Morgunblaðið - 27.03.1980, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 27.03.1980, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. MARZ 1980 Sigurlaug Bjarnadóttir: Brey tt og bætt skipan launa Sigurlaug Bjarnadóttir (S), Pétur Sigurðsson (S) og Páll Pétursson (F) haía lagt fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um bætta skipan launa- og kjaramála — svohljóðandi: „Alþingi ályktar að skora á ríkisstjórnina að skipa samstarfsnefnd eftir tilnefningu frá aðilum vinnumark- aðarins, er falið skuli að athuga og gera tillögur um breytta og bætta skipan íslenskra launa- og kjaramála. Meginmarkmið og verkefni slíkrar athugunar skulu vera: • 1. Að gera tillögur um, hvernig einfalda megi og samræma uppbyggingu launakerfa í landinu með því m.a. að afnema eða draga úr álögum á kaup og aukagreiðslum, en fella þessa þætti inn í taxta- kaup. • 2. Að endurskoða kauptaxta hinna ýmsu starfsstétta með hliðsjón af raunverulegu lágmarkskaupi. í kjarasamningum verði í auknum mæli miðað við greidd laun, en ekki taxtakaupið eitt. • 3. Að endurskoða reglur um ákvæðisvinnu, uppmæl- ingartaxta og bónusgreiðslur. • 4. Við gerð kjarasamninga verði viðfangsefni sér- viðræðna afmörkuð betur en nú tíðkast, þannig að árangur þeirra liggi sem gleggst fyrir áður en aðalsamninganefndir hefja samningaviðræður. • 5. Að efla almennar kjararannsóknir og í því sambandi að endurskoða starfssvið og starfshætti Kjararannsóknanefndar. • 6. Að gera tillögur um, á grundvelli fyrirliggjandi vitneskju og gagna, hvernig stuðla megi að aukinni innbyrðis samvinnu og samráði helstu heildarsamtaka launþega og koma á markvissri umræðu og fræðslu á þeim vettvangi um ástand efnhagsmála hverju sinni og um grundvallaratriði atvinnu- og efnahagslífs þjóðarinnar. • 7. Sú upplýsinga- og fræðslustarfsemi, er felst í 6. lið haldist, í hendur við traust og skipulegt samráð ríkisvaldsins við aðila vinnumarkaðarins. Samstarfsnefndin skal hraða störfum svo sem kostur er og skila álitsgerð og tillögum áður en næsta reglulegt Alþingi kemur saman.“ Stærsta og viðkvæmasta vandamálið í greinargerð segir að þetta stóra vandamál sé komið í algjöra blindgötu. Nóg hafi verið rætt um málið en á skorti aðgerðir í jákvæðum sáttaanda — með heildarhagsmuni í huga, án þess þó að gleyma neinum. Eðlilegt er að leita til aðila vinnumarkaðar um tilnefningu í nefndina, en það er skoðun flutningsmanna að hún eigi ekki að vera fjölmenn, 3—5 menn, með staðgóða þekkingu og reynslu á sviði verkalýðs- og kjaramála en þó hlutlausir, hæfir og velviljaðir. Sex til sjö hundr- uð launastigar „Fyrstu tveir töluliðir tillögunn- ar fjalla um atriði sem fullyrða má að séu nú eitt hið brýnasta markmið og verkefni sem leysa þarf, þ.e. einföldun og samræming í uppbyggingu launakerfa í land- inu og aðlögun kauptaxta að raunverulegu lágmarkskaupi. — í dag eru greidd laun á íslandi eftir sex—sjö hundruð mismunandi launatöxtum. Innan eins fyrirtæk- is, Flugleiða hf., eru notaðir um það bil 500 taxtar, hjá Sláturfélagi Suðurlands tæplega 350, hjá Slippstöðinni á Akureyri 85 kaup- taxtar. Hér til viðbótar koma svo auðvitað sérstakir taxtar fyrir eftir- og næturvinnu. Er hægt að ímynda sér, að störf innan þessara fyrirtækja séu í eðli sínu svo margbreytileg eða svo misjafnlega mikilvæg fyrir viðgang þeirra, að slík aðgreining í launum geti átt nokkurn rétt á sér eða samrýmst heilbrigðri skynsemi? — Auðvitað ekki, — og það sem verra er, á allra vitorði er sú staðreynd, að allur þessi aragrúi af mismunandi kauptöxtum er síður en svo í réttlætisins þágu, heldur nánast markleysa ein, þar sem óteljandi álögur og aukagreiðslur skekkja kauptaxtann og skæla í allar áttir, svo að hin raunverulega kaup- greiðsla er meira og minna á huldu þegar upp er staðið. Þarna er fólgið eitt alvarlegasta meinið, hinn versti þrándur í götu fyrir skynsamlegri og réttlátri framkvæmd íslenskra launa- og kjaramála. Hinn almenni launþegi veit ekki lengur sitt rjúkandi ráð, hefur vart nokkur tök á því að fylgjast með og skilja, hvernig launin, sem hann fær fyrir vinnu sína, eru til komin. Fyrir hann er það í senn neikvætt og niðurlægj- andi og til þess fallið að skapa tortryggni og spennu milli starfs- stétta — og jafnvel á milli fólks sem vinnur hlið við hlið á sama , vinnustað. Hér þarf að ganga beint til verks, hreinsa til, skýra línurnar, fækka vistarverum í völundarhúsi kjaramálanna og umfram allt lýsa þær betur upp, svo að ratljóst verði hverjum þeim sem skyggn- ast vill þar um gættir og átta sig á því, sem fram fer í því húsi — og hvernig það fer fram. Það væri öllum aðilum jafnt í hag: launa- manninum, þeim, sem greiðir hon- um launin, og hinum, sem fer með hið vandasama hlutverk samn- ingamannsins í umboði samn- ingsaðila. Það mundi bæta and- rúmsloftið í samningaviðræðum kjaramála Sigurlaug Bjarnadóttir og draga úr, ef ekki binda endi á baktjaldamakkið og laumuspilið, sem einkennt hefur í allt of ríkum mæli öll vinnubrögð við gerð kjarasamninga. Það ætti jafn- framt að tryggja aukið jafnvægi á launamarkaðnum, meiri frið um kaup og kjör og skiptingu hinnar svokölluðu „þjóðarköku"." Hvetjandi launakerfi „Þriðji og fjórði liður tillögunn- ar tengjast beint og óbeint tveim- ur þeim fyrstu. Hin svokölluðu „hvetjandi launakerfi" hafa rutt sér mjög til rúms hérlendis á síðari árum. Mun óhætt að segja, að sú þróun sé æskileg, og víst væri það best, að hver fengi borgað eftir því sem hann hefur til unnið. Þó eru hér ýmsir agnúar á og vafalaust eiga þessi launakerfi: bónusgreiðslur, uppmælingataxt- ar og önnur ákvæðisvinna, sinn þátt í því, hve umsamdir launa- taxtar eru í mörgum tilvikum lítt til marks um hið raunverulega kaup eða ráðstöfunarfé sem launþeginn fær í hendur. Full þörf er á að endurskoða gildandi reglur í þessum efnum, sem í reynd munu mjög svo margbreytilegar. Þannig munu margir vera þeirrar skoðun- ar, að nauðsynlegt 'sé að setja þarna eitthvert hámark eða þak, sem þá tengist einnig spurning- unni um eftir- og næturvinnu, er segja má að sé nú orðið landlægur ávani — eða óvani á íslenskum vinnumarkaði. Þetta er ekki ein- göngu spurning um peninga, held- ur jafnframt og ef til vili öllu fremur um vinnuvernd og um leið fjölskylduvernd. Tvímælalaust verður að stefna að því, allra hluta vegna, að draga svo sem unnt er úr eftirvinnunni, en borga hins vegar betur fyrir dagvinnu. Þessi síðastnefndu atriði, undir 3. og 4. lið, munu að jafnaði meðal viðfangsefna sérviðræðna við gerð kjarasamninga, sem taka oft lengri tíma en góðu hófi gegnir. Jafnframt verður ætíð sú raunin á, að einstakir þrýstihópar ná í gegnum sérkröfur sínar launa- og kjarabótum, sem skekkja hið al- menna launamat, er niðurstöður aðalsamningsins byggðust á. Af- leiðingin er gamalkunn og síend- urtekin: launalægsta fólkið, al- mennir verkamenn, iðnverkafólk, Sóknarkonur verða að láta sér lynda, að aðgangsharðir sérkröfu- hópar fái drjúga kaupauka eftir ýmsum krókaleiðum ofan á aðal- samninginn, sem gengið var frá áður. I kjarasamningunum 1977 námu sérkröfur hjá sumum sér- greinasamböndunum á annað hundrað prósentum. Hér þarf því nauðsynlega að söðla um þannig að aðalsamningurinn geti tekið mið af niðurstöðum sérviðræðna. Eins og málum er háttað nú er alveg ljóst, að það er hin mismun- andi samsetning launanna, sem skiptir sköpum í kjarasamningum, og tómt mál að tala um launajafn- vægi eða launajöfnun á meðan ekki er horfið frá þeim vinnu- brögðum, er tíðkast hafa við gerð kjarasamninga. Að sjálfsögðu vegur hér einnig þungt á metun- um hið meingallaða vísitölukerfi, sem reynst hefur mikill vand- ræðavaldur í þeirri óðaverðbólgu, sem við eigum við að búa.“ Kjararannsóknir „í 5. lið tillögunnar er lagt til, að almennar kjararannsóknir verði efldar og í því sambandi endur- skoðað starfssvið og starfshættir Kjararannsóknarnefndar. Til nefndarinnar var stofnað fyrir 15 árum með aðild fulltrúa frá ASÍ, Vinnuveitendasambandinu og Vinnumálasambandinu. Kjara- rannsóknarnefndin hefur tvímælalaust gegnt mikilvægu hlutverki, m.a. með söfnun upplýs- inga um kaup og kjör innan ASÍ. En auðsætt er, að færa verður út starfssvið hennar þannig að það nái til alls vinnumarkaðarins, verði þar almennur vettvangur rannsókna og upplýsinga um ástand launa- og kjaramála í landinu. Það virðist t.d. kjörið verkefni fyrir allsherjar kjara- rannsóknarnefnd að kanna og upplýsa þau atriði sem sérstak- lega er fjallað um í þessari tillögu: samsetningu launa, vægi kaup- taxta, álagsgreiðslur, launahlut- föll á vinnumarkaðnum, svo nokk- uð sé nefnt. Væri starfssvið nefnd- arinnar fært út með þessum hætti kæmi um leið til endurskoðun á fjármögnun hennar, en nú er starfsemi hennar kostuð af At- vinnuleysistryggingasjóði. Um markmið það, sem felst í 6. lið tillögunnar, verður naumast deilt, þótt hægara muni sagt en gert að koma því í framkvæmd. Reynslan fram að þessu af ráðum og nefndum, er stofnað hefur verið til í þessum tilgangi, er því miður ekki uppörvandi. Þar mun þó mikið hafa verið talað, en minna orðið um athafnir og framtak á þessu sviði. En aðalatriðið er, að eftir einhverjum leiðum takist að virkja áhuga og löngun hins vinn- andi manns, hvar í stétt sem hann stendur, til að fylgjast með og fræðast um eigin stöðu í síbreyti- legu samfélagi, auka þekkingu sína og skilning á högum annarra og á þjóðfélaginu, sem við lifum í og er sameign okkar allra. Enginn vafi er á að slík starfsemi mundi, ef vel tækist til um framkvæmd hennar, verka til góðs og hugsan- lega draga nokkuð úr þeim óheillavænlega metingi og spennu milli starfshópa, sem sjúklegt verðbólguástand hefur magnað ár frá ári.“ Einföldun launakerfis „í sambandi við 7. og síðasta tölulið tillögunnar ber þess að geta, að 27. sept. s.l. var gefin út reglugerð samkvæmt efnahagslög- um Olafs Jóhannessonar frá 10. apríl 1979 um samráð stjórnvalda við aðila vinnumarkaðarins. Þar er gert ráð fyrir 20 manna sam- ráðsnefnd, er skipuð skal full- trúum allra helstu samtaka laun- þega og vinnuveitenda. Ekki mun þó enn hafa orðið af skipun þessarar nefndar og ekki sýnist, í ljósi fyrr reynslu, vera ástæða til bjartsýni um árangur af störfum svo fjölmennrar nefndar, þótt góður vilji væri fyrir hendi. í málefnasamningi núverandi ríkisstjórnar er því lýst yfir, að hún sé „fyrir sitt leyti reiðubúin til þess að stuðla að einföldun launakerfisins í landinu með því að beita sér fyrir samstarfi helstu samtaka launafólks um stefnu- mótun í launamálum". Þetta ákvæði stjórnarsáttmálans hefði að skaðlausu mátt vera ákveðn- ara, en vissulega felur það í sér vísbendingu um góðan vilja, sem er í sjálfu sér mikils virði og mun væntanlega verka til stuðnings því máli, sem hér er flutt. Þessi tillaga er fram borin í trausti þess, að á Alþingi sé fyrir hendi skilningur á aðkallandi nauðsyn þess, að komið verði fram raunhæfum umbótum í meðferð launa- og kjaramála, sem tryggi aukið jafnvægi, meiri frið — meira réttlæti til handa öllu vinnandi fólki í landinu. Flutn- ingsmenn hennar telja, að sam- þykkt hennar og framkvæmd mundi marka heillavænleg spor í þá átt.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.