Morgunblaðið - 05.03.1980, Side 23

Morgunblaðið - 05.03.1980, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. MARZ 1980 23 Þorsteinn Guðbrands- son — Minningarorð Fæddur 1. október 1900. Dáinn 20. febrúar 1980. Þorsteinn fæddist 1. febrúar árið 1900 að Bolafæti í Hruna- mannahreppi í Arnessýslu en lést hinn 20. febrúar 1980 í Borgarspít- alanum, og jarðarförin fór fram frá Fossvogskirkju hinn 26. febrúar. Heilsu hans hafði farið hrakandi síðan í ágúst síðastliðn- um en rúmfastur var hann síðustu vikurnar. Foreldrar hans voru hjónin Hólmfríður Hjartardóttir og Guð- brandur Tómasson. Þegar Þor- steinn var hálfs árs að aldri fluttist hann með foreldrum sínum að Önundarholti í Villinga- holtshreppi og þaðan svo fimm ára að Skálmholti í sömu sveit og þar ólst hann upp með foreldrum sínum og systkinum. Systkinahóp- urinn var stór, en þau voru 13 og ein fóstursystir, en á lífi eru nú 7 systkini og fóstursystirin. Þorsteinn var snemma vinnu- samur og duglegur og vann ýmsa sveitavinnu og almenna verka- mannavinnu, en árið 1935 gerðist hann ráðsmaður hjá Sigurjóni Péturssyni á Álafossi, en var búinn að starfa hjá Sigurjóni í nokkur ár. Hinn 19. maí 1934 kvæntist Þorsteinn eftirlifandi eiginkonu sinni Guðrúnu Guðmundsdóttur ættaðri úr Fljótum í Skagafirði. Bjuggu þau fyrstu árin að Álafossi og þar fæddist þeim einkabarn þeirra, Njáll. Eftir 10 ára veru á Álafossi fluttist fjölskyldan til Reykjavíkur og var búsett á Leifs- götu 22 næstu 10 árin. Mín fyrstu kynni af Þorsteini voru er hann var starfsmaður við Matvælageymsluna við Langholts- veg, en hann var einnig einn af eigendum hennar. Áttu þeir félag- ar einnig matvöruverzlun við sömu götu og auk þess prjónastof- una Iðunn, sem þá var til húsa í gamla hesthúsinu við Fríkirkju- veg 11. En árið 1950 var þessum fyrirtækjum skipt upp á milli eigenda og kom prjónastofan í hlut Þorsteins. Það var nú ekkert glæsilegt á þeim tíma að taka við og eiga að reka prjónastofu með gömlum og úreltum vélum í harðri sam- keppni. Allur garninnflutningur var háður gjaldeyris- og innflutn- ingsleyfum auk ýmissa annara óþæginda. Prjónastofuna flutti Þorsteinn svo fljótlega í kjallara hússins við Leifsgötu 22. Þar gerði hann sér fljótt ljóst, að ætti hann að geta staðist samkeppni þyrfti hann að bæta vélakostinn. Hann fór þó hægt í sakirnar til að byrja með. Árið 1955 kaupir Þorsteinn hús- eignina Nýju-Grund á Seltjarn- arnesi og flutti þangað með prjónastofuna. Notaði hann kjall- ara hússins fyrir prjónastofuna en byggði auk þess viðbyggingu þegar hann fékk fyrstu sjálfvirku prjónavélarnar. En fyrirtækið óx svo ört í höndum hans að þetta húsnæði varð fljótt of lítið. Festir hann þá kaup á lóðinni Skerja- braut 1 og þar stendur nú ein glæsilegasta og best vélvædda prjónaverksmiðja landsins, sem framleiðir prjónavöru bæði fyrir innlendan og erlendan markað. Þessi 30 ára þróun frá hesthús- inu við Fríkirkjuveg til hinnar glæsilegu verksmiðju við Skerja- braut er ævintýri líkust. Að vísu stóð Þorsteinn ékki einn. Kona hans hefir staðið dyggilega við hlið hans og á sinn stóra þátt í ævintýrinu. Sonurinn Njáll byrj- aði snemma að hjálpa föður sínum og vinna í verksmiðjunni og er Ingimar Halldórsson sjómaður — Minning Fæddúr 2. október 1925. Dáinn 25. febrúar 1980. „Eitt sinn skal hver deyja" Óveðursdaginn 25. febrúar 1980, lést Ingimar Halldórsson af slys- förum um borð í b.v. Ingólfi Arnarsyni þar sem togarinn var að veiðum út af Vestfjörðum. Ingi en svo var hann kallaður, var fæddur 2. október 1925 í Reykjavík, sonur hjónanna Sig- ríðar Stefánsdóttur og Halldórs Oddssonar, sem nú lifir í hárri elli, en Sigríður lést árið 1964. Sigríður og Halldór áttu sjö börn, fjóra syni og þrjár dætur, þau hjónin slitu samvistum. Seinna átti Halldór tvö önnur börn. Öll systkini Inga eru á lífi og er hann því fyrstur þeirra sem fellur frá. Við mágar hans og einnig systur þökkum honum allar ánægjulegu samverustundirnar sem við áttum með honum gegnum árin. Börn okkar þakka frænda sínum fyrir allt sem hann var þeim. í mörg ár bjó Ingi með móður sinni og tveim bræðrum meðan hennar naut við. Ingi syrgði hana mjög þegar hún féll frá, enda var hún honum allt, og margar stund- ir mun hann hafa átt við gröf hennar, þegar dvalið var í landi. Ingi vann mörg störf til lands og sjávar og var ósérhlífinn við alla vinnu enda vel látinn af öllum vinnufélögum sínum. Sjómennskan varð að lokum hans ævistarf, því hún átti hug hans allan. Fyrstu árin til sjós var hann á bátum en seinna réð hann sig á togara hjá Bæjarútgerð Reykjavíkur og hafði starfað þar í mörg ár. Ingi var tryggur og góður drengur, tengdur nánum fjöl- skylduböndum sem aldrei brustu. Þegar hann kom til hafnar úr sölutúrum hafði Ingi alltaf eitt- hvað meðferðis svo hann gæti glatt systkini sín og börn þeirra með. Mesta ánægja hans var að geta glatt og gefið öðrum þyí betra þótti honum að gefa en að þiggja. í dag fer fram útför hans frá Fossvogskirkju kl. 1.30 e.h. Blessuð sé heimför hans. Guðmundur og Þórir Mun minni af li en var í fyrra búinn að vera þar í fullu starfi sl. 23 ár. Menntun hans og dugnaður er ekki hvað síst stór liður í velgengni fyrirtækisins. Síðar bætist svo tengdadóttirin í hópinn og öll fjölskyldan er samhent og gerir allt auðveldara. Ég vil að lokum þakka nærri 30 ára samskipti og viðskipti við Þorstein og hans fyrirtæki. Aldrei þurfti að gera skriflegan samning. Þar var staðið við hvert orð sem sagt var. Ættingjum hans sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Magnús Þorgeirsson Hornafiröi. 3. marz. LÍNUVERTÍÐ lauk hjá Hornafjarð- arbátum laust fyrir mánaðamót og öfluðust alls 1912 tonn í 378 sjóferð- um, en það er 560 tonnum minna en í fyrra. Hæsti bátur var Freyr með 182 tonn í 37 sjóferðum. Nokkrir bátar voru aðeins byrjaðir með net fyrir mánaðamót og var því heildar- afli orðinn 2345 tonn um mánaða- mótin, en það er nær 900 tonnum minni afli en á sama tíma í fyrra. Aflahæsti báturinn nú er Garðey, skipstjóri Örn Þorbjörnsson, með 278 tonn, þar af hefur Garðeyin fengið 161 tonn í net í sex sjóferðum, en mikill meirihluti þess afla er ufsi. —Gunnar , PHILCO þvottastöoin þvottavél og þurrkari í einu tæki einstaklega fyrirferðarlitlu og þægi- legu, sem gerir þvottahúsið óþarft. Krókur í eldhúsi eða baðherbergi nægir. Þú snertir ekki þvottinn frá því að þú setur hann í vélina og þar til þú tekur hann út hreinan og þurran. Philco þvottastöðin tekur inn heitt og kalt vatn, hefur 10 þvottakerfi og sparnaðarrofa. Þessi vél frá Philco er nýjung en Philco gæði eru engin nýjung, það vita þeir sem reynt hafa. heimilistæki hf HAFNARSTRÆTI 3 — 20455 — SÆTÚN 8 — 15655

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.