Morgunblaðið - 27.03.1980, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 27.03.1980, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. MARZ 1980 3 Athugun á útflutningi sjávarafurða: Ovíst hvort nefndin heldur áfram störfum Um 20 fyrirtæki með yfir 10 milljóna króna verzlim í fyrra NEFND SÚ, sem skipuð var aí viðskipta- og sjávarútvegsráðherrum fyrir um ári siðan, til að gera athugun á útflutningsverzlun sjávarafurða, hefur ekki starfað undanfarna mánuði og síðasti fundur var haldinn i ágústmánuði siðastliðnum. Samkvæmt upplýsingum Kjartans Ólafssonar formanns nefndarinnar er það til athugunar þessa dagana hvort nefndin heldur áfram störfum. — Við vorum búnir að vinna allmikla undirbúningsvinnu og safna saman miklu af upplýsing- um frá útflutningsfyrirtækjum síðastliðið haust, sagði Kjartan Ólafsson í gær. — Síðan sú stjórn, sem skipaði nefndina fór frá, hef ég litið svo á, að rétt væri að fá að vita vilja nýrra stjórnarherra um framhald á störfum þessarar nefndar. Ég og viðskiptaráðherra, Tómas Árnason, erum að ráðgast um þessi mál og það liggur fyrir innan skamms hvort þessu verður haldið áfram, sagði Kjartan. Björn Dagbjartsson er einn nefndarmanna í þessari nefnd og sagði hann í samtali við Mbl. í gær, að um 40 fyrirtækjum hefði verið sendur spurningalisti. Svör- in hefðu verið að berast undan- farnar vikur og mánuði og sagði Björn, að innan við helmingur þeirra hefði verið með útflutn- ingsverzlun yfir 10—20 milljónir króna. Sagðist Björn geta gizkað á að 20 fyrirtæki hefðu verið með yfir 10 milljón króna verzlun við útlönd með sjávarafurðir. Siglufjörður: Yerða Þormóður rammi og Sigló- síld sameinuð? HUGMYNDIR eru uppi um samvinnu eða jafnvel samruna fyrirtækj- anna Þormóðs ramma og Sigló-síldar í Siglufirði, en þessi fyrirtæki eru meðal þeirra stærstu á staðnum. Rikið er eigandi Siglósildar og Framkvæmdasjóður á 62% í Þormóði ramma. Starfshópur á vegum iðnaðar- ráðuneytisins hefur undanfarið athugað ýmsar leiðir til að renna traustari stoðum undir starfsemi Sigló-síldar, en síðasta ár var mjög erfitt hjá fyrirtækinu og það sem af er þessu ári hefur ekkert verið unnið þar. Ástæðan fyrir verkefnaleysi í ár er sú, að það var ekki fyrr en á miðvikudag að samningar tókust við Sovétmenn um gaffalbita, en það er nær eina framleiðslugrein fyrirtækisins. Að sögn Guðrúnar Hall- grímsdóttur deildarstjóra hjá iðn- aðarráðuneytinu hefur fyrrnefnd- ur starfshópur komið með hug- myndir um samvinnu eða sam- runa fyrirtækjanna og sagði hún að mjög nauðsynlegt væri fyrir Sigló-síld að taka upp fleiri fram- leiðslulínur heldur en gaffalbit- ana. Starfshópurinn hefur ekki lokið störfum, en það verður væntanlega innan skamms. Páll Ólafsson um símamál Kjalnesinga: Póst- og símamála- stjóri getur ekki skotið sér undan ábyrgðinni MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi athugasemd frá Páli Ólafssyni um símamál Kjalnes- inga: „í viðtali við Jón Skúlason, póst- og símamálastjóra, um símamál Kjalnesinga 25. þessa mánaðar segir frá góðum vilja þeirra hjá Pósti og síma til að leysa okkur Kjalnesinga frá því fornaldarfyr- irkomulagi í símamálum, sem nú er. Og nú er komið nýtt fram hjá póst- og símamálastjóra, sjálf- virkur sími á að koma með haustinu, ef Alþingi veitir nóg fjármagn til. Þeir sem stjórnuðu einokunarverzluninni lofuðu líka skipum til landsins með haustinu hér á öldum áður, en allir lands- menn þekkja þá sögu. Alþingi ákveður ekki verkefna- röðun hjá Pósti og síma eða lætur setja upp fornaldarútbúnað hjá landsímastöðinni í Reykjavík þannig að símastúlkurnar verða nánast að hafa það á tilfinning- unni hvort verið sé að hringja á stöðina. Mér finnst að póst- og síma- málastjóri verði að koma með haldbetri skýringar hvers vegna næsta nágrenni við Reykjavík er boðið upp á slíka þjónustu árið 1980. Nemendur annars bekkjar Stýrimannaskólans í Reykjavík um borð í Óðni ásamt kennara sínum. Ingólfi Þórðarsyni. Myndir Helgi. Verðandi stýrimenn um borð í varðskipi NEMENDUR. úr öðrum bekk farmannadeildar Stýrimanna- skólans í Reykjavík voru við verklegt og bóklegt nám um borð í varðskipinu Óðni fyrr í þessum mánuði. Með þeim var yíirkennarinn, Ingólfur Þórð- arson. Nemendurnir voru i 3 sólarhringa um borð í varðskip- inu við ýmsan lærdóm, svo sem að taka sólarhæð með sextant, að reikna út staðarákvörðun með sextant, við ratsjána og við staðarákvörðun með Loran C. Þá voru nemendur þriðja bekkj- ar skólans um borð í varðskip- inu Ægi. Eru ferðir Stýri- mannaskólanema með varð- skipum orðnar fastur þáttur i kennslunni. Hér er sólarhæðin mæld með sextant. HOOVER bara ryksuga... Teppahreinsarinn frá HOOVER ekki aðeins ryksugar teppið, hann hreinsar að auki úr því margskonar önnur óhreinindi sem ryksuga nær ekki eins og t.d. • Klistur •Þráðarenda • Dýrahár • Sand úr botni • Bakteríumyndandi sveppa- og gerlagróður Jafnframt ýfir hann flosið svo að teppið er ætið sem nýtt á að líta, og það á jafnt við um snöggtsem rya. Fjölþætt notagildi fylgihluta. Og það er staðreynd að teppið endist þér lengur. HOOVER er > ég banka bursta og sýg... . : : FALKIN N SUOURLANDSBRAUT 8, SÍMI 84670

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.