Morgunblaðið - 27.03.1980, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 27.03.1980, Blaðsíða 48
Síminn á afgreiöslunni er 83033 jrcgptutljrifofrffe Lækkar hitakostnaðinn FIMMTUDAGUR 27. MARZ 1980 Frá formannaráðstefnu sjómannasamtakanna í gær. Ingólfur Ingólfsson fulltrúi sjómanna í yfirnefnd verðlagsráðs sjávarútvegsins i ræðustól. Við borðshornið vinstra megin situr Ingólfur Falsson formaður Farmanna- og fiskimannasambandsins og hinum megin Oskar Vigfússon Fulltrúar sjómannasamtakanna á fund forsætisráðherra: Hætta í verðlagsráði ákveði oddamaður fiskverðið einhliða FULLTRÚAR Sjómannasambands íslands og Farmanna- og fiski- mannasambandsins ganga árdegis í dag á fund Gunnars Thoroddsén forsætisráðherra og kynna honum þá samþykkt formannaráðstefnu sjómannasamtakanna i gær, að verði fiskverð ákveðið einhliða af oddamanni yfirnefndar verðiagsráðs sávarútvegsins^ þá muni full- trúar sjómannasamtakanna í verðlagsráði ekki mæta þar meir. Einnig samþykkti ráðstefnan, að komi framangreind staða upp, verði boðað til annarrar for- mannaráðstefnu, sem taki afstöðu til frekari aðgerða. í máli manna á ráðstefnunni kom fram að sjó- menn gætu ekk hvikað frá kröfu sinni um 6,67% hækkun fiskverðs. Fiskverðsmálið verður rætt á fundi ríkisstjórnarinnar í dag og eftir hádegi ræðir sjávarútvegs- ráðherra við fulltrúa fiskvinnsl- unnar. „Það vakir í þessu máli sem þrautalending, að oddamaður geti ákveðið verið einhvers staðar á milli framkominna krafa," sagði Jón Sigurðsson formaður yfir- nefndar verðlagsráðs sjávarút- vegsins, er Mbl. spurði hann í gærkvöldi um fund í yfirnefndinni í gær og mat hans á þeim möguleika að til einhliða ákvörð- unar oddamanns komi. Jón sagðist þó leggja áherzlu á, að slíkt ráð yrði þó ekki notað, nema brýna nauðsyn bæri til. „Ég stefni að því að fá niðurstöðu í þessu máli og þá helzt í þessari viku, þannig að fiskverðinu megi koma frá fyrir Samningar tókust um 13% hækkun gaffalbita UNDIRRITAÐIR hafa verið samn- ingar á milli Sölustofnunar lagmet- is og sovézka fyrirtækisins Protin- torg um sölu á 14.750 kössum af gaffalbitum. Heildarverðmætið er tæplega 750 þúsund dollarar eða um 309 milljónir íslenzkra króna á núgildandi gengi. Vöruna á að afhenda á næstu mánuðum og framleiðendur eru K. Jónsson á Akureyri og Sigló-sild á Siglufirði. Að sögn Gylfa Þórs Magnússonar framkvæmdastjóra Sölustofnunar lagmetis er um tæplega 13% verð- hækkun að ræða frá því sem var í fyrra. í fyrra voru seldir um 66 þúsund kassar af gaffalbitum til Rússlands. Þær samningaviðræður, sem lauk með undirskrift í Reykjavík á miðvikudag, hafa í raun staðið yfir síðan í janúarmánuði, en þá fór sendinefnd héðan til Moskvu, en samningar náðust ekki þá. Kolmunnarannsóknir: Verður Hafþór notaður í stað leiguskips? HUGMYNDIR munu vera uppi um það, að veita fé til að Ijúka viðgerðum á Hafþóri, skipi Haf- rannsóknastofnunarinnar, og nota skipið við rannsóknir og veiðar á kolmunna í sumar. Akvörðun hefur ekki verið tekin um þetta mál, og hugmyndin er að Hafþór kæmi þá í stað leiguskips, en t.d. síðastliðið sumar var Oli Óskars RE leigður til þessara verkefna í nokkurn tíma. Hafþór hefur ekki verið notaður síðan í þorskastríðinu við Breta eða í rúm þrjú ár. Gylfi Þór sagðist vona, að þeir samningar, sem nú hefðu verið undirritaðir væru aðeins byrjunin og á næstunni yrði samið um meira magn af gaffalbitum til Rússlands. mánaðamótin," sagði Jón. Sá möguleiki, að oddamaður ákveði fiskverðið einhliða hefur verið ræddur á fundum í yfir- nefndinni. Fulltrúar seljenda, sjó- manna og útgerðarmanna, hafa mótmælt slíku og lýst því yfir að þeir myndu ganga út, ef til slíks kæmi og fulltrúa kaupenda, frysti- húsanna, hafa einnig mótmælt því að málið yrði afgreitt með slíkum hætti. Rottardammarkaður: Lækkandi verð á bensíni og olíu SKRÁÐ markaðsverð á bensíni og olíu hefur far- ið lækkandi á markaðn- um í Rotterdam að und- anförnu. 18. marz var skráð verð á bensíni 371 dollar hvert tonn en var lengi vel 380 dollarar í marz. Skráð verð á gasolíu var 296 dollarar en var lengi vel 310 dollarar í marz. Hefur verðið aðeins einu sinni áður farið niður fyrir 300 dollara markið í seinni tíð. Skráð markaðsverð á svartolíu var 144 dollarar og hafði farið lækkandi. Fréttaritari Morgunblaðsins í Ósló: Mikilvægt skref í átt til sam- komulags um Jan Mayen Osló, 26. marz — frá Jan Erik I.auré SVO virðist sem mikilvægt skref í átt til samkomulags í Jan Mayen- máiinu hafi verið stigið er utan- ríkisráðherrar íslands og Noregs ræddust við í tengslum við utan- rikisráðherrafund Norðurlanda i Helsinki í dag. Likur eru á að íslendingar séu að hverfa frá kröfu sinni um sameiginlega stjórn innan lögsögu við Jan Mayen vegna ein- dreginnar andstöðu Norðmanna og muni þeir fallast á útfærslu fisk- veiðilögsögu Norðmanna þar sem bráðabirgðalausn. Frétt þessi er höfð eftir Morten Fyhn, blaðamanni Aftenposten í Helsinki, en Ólafur Jóhannesson utanríkisráðherra tjáði honum í dag, að enda þótt Islendingum sé annt um að heildarlausn, sem tæki til bæði fiskveiðimála og skiptingu auðlinda á hafsbotninum við Jan Mayen, náist nú, væri óskynsamlegt að standa fast á tillögu íslendinga frá í fyrra, sem Norðmenn hafi þegar hafnað, í við- ræðunum sem fram eigi að fara í Reykjavík 14. og 15. apríl n.k. Islenski utanríkisráðherrann kveðst telja líklegast að samið verði um lausn, er aðeins taki til fiskveiða á Jan Mayen-svæðinu, og sé hann bjartsýnn um að slík lausn verði ofan á. Knut Frydenlund, utanríkisráð- herra Noregs, sagði að Norðmenn væru reiðubúnir til að veita íslend- ingum samningsbundin forréttindi gegn því að þeir sýndu Norðmönnum skilning í sambandi við þetta mál, og enda þótt hann, þ.e. Frydenlund, hefði helzt kosið að hægt væri að leysa málið í einu lagi, útilokaði tímaskortur vegna sumarloðnu- vertíðarinnar, sem fyrir dyrum stæði, slíka málsmeðferð, en hins vegar væri eðlilegt að ganga frá þeirri hlið málsins, sem snerti fisk- veiðar á svæðinu. Frydenlund lét, eins og hinn íslenzki starfsbróðir hans, í ljós bjartsýni um að sam- komulag tækist, en undirstrikaði að enn væru mikilvæg atriði óútkljáð í því sambar.di. „Mér var orðið sama og ég var búinn að sætta mig viö dauðann“ segir Ágúst Jónsson sem féll út- byrðis í veiðiferð á Breiðafirði „ÉG HELD að ég fari ekki á sjóinn aftur, heldur fái mér vinnu í landi. Mér finnst ég vera búinn að fá nóg, hvað sem svo síðar verður,1* sagði Ágúst Jónsspn sjómaður í Grundarfirði í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi. Ágúst varð fyrir þeir. i óskemmtilegu lífsreynslu að falla útbyrðis þar sem skip hans var að veiðum á Breiðafirði fyrr í vikunni. Dróst hann i kaf með rretatrossu, og velktist siðan um i sjónum dágóða stund áður en honum var bjargað um borð á ný. „Við vorum að veiðum á Haf- kalt, en þó ekki hvassviðri. Sjór- fara út af Fláka í Breiðafirði er þetta gerðist,“ sagði Ágúst, „og var ég að bera drekann til þegar trossan var lögð. Svo illa vildi þá til að ég festist í bandi af seinni drekanum, og slengdist út í lunn- ingu. Bróður mínum, sem er stýrimaður á Haffara, tókst ekki að skera mig lausan. Tók ég það þá til bragðs að varpa mér útbyrðis yfir borðstokkinn, í stað þess að lemjast utan í og kremj- ast. Skipið var á „lagningarferð" þegar þetta gerðist, eða svona þriggja til fjögurra mílna ferð. Leiðindaveltingur var, og hroll- inn var því kaldur, en annars fann ég ekki mikið fyrir því fyrr en ég kom um borð aftur. Ég gerði mér enga grein fyrir því hvað ég var lengi í sjónum, en félagar mínir sögðu það hafa verið fimm til sex mínútur. Fyrst dróst ég niður með netunum, líklega eina fjóra eða fimm faðma niður, en þá losnaði bandið af fætinum á mér, og mér skaut upp á ný. Eftir það gat ég haldið mér á floti með því að troða marvaðann, og einnig hjálpaði það mér að loft hélst innan undir æfingagalla sem ég var í, einskonar íþróttavindgalla. Hefði ég hins vegar ekki losnað úr netunum hefði ég dregist með Ágúst Jónsson. niður á hafsbotn og væri ekki til frásagnar. Ég fór hins vegar talsvert langt frá skipinu, meðan því var snúið við, og þá taldi ég öruggt að ég myndi ekki lifa þetta af. Ég get ekki sagt að ég fyndi til hræðslu, heldur leið mér bara nokkuð veí eins og ég hef heyrt að gerist oft eftir að menn í sjávarháska telji björgun útilokaða og þeir verði að sætta sig við að drukkna. Ég hugsaði annars fyrst og fremst um það að halda mér á floti, en einnig varð mér hugsað heim til fjölskyldu minnar, og til þess lífs sem ég hafði reiknað með að fá að lifa en myndi nú missa af. En mér var orðið sama, og ég var búinn að sætta mig við dauðann. En síðan komu þeir og menn sem stóðu frammá köstuðu til mín hring sem lenti rétt hjá mér og ég gat gripið til. Drógu þeir mig þá um borð, og sá félaganna sem rétti mér höndina sagðist hafa haldið að ég myndi slíta hana af, svo fast greip ég víst um hana!“ Ágúst, sem er nítján ára gam- all, býr heima hjá foreldrum sínum í Grundarfirði, þeim Jóni Elbergssyni og Jónínu Kristjáns- dóttur. Stýrimaðurinn á Haffara, bróðir Ágústs, er Kristberg Jóns- son, en skipstjóri er Þórarinn Gunnarsson. Ágúst kvaðst nú vera að ná sér eftir volkið, en gengi enn með hækjur vegna mars er hann hlaut á fæti áður en hann féll útbyrðis.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.