Morgunblaðið - 27.03.1980, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 27.03.1980, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. MARZ 1980 5 Gunnar Thoroddsen á fundi Heimdallar HEIMDALLUR, samtök ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, hafa boðað til fundar í kvöld. þar sem fjallað verður um stefnu ríkisstjórnar Gunnars Thoroddsens. Fundurinn verður haldinn í Valhöll við Háaleitisbraut og hefst hann klukkan 20.30 og eru allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Gunnar Thoroddsen forsætis- ráðherra er gestur fundarins, en fundarstjóri verður formað- ur Heimdallar, Pétur Rafnsson. Varnaðarorð Virðum hámarkshraða, þá komumst við lengra á bensíninu. Virðum hámarkshraða — fækkum slysum. Virðum hámarkshraða — þá sparast allt að 30% bensín. Hraður akstur á holóttum vegi eykur slysahættu og viðhald bílsins. Aktu á jöfnum hraða — það minnkar slysahættu og bensíneyðsluna. yirðum hámarkshraða, þannig lækkar bensínlítrinn um 110 kr. Ökum hægar, fækkum slysum. A minni hraða verða færri slys. Virðum hámarkshraða. Slysavarnafélag íslands. Vekja athygli á mikilli tjónatíðni í umferðinni Páll P. Pálsson Sinfóníuhljómsveit íslands: Austnrrískur fiðluleik- ari á tónléikum í kvöld Á næstu áskriftartónleikum Sin- fóníuhljómsveitar íslands i kvöid kl. 20.30 í Háskólabíói. verður flutt verk eftir Sibelíus. Svanurinn frá Tuonela, Alban Berg, fiðlukonsert og Liszt, Bergsinfónían. Einleikari er austurríski fiðluleikarinn Ernst Kovacic og stjórnandi Páll P. Páls- son. Ernst Kovacic er talinn meðal fremstu fiðluleikara af yngri kyn- slóðinni í heimalandi sínu segir í frétt frá Sinfóníuhljómsveit Islands, en hann naut tónlistarmenntunar m.a. í fiðluleik, orgelleik og tónsmíð- um. Kovacic hefur unnið til ýmissa verðlauna í fiðlukeppnum í Genf, Míinchen, Barcelona og komið fram á tónlistarhátíðum í Evrópu. Hann leikur á fiðlu frá árinu 1759, smíðaðri af Giovanni Battista Guad- agnini. Páll P. Pálsson, frá Austurríki fluttist til íslands árið 1949 og gerðist þá trompetleikari hljóm- sveitarinnar, en hann er nú fastráð- inn stjórnandi hennar og hefur auk þess samið mörg tónverk. MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi fréttatilkynning: Samband íslenskra trygginga- félaga þakkar það framtak Slysa- varnafélags íslands að halda um- ferðarviku dagana 23.-29. mars 1980. Sérstök athygli er vakin á hinni miklu tjónatíðni hérlendis í um- ferðarslysum, en að sjálfsögðu hefur hún áhrif á iðgjöld í vá- tryggingum ökutækja. Nauðsyn- legt er að auka umferðarfræðslu og gera sér grein fyrir helstu tjónavörnum. Meðal annars má benda á að notkun bílbelta er jafn nauðsynleg í þéttbýli eins og í dreifbýli, en almenn notkun þeirra fæst ekki, fyrr en þau verða gerð að skyldu. Jafnframt er lögð áhersla á að fylgt sé hraðatak- mörkunum og umferðarlög al- mennt virt. Samband íslenskra tryggingafélaga. ÞETTA er heimilisköttur frá Flókagötu 54 hér í bænum, en hann hefur verið týndur í nokkra daga. Kisan, sem er læða, er þrilit, ljósbrún og hvít, og eru litaskiptin ein- kum um höfuð, en bringa og fætur hvítir, en bak og rófa grá. Síminn á heimilinu er 16607. Kisa var ómerkt. Borgarafund- ur um Höf ða- bakkabrú BORGARFUNDUR verður hald- inn i safnaðarheimili Árbæjar í dag, fimmtudaginn 27. mars kl. 20.30, þar sem rætt verður um fyrirhugaðar framkvæmdir við Höfðabakkabrú. Albert Guðmundssyni, Birgi ísleifi Gunnarssyni, Björgvin Guðmundssyni, Kristjáni Bene- diktssyni og Sigurjóni Péturssyni hefur verið boðið á fundinn. Fund- arstjóri verður Þórir Einarsson. Að fundinum standa Bræðrafélag Árbæjarsóknar, Kvenfélag Ár- bæjarsóknar, íþróttafélagið Fylk- ir og Foreldra- og kennarafélag Árbæjarskóla. I páskamatinn Svínakjöt Skráð verð Okkar tilboð Svínahamborgarhryggir 6523 4690 Svínahryggir nýr 1/1 og 1/2 5330 4390 Svínakótelettur 5390 4950 Svínalæri 1/1 og 1/2 stk. 3070 2760 Svínabógar 3072 2762 Svína útbeinaðir nýir kambar 4462 3600 Svínahamborgarar reyktir útb. hnakki 5462 4250 Svína hakk 4300 2960 Hangikjöt á gamla verðinu Hangikjötslæri Hangikjötsframpartar Hangikjötsskrokkar Útb. hangikjötslæri Útb. hangikjötsframpartar Lamba hamborgarhryggur Nautakjöt Nautasnitchell Nautagullasch Nauta rost-beef Nauta-bone Nauta innanlæri Nautahakk Nautahamborgari Nauta bógsteikur Nauta grill steikur Skróö verð 3186 2104 2520 5589 4170 3690 Okkar tilboö 2970 1960 2300 4630 3450 2950 Skráð verð Páskatilboð 8754 6733 7455 4626 8700 4309 270 2796 2796 6370 5330 5950 3717 6400 2980 235 2390 2390 Páskaegg frá Nóa Stærð No. 1. Stærð No. 2. Stærð No. 3. Stærð No. 4. Stærö No. 5. Stærð No. 6. Almennt verö Kr. 499.- Kr. 748.- Kr. 1.499.- Kr. 2.699.- Kr. 3.500.- Kr. 6.399.- Páskatilboð Kr. 454.- Kr. 680.- Kr. 1.362.- Kr. 2.434,- Kr. 3.182.- Kr. 5.817.- Folaldakjöt Saltað folaldakjöt Reykt folaldakjöt Folalda hakk Folalda snitchel Folalda gullach 1.150.- kr. kg. 1.550.- kr. kg. 1.400.- kr. kg. 3.470.- kr. kg. 3.180.- kr. kg. Lamba góðgæti 1 Lamba snitchel 4.875.- kr. kg. Lamba gullasch 4.800.- kr. kg. Lamba karbonaði 4.970.- kr. kg. Lamba innanlærvöðvi 1 4.850.- kr. kg. , Páska unghænur Páskakjúklingar Kjúklingalæri Kjúklingabringur Kr. 1.290.-kg. Kr. 2.250.- kg. Kr. 2.450.- kg. Kr. 2.450.- kg. GScD^TröMDOtDSTj^CÐORÍ] Laugalæk 2. s/'mí 3 50 20

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.