Morgunblaðið - 27.03.1980, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 27.03.1980, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. MARZ 1980 Hækkun skattheimtu frá 1978: Beinir skattar hækka um 30 milljarða - óbeinir um 25 — segir Lárus Jónsson í fjárlagaumræðu Þetta f járlagafrumvarp felur í sér aukin ríkisumsvif, skattahækkanir, hallarekstur á ríkissjóði og vaxandi verðbólgu, sagði Lárus Jónsson (S) við aðra umræðu fjárlaga á Alþingi í gær. Frumvarpið felur í sér alla skattbyrði vinstri stjórnarinnar og 20 til 25 milljarða skattauka til viðbótar. Það felur í sér tvöfalda skerðingu markaðra tekjustofna frá því sem vinstri stjórnin ákvað og miklu meiri skerðingu á framlögum til sjóða atvinnuveganna, sjóða til að sinna félagslegum viðfangsefnum og sjóða til að standa undir verklegum framkvæmdum. Beinir skattar á almenning Lárus Jónsson (S) minnti á áform um nýjan 5 milljaröa króna orkuskatt og heimildarhækkun út- svara um samsvarandi upphæð. Samkvæmt áætlun Þjóðhagsstofn- unar um heildarskattbyrði beinna skatta 1980, og miðað við það að aðeins helmingur hækkunarheim- ildar útsvara verði nýttur, verður heildarbyrði tekju- og eignaskatta, útsvara, sjúkratryggingargjalds og fasteignaskatta 30 milljórðum króna meiri (eða samtals 83 þúsund milljónir króna) en verið hefði, ef sama skatthlutfail af tekjum gilti nú og 1977, á síðasta ári ríkisstjórn- ar Geirs Hallgrímssonar. Þessir beinu skattar voru þyngstir á vinstri stjórnar árinu 1972, komust þá upp í 15,4% sem hlutfall af brúttótekjum. Nú er stefnt í sama mark. Óbeinir, verð- þyngjandi skattar LJó sagði sömu þróun einkenna óbeina skatta. 2% hækkun sölu- skatts fæli í sér 10,3 milijarða króna útgjaldaauka almennings. Hækkun vörugjalds 7,7 milljarða króna. Gjald á ferðalög 1,7 millj- árða króna, skattur á verzlunar- húsnæði, sömu fjárhæð, nýbygg- ingargjald 250 m.kr., aðlögunar- gjald 1,8 milljarða króna, hækkun á verðjöfnunargjald á raforku 1,2 milljarða, hækkun skatta í benzín- verði 10,1 milljarð og boðaður orku- skattur 5 milljarða. A móti þessu vegur að söluskattur af matvörum var felldur niður svo og nokkur tollalækkun. Þegar þær upphæðir hafa verið dregnar frá, er byrðin af óbeinum sköttum 25 milljörðum króna meiri á þessu ári en verið hefði að óbreyttri álagningu fyrir hækkanirnar 1978. Útgjöld utan fjárlaga LJó vék að ýmsum stórum út- gjaldaþáttum, svo sem olíustyrk vegna húshitunar, beinu framlagi úr ríkissjóði til að hraða hitaveitu- framkvæmdum og beinu framlagi til að styrkja dreifikerfi raforku, sem máðir hefðu verið út úr fjárlagafrumvarpinu. Hér er um fjárhæðir að ræða sem nema mörg- um milljörðum króna á verðlagi ársins í ár. Fjárhæðir í þessu skyni voru í fyrri frumvörpum en hefur nú verið veitt í útgjalda- og millifærsluhítina. Ríkisstjórnin boðar nýjan orku- skatt og útgjöld utan fjárlaga, en það er að fara mörg skref og ár aftur á bak að afgreiða ekki slík mál innan fjárlagarammans, svo heild- arsýn fáist yfir ríkisfjármálin í fjárlögum og lánsfjáráætlun hverju sinni. Ekki er ágreiningur um, að kyndingarkostnað þurfi að jafna, þó bezt væri að hraða svo hitaveitu og raforkuframkvæmdum, að nýta megi innlenda orku til húshitunar um land allt. Skerðing ráðstöfun- artekna og mark- aðra tekjustofna Sem af framansögðu má greina sagði LJó hafa fórnir verið færðar á altari gegndarlausrar útþenslu- stefnu í ríkisfjármálum, rekstrar- og millifærsluútgjöldum ríkissjóðs. • Fórnað er möguleikum ríkissjóðs til að reka hallalaust, en ár eftir ár hefur hann verið rekinn með halla. • Fórnað er, að ráðstöfunartekjur heimila eru skertar með aukinni skattheimtu. • Fórnað er því, að ráðstöfunarfé ríkissjóðs sjálfs til framkvæmda er skert sem og framkvæmda- sjóða atvinnuveganna. Ymsir markaðir tekjustofnar hafa og verið stórlega skertir. Frumvarpið gerir t.d. ráð fyrir því að taka af launaskatti og öðrum mörkuðum tekjustofnum bygg- ingarsjóðs ríkisins 3,8 milljarða króna, en gildi þess sjóðs fyrir húsbyggjendur og byggingariðnað þarf ekki að tíunda. Erfðafjárskatt- ur, sem renna á til endurhæf- ingarstöðva fyrir öryrkja, er skertur um meira en helming. Bifreiða- skattur, sem ganga á til Vegasjóðs, er skertur um 518 m.kr. I frumvarpi Tómasar Árnasonar var ekki gert Fjárlagafrumvarpðið: Framlög til framkvæmda- sjóðs skert um 5,7 milljarða kr SKERÐING á framlögum ríkis- sjóðs til ýmissa fjárfestinga- og framkvæmdasjóða, miðað við gild- andi lög og venjur fyrri ára, er þannig sundurliðuð i ncfndaráliti fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í fjár- veitinganefnd um fjárlagafrum- varp núverandi ríkisstjórnar: 1. 2. 3. 4. 5. 6. 7. • 8. • 9. • 10. • 11. • 12. • 13. Fiskveiðasjóður ..................... Stofnlánadeild landbúnaðarins ............ Aflatryggingasjóður ...................... Byggingarsjóður verkamanna ............... Lánasjóður sveitarfélaga ................. Bjargráðasj. miðað við frumv. sem er í Alþ. Ferðamálasjóður .......................... Félagsheimilasjóður ...................... Veðdeild Landsbankans .................... Hafnarbótasjóður ......................... Framkvæmdasj. öryrkja samkv. frumv. . .. Styrktarsjóður vangefinna, framl. í fyrra Byggðasjóður ............................. Samtals skerðing framlaga til fjárfestingarsjóða ...................... Skerðing millj. kr. 666.5 353.3 307.0 67.5 106.2 191.9 13.0 24.3 3.7 40.3 445.0 150.0 3.382.0 5.750.7 ráð fyrir slíkri skerðingu. En núver- andi ráðherra, Ragnar Arnalds, kominn beint úr sæti samgönguráð- herra, telur sér fært að skerða þennan tekjustofn Vegasjóðs. Skerðing lög- bundinna framlaga til sjóða LJó sagði fleiri ráð nýtt til að fjármagna eyðslustefnuna. Lög- bundin framlög til ýmissa sjóða atvinnuveganna væru verulega skert. Samkvæmt athugun minni nemur þessi skerðing hvorki meira né minna en 5,7 milljörðum króna. Nefna má í þessu sambandi skerð- ingu hjá Fiskveiðasjóði, Bjargráða- sjóði, Framkvæmdasjóði öryrkja, Byggingarsjóði verkamanna o.fl. LJó ræddi nú ýmsa útgjalda- þætti, s.s. í heilbrigðismálum, vega- málum (hvar raungildi fram- kvæmdafjár rýrnar um 56% til nýbygginga), húsnæðismálum (en skerðing á tekjustofnum Bygg- ingarsjóðs ríkisins nemur 35% eða 3,8 milljörðum króna) o.fl., sem ekki vinnst rými til að rekja nánar. Að sníða af verstu agnúana Eiður Guðnason (A), formaður fjárveitinganefndar, mælti fyrir breytingartillögum fjárveitinga- nefndar, er hún stendur öll að, sem skipta mörgum tugum og varða fjölmörg svið — ög þýða útgjalda- hækkun um kr. 1.688.000.000.- (tæplega 1,7 milljarða). Þá mælti hann fyrir nokkrum breytingartil- lögum er hann flytur í nafni Al- þýðuflokks. EG sagði höfuðtillögu Alþýðu- flokks þá, að tekjuskattur einstakl- inga skyldi lækkaðúr um 7,2 millj- arða króna. Nauðsynlegt væri að ríkið drægi úr skattheimtu, ef vænta ætti aðhalds af öðrum aðilum til viðnáms gegn verðbólgu. Fjár- málaráðherra boði að svigrúm sé ekki til grunnkaupshækkana og forsendur fjárlagafrumvarps feli í sér kaupmáttarskerðingu um 4,5% á árinu. Við slíkar aðstæður sé óverjandi að efna til stórhækkunar tekjuskatts á almenning, eins og að sé stefnt, heldur beri að draga úr skattbyrði, einkanlega á láglauna- fólki. ÉG sagði Alþýðuflokkinn vilja verja 4 milljörðum, innan fjárlaga, til jöfnunar hitakostnaðar, en ekki væri stafkrókur þar um í frumvarp- inu. Þá gerðu tillögur flokksins ráð fyrir að verja 1 milljarði króna til félagslegra aðgerða á sviði húsnæð- is- og dagvistunarmála. Til þess að mæta þessum útgjöld- um og tekjuskattslækkun, sem sam- tals nemi 12,2 milljörðum króna, skal lækka framlög til byggðasjóðs jarðræktar og framræslu um 20% lækka niðurgreiðslur og útflutn ingsbætur um 4,2 milljarða króna; lækka áætluð framlög til lánasjóös námsmanna til samræmis við aðrar fjárlagahækkanir; lækka heimildir fjármálaráðuneytis til óvissra út- gjalda; lækka útgjöld vegna launa- og rekstrargjalda um 1% (1130 m.kr.) — en hækka áætlaðar tekjur af ÁTVR og af tekjuskatti fyrir- tækja. Þá leggur Alþýðuflokkurinn til að 1700 m.kr. verði varið til að lækka skuld við Seðlabanka. Þessi stefna felur í sér, sagði EG, stefnumótun til að draga úr verð- bólgu til að vernda kjör láglaun- afólks. Við viljum að ríkið gangi á undan og gefi eftirdæmi um aðhald og sparnað í þjóðarbúskapnum. Fjárlagafor- sendur rangar Friðrik Sophusson (S) sagði ýms- ar veigamiklar „fjárlagaforsendur" rangar. Verðlags- og kaupgjaldsfor- sendur þess byggjast á „niðurtaln- ingu verðlags", óbreyttu grunnkaupi og 46,5% verðbreytingu meðaltala áranna 1979 og ’80. Þessar „forsend- ur“ stangist á við launastefnu ASÍ annars vegar og dóms í kjaradeilu BHM hins vegar, varðandi verðbæt- ur á laun. Ríkisstjórnin heitir 3 til 5 milljörðum til „félagsmálapakka" í þágu launþega en þessir fjármunir finnist ekki í frumvarpinu. Yfirlýs- ingar ráðherra um hraðara gengis- sig en frumvarpið gerir ráð fyrir skekkja grundvöllinn, er það hvílir á. Að auki er Ijóst, sagði FrSop, að „niðurtalningarleiðin er ófær nema að nafninu til, enda hafa ráðherrar æ ofan í æ ítrekað að á þeirri reglu séu að sjálfsögðu undantekningar". Ef menn vilja ná árangri í fjárlagagerð verði þeir fyrst að setja sér markmið og síðan velja leiðir að því. I þessu frumvarpi finnst ekkert markmið. Bíða — fresta eru eink- unnarorð þess. Engin alvörutilraun er gerð til að takast á við vandann. Aukin skattheimta er það eina, sem höfundar þess sjá. Við sjálfstæðis- menn teljum, sagði FrSop, að meg- inmarkmiðið við gerð fjárlaga nú sé að draga úr ríkisútgjöldum; nota eigi fjárlögin sem hagstjórnartæki Lárus: Stefnt er í aukin ríkisumsvif — aukna skattheimtu — aukinn hallarekstur — aukna verðbólgu. Friðrik: Sjálfstæðismenn boða breytta fjárlagagerð. með hliðsjón af aðstæðum í efna- hagslífinu. Til að ná markmiðum bata í efnahagslífinu þarf að gera róttæk- ar breytingar á undirbúningi og gerð fjárlaga. Losna þarf við skuldbindandi útgjaldaákvæði í lög- um og reglugerðum. Vegna sjálf- virkni útgjalda verði verklegar framkvæmdir afgangsstærð. Vék FrSop síðan að ýmsum áætlunarað- ferðum erlendis, hjá ríki og stórum fyrirtækjum, sem lærdóma megi draga af. Áætlanagerðir þurfi t.d. að vera á verkefnagrundvelli en ekki stofnanagrundvelli. Eyðsluskipting þurfi að vera innan ramma ákveð- innar skattastefnu. Endurskoða þurfi tekju- og verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga þann veg að ábyrgð og fjármögnun fari saman. Stofnan- ir ríkisins þurfi að reka hallalaust — fáránlegt sé að þjónustugjöld fái ekki að hækka tii samræmis við kostnað — vegna úreltrar vísitölu og rekstrartapi safnað saman. Síðan vék FrSop að ýmsum fjár- lagaliðum: lánasjóði námsmanna, landhelgisgæzlu, Rannsóknaráði (og gildi fjárveitingar til rannsókna- og þróunarstarfsemi) — og loks, hvern hlut Reykjavík sem sveitarfélag Skattaaukareikningur ríkisstjórnar: í»rjátíu og sex milljarðar - takk Skattahækkanir, sem orðið hafa frá haustinu 1978, vegna aðgerða vinstri stjórnar 1978— 79 og núverandi stjórnar, leggja 36 milljarða króna aukna skatt- byrði á landslýðinn, samkvæmt tekjuáætlun fjárlagafrumvarps fyrir árið 1980, fram yfir það sem orðið hefði með hiiðstæðri skattheimtu og var fyrir skatta- hækkanir haustið 1978, þ.e. á ríkisstjórnarárum Geirs Hall- grímssonar. Þessi skattauka- reikningur er þann veg sundur- liðaður í greinargerð fjárveit- inganefndarmanna Sjálfstæðis- flokksins, Lárusar Jónssonar, Guðmundar Karlssonar og Frið- riks Sophussonar: • 1. • 2. • 3. • 4. • 5. • 6. • 7. • 8. • 9. • 10. • 11. • 12. Millj.kr. Millj.kr. Hækkaðir eignarsk. vegna br. 1978 ......... 3560 Hækkaðir tekjuskattar vegna sama .......... 4740 + lækkun sjúkratryggingagjalds ........... 2000 6300 Hækkun söluskatts, 2 prósentustig ......... 10300 Hækkun vörugjalds ( —) ................................. 7715 Gjald á ferðalög til útlanda .............. 1700 Nýbyggingargjald ........................................ 250 Skattur á verslunarhúsn................................. 1700 Aðlögunargjald ......................................... 1840 Hækkun á verðjöfnunargj. af raforku ....... 1220 Hækkun skatta af bensíni umfr. verðlagsh. 10100 Orkuskattur, áætl. skv. áætlun í frv.................... 5000 Markaðar tekjur teknar í ríkissjóð ..................... 4714 50839 Frá dregst: Niðurfelling sölusk. af matvörum ................ Tollal., m.a. vegna aðildar að EFTA ............. Aukin skattb. 1980 fram yfir fyrri skattb. (1978) Talin í milljónum króna ......................... 9500 5000 36339

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.