Morgunblaðið - 05.03.1980, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 05.03.1980, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. MARZ 1980 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson. Björn Jóhannsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskriftargjald 4.500,00 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 230 kr. eintakiö. Stöðvast frystihúsin ? Gunnar Thoroddsen, forsætisráðherra, sagði í viðtali við Mbl. sl. laugardag, að frystiiðnaðurinn hefði búið við þokkalega afkomu undanfarin tvö ár og væri því betur í stakk búinn til að mæta tímabundnum erfiðleikum. Hvorki væri ástæða til gengisfellingar né hraðs gengissigs að svo stöddu. Morgunblaðið sneri sér til nokkurra rekstraraðila í frystiiðnaði í tilefni yfirlýsingar forsætisráðherra. Jón Ingvarsson, framkvæmdastjóri Isbjarnarins, sagði m.a., að samkvæmt útreikningum SH og SIS yrði tap frystiiðnaðar- ins, eftir kauphækkun 1. marz sl., 9% af veltu, eða um 12 milljarðar króna á ári. Mat Þjóðhagsstofnunar væri hins vegar 6.6% tap af veltu en þá væri vaxtakostnaður vanmetinn að dómi rekstraraðila. „Það hefur verið stefna stjórnvalda undanfarið ár,“ sagði Jón Ingvarsson, „að afkoma frystihúsanna væri á núlli, en það þýðir óhjákvæmilega, að mörg frystihús eru rekin með tapi. Af því leiðir að frystihús, sem rekin eru á núlli eða með tapi árum saman, geta með engu móti mætt kröfum tímans, hvað snertir aukna nýtingu, hagræðingu, bættan útbúnað o.s.frv.... Þessi stefna er þjóðhagslega stórhættuleg vegna þess, að íslenzkum frystiiðnaði eru ekki búin sambærileg rekstrarskilyrði og frystiiðnaði samkeppnislandanna." Hermann Hansson, kaupfélagsstjóri í Höfn í Hornafirði, sagði m.a.: „Við verðlagningu á hráefni í janúar var í raun miðað við annað tveggja: verðhækkun á erlendum markaði eða gengissig. I staðinn fyrir verðhækkun á erlendum markaði hafa komið verðlækkanir... Þar sem verðlækkanir hafa orðið en ekki gengissig er ljóst, að við hljótum að vera í bullandi taprekstri og við finnum fyrir því í rekstri okkar nú þegar.“ Jón Páll Halldórsson, framkvæmdastjóri Norðurtangans á Isafirði, sagði m.a.: „Ég verð að láta í ljósi undrun mína á þessum ummælum forsætisráðherra. Hann hefur í höndum allar upplýsingar Þjóðhagsstofnunar um stöðu þessarar atvinnugreinar og á því og hlýtur að vita betur.“ Forráðamenn frystihúsa á Vestfjörðum koma saman á fund í dag til að ræða þá alvarlegu stöðu, sem komin er upp í sjávarútveginum. í greinargerð frá Sambandi fiskvinnslustöðva segir m.a.: „Frá því í upphafi sl. árs hafa laun í fiskvinnslu hækkað um tæplega 62% og verð það, sem greiða þarf fyrir hráefnið, hækkað um tæplega 60%. Þessir tveir þættir eru nú um 80% alls kostnaðar við fiskvinnslu. Tekjur fiskvinnslunnar ráðast að mestu af gengi og hefur verð á Bandaríkjadollar einungis hækkað um 28% frá ársbyrjun 1979.“ Kostnaður hefur því aukizt tvöfalt á við tekjurnar. Frystihúsamenn gagnrýna og harðlega ákvörðun um samdrátt í endurkaupum afurðalána hjá Seðlabanka. „Fram hefur kornið," segir í greinargerð fiskvinnslustöðvanna, „að til þessa ráðs er gripið vegna minnkandi fjárráða Seðlabank- ans. Talsmenn bankans hafa sagt að þar valdi mestu stóraukin skuldasöfnun ríkissjóðs á síðari árum. Afleiðingar óstjórnar ríkisfjármálanna eru nú látnar bitna á atvinnu- vegunum með þessum hætti. Harðari dómur um ríkisfjár- málastefnuna hefur varla í annan tíma komið frá opinberum aðilum." Hliðstæður vandi steðjar að öðrum greinum útflutnings- iðnaðar. Þannig segir Pétur Eiríksson, forstjóri Álafoss, að 25% hækkun ullarverðs og 20% hækkun launa frá því í nóvembermánuði sl., án hækkunar á sölumörkuðum, hafi leitt til 15—20% halla í ullariðnaðinum. Skorti hann nú IV2 til 2 milljarða til að láta enda ná saman á rekstrarárinu. Og Jón Ingvarsson hjá Isbirninum sagði í lok viðtals við hann: „Ef það er ekki talinn bráðaðkallandi vandi, að undirstöðuatvinnuvegur þjóðarinnar er rekinn með 9% eða 6.6% tapi, þá veit ég ekki, hvað bráðaðkallandi vandi er; því fyrirsjáanlegt er að fyrstihúsin hljóti að stöðvast áður en langt um líður verði ekkert að gert.“ Af þessum ummælum forystumanna í útflutningsatvinnu- vegum má sjá, að horfur í málefnum þeirra eru ískyggilegar um þessar mundir, svo ekki sé meira sagt. Hlutafélag um laxaeldi: Ætla að framleiða a.m.k. eina milljón laxaseiða í UNDIRBÚNINGI er nú stofnun hlutafélagsins Fisk- eldis h.f. Tilgangur og markmið þess félags er að gera fiskeldi að arðbærum atvinnuvegi sem legði þjóðinni til verðmætar útflutningsafurðir sem yrði í framtíðinni stór þáttur í útflutningi og matvælaiðnaði. Framkvæmdanefnd að stofnun hlutafélagsins boðaði fréttamenn á sinn fund og kom þar fram, að hugmyndin er að reisa stöð sem framleiddi minnst eina milljón seiða árlega. Þó kom það einnig fram, að þetta skref yrði stigið í tveimur áföngum, þ.e. út í full afköst yrði ekki farið fyrr en viðamiklar tilraunir hefðu farið fram sem færðu heim sanninn um að grundvöllur væri fyrir seiða- framleiðslu. Seiðin yrðu fyrst og fremst notuð til hafbeitar en jafnframt yrði framleiðslan í framtíðinni grunnur undir annars konar laxeldi, t.d. sjókvía og kerjaeldi. Er félagið hefur hafið störf að fullu mun það stuðla að því að afurðir fiskeldis á Islandi verði fluttar út sem fullunnin vara til neytenda með íslensku vörumerki þar sem félagið mun verða íslenskt að öllu leyti. Framleiðsluverðmæti 8—900 milljónir Stofnkostnaður stöðvar sem framleiddi eina milljón seiða myndi verða um einn milljarður króna miðað við hagstæðustu að- stæður. En miðað við 5—15% endurheimtur og verðlag á laxi í dag má reikna með að fram- leiðsluverðmæti stöðvarinnar í fullum gangi yrði um 8—900 milljónir króna. Nefndarmenn voru mjög bjart- sýnir á að félagið ætti eftir að gefa góða raun. Bentu þeir á mikla eftirspurn eftir laxi bæði innan lands og utan. Einnig kom það fram hjá þeim, að Atlantshafslax- inn sem er talinn einn sá besti að gæðum er aðeins lítið brot af heildarframleiðslu laxa. Minnst eitt þúsund hluthafar Undirbúningur að stofnun fé: lagsins hófst í október sl. í samræmi við ný hlutafjárlög var ákveðið að fyrst yrði haldinn undirbúningsfundur til að kanna áhuga almennings á þessu máli. Var sá fundur vel sóttur og fékkst loforð fyrir nægjanlegu hlutafé til að grundvöllur væri talinn fyrir stofnun slíks félags. Ætlunin er að fá minnst eitt þúsund hluthafa og að hlutafé verði allt að 450 milljónir. Stefnt er að sem víðtæk- astri þátttöku einstaklinga jafnt sem félaga auk ríkisins. Þá verður einnig leitað samstarfs við þá, sem starfa við hafbeit og eldi hérlend- is. Framkvæmdanefndin vinnur nú að söfnun hlutafjár og verður því lokið 27. mars n.k. Einnig vinnur hún að undirbúningi stofnfundar- ins sem verður innan tíðar. Ljósm. KrÍNtján. Framkvæmdanefnd að stofnun almenningshlutafélagsins Fiskeldis h.f. á fundi með fréttamönnum. Atburðirnir i Rockville ræddir í varnarmálanefnd: „Slikir atburðir geta skað- að óbætanlega samskipti Is- lendinga og Varnarliðsins44 MORGUNBLAÐINU barst í gær- kvöldi svohljóðandi fréttatil- kynning frá utanríkisráðuneyt- inu: „Á fundi varnarmálanefndar í dag var lögð fram bókun frá íslenska hluta nefndarinnar varð- andi atburð þann er varð í Rock- ville 25. febrúar 1980 þegar tveir íslenskir starfsmenn Varnarliðs- ins voru stöðvaðir og kyrrsettir af bandarískum vörðum. I bókuninni segir m.a. að ríkisstjórnin harmi síendurtekna atburði af þessu tagi að undanförnu. Það hefur ítrekað verið bent á, að íslendingar eru ekki vanir byssum eða öðrum vopnum og vísað var til 5. gr. varnarsamningsins sem segir, að Bandaríkin skuli ávallt hafa í huga hve fámennir íslendingar eru svo og það, að þeir hafa ekki öldum saman vanist vopnaburði. Lögð var áhersla á, að slíkir atburðir geti leitt til þess að lífstjón hljótist af eða meiðsli og slíkur atburður væri til þess fallinn að skaða óbætanlega sam- skipti Islendinga og Varnarliðsins. Lögð var þung áhersla á, að Varnarliðið kanni með skjótum hætti aðferðir og reglur öryggis- varða sinna í því augnamiði að koma í veg fyrir endurtekna at- burði af þessu tagi. Lýst var fullri ábyrgð á hendur þeim aðilum sem með öfgafullum viðbrögðum við brot framin í ógáti, eða við ímynduð brot, auðmýkja íslenska starfsmenn Varnarliðsins. Ríkisstjórnin krefst þess að með öllum hugsanlegum ráðum sé komið í veg fyrir endurtekningu slíkra atburða, þ. á m. verði varnarsvæðin þegar betur merkt. Bandaríska sendiherranum var jafnframt afhent eintak af bókun- inni af ráðuneytisstjóra utanríkis- ráðuneytisins, en utanríkisráð- herra hafði áður rætt málið mjög ítarlega við sendiherrann." Blaðafulltrúi Varnarliðsins, Mik Magnússon, vildi ekkert um málið segja er það var borið undir hann í gær, og Helgi Ágústsson hjá varnarmáladeild vildi ekki segja hvort einhver viðbrögð hefðu kom- ið frá Varnarliðinu vegna bókun- arinnar. .

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.