Morgunblaðið - 05.03.1980, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 05.03.1980, Blaðsíða 12
\ 2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. MARZ 1980 spurt og svarad Lesendaþjonusta MORGUNBLAÐSINS Hér á eftir fara spurningarnar og svörin við þeim, sem lesendur Mbl. hafa beint til þáttarins Spurt og svarað, — lesendaþjónustu Mbl. varð- andi skattamál. Af gefnu tilefni skal það tekið fram að þessi þjónusta er fólgin í því að lesendur hringja spurningarnar inn í síma 10100 kl. 14.00—15.00 frá mánudegi til föstudags og síðan er svara leitað og þau birt í blaðinu. Fasteignamats- verð — kaupverð 5253-4569. Reykjavík, spurði í íyrsta lagi hvort hrein eign reiknaðist af fasteignamatsverði eða kaupverði fasteignar við framtal þessara eigna? í örðu lagi hvort um fyrningu væri að ræða af fasteignum sem keyptar væru á árinu 1979? í þriðja lagi ef ekki er ljóst hvað skuldabréf v/yfirtöku lána í kaupum verður hátt, — hvernig ber að standa að gerð framtalsins? í fjórða lagi hvort telja megi vexti af eign sem keypt er með afborgunum fram sem vaxtagjöld? (sófasett, sjónvörp, — afborganakjör). Svör: Fyrsta spurning. Hvernig ber að telja til eignar fasteign sem ekki tengist at- vinnurekstri framteljanda kem- ur skýrt fram í leiðbeiningum ríkisskattstjóra um lið E 3 — Fasteignir, bls. 20 í Mbl. Önnur spurning. Sé um að ræða fasteign sem ekki tengist atvinnurekstri framteljanda er ekki um að ræða fyrningu til frádráttar. Sé hins vegar um að ræða fasteign sem tengd er atvinnurekstri hefst fyrningartími eigna við byrjun þess rekstrarárs þegar þær eru fyrst nýttar við öflun tekna, sbr. þó ákvæði 2. mgr. 22. gr. laga nr. 7/1980 um breyting á 44. gr. laga nr. 40/1978. Að því er varðar fyrningu íbúðarhúsnæðis, sjá svar við spurningu Þorgríms Halldórssonar. Þriðja spurning. Framteljanda ætti að vera ljóst hver fjárhæð yfirtekinnar skuldar nemur eða hverjar skuldir hans við seljanda nema, sbr. ákvæði kaupsamnings. Fjórða spurning. Fyrirspyrjandi hlýtur að eiga við vexti af þeirri fjárhæð sem hann fékk að láni í sambandi við kaup slíkra eigna. Vaxtagjöld af lánum og eftirstöðvar þeirra ber að telja í lið S 1 á framtalseyðu- blaði. Tap á leigu- húsnæði o.fl. Þorgríiiiur Halldórsson, Svöluhrauni 10, Hafnarfirði spurði í fyrsta lagi hvar á framtali eigi að skrá fjár- magnskostnað og fyrningu á húsnæði sem leigt er út, ef ekki má færa slíkt á rekstraryfirlit? í öðru lagi hvernig færa eigi tap af leiguhúsnæði, ef kostnaður eiganda af því verður hærri en innheimtuleigugjöld? í þriðja lagi reiknast t.d. ferð starfs- manns á vegum vinnuveitanda til útlanda sem fríðindi? Hvort og þá hvernig eigi að færa slíkt inn á framtal? Svör: Fyrsta spurning. Sé útleiga húsnæðis talinn atvinnurekstur framteljanda ber honum eins og öðrum atvinnu- rekendum að gera rekstrar- og efnahagsreikning vegna rékstr- arins. Þá telst fjármagnskostn- aður og fyrning til gjalda á rekstrarreikningi. Fyrning af íbúðarhúsnæði er þó aldrei heimil, nema sem sérstök fyrn- ing skv. ákvæðum 3. mgr. 22. gr. laga nr. 7/1980 um breyting á 44. gr. laga nr. 40/1978. Telji fram- teljandi hins vegar að útleiga húsnæðisins falli ekki undir at- vinnurekstur þá færist fjár- magnskostnaður, þ.e.a.s. vaxta- gjöld með öðrum vaxtagjöldum í lið S 1 eftir því sem við á en fyrning af eigninni er ekki leyfð til frádráttar. Önnur spurning. Sé um atvinnurekstur að ræða er rekstrartap ekki frádráttar- bært frá öðrum tekjum en heim- ild er til yfirfærslu tapsins til næsta eða næstu ára á móti rekstrarhagnaði, sbr. ákvæði d) liðar 15. gr. laga nr. 7/1980 um breyting á 31. gr. laga nr. 40/1978. Sé hins vegar um að ræða tap í sambandi við útleigu húsnæðis sem ekki telst atvinnu- rekstur þá er ekki um neinn frádrátt að ræða frá öðrum tekjum. Hvort sem um er að ræða útleigu íbúðarhúsnæðis innan eða utan atvinnurekstrár ber að gæta þess sem segir í leiðbeiningum ríkisskattstjóra (bls. 21 í Mbl.) varðandi reit 72 um lágmark heildarleigutekna sem ber að telja til tekna. Þriðja spurning. Sem svar við þessari spurn- ingu vísast til leiðbeininga ríkis- skattstjóra varðandi reit 23 (tekjufærsla), (bls. 23 í Mbl.) og varðandi reit 33 (bls. 24 í Mbl.) (frádráttur vegna greiddra dagpeninga og fargjalda). Lífeyris- greiðslur hjóna Kristján Árnason. Brúna gerði 16, spurði hvort skipta beri á framtali lífeyrisgreiðslum sem hjón fá sameiginlega? Svar: Lífeyrisgreiðslur skal telja fram hjá því hjónanna sem er rétthafi greiðslnanna. Ef hjónin eru bæði rétthafar ber að telja fram hjá hvoru hjónanna um sig þann hluta greiðslnanna sem þau hafa hvort um sig rétt til. Gengisákvörð- un og fl. Sveinn Guðmundsson. Kapla- skjólsvegi 61, Rvík, spurði í fyrsta lagi hvort gjaldeyris- reikningar í bönkum ættu að fylgja öðrum innistæðum á bankareikningum óg hvaða gengisákvörðun ætti að gilda um upphæðina á þeim. í öðru lagi, ef bifreið gjöreyðilegðist í árekstri og tryggingar greiddu tjónið — hvernig ætti viðkom- andi að telja fram greiðsluna 1) ef hann kaupir ekki nýjan bíl í stað þess eyðilagða, 2) ef annar bíll er keyptur. í þriðja lagi varðandi íbúðir keyptar sam- kvæmt samningi við byggingar- verktaka, — þarf að útfylla byggingarskýrslur og láta þær fylgja skattframtali, eða láta ljósrit af kaupsamningi fylgja eða nægja athugasemdir um kaupin á skattaframtali? Svör: Fyrsta spurning. Innstæður í erlendum gjald- miðli í innlendum bönkum telj- ast með innstæðum í lið E 5 og færast til eignar í íslenskum krónum miðað við kaupgengi hlutaðeigandi 'gjaldmiðils í árs- lok (síðasta gengisskráning árs- ins 1979 er nr. 246, dags, 28. des. 1979). Til tekna bera að telja vexti og gengishagnað af inn- stæðunni sem vexti. Séu þessar innstæður hins vegar í erlendum bönkum færast þær í lið E 6 til eignar á kaupgengi í árslok og til tekna bera að telja í þessum lið vexti og gengishagnað af inn- stæðunni sem vexti. Önnur spurning. Bætur vegna altjóns teljast söluverð og ber að gera grein fyrir greiðslunni í liðnum „Greinargerð um eignabreyt- ingar" á 4. síðu framtals eins og um sölu væri að ræða. Um söluhagnað gilda mismunandi reglur eftir því hvort bifreiðin var notuð í atvinnurekstri sem einkabifreið eða hvort hún var keypt í því skyni að selja hana aftur með hagnaði. Ef bifreiðin var notuð í atvinnurekstri telst mismunur altjónsbóta og kaup- verðs framreiknað skv. verð- breytingastuðli kaupárs til skattskyldra tekna, þó er heimilt að dreifa skattlagningu sölu- hagnaðar á fimm ár. Einnig er heimilt að fyrna aðrar fyrnan- legar eignir í atvinnurekstri um fjárhæð sem nemur hinuip skattskylda söluhagnaði. Ef bif- reiðirrVar notuð í atvinnurekstri getur eigandi einnig valið að fresta skattlagningu söluhagn- aðarins um tvenn áramót, eigi hann ekki fyrnanlega eign, enda afli hann sér eigna sem fyrna má innan þess tíma og fyrni þær um fjárhæð sem nemur hinum skattskylda söluhagnaði. Ef bif- reiðin var ekki notuð í atvinnu- rekstri eða sjálfstæðri starfsemi og hún var ekki keypt í því skyni að selja hana aftur með hagnaði er ekki um að ræða skattskyldan söluhagnað. Ef bifreiðin var keypt í því skyni að selja hana aftur með hagnaði er mismunur altjónsbóta og kaupverðs (án framreiknings) skattskyldur og skiptir ekki máli hvort keypt er bifreið í stað þeirrar er eyðilagð- ist eða ekki. Þriðja spurning. Maður sem gerir samning um kaup á íbúð og íbúðin skal afhent honum í tilteknu ástandi t.d. tilbúin undir tréverk þarf að útfylia húsbyggingarskýrslu fyrr en hann tekur við íbúðinni og/eða fer sjálfur að leggja í byggingarkostnað. Fram að þeim tíma skal seljandi gera skattyfirvöldum grein fyrir byggingarkostnaði. Gera skal grein fyrir kaupum íbúðarinnar skv. ákvæðum kaupsamnings í liðnum „Greinargerð um eigna- breytingar" eða á sérstöku eyðu- blaði um kaup og sölu eigna er fylgi skattframtali. Ekki er þörf á að senda skattstjóra ljósrit af kaupsamningi nema hann fari sérstaklega fram á það. Sala á hús- næði og fl. Gylfi Guðmundsson, nnr. 2642-6006, Rvík, spurði í fyrsta lagi hvernig færa ætti hagnað af rekstri fyrirtækis sem eigin- maður væri skráður fyrir, en eiginkona ræki að öllu leyti. í öðru lagi hvernig kemur reglan um 1200 m3 íbúðarhúsnæði út fyrir mann, sem á 2 íbúðir, býr í einni en leigir hina út, og er með íbúðarhús í smíðum (fokhelt), ef hann selur eitthvað af þessu húsnæði? Svör: Fyrsta spurning. Hreinar tekjur af atvinnu- rekstri eða sjálfstæðri starfsemi skal telja til tekná í reit 62 hjá því hjóna sem stendur fyrir rekstrinum. Þegar atvinnurekst- ur eða sjálfstæð starfsemi er háð sérþekkingu eða persónubundn- um rekstrarleyfum skulu hrein- ar tekjur af rekstrinum taldar hjá því hjóna sem sérþekking- una eða leyfið hefur. Önnur spurning. Hagnaður af sölu íbúðarhús- næðis í eigu manns er skatt- skyldur ef eignartími hans er innan við fimm ár. Þetta ákvæði um eignartíma er þó takmarkað við það að heildarrúmmál alls íbúðarhúsnæðis fari ekki á sölu- degi fram úr 600 má hjá einstakl- ingi en 1200 m'! hjá hjónum. Stærðarmörk þau sem gilda fyrir hjón gilda einnig um sölu eftirlifandi maka á íbúðarhús- næði sem var í eigu hjónanna. Selji maður íbúðarhúsnæði inn- an árs frá því hann keypti annað húsnæði eða innan tveggja ára frá því hann hóf byggingu nýs íbúðarhúsnæðis skal miða við það heildarrúmmál er var í eigu seljanda áður en ofangreind kaup voru gerð eða bygging hafin, enda verji hann söluand- virðinu til fjármögnunar á hinu nýja húsnæði. Hagnaður af sölu þess hluta íbúðarhúsnæðis manns sem um- fram er ofangreind stærðarmörk er alltaf skattskyldur án tillits til eignartíma eða byggingar- stigs og hvort sem íbúðin var notuð til eigin afnota eða út- leigu. Bílastyrkur Birgir Eyjólfsson, Hraun- kambi 4, Hafnarfirði, spurði af hverju opinberir starfsmenn, sem fá bílastyrk, þurfa ekki að gera sérstaka grein fyrir því á framtali, hvort um hagnað þeirra hafi verið að ræða beinlínis af styrknum. Starfs- menn hjá einkafyrirtækjum sem njóta bílastyrks þurfi að skila rekstrarskýrslu og frekari grein- argerðum um tekjur v/ þegins styrks. Væri ekki eðlilegra að láta sömu regluna gilda um alla hvað þetta varðar? Svar: Reglur um frádrátt á móti ökutækjastyrk er að finna í leiðbeiningum ríkisskattstjóra um reit 32 (á bls. 23 og 24 i Mbl.) Skv. 3. tl. A-liðar 30. gr. laga nr. 40/1978 ber ríkisskattstjóra að setja matsreglur varðandi þetta atriði og eru leiðbeiningar hans varðandi reit 32 í samræmi við þær matsreglur. Fyrirspyrjanda er bent á að beina spurningu sinni til embættis ríkisskatt- stjóra. Tekjur y/vinnu erlendis Guðmundur Guðmundsson, Arnartanga 10, Mosfellssveit, spurði hvort og hvernig telja bæri fram launagreiðslur v/ nokkurra mánaða vinnu erlendis (á Norðurlöndum) á skattfram- tali. Svar: Ef framteljandi telst vera heimilisfastur hér á landi, sbr. 1. og 2. tl. nýju skattalaganna og vinnur í landi sem ísland hefur gert tvísköttunarsamning við eru tekjur með örfáum undan- tekningum skattlagðar í því landi sem teknanna er aflað. Framteljanda ber að tilgreina þessar tekjur á framtali sínu í lið T 1 í íslenskum krónum miðað við meðalkaupgengi hvers mánaðar sem teknanna var afl- að. Við útreikning á sköttum af þeim tekjum sem framteljandi aflar hér á landi ber að taka tillit til hinna erlendu tekna. Framteljanda skal bent á að reyna að aðskilja þessar tekjur frá öðrum tekjum í T 1 og geta um í hvaða landi teknanna er aflað. Þá er framteljanda bent á að tilgreina nánar um þessar upplýsingar í athugasemdadálki á 4. síðu framtals. Lagaheimild — gjaldfallnir áfallnir vextir Einar Ilalfdánarson, Krummahólum 6, Rvík, spurði hvar í skattalögunum væri að finna regluna um að annaðhvort skuli færa gjaldfallna eða áf- allna vexti við framtal til skatts? Svar: I leiðbeiningum ríkisskatt- stjóra um vaxtafserslu til tekna (varðandi lið E 6 í framtali, bls, 21 í Mbl.) og um vaxtafærslu til gjalda (varðandi lið S 1, bls. 22 í Mbl.) kemur fram að framtelj- endum er í sjálfsvald sett hvort þeir noti regluna um gjaldfallna eða áfallna vexti en nota beri sömu regluna um bæði vaxta- tekjur og vaxtagjöld. Heimild til annarrar hvorrar reglunnar þykir eiga stoð í skattalögunum (8. gr. og 51. gr. laga nr. 40/1978 með áorðnum breytingum skv.5. gr. og 25. gr. laga nr. 7/1980), sbr. dóm Hæstaréttar í dóma- safni 1974, bls. 823.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.