Morgunblaðið - 05.03.1980, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 05.03.1980, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. MARZ 1980 GAMLA BIO Sími11475 Vélhjóla—kappar Hciiu]|l£ Starring Perry Lang • Michael MacRaej Spennandi ný bandarísk kvikmynd um tvo „motor—cross" kappa, sem ákveða aö aka utanvega um þver Bandaríkin. íslenskur texti. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnuó innan 12 ára. leikfelag REYKJAVlKUR ER ÞETTA EKKI MITT LÍF? í kvöld kl. 20.30 laugardag kl. 20.30 Miðar dagstimplaðir 1. mars gilda á laugardagssýninguna. OFVITINN 60. sýn. fimmtudag uppselt sunnudag uppselt þriöjudag kl. 20.30 KIRSUBÉRJA- GARÐURINN föstudag kl. 20.30 allra síðasta sinn. Miöasala í Iðnó kl. 14—20.30. Sími 16620. Upplýsingasímsvari um sýningardaga allan sólar- hringinn. MIDNÆTURSYNING í AUSTURBÆJARBÍÓI FÖSTUDAG KL. 23.30. Miöasala í Austurbæjarbíói kl. 16—21. Sími 11384. Höfðabakkabrúin: Framf araf élag Breiðholts vill fresta framkvæmdum SAMÞYKKT var á aðal- fundi Framfarafélags Breiðholts tillaga um frestun fyrirhugaðra framkvæmda við Höfða- bakkabrú. Inga Magnús- dóttir formaður félagsins sagði í viðtali við Mbl. í gær, að helmingur fund- armanna hefði setið hjá við atkvæðagreiðslu, og tillagan verið samþykkt með sex atkvæðum gegn þremur. „Ég var meðal þeirra sem sátu hjá, og geri ég ráð fyrir að þeir sem ekki greiddu atkvæði hafi ekki talið sig nægilega vel upplýsta um málið til þess að taka afstöðu með eða á móti. Það hefur ekki farið fram nægileg umræða um málið hér í hverfinu," sagði Inga. Tillagan, sem samþykkt var á aðalfundinum, er svohljóð- andi: „Aðalfundur Framfarafé- lags Breiðholts III beinir þeim tilmælum til borgaryfirvalda að þau fresti fyrirhuguðum framkvæmdum við Höfða- bakkabrú í þeirri mynd, sem nú er áætlað, en jafnframt verði gerðar tillögur um aðrar einfaldari tengingar milli Breiðholts og Arbæjarhverfis. Eins og Framfarafélag Breiðholts hefur oft bent á, er nauðsynlegt að tryggja sam- göngur milli hverfanna, en forsendur fyrir hraðbraut af því tagi, sem hér um ræðir, virðast þegar brostnar. Ennfremur mótmælir félag- ið harðlega þeirri ósvinnu að ekki skuli enn hafa verið lagðar göngu- og hjólreiða- brautir milli hverfanna.“ -* Varanleg álklæoning á allt húsið A/klæðning er lausn á f jöldamörgum vandamálum sem upp koma, s.s. steypuskemmdum, hitatapi, leka o.fl. Fæst í mörgum litum, sem eru innbrenndir og þarf aldrei aö mála. A/klæðning gerir meir en að borga sig, þegar til lengdar lætur. INNKAUP HE ÆGISGÖTU 7. REYKJAVlK SÍMI 22000 - PÓSTHÓLF 1012 íújwilm LAND OG SYNIR Kvlkmyndaöldin er riðln ( garð. -Morgunblaðið Þetta er alvörukvikmynd. -Tíminn Frábært afrek. -Vísir Mynd sem allir þurfa aö sjá. -Þjóðviijinn Þetta er svo innilega íslenzk kvikmynd. -Dagbiaðiö Sýnd í Austurbæjarbíói kl. 5, 7, 9 og 11. Sala helst kl. 4. Síóustu sýningar. Simi 11384. m ALÞÝÐU* LEIKHUSIÐ Heimilisdraugar sýning í kvöld kl. 20.30. Miðasala í Lindarbae frá kl. 17. Sími 21971. AUGLÝSINGASÍMINN ER: 22480 JW#r0unI»Int>ib Fölsku neyðarblysi skotið í Siglufirði SiglufirAi' 3. mars 1980. FÖLSKU neyðarblysi var skotið á loft hér í kvöld, og leituðu menn í einn og hálfan tima að mönnum sem gætu verið í hættu staddir, en svo virtist sem blysinu hefði verið skotið áloft úti á firðinum. En framkvæmdir standa nú yfir við höfnina sem gætu verið litlum bátum hættulegar. Var leitað á fimm bátum á sjó, og milli 25 og 30 manns leituðu á landi, þar til upp komst um að um gabb var að ræða. Reyndust þar vera á ferð hálffullorðnir menn, og hefur lögreglan málið nú til rannsóknar. Ekki þarf að taka fram hve hér hefur verið leikinn grár leikur, sem getur orðið til að slæva athygli björgunarmanna og stofna mannslífum í hættu síðar. -MJ Bílslys á Breiðamerkursandi: F eðgar slösuðust Höfn í Ilornafirði' 3. mars 1980. TVEIR feðgar úr Reykjavik slösuðust er bifreið þeirra hálf endastakkst út af Austurlands- vegi á Breiðamerkursandi á sunnudaginn. Lögregla og sjúkrabifreið frá Höfn kom á vettvang, og flutti mennina til Hafnar, en þaðan voru þeir fluttir með sjúkraflugvél Fiug- félags Austurlands til Reykja- víkur þar sem þeir voru lagðir inn á sjúkrahús. Feðgarnir voru á leið til Reykjavíkur frá Höfn í Horna- firði er slysið varð, en það var um klukkan 18 á sunnudag. Kallað var á lögreglu og sjúkra- bíl um klukkan 18.40, sem þegar komu á vettvang og flutti hina slösuðu til Hafnar, en sem fyrr segir var talið öruggara að flytja þá áfram til Reykjavíkur, og fór læknir frá Höfn með þeim í sjúkraflugvélinni. Úlfur Ragnars- son sýnir í Háhól Akureyri, 1. mars 1980. ÚLFUR Ragnarsson læknir og listmálari opnar í dag málverka- sýningu í Gallerý Háhól. Hann sýnir þar sjötíu og fimm myndverk, en öll eru unnin á síðasta ári og eru ýmist gerð með olíulitum, acryl, vatnslitum eða tússi. Sýningin verður opin til sunnu- dagskvölds 9. apríl, virka daga klukkan 20 til 22 og um helgar frá klukkan 15 til 22. — Sv.P. Gatnagerð í HLUTI málsgreinar féll niður í viðtali við þá Kristján Ilaraldsson og Heiðar Þ. Hallgrímsson verk- fræðinga hjá borgarverkfræðingi um gatnagerð á Breiðholts- og Árbæjarsvæðinu í gær, og til að koma í veg fyrir hugsanlegan misskilning birtist hér sá hluti viðtalsins aftur: „Við tilkomu Höfðabakka mun umferðarvandinn niður við Vestur- landsveg aukast, en þar eru þegar miklar biðraðir við umferðarljósin, einkum á morgnana. Einnig kemur til sögunnar nýr vandi þar sem eru gatnamót Höfðabakka og Bæjar- háls. Höfðabakkinn verður ráðandi gata. Þótt umferðin verði ekki ýkja mikil á honum í byrjun, verður hún Að sögn lögreglunnar í Austur-Skaftafellssýslu, eru beygjur sitt hvorum megin við Stemmubrú, sem eru ákaflega varasamar, og hafa ökumenn oft verið hætt komnir í þeim, en slysið varð rétt austan við brúna. Bifreiðin sem feðgarnir óku, var fólksbifreið af am- erískri gerð. — Einar. Kostnað- arsamur blundur EINS og skýrt var frá í Morgunblaðinu í gær varð maður nokkur fyrir þvi óláni að „vinur“ hans stal af honum milli fjögur og íimm hundrað þúsund krónum. þar sem þeir voru gestkomandi í húsi einu i Reykjavík um helgina. Rann eiganda fjárins í brjóst og saknaði hann peninganna er hann vaknaði, en þá var félag- inn á bak og burt. I gær gaf svo þessi óprúttni vinur sig fram og skilaði því sem eftir var af fé vinar síns, eða 230 þúsund krónum. Af- ganginum hafði hann eytt og gat ekki gert grein fyrir, þann- ig að þessi blundur mannsins hefur kostað hann milli tvö og þrjú hundruð þúsund krónur. Elliðaárdal þó meiri en nóg til þess að valda hinum þunga straumi af Bæjarhálsi verulegum erfiðleikum. Talað hefur verið um að Bæjarhálsumferðin fái sérstaka akrein á Höfðabakkanum niður að Vesturlandsvegi og að núverandi vinstribeygjuakrein til vesturs verði tvöfölduð. Þótt svo verði er vandinn á morgnana ekki leystur, því mestöll Bæjarhálsum- ferðin, um það bil 10,000 bílar á sólarhring, er á leið niðrí Ártúns- höfða eða upp í Mosfellssveit, og þyrftu þessir tveir straumar því að „vefja sig“ hvor gegnum hinn á þessum stutta kafla. Á efri gatna- mótunum þyrfti því fljótlega um- ferðarljós, og færi þá brúarumferð- in í gegnum tvenn umferðarljós."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.