarkostnaður verði um ein milljón króna. Geta má þess að með breyttri mennta- löggjöf og niðurskurði ríkissjóðs hefur þessi skóli orðið illa úti. í því sambandi má nefna að við hina ýmsu fjölbrautaskóla, sem sprottið hafa upp nú hin síðari ár, er álitið að hljóta megi sambæri- lega menntun og er veitt hér. Af þeim sökum fá þeir nemendur er koma þaðan, sem fjölbrautaskóli er eða vísir að honum ekki námsstyrk, sem úthlutað er úr ríkissjóði. Einnig er ástæða til að taka það fram að nemendafélagið hefur neyðst til að kaupa sjón- varpstæki og þvottavél til stofn- unarinnar og mikið af bókum á bóksafn skólans vegna þess að fjárveiting hefur ekki fengist. Ef nemandi vinnur á lægsta verkamannataxta (1360 á tímann í dagv.) 40 stundir á viku, sem er algengt sökum þess hversu erfitt er að fá vel borgaða vinnu í svo stuttan tíma, sem sumarfríið er, Bréf til leiðréttingar Vegna þess að ég hef tvisvar með stuttu millibili verið rang- feðraður í Morgunblaðinu nú síðast 24. febr. sl. í grein um sýninguna Listiðn íslenskra kvenna, en ég hannaði þá sýningu, og þar sem mér hefur á liðnum árum fallið heldur vel við eigið nafn og ber raunar nokkurn hlý- hug í brjósti gagnvart réttu nafni mínu, bið ég vinsamlegast um birtingu þessa bréfs í blaði þínu. í fyrrnefndri gein þykir mér illt að sjá einhvern Björn talinn föður minn, og í ljósi þess að báðir foreldrar mínir eru látnir og geta þar af leiðandi ekki borið hönd fyrir höfuð sér í þessu máli á hefðbundinn hátt, tel ég mér skylt að leiðrétta rangfeðrun þessa á mér þó ég teljist tæpast hafa verið viðstaddur tilurð mína sem marktækt vitni. Þar sem ég veit að foreldrum mínum var hjúskapur meira al- vörumál en mörgum nú til dags, þegar vart telst til tíðinda þótt fólk stundi stóðlíf af mikilli elju, þá vil ég undirstrika að ég tel fráleitt og vísa því alfarið á bug að ég sé getinn í hórdómi og tel það grófa móðgun við minningu for- eldra minna, þegar brenglað er uppá mig einhverju óviðkomandi förðurnafni. Því vil ég að lokum taka skýrt fram að faðir minn hét Bjarni og frábið ég alla viðleitni að öðru föðurnafni mér til handa. Kópavogi 26. 2.1980. Gunnar Bjarnason Leikmyndateiknari. fær hann 761.600 kr. á þremur og hálfum mánuði. í þessu dæmi vantar þó nokkuð mikið til að endar nái saman, og hver á að borga mismuninn? í flestum til- fellum eru það foreldrar, sem hjálpa börnum sínum út úr þeim vanda. En ef þau geta ekki styrkt þau til náms, hvernig er þá komið fyrir því stolti íslendinga að allir hafi jafnan rétt til náms? Á þeirri forsendu að menntun megi aldrei verða forréttindi efna- fólks, byggjum við þá kröfu okkar að ríkið borgi að fullu laun starfsfólks, eins og tíðkast við mötuneyti ýmissa annarra ríkis- stofnana. L.M.F. nefnd Menntaskólans að Laugarvatni: Gunnlaugur B. ólafsson, Bjarni ó Magnússon. Lárus Þ. Kristjánsson, Agnar B. Brynjólfsson. ***«««•* miun iMtitit Minm HVAÐ GETUR SAFNLÁN VERZLUNARBANKANS GERT FYRIR MG? Ef þú notfærir þér Safnlánakerfi Verzlunarbankans öðlastu lánsrétt á upphæð sem er jafn há þeirri sem safnað er. Þú ræður sparnaðarupphæðinni og - tímanum að miklu leyti. Saf nlánið getur riðið baggamuninn þegar fjárfesting stendur fyrir dyrum. Vantar þig t. d. nýjan bíl, hljómtæki eða húsmuni? Kannske ertu kominn með nóg til að fley ta ykkur öllum til Kanarí, eða til að ljúka dýru námi. Safnlánið getur gert góða hluti fvrir þig ,_fái þaðtækifæri. ÞU SAFNAR Vlfl LANUNI VŒZLUNflRBfiNKINN Spyrjið um Safnlánið og fáið bækling í öllum afgreiðslum bankans.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.