Morgunblaðið - 05.03.1980, Page 30

Morgunblaðið - 05.03.1980, Page 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. MARZ 1980 1 Versliöisérverslun meó L ITASJÓNVÖRPog HUÓMTÆKI ÁZav&eJ 29800 \ BUÐIN Skipholti 19 HAPPDRÆTTI nú geturðu fengió þér ( Ef þú færft þér lukfcumiAa og ruiddar húöina af punktknnn á miðanum geturðu strax séð, hvort þú hefur unníð sjónvarp, úreða bók. Freistaðu gæfunnar og fáðu þér miða. Sölubörn ath: Afgreiösla lukkumíöa á Feröaskrifstofunni Úrval. n,n9ar . *nnngar .4S0°0^e, W"'*Waðv ^r000 dkr200.. 0 ^/nga 6 '00.000 Þlð''inniö • Stympingar ok hamaganKur i isknattleiknum. Ljósm. Mbl. sor. SA íslandsmeist- ari í ísknattleik Víðavangs- hlaup á Akureyri Frjálsíþróttadeild KA á Akureyri gengst fyrir víðavangshlaupi þar í bæ, sunnudaginn 9. marz nk. Verður keppt í flokki karla, kvenna og í flokki 14 ára og yngri. Hlaupið hefst kl. 13, en nánari upplýsingar gefur Jón S. Þórðarson í síma (96)22574. • SA, Skautafélag Akureyrar varð íslandsmeistari í ísknatt- leik. en á vetraríþróttahátíðinni á Akureyri um helgina, fór í fyrsta skiptið fram slík keppni. Aðeins tvö lið æfa og leika hérlendis enn sem komið er, SA og Skautafélag Reykjavíkur. Léku liðin tvívegis og sigruðu norðanmennirnir í báðum leikjun- um. Fyrst 5—4 og síðan 5—1. í fyrri leiknum skoruðu þeír Skúli Agústsson (2), Baldvin Grétars- sön, Sigurður Baldursson og Her- mann Bjarnason mörk SA, en Sveinn Kristdórsson (2), Rúnar Steinsen og Atli Helgason svöruðu fyrir SR. I síðari leiknum skoruðu síðan Skúli Ágústsson (2), Sigur- geir Haraldsson (2) og Sigurður Baldursson mörk SA, en Sveinn Kristdórsson eina mark SR. Fór síðan fram einn unglinga- leikur og sigraði SA einnig í þeim leik með einu marki gegn engu. Bergþór Ásgrímsson skoraði eina markið. — sor. Hvaða múmía er nú þetta? ÞESSI hálfmúmía heitir Ralf Edström, en hann er kunnur sænskur landsliðsmaður í knattspyrnu. Hann leikur með Standard Liege, sama félagi og Ásgeir Sigurvinsson í Belgíu. Edström er miðherji og ein af aðal ástæðunum fyrir því að Standard á nú mjög góðan mögu- leika á því að verða belgískur meistari í fyrsta skiptið í langan tíma. Það hefur háð Standard mjög síðustu árin, að framherjar liðsins hafa verið linir. En ekki verður það sagt um Edström. Hann er svo harður af sér. að er hann nefbrotnaði í leik á dögunum, lét hann setja á sig höfuðbúnað þennan og lék síðan næstu leiki eins og ekkert hefði í skorist. Vakti þetta að vonum verðskuldaða athygli.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.