Morgunblaðið - 27.03.1980, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.03.1980, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. MARZ 1980 Mikil atvinna í Grundarfirði: Gef a frí í skólanum vegna aflahrotu Grundarfirði. 26. mars 1980. AFLI Grundarfjarðarbáta hefur farið mjög batnandi síðustu da^a. og náði hann hámarki í gær er á land bárust 275 lestir af alls ellefu bátum. Geysimikil vinna er nú í Grund- arfirði, og gefa varð skólabörnum í efri bekkjum frí úr skólanum í morgun til þess að allir gætu unnið að því að bjarga verðmæt- unum. Búist er við að unnið verði langt fram á nótt, og mun ekki af veita þvi þetta er óve'njumikill afli á svo skömmum tíma. Þar að auki hefur svo skuttogarinn Runólfur komið nánast eins og strætisvagn á sex til sjö daga fresti undanfarið með fullfermi. _ Emii Penninn fær bóksölu- leyfi í Reykjavík RITFANGAVERZLUNIN Penninn í Reykjavík hefur nú fcngið leyfi Félags isi. bókaútgcfenda til að annast sölu á bókum í einni af verzlunum sinum, við Hailarmúla, sé ákveðnum skilyrðum fullnægt, en leyfi þetta var veitt á aðalfundi féiagsins á dögunum. Eins og fram hefur komið i fréttum Mbi. sótti Hagkaup á síðasta ári um bóksöluleyfi í verzlun sinni í Skeiíunni í Reykjavík, en var hafnað og hefur áður verið hafnað umsókn fyrirtækisins um bóksöluleyfi. Að sögn Olivers Steins Jóhann- essonar, sem tók við starfi for- manns félagsins eftir Böðvari Pef- urssyni er talið að Penninn muni selja meira af bókum en Hagkaup myndi geta þar sem Penninn hyggst taka í notkun nýtt húsnæði við Hallarmúla undir bókaverzl- unina, en talið var að Hagkaup myndi ekki ná það mikilli sölu að það réttlætti leyfisveitingu til þeirra. Þá var á aðalfundinum hafnað umsókn um nýtt bóksölu- leyfi í Norðurbænum í Hafnar- firði. Pálmi Jónsson forstjóri Hag- kaups vildi ekki tjá sig um þessa leyfisveitingu til Pennans, en kvaðst hafa orðið var við að fólk vildi geta keypt sem mest á einum og sama staðnum og því hefði fyrirtækið sótt um bóksöluleyfi og myndi athuga það mál áfram, enda hefði það verið ætlunin að leggja rækt við þá grein og gefa gott rými undir bækurnar. Talstöðvarlaus á opn- um báti með bilaða vél MIKIL leit var gerð í gær að öldruðum manni er fór einn á opnum báti sínum frá ólafsvík i fyrrakvöld áleiðis til Reykja- Alvarlegt vinnuslys í Eyjum ALVARLEGT slys varð í Vest- mannaeyjum í gærkvöldi, rétt fyrir kvöldmat, er vír í löndun- armáli slitnaði með þeim afleið- ingum að málið féll á mann sem var að vinna að uppskipun í iest skipsins. Maðurinn slasaðist alvarlega að sögn lögreglunnar í Eyjum, mun meðal annars hafa mjaðmagrind- arbrotnað. Maðurinn er skipverji á bátnum sem unnið var að löndun úr, en það var aðkomubátur í Eyjum. víkur. Báturinn var talstöðvar- laus, og vanbúinn ýmsum öðrum öryggisbúnaði. Besta veður var í Faxaflóa í gær, en þegar sá tími var liðinnn er áætlað var að tæki bátinn að sigla til Reykjavíkur án þess að hann kæmi fram, var hafið að spyrjast fyrir um hann og leit síðan skipulögð af Slysavarnarfé- laginu. Var fengin flugvél sem var á æfingaflugi til að svipast um eftir bátnum, og einnig voru skip á flóanum beðin að svipast um eftir honum, en allt kom það fyrir ekki. Þá var haft samband við Land- helgisgæsluna, sem sendi flugvél sína, SÝN á vettvang, og fann hún bátinn 20 sjómílur suðvestur af Malarrifi. Var báturinn með vél- arbilun og hafði lengi hrakist undan vindi. Töluvert vatn var komið í bátinn enda dælur bilaðar orðnar. Var vélbáturinn Faxi síðan fenginn til að taka bátinn í tog til hafnar, en veður var þá farið a versna, þótt stillt væri fram eftir degi. Vændismálið: Ekki ástæða til frekari rannsóknar - segir saksóknari RÍKISSAKSÓKARI Þórður Björnsson hefur ritað Rann- sóknarlögreglu ríkisins bréf og skýrt frá því að ekki sé af ákæruvaldsins hálfu krafist frekari aðgerða í vændismál- inu svokallaða. Eins og menn munu óskaði Ólafur Laufdal veitingamaður BSRB og ríkið: Fundur um félagsmál FULLTRÚAR BSRB og ríkisins koma saman til fundar í dag til að íjalla um samningsréttarmál og aðrar félagslegar kröfur BSRB, en Vilhjálmur Hjálmars- son, aðstoðarsattasemjari, hefur boðað samninganefndir aðila um aðalkjarasamninginn til sátta- fundar, miðvikudaginn eftir páska, 9. apríl. Kristján Thorlacius, formaður BSRB og formaður samninga- nefndar, er formaður þeirrar nefndar, sem ræðir félagslegu kröfurnar, en Haraldur Stein- þórsson framkvæmdastjóri BSRB og varaformaður samninganefr.d- ar, er í forsvari þeirrar nefndar BSRB sem fjallar um aðalkjara- samninginn. í Hollywood eftir opinberri rannsókn á þeim ummælum Borgþórs Kjærnesteds frétta- ritara að skipulagt vændi væri stundað í veitingastaðnum. Ríkissaksóknari fól RLR að rannsaka ákveðinn þátt máls- ins. Voru teknar skýrslur af Ólafi Laufdal og Borgþóri Kjærnested en sá síðarnefndi neitaði að gefa upp heimilda- menn að þeirri frétt, sem hann sendi út ti Norðurlandanna um vændi hér á landi. Málið var síðan sent saksóknara að nýju en hann hefur ekki séð ástæðu til frekari rannsóknar. Vitni vantar að árekstri LAUGARDAGINN 22. mars s.l. varð mjög harður árekstur á mótum Hringbrautar og Hofsvallagötu. Gerðist þetta klukkan 8.20 og rákust saman Datsun bifreið, sem ók austur Hringbraut og Volkswagen bif- reið, sem ók norður Hofsvallagötu. Ágreiningur er um stöðu umferð- arljósanna og eru vitni beðin að gefa sig fram. Er sérstaklega lýst eftir bifreiðastjóra á Mazda bif- reið, sem var á leið vestur Hring- braut á sama tíma. Vitni eru beðin að gefa sig fram við slysarann- sóknadeild lögreglunnar í Reykjavík. Enn hlýtur Margeir fegurðar- verðlaun MARGEIR Pétursson og Jón L. Árnason hafa hlotið 4Vz vinning í 8 fyrstu um- ferðum skákmótsins í Lone Pine í Bandaríkjunum. Hef- ur frammistaða þeirra ver- ið með miklum ágætum á þessu geysisterka skák- móti, en 23 stórmeistarar eru í hópi 43 þátttakenda. Eru Margeir og Jón efstir þeirra alþjóðlegu skák- meistara, sem í mótinu tefla. Yfirráðin yfir Rockallsvæðinu: írar og Bretarvilja skipta svæð inu sín á milli með gerðardómi „í dag höfðum við fund með írsku fulltrúunum um Rockallsvæðið, og voru þeir harðir í horn að taka eins og við var að búast og klókir að sama skapi,“ sagði Eyjólfur Konráð Jónsson alþingismaður í samtali við blaðamann Morgunblaðsins í gærkvöldi, en hann er nú á hafréttarráð- stefnunni í New York sem kunnugt er. „Þeir hafa samið við Breta um gerðardóm til að skipta á milli þessara landa hafsbotnssvæði sem við teljum okkur og Færey- inga eiga tilkall til,“ sagði Eyj- ólfur enn fremur. „Þess vegna vöktu hugmyndir um viðræður fjögurra þjóða litla hrifningu, ennþá að minnsta kosti. Sama er að segja um Breta, en þeir ætlast auðvitað til þess að við og Færeyingar (eða Danir fyrir þeirra hönd) haldi aðgerðarleys- inu áfram meðan þeir teygja yfirráð sín vestur yfir mitt Atlantshaf. Á fundinum var þeirri spurn- ingu varpað fram, hvað gerast myndi ef íslendingar og Færey- ingar semdu um gerðardóm til að skipta þessu sama svæði milli sín. Auðvitað gat enginn svarað því. Hitt er aftur á móti ljóst, að Færeyingar og íslendingar verða að treysta sína samstöðu. Og þá er líka öruggt, að írar og Bretar munu hlusta á sanngjarnar til- lögur um viðræður fjögurra ríkja. Vonandi gera Færeyingar sér grein fyrir nauðsyn sam- vinnu við okkur, hvort svo sem þeir láta Dani tala fyrir sig eða gera það sjálfir," sagði Eyjólfur Konráð að lokum. Þá var í gær tilkynnt hver hefði hlotið fegurðarverð- laun fyrir 4. umferð skák- mótsins og fékk Margeir Pétursson þau fyrir skák sína gegn alþjóðlega meist- aranum Greefe. Er Margeir eini útlendingurinn, sem hefur hlotið fegurðarverð- laun í mótinu, en verðlaunin eru 200 dollarar. I 8. umferðinni gerði Margeir jafntefli við stór- meistarann Gligoric frá Júgóslavíu en Jón gerði jafntefli við titillausan Bandaríkjamann að nafni Henley. Er hann eini titil- lausi skákmaðurinn, sem íslenzku keppendurnir hafa mætt í mótinu. Efstir og jafnir fyrir 9. og síðustu umferðina eru Gell- er, Alburt og Dzindzindhas- hvili, allir með 6 vinninga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.