Morgunblaðið - 27.03.1980, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 27.03.1980, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. MARZ 1980 39 hluta vegna hafði lyftari orðið eftir heima. Með honum var bróðir minn. Páll hafði fá orð um uppá- komu þessa, tók af allar felgur- ærnar, lyfti síðan bílnum upp og hélt honum á lofti meðan bróðir minn snaraði varahjólinu á. Páll var skapmaður mikill, en hafði gott vald á skapsmunum sínum enda var það svo, að enginn vildi eiga reiði hans yfir sér þar sem allir mátu skapfestu hans og sanngirni. Páll var frændrækinn svo af bar og margan greiðann gerði hann okkur yngri frændsystkinum sínum. Öll leituðum við fyrst til hans um sumarvinnu á skólaárun- um. Ef hann hafði ekki sjálfur kost á úrlausn brást þó ekki, að hann hefði samband við einhverja aðra, sem vantaði mann. Ungur að árum eignaðist Páll bíl, sem þá var ekki algengt. Honum fannst ekki við hæfi að sitja einn að slíkum forréttindum og margar voru helgarferðirnar sem hann bauð vinum og venzla- mönnum með sér í. Það var með ólíkindum hve mörgum hægt var að koma fyrir á bílnum þótt ekki væri hann stór, en engan mátti skilja eftir. Þetta var þó ekki það eina sem við margir frændur hans nutum góðs af bíleigninni. Jafnóðum og við höfðum aldur til tók hann það óbeðinn upp hjá sjálfum sér að fara með okkur eftir langan og erilsaman vinnudag og leyfa okk- ur að aka. Öll var sú kennsla eins og bezt varð á kosið. Eitt var það, sem hann lagði ríkt á við okkur, en það var siðfræðin og tillitssemin við aðra, jafnt vegfarendur sem eiganda bíls, sem fenginn væri að láni t.d. þetta: „Skilaðu aldrei bíl sem þú færð að láni með minna benzíni á en þegar þú fékkst hann í hendur, helzt fullum." Þessa reglu aftók hann þó, að við viðhefðum gagnvart sér, þar varð handtakið eitt að nægja. Slíkur maður verður sjálfkrafa höfðingi hverrar ættar og það hlutverk rækti hann af mikilli gleði. Um langt árabil hélt hann árlega fjölskyldumót á heimili sínu og var þar ekkert til sparað. Þar hittust frænkur og frændur, sem ella sáust ekki og hvergi hef ég kynnst fleiri skyldmennum mínum en á heimili hans og hans ágætu konu. Páll var frábær stjórnandi, hélt góðum aga á vinnustöðum sínum, en stjórnaði þó af mikilli hlýju og skilningi, var ekki. aðfinnslusam- ur, en gætti þess að láta það koma fram ef vel var unnið. Páll kvæntist árið 1931 eftirlif- andi konu sinni Gyðu Sigurðar- dóttur Guðmundssonar, skrif- st.stj. Eimskipafélags íslands. Var mikið jafnræði með þeim hjónum og þau samhent um alla rausn og höfðingskap. Einn son áttu þau, Gunnlaug Briem verkfræðing, en hann er kvæntur ágætri konu, Ingu Guð- mundsdóttur, og eiga þau þrjú börn. Páll og Gyða hafa einnig alið upp og ættleitt dóttur Vilhjálms bróður Páls, Margréti, en hún er gift Magnúsi Gústafssyni, for- stjóra Hampiðjunnar og eiga þau þrjú börn. Allir afkomendur Páls eru hinir mannvænlegustu og vandaðir til orðs og æðis og bera þannig með sér hinar góðu ættarfylgjur Páls og Gyðu. Síðustu árin, sem Páll lifði var hann þrotinn að heilsu og þráði hvíldina. Það var ekki í samræmi við líf og atorku hans að vera upp á aðra kominn. Hann lést að hjúkrunarheimilinu við Hátún hér í borg, en þar hafði hann dvalið í nokkrar vikur. En staðið var meðan stætt var og naut hann frábærrar umhyggju konu sinnar, sem hjúkraði honum lengst af í heimahúsum, eða allt til síðast liðins hausts, en þá lagðist hann inn á Landspítalann þar sem hann dvaldi þar til hann fór á hjúkrun- arheimilið að Hátúni. Ég vil að lokum votta börnum, tengdabörnum, barnabörnum og umfram allt Gyðu, dýpstu samúð mína, en huggun er, að vel var lifað og góðs manns að minnast. Einar Árnason. Kassettur beztu kaup landsins 1 spóla 5 spólur 60 mínútur kr. 900 kr. 4000 90 mínútur kr. 1100 kr. 5000 Heildsölu birgðir Verslióíáérverslun með LITASJÓNVÖRPog HUÓMTÆKI 29800 Skiphotti19 Rauð epli Jaffa appelsínur Kaaberkaffi Rydenakaffi Sólblóma amjörlíki Nautahakk Sykur Waitrose bakaöar baunir Hagkaupa W.C.-pappír 595 - pr. kg. 498.- pr. kg. 895.- pr. pk. 839.- pr. pk. 299.- 3.285.- pr. kg. 299.- pr. kg. 485.- % dós. j 245.- pr. 2 rúllur j Vekjum athygli á vörukynningu frá Frón, islenzkum matvælum og Tropicana fimmtudag og föstudag. Opið til kl. 10 föstu- dagskvöld, 9—12 laug- ardag. HAGKAUP SKEIFUNN115 VÖRUMARKAÐS VERÐ Einstaklingsrúm 3 geröir Stærö: 90x200 cm. 105x200 cm. 120x200 cm. Efni: fura ólituö eða bæsuð brún. Skrifborð Stærö: 120x60 cm. 150x60 cm. Efni: fura ólituö eöa bæsuö brún. Kommóöur 4 skúffur, breidd 75 cm 6 skúffur breidd 75 cm eöa 60 cm Efni: fura ólituö eöa bæsuö brún. 3 sæta sófar — 2 sæta sófar Fjölbreytt úrval. Opið til kl. 8 föstudag. Opið laugardag kl. 9—12. Vörumarkaðurip hí. Sími 86112.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.